Alþýðublaðið - 19.10.1978, Side 4

Alþýðublaðið - 19.10.1978, Side 4
alþýöu- I n fu'Tl' Otgefandi Alþýðuf lokkurinn Ritstjórn og auglýsingadeild Alþýðublaðsins er að Siðu- múla 11, sími 81866. * Fimmtudagur 19. október 1978 Af hverju eruð þið ailtaf að tala um Kröflu? ,,Af hverju eruð þið alltaf að tala um Kröflu”. Svo komst Jón Sólnes að orði á liðnum vetri i skemmtilegum spurningaþætti i sjón- varpi. Þá var Krafla mjög á dagskrá og kosningar framundan. Nú eru kosningar ekki í sjónmáli. Vilmundur og Sóines báðir i stjórnar- andstöðu, enda segir fátt af Kröflu. Land ris og land hnigur þar nyrðra, og i Kelduhverfi standa menn að fiski, þar sem áöur voru grænar grundir. En almenningur fær litið um það að vita, hvort nú streymir birta og ylur um land vort fyrir tilverkan Kröfiu, eða hvort vélunum japönsku sé snúið með aðkeyptri orku eins og stundum áöur. Heldur ekki hvort holur þar blási eöa hafi blásið út. Nýlega hafði þó fréttamaöur sjónvarps það aö segja, að jarð- visindamenn heföu með sinum stöðugu mælingum i alltsumar og visindalegum útreikningum komizt aö þeirriniðurstööu, aö til tiöinda munidragaviðKröflu nú i þessari viku eða þá einhvern timann seinna. Og meö sömu visindalegu nákvæmninni hafa þeir einnig fundið það út, að kvikuhlaupið það væntanlega, muni liklega stefna til suöurs eða þó jafnvel til norðurs. Þó gæti það lika átt það til að spýtast beint i loft upp. Nýr Kröflumálaráöherra er nú setztur að völdum. Hjörleifur, kominn af Austurlandi, þar sem rafmagnsskortur hefur á undan- förnum árum hrjáð menn mest. 1 viðtali viö fjölmiöla, nýkominn i stólinn, lét hann hafa það eftir sér, aö hann mundi halda áfram leiknum við Kröflu (enda með ellefu holur i forgjöf). Væri næst fyrir hendi, að reyna að endur- vekja dauðar holur og siöan bora nýjar. Skilja mátti á honum, að brátt yrðu völd öll tekin úr höndum Arnalds og Sólness og öðrum fengin i hendur. Fyrst skyldi reynt við holu nr. 11. Fékk Hjörleifur þá léðan tappa einn, geysimikinn af áii gerðan, hjá Ragnari f Straumsvik fyrir vináttusakir. Þann tappa lét hann reka það djúpt i jörðu niöur, að eigi næöu Mývetningar upp að sprengja sem stifluna foröum. En er bora skyldi tappann úr aftur, reyndist hann harðari undir tönn en lofað hafði verið og lét sig hvergi. Brutu bormenn Hjörleifs á honum allmargar borkrónur, en engin nýlunda telst þó krónur fari fyrir lítið þarnyrðra. En sumir geta sér þess til, að þarna hafi Ragnar leikið á Hjörleif, enda taliö mengun lofts næga, þó ekki væri hleypt upp eitruðum gufum úr iðrum jarðar. Og er nú ál- tappinn sá hinn mikli enn fastur i jörðu niðri, og hola ellefu blæs litt. En nú skal tekiö til við holu nr. 12 og er stefnan tekin til austurs, og telja sumir, að það sé þó eitthvað i áttina. Ekkert hefur verið áætlað um, hve mörgum megawöttum boran sú hin tólfta muni blása, en slumpaö hefur verið á að hún muni kosta 180.000.000 minikrónur aö óbreyttu heimsmarkaðsverði á oliu og bilaleigutaxta á Akureyri. Þó að kosningar séu nú ekki á næsta leiti svo vitað sé, og þó að nýr Kröflumálaráöherra sé setzt- ur við stýrið, þá finnst mér og kannske fleirum, sem skattana greiöum og hærra verð á raf- magni en annars staðar þekkist á Norðurlöndum, að við þyrftum að fá að vita örlitið meira um, hvað er að gerast og hvað á að gera i jafn dýrum framkvæmdum. Við sættum okkur ekki endalaust við þá afsökun, að áUka mistök við borun hafi lika átt sér stað ein- hvers statarvestur i Ameriku. Og dýr verður leikurinn við Kröflu, þegar völlurinn sá verður kominn með 36 holur i hring. verkefni — hjá Alþýðuflokksfélagi Reykja- víkur. Fyrsti stjórnarfundurinn var haldinn s.l. þriðjudag Landssamband versl- unarmanna hafnar tilmælum ASÍ S.l. þriðjudagskvöld kom nýkjörin stjórn Alþýðuflokksfélags Reykjavíkur saman til fyrsta fundar. Á þessum fyrsta fundi skipti stjórnin með sér verk- um, og ræddi starfið framundan. Mörg verkefni biða Alþýðu- flokksfélags Reykjavikur nú á næstunni. 1 þvi sambandi má Mikið kapp er nú hlaupið i þá Alþýðu- bandalagsmenn. Þar sem nú virðist liklegt að þingmeirihluti sé fyrir 18 ára kosningaaldri, hafa þeir lágt fram frumvarp þess efnis i efri deild Alþingis, um viku eftir að samskonar frumvarp var lagt fram af Alþýðuflokksmönnum i neðri deild. nefna að nú er verið að undirbúa af fuílum krafti kjör fulltrúa á flokksþing Alþýðuflokksins sem hefst i næsta mánuði. Auk þess eru fyrirhuguð mikil fundarhöld með ýmsum forystumönnum Al- þýðuflokksins, svo sem ráöherr- um, þingmönnum og borgar- fulltrúum. Þess má geta að mikill hugur er i stjóm Alþýðuflokksfélagsins, þvi að á siðustu tveim mánuðum hafa gengið í félagið um tvö hundruð manns. Eins og fyrr sagði skipti stjórn- in með sér verkum á þessum Alþýðuflokksmenn hafa um árabil barist manna mest fyrir þvi, að kosningaaldur yrði lækk- aður f 18. ár. Nú þegar þetta tak- mark Alþýðuflokksins virðist i sjónmáli rjúka þeir Alþýðu- bandalagsmenntil og vilja sleikja rjómann ofan af kökunni. Að sjálfsögðu er það öilum fagnaöarefni að Alþýðubandalag- ið vilji leggja þessu góöa máli lið, en hálf kjánalegt er að koma fram meö alveg eins frumvarp og lagt hefur verið fram. Svona hátterni tiðkast aö visu nokkuö hjá unglingum á gelgju- skeiðinu, sem i lambsháttum sinum gera sér oft leik að þvi að fyrsta fúndi sínum, og varð verkaskiptingin þessi: Emelia Samúelsdóttir er for- maður, en hún var kjörin sér- staklega á aðalfundi félagsins sem kunnugt er. Varaformaöur er Björn Friðfinnsson, gjaldkeri Jón Ivarsson, ritari Guölaugur Tryggvi Karlsson, fjármálaritari Hörður óskarsson, spjaldskrár- ritari Skjöldur Þorgrimsson og meðstjórnandi Sjöfn Sigur Sigurbjörnsdóttir. Jóhannes Guðmundsson veröur formaður trúnaðarráðs. 1 varastjórn eru þau ómar Morthens og Sonja Berg. A þess- um fyrsta fundi stjórnar Alþýðu- flokksfélags Reykjavikur var einnig kosið i stjórnir trúnaðar- ráðs, ferðanefndar, launþegaráðs og i útgáfustjórn félagsblaðs Al- þýðuflokksfélags Reykjavikur. —L stinga undan kunningjum sinum eins og það er kallaö, þegar ein- hver tekur vin eða vinstúlku frá öðrum. Af flestum eldist þetta, en þeir sem slika iðju stunda fram á full- orðins ár, hafa löngum verið kaii- aðir hjónadjöflar. Ekki er laust við að þetta minni lika á snobbarann, sem þarf að kaupa sér nýjan bfl i hvert sinn sem nágranni hans gerir það. Ætla mætti að snobb væri hlutur, sem sist bæri á hjá Alþýöubanda- laginu. En kannski koma þar nýir siöir með nýjum mönnum. — L. Alþýðublaðinu hefur borist ályktun frá sam- bandsstjórnarfundi Lands- sambands fslenskra versl- unarmanna, sem haldinn var 14. október síðastlið- inn. I Landssambandinu er 21 félag og auk þess 2 deildir verslunar- og skrif- stofufólks i almennum verkalýðsfélögum en borg- andi félagsmenn eru um 8.000. Langstærsta aðildar- félagið er Verslunar- mannafélag Reykjavíkur. i ályktun þess félags frá i siðustu viku er hótað að gripið verði til „frekari að- gerða" ef kjaramálum verslunarfólks hefur ekki þokað verulega i sam- komulagsátt fyrir 9. nóvember næstkomandi, en í ályktun sambands- stjórnar Landssambands- ins sem hér fer á eftir, kveður við nokkuð annan tón og hófsamari. Þó er þar eins og i ályktun Versl- unarmannafélags Reykja- vikur tekið fram, að ekki skuli gengið aö tilmælum Alþýðusambandsins um að 'horfið verði frá uppsögn kjarasamninga. Sambandsstjórnarfundur Landssambands islenzkra verzl- unarmanna haldinn 14. óktóber 1978 ályktar: A 11. þingi L.l.V. þann 4.-6. nóv. 1977 var samþykkt að leita þá þegar eftir leiðréttingum á launatöxtum verzlunar- og skrif- stofufólks til samræmis við ný- gerða samninga við opinbera starfsmenn, en þeir samningar voru grundvallaðir á könnun Hagstofu Islands á raunveruleg- um launagreiðslum til verzlunar- og skrifstofufólks hjá ýmsum fyrirtækjum. Fljótt eftir þingið var leitað eftir viðræðum um málið við vinnuveitendur, en undirtektir voru afar dræmar, enda voru samningar bundnir, þar til kaup- gjaldsákvæðum þeirra var sagt upp eftir setningu „Febrúarlag- anna”. Jafnframt var gengið eftir efndum á samkomulagi við vinnuveitendur, sem gert var samhliða kjarasamningum vorið 1977, um endurskoðun á skipan verzlunar- og skrifstofufólks i launaflokka. Siðan hafa aöilar ræðst við og er þess að vænta að skriður sé um það bil að komast á málin. Þvi skorar sambandsstjórnin á • öll aðildarfélög sambandsins að hverfa ekki frá uppsögn kaup- gjaldsákvæða samninganna, en búa sig heldur undir að standa fast að framgangi þess réttlætis- máls, að verzlunar- og skrifstofu- fólk fái með samningum viður- kennd hliðstæð kjör og aðrir, sem sambærileg störf vinna. Kommar reyna að stinga undan krötum Hafa líka lagt fram frumvarp um 18 ára kosningarétt, viku á eftir krötum

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.