Alþýðublaðið - 10.10.1978, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 10.10.1978, Blaðsíða 4
alþýöu- blaöið utgefandi Alþýöuflokkurinn Ritstjórn og auglýsingadeild Alþýðublaðsins er að Síðu- múla 11, sími 81866. Þriðjudagur 10. október 1978 Alþýdubladid kynnir vísitölumálin Vísitölugrundvöllurinn Visitölugrundvöllur almennt segir til um þaö hve einstakir liðir vega þungt i heildinni. Þannig má segja, að grundvöllur visitölu framfærslu- kostnaöar segi til um þaö, hve stór hluti t.d. mjólk, kjöt, húsaleiga o.s.frv. er af framfærslukostnaði, og þar með er hægt aö reikna út, hvaö hækkun á einstökum útgjaldaliðum veldur mikilli hækkun á framfærslukostnaðinum i heild. Núgildandi vísitölu- grundvöllur er frá- brugðinn eldri grund- völlum Sá visitölugrundvöllur, sem við búum nú við, tók gildi i árs- byrjun 1968. Hann er einkum frábrugðinn fyrri grundvöllum um það, að honum er ætlað að ná yfir öll útgjöld fjölskyldna, og sýna meöaltal útgjalda laun- þegafjölskyldna úr öllum tekju- hópum. Aöur var einkum miðað við útgjaldaskiptingu láglauna- fólksins, og brýnustu lifs- nauðsynjar vógu tiltölulega þungt. Ýmsum útgjaldaliöum var sleppt i eldri grundvöllum, m.a. vegna vandkvæða á mælingu, en það hefur ekki verið gert i núgildandi grund- velli svo að nokkru nemi. Neyslukönnunin 1964-1965 Enda þótt núgildandi visitölu- grundvöllur hafi tekið gildi i ársbyrjun 1968, er undirstaða hans nokkru eldri. Vistölu- grundvöllurinn byggir á niður- stöðum neyslukönnunar frá árunum 1964 og 1965. Könnuð voru útgjöld launþegafjöl- skyldna i Reykjavik, verka- manna, sjómanna, iðnaðar- manna, opinberra starfsmanna og verslunar- og skrifstofu- manna. Þáttaka i könnuninni var auk þess takmörkuð við hjón með börn innan 16 ára aldurs eða barnlaus, og heimilisfaðirinn varð að vera á aldrinum 25 til 66 ára árið 1965. Þátttakendur i þessari rann- sókn voru fundir á þann hátt, að tekið var i skýrsluvélum tilviljunarkennt úrtak 300 fram- teljenda á skattskrá Reykja- vikur árið 1964, og fullnægðu þeir öllum skilyrðum fyrir þátt- töku i rannsókninni nema skil- yrðinu um aldur barna. Allar þær fjölskyldur, sem höfðu börn eldri en 15 ára á sinu framfæri, hurfu úr rannsókninni, og ýmiss konar afbrigði, svo sem það að ættingjar bjuggu hjá fjöl- skyldunni urðu einnig til þess að fjölskyldur hurfu úr þessum hópi. A endanum tóku 103 fjöl- skyldur af 300 þátt i rannsókn- inni, og 100 þátttakendur skiptust þannig á starfsstéttir: verkamenn voru 26, sjómenn 3, iðnaðarmenn 23, opinberir starfsmenn 30 verslunar- og skrifstofumenn 18. Þessi skipting á starfsstéttir reyndist vera i góðu samræmi við raun- verulega atvinnuskiptingu i Reykjavik. Tekjur manna hafa að sjálf- sögðu mikil áhrif á skiptingu út- gjalda þeirra. Láglaunafólkið eyðir mestu af sinum tekjum i brýnustu lifsnauðsynjar, en þeir sem rýmri hafa fjárráðin eyða þvi meiru i alls kyns munaðar- varning. Fulltrúar allra tekju- hópa voru meðal hinna 100, sem þátt tóku i neyslukönnuninni, og framtaldar tekjur árið 1964 voru allt frá 85 þúsundum til 370 þúsunda, en meðaltekjur voru 202 þúsund krónur. Barnafjöldi hefur einnig mikil áhrif á skiptingu útgjalda, einkum á þann hátt, að stærri hluti útgjalda fer i nauðþurftir hjá stórum fjölskyldum. Af fjöl- skyldunum 100 voru 17 barn- lausar, en hinar áttu allt upp i 5 börn, 15 ára og yngri. Tuttugu fjölskyldur áttu eitt barn, 28 áttu tvö, 22 þrjú, 9 fjölskyldur áttu fjögur börn og fjórar fimm börn. Samtals áttu þessar 100 fjölskyldur þvi 198 börn. Meðal annarra atriða, sem hafa mikil áhrif á skiptingu út- gjalda er það, hvort fjölskyldan á bil, og hvort hún býr i eigin húsnæði eða leigir. Af þessum 100 fjölskyldum áttu 55 bil, og 66 bjuggu i eigin húsnæði. Upplýsingaöflun i neyslu- könnunina var tviþætt. Annars vegar voru þátttakendur spurðir um útgjöld sin á árinu 1964. Hins vegar héldu þátttak- endur nákvæman búreikning um 4 vikna skeið á árinu 1965. Það gefur auga leið, að fjöl- skyldurnar kaupa alveg ótölu- legan grúa einstakra vöruteg- unda. Hvað skyldu t.d. margar tegundir vera á boðstólum i Reykjavik? Engin leið er að reikna út i hörgul hlut einstakra slikra vörumerkja i neyslunni, söfnun slikra upplýsinga ein sér væri t.d. algerlega ófram- kvæmanleg umfangsins vegna. Þvi eru einstök vörumerki eða vörur tekin út úr og látin mæla verðbreytingar þess flokks, sem þau eru fulltrúar fyrir, enda er t.d. sami tollur og sama álagningarprósenta á skyldum vörum. Slikar vörur eða vöru- merki, sem eru fulltrúar fyrir flokk náskyldra vara, eru kallaðar staðgönguvörur. 5 kextegundir eru þannig látnar mæla verðþróun á kexi almennt. Þrátt fyrir það að liðum i verðlagsgrundvellinum hafi verið fækkað á þennan hátt, eru i honum yfir 500 liðir. - Það gefur auga leið, að hækki einstakir liðir mismikið breytist samsetning grundvallarins smám saman. Þeir liðir, sem mest hækka vega þá þyngra en i upphafi og hlutur hinna minnkar að sama skapi, enda þótt sama magn af vörunni eða þjónustuliðnum sé áfram i visi- tölugrundvellinum. Visitölu- grundvöllurinn er nefnilega i rauninni samsettur úr tilteknu magni einstakra liða, en ekki hlutföllum milli liðanna 500. ,/Visitölufjölskyldan" er aðeins til á pappírnum Eins og sést af framansögðu, er sá hópur, sem neyslu- könnunin tók til, ærið sundur- leitur. Við samsetningu hópsins var reynt að fá sem breiðast úrtak innan þess ramma, sem Framhald á bls. 3 mmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmm^ Skipting visitölugrundvallarins 1968 og 1978 1968 1978 % % (meöfyr- Vörurog þjónusta: irvara) Matvörur ....................................... 26,7 36,2 Þaraf: Brauð, kex, mjölvara ..................... 2,8 3,2 Kjöt og kjötvörur ............................. 7,4 9,7 Fiskur og fiskvörur ........................... 2,2 3,3 ' Mjólk, mjólkurvörur, feitmeti, egg ............ 7,6 9,8 Avextir ....................................... 2,4 2,0 Aðrar matvörur ............................... 4,4 8,1 Urykkjvarvörur (kaffi, gosdr., ófengi o.fl.) .... 3,5 5,1 Tóbak .......................................... 12,6 3,1 Fötogskógfatnaður .............................. 11,6 11,0 Hitiografmagn ................................... 3,8 3,6 Heimilisbúnaður.hreinlætisvöruro.f’.............. 8,0 7,6 Snyrtivörur og snyrting ......................... 1,7 1,6 Heilsuvernd ..................................... 2,0 1,8 Eigin bifreið ................................... 8,7 10,9 Fargjöld o.þ.h................................... 1,6 2,2 Sima-og póstgjöld ............................... 1,3 1,5 Lestrarefni, hljóövarp, sjónvarp, skemmtanir o.fl. . 10,8 10,3 Annaö ........................................... 1,3 1,9 Samtals 83,5 93,9 Húsnæði ................................... 16,1 9,2 Annað ....................................... 0,5 -3,1 í bröttum hlíðum Barist Um miðjan þennan mánuð hefst skálmöld mikil. Þá rjúka menn til fjalla til þess að drepa rjúpur . Kyrrð fjallanna mun rofna, og snjórinn mun litast blóði. Hvert fjallið á fætur öðru þar sem rjúpu er að finna, verður tekið með skyndiáhlaupum eða tangarsókn. Ef að likum lætur verður skothriðin vægðarlaus, og ekki er ósennilegt að læknar þurfi að tina högl úr ó- heppnum skotmanni, sem hefur verið svo ó- lánssamur að afturendi hans hefur verið tekinn í misgripum fyrir rjúpu. Menn gefa upp misjafnar á- stæður fyrir þvi tómstundagamni sinu að stunda rjúpnaveiði. Sumir eru að sækjast eftir útiveru og hreyfingu. Aðra reka bragðlauk- arnir af staö, þvi það er eins og rjúpan bragðist betur ef menn hafa drepiö hana sjálfir. Enn aðr- ir segja að veiðigleðin ýti sér út i þetta, og þeir eru lika til sem eru einfaldlega sportidiotar. Sú skýr- ing heyrir þó til undantekninga sem einn veiöimaður gaf mér fyrir rjúpnadrápi sinu, að hann leggði erfiöi veiðiferðanna á sig af einskærum kvalalosta. Rjúpnaveiöitiminn hefur löng- um reynst hápunkturinn i starfi björgunarsveitanna. Rjúpna- skyttur hafa nefnilega stundum þannleiða vana,aðana út i bláinn og rata ekki heim. Það skellur kannski á stórhrið og noröan belj- andi og enginn kann á áttavitann sem er með i förinni. Skotinu með neyðarblysinu hafði óvart verið skotið á rjúpnahóp, sem gjörsam- lega sturlaðist við alla þessa ljósadýrð, og gafst umsvifalaust upp. Sú saga gekk hér fyrir nokkrum árum að tveim hópum rjúpna- skyttumanna hafi lostið saman. Þetta átti að hafa verið þaulvanir mennmeð fyrsta klassa útbúnað. Klæddir hvitum felubúningum Alpahermanna, gyrtir skotfæra- beltum þvers og kruss, svo jafn- vel Pancho Villa hefði fengið minnimáttarkennd. En einmitt vegna þessara hvitu búninga hafi þeir farið að skjóta hvor á annan. Sagan segir að þetta hafi gerst i hliðum Kvig- indisfells, en þar i grenndinni er jafnan mikill fjöldi veiðimanna. Þegarskothriöin braust út dreif aö fjölda manna úr nágrenninu, sem hélt að þarna væri allt mor- andi i rjúpu. Þeir sáu að þarna i fjallinu var allt morandi i hvitum flygsum og hófu þegar skothriö. Alltaf bættist i hópinn, svo þeir hvitklæddu hröktust sifellt hærra upp fjallið. Þeir uppgötvuðu f ljót- legamistök sin, en þá var þaöum seinan, þvi flestar skyttur i ná- grenninu höfðu sameinast um að skjóta á þá. Svo hörð var skot- hriðin að þeim gafst enginn timi til að leiðrétta þennan misskiln- ing, en skriðu þvi eins hratt og þeir gátu upp fjallið. Ailmikiil móður var nú runninn á sóknarmenn, og þegar þannig er ástatt gera menn sér ógjarnan grein fyrir mistökum sinum. 1 gegnum talstöð hafði fréttin borist til höfuðborgarinnar, og að sjálfsögðu skolast til milli manna Fæti átti tæpast að vera komiö niöur á Kvigindisfelli fyrir r júpu. Veiðimenn sem setið höfðu heima þessa helgi stréymdu út úr borg- inni. Astandið minnti á, þegar skipstjórinn á Siglufirði kom æð- andi inn á veitingastað þar og hrópaði: Vaðandi sild við Kol- beinsey. En í Kvigindisfelli sat allt viö það sama. Þeir hvítklæddu voru að verða vitstola, og voru alvar- lega að velta fyrir sér aö skjóta á móti. Þeirhöfðureyntaðöskra en litið haföi heyrst vegna skothrið- arinnar. En eins og svo oft áður í henni veröld, var það forsjónin sem kom til bjargar. Það fór að hvessa, og þvi fylgdu dimm él og skafrenningur. Skothriðin smá fjaraði út, og þaö sannaðist á þeim hvitklæddu að áheit á Strandakirkju eru ekki út i loftið. En nú var útlitiö þannig, að ekki var laust við að þörf væri á ööru áheiti. Veðrið hafði stórlega færst i aukana. Élið var orðið að stórhrið og hávaöa roki. Menn áttu fullt i fangi með að brjótast gegn veörinu , en það vildi til aö niður i móti var að fara. Það fylgdi þessari sögu að þeir hvitklæddu hefðu aldrei borið þess bætur að lenda i þessari Framhald á 2. siðu. Bílamálun Guðmundar Einarssonar Erum fluttir í nýtt húsnæði að Smiðjuvegi 40, Kópavogi Nýtt símanúmer er 7-45-40 Orkustofnun vill ráða fulltrúa til bókhaldsstarfa, Reynsla i tölvuvinnslu æskileg. Upplýsingar um aldur, menntun og fyrri störf, óskast sendar Orkustofnun, Laugavegi 116, 105 Rvik. í eiginhahandarumsókn fyrir 16. október n.k.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.