Alþýðublaðið - 19.10.1978, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 19.10.1978, Blaðsíða 2
2 Fimmtudagur 19. október 1978 alþýöu- blaöiö (Jtgefandi: Alþýöufiokkurinn Ritstjóri og ábyrgðarmaöur: Arni Gunnarsson. Aösetur ritstjórnar er i Sföumúla 11, simi 81866. Prentun: Blaöaprent h.f. ______Askriftaverö 2200 krónur á mánuöi og 110 krónur i lausasölu. Alþingi, hefðir og formfesta Þriðjungur núverandi þingmanna á sæti á Alþingi i fyrsta sinn. Flestir þeirra hafa á einn eða annan hátt haft nokkur kynni af störfum þingsins, en óneitanlega kemur þeim margt á óvart. Flest á það rætur að rekja til formfestu og gamalla hefða. Vafalaust geta gamlar reglur og hefðir verið af hinu góða, en fylgi þeim mikill hægagangur i störfum þingsins, umfram það, sem eðlilegt getur talist, er full ástæða til að breyta þeim, Frá þvi að þing kom saman hinn 10. október s.l. hefur þar nánast ekkert verið gert nema kjósa þingfor- seta og i nefndir. Þegar gagnrýni hefur komið fram á seinagang i störfum Alþingis, hefur svarið stundum verið eitthvað á þá leið, að mikilvæg mál þarfnist athugunar og umhugsunar. Hins vegar koma mikilvægustu málin oft frá rikisstjórnunum hverju sinni, t.d. lagabreytingar, ný lög og stað- festingar á bráðabirgðalögum. A afgreiðslu slikra mála eru venjulega engar tafir. Hins vegar er það svo, að mörg merkileg og gagnleg mál eru svæfð i nefndum og þau daga uppi þing eftir þing og sum gleymast endanlega. Stundum stafar þetta af timaskorti, áhugaleysi eða vegna þess að málin falla niður á milli pólitiskra deiluefna. Núverandi deildaskipting Alþingis tefur afgreiðslu mála. Ein málstofa gæti haft áhrif i átt til hraðari afgreiðslu og minni málalenginga. Þar til ein málstofa er komin i höfn mætti auka afköst þingsins með þvi að lengja daglega fundi deilda. Núverandi deildaskipting Álþingis tefur af- greiðslu mála. Ein málstofa gæti haft áhrif i átt til hraðari afgreiðslu og minni málalenginga. Þar til ein málstofa er komin i höfn mætti auka afköst þingsins með þvi að lengja daglega fundi deilda. Deildafundir eru aðeins f jóra daga vikunnar og standa venjulega i tvær klukkustundir. Morgnar eru notaðir til nefndafunda og siðdegi tvisvar i viku til þingflokksfunda. Þess á milli fer timi i viðtöl og hverskonar pappirsvinnu og undirbún- ing tillagna og frumvarpa. Það mætti að skað- lausu lengja fundartima þingdeilda dag hvern og bæta föstudeginum við, ef þörf krefur. Á þingum hefur reglan verið sú að mál hafa hrannast upp og afgreiðsla sumra þeirra gengið hægt. Margar aðferðir eru til að tefja ferð þeirra i gegnum þingið. Svo er þá oft komið fyrir jóla- leyfi, að siðustu dagana verður að halda kvöld- og næturfundi og fræg er afgreiðsla mála i þinglok á vorin. Það eru þessi atriði i störfum Alþingis, sem hafa komið nýju þingmönnunum á óvart. Hér mætti, án verulegrar fyrirhafnar, bæta úr. Bæði mætti lengja daglegan starfstima þingsins og stytta leyfi þingmanna um jól og páska og þá ekki siður sumarleyfi þeirra, nema þá kannski kosn- ingaár. Viðurkenna verður þörf nokkurrar formfestu, sem viðhalda má, án þess að hún virki letjandi á störf Alþingis. Vonandi verður þessum þætti þingstarfanna gefinn nokkur gaumur og stefnt að virkara þinghaldi og afkastameiri þingum. — ÁG — Verðum að losna við lausaskuldirnar Steingrimur Hermannsson landbúnaöarráöherra mm. er nú aö bagsa viö aö fá 1200 millj- óna króna lausaskuldum bænda breytt i föst lán. Þau lán veröa, aö sjálfsögöu, óverötryggö þannig aö um gjafafé er reynd- ar aö ræöa. Þaö munu vera um 400 bændur sem eiga aö veröa aönjótandi þessara veröbólgu- styrkja af almannafé. Fyrrver- andi landbúnaöarráöherra Halldór E. Sigurösson haföi skipaö nefnd til þess aö kanna lausaskuldir bænda og hefur hún nýlega skilaö niöurstööum til núverandi landbúnaöar- ráöherra. Hér mun aöallega vera um aö ræöa vanskil gagn- vart lánastofnunum og kaup- félögum og er taliö aö einkum séu þaöyngribændursem oröiö hafi svo „ólánsamir”, eins og komist er aö oröi i Timanum, aö þurfa aö byggja upp meö dýru fjármagni, dýrara en gengur og gerist. (?) Steingrimur greinir frá þvi aö nú standi yfir viörasður viö Seölabankann og Búnaöarbankann um aö breyta umtalsveröum hluta lausa- skuldanna i föst lán, og vonast hann (Steingrimur) til þess aö þær takist. A opinberri islenzku þýöir svona yfirlýsing aö pólitiskt samkomulag hafi náöst um aö þessir veröbólgustyrkir skuli greiddir af almannafé og fyrir milligöngu Búnaöarbankans. Ef viö litum nú aöeins nánar á þetta mál útfrá kunnum staö- reyndum um islenzkan land- búnaö, þá er hér veriö aö verö- launa þá bændur sem hafa anaö út i óhagkvæma fjárfestingu i trausti þess aö geta komiö tapinu yfir á hina almennu skattgreiöendur i landinu, enda eru þeir látnir nauöugir viljugir standa straum af öllum þeim kostnaöi sem snarvitlaus land- búnaöarstefna skapará Islandi, og þaö án þess aö fá svo mikiö sem aö leggja orö i belg, hvaö þá aö fá einhverju ráöiö hvernig fariö er meö þeirra eigiö fé á þessu sviöi. Þeim skattgreiö- anda sem vogar sér aö efast um aörétt sé aö fariö og setur fram slika gagnrýni á prenti, er óöara svaraö meö stólpakjafti af forystu bændasamtakanna og látiö aö þvi liggja aö þaö séu eingöngu þjóöniöingar og land- ráöamennsem sjáiástæöu til aö gagnrýna þessa atvinnugrein á framfæri almennings. Þeir bændur sem hafa fariö hægar i sakirnar, fjárfest minna um efnifram, eöa rekiö sinbú betur og af meiri dugnaöi og hagsýni, þeir eiga enga styrki skiliö. Þeir sem skara framúr i glæfra- legri fjárfestingu og geta svo ekki staöiö i skilum viö lána- drottna, þá skal verölauna meö fjárupphæöum sem kallaöar eru lán, en eru I raun gjafir á silfur- fati. Og vantaöi bara aö einhver efaöist um aö stefnumark bændaforystunnar sé aö auka hagkvæmni i islenzkum land- búnaöi og aö rétta leiöin til þess sé aö verölauna óhagkvæmnina. 1 ljósi þess aö bændur eru at- vinnurekendur, þótt þeir kalli sig launþega, þegar þaö hentar þeim, er ekki minnsta ástæöa til þess aö breyta lausaskuldum þeirra i föst lán fremur en iön- fyrirtækja i landinu. Iönfyrir- tæki skapa margfalt meiri þjóöartekjur á hverja fjár- festingareiningu og þar hafa vissulega safnast upp lausa- skuldir, jafnvel meiri og almennari en meöal bænda. Þó dytti engum heilvita manni i hug aö fara fram á aö umtals- veröum hluta þeirra lausa- skulda yröi breytt I gjafafé og almenningur látinn borga brús- ann, þráttfyrir þá staöreynd aö þvi fé væri siöur en svo kastaö á glæ. Þegar kemur aö þeirri kröfu bænda, aö flokkast sem launþegar i landinu, veröa þessir styrkir fyrir aö kunna ekki meö fé sitt aö fara, enn óraunhæfari. Hinn almenni launþegi i land- inu heföi án efa mikinn áhuga á þvi, aö fá sinum lausaskuldum breytt i föst lán, jafnvel þótt þau væru verötryggö. Heimilin I landinu eru yfirleitt rdcin meö tapi og ófáar vinnustundir, utan dagvinnutlma, lagöar i þaö aö reyna aö láta endana ná saman. Og hvar er fjármagniö dýrara en þaö lánsfé sem ungt fólk um allt lander neytt til þess aö taka I þvi skyni aö koma sér upp ibúö? Engum dytti i hug aö bjóöa þvi fólki þau rausnarkjör aö lausaskuldum þess væri breytt i „föst lán” og þvi siöur dytti nokkrum ihug aö halda þvi fram aöslikt fyrirkomulag væri liklegt til þess aö stuöla aö hag- kvæmari vinnubrögöum I byggingariönaöi, eöa lægra ibúöarveröi. t Dagblaöinu skrifaöi dr. Jónas Bjarnason efnaverkfræö- ingur skilmerkilega grein um Islenzkan landbúnaö fyrir nokkru. Þessari grein gátu bændasamtökin ekki svaraö þar sem hún f jallaöi fyrst og fremst um kunnar staöreyndir. Fyrir- sögn greinarinnar var „Landbúnaöinum skaWIsaö til sætis”. Þessi fyrirsögn er I sam- ræmi viö þá afstööu meiri hluta þjóöarinnar, aö hann sé búinn aö fá meira en nóg af þeirri brjálsemi sem einkennt hefur skipulag landbúnaöarins á undanförnum áratugum og oröiö bæöi bændum sjálfum og þjóöinni til stórskaöa. Loki hefur oróiö Gleymið ekki ökuljósunum Meö þessum oröum, sendir Umferöarráö ökumönnum kveöj- ur sinar og bendir vinsamlegast á nokkur atriöi varöandi ljós og ljósanotkun. A haustmánuöum eykst dag frá degi, þörfin á notkun ökuljósanna og er full ástæða til aö hvetja þá ökumenn, sem enn hafa ekki komiö auga á mikilvægi þess, aö nota ljós ef eitthvaö er aö skyggni, að breyta nú um stefnu og nota þau í auknum mæli. Eins ætti hver ökumaöur að taka þvi vel, ef einhver ferðafélagi hans i umferðinni bendir honum á ljós- leysi, með þvi aö gefa ljósmerki SMPAUTC.tRB HIMSIV Ms. Esja. fer frá Reykjavik þriöjudag- inn 24. þ.m. vestur um Iand I hringferö og tekur vörur á eftirtaldar hafnir, lsafjörö (Bolungarvik um lsafjörö) Akureyri, Húsavik, Raufar- höfn, Þórshöfn, Bakkafjörö, Vopnafjörö, Borgarfjörö Eystri, Seyöisfjörö, Mjóa- fjörö, Neskaupstaö, Eskifjörö, Reyöarfjörö, Fáskrúösfjörö, Stöövarfjörö, Breiödalsvik, Djúpavog og Hornafjörö. Mót- taka alla virka daga nema laugardaga til 23. þ.m. Ms. Hekla. fer frá Reykjavik föstudaginn 27. þ.m. vestur um land til Akureyrar og tekur vörur á eftirtaldar hafnir, Patreks- fjörö (Tálknafjörö og Bíldudal um Patreksfjörö) Þingeyri, lsafjörö, (Siglufjörö, Akureyri og Noröurfjörö)-Móttaka alla virka daga nema laugardaga til 26. þ.m. og þaö sama á reyndar viö ef þaö vantar t.d. annaö framljósiö, eöa þau eru illa stillt. Og þetta minnir á, aö ljósaskoöun á aö vera iokiö um land allt þann 1. nóvember n.k. Er þvi um aö gera, aö biða ekki lengur meöaö fara með bif- reiðina til ljósaathugunar og fá þannig m.a. úr þvi skorib hvort ljósaperurnar gegna enn sinu hlutverki, en þær vilja dofna meö aldrinum. Umráöamenn stórra bifreiða s.s. vöru- og flutninga- bifreiða ættu að athuga sérstak- * lega vel, að afturljósabúnaður og glitmerki séu i lagi, þau skemmast gjarnan viö notkun og hætta aö sjást. Um leið má minna á, að endurskinsþrihyrningur sem staösetturerfyrir aftan bilaö ökutæki, gerir stórkostlegt gagn og mætti gjarnan sjást oftar vib litlar sem stórar bifreiðar. Þá óskar Umferðarráð hverj- um ökumanni þess, aö hann gleymi ekki ökuljósunum á þegar bifreiöer lagt, og heldur ekki þvi, aöhuga nú aö rafgeyminum fyrir veturinn. Þaö getur komið I veg fyrir margskonar óþægindi og timasóun þegar jafnvel verst stendur á, auk þess sem slikt gangsetningarstriö getur leitt til taugaspennu við aksturinn. En afslappaöri umferð, er markmiö sem allir vegfarendur, gangandi og akandi ættu aö stefna aö. Aö lokum þetta: Vel stillt ljós og stillt skap fer vel saman i um- feröinni. ökum ailtaf hægar i myrkri en dagsbirtu. LYKUR ðl.OKTÓDER Auglýsing um styrk til fram- haldsnáms í hjúkrunarfræði Alþjæoöaheilbrigöismálastofnunin (WHO) mun aö lik- indum bjóöa fram styrk handa Islenskum hjúkrunar- fræöingi til aö ljúka M.Sc. gráöu I hjúkrunarfræöi viö erlendan háskóla. Styrkurinn veröur veittur til tveggja ára frá haustinu 1979. Umsóknareyöublöö og nánari upplýsingar fást I mennta- málaráöuneytinu. Umsóknir þurfa aö hafa borist menntamálaráöuneytinu, Hverfisgötu 6, Reykjavik fyrir 15. móvember n.k. Menntamálaráðuneytinu, 16. október 1978

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.