Alþýðublaðið - 21.11.1978, Side 4
alþýóu-
i n rt>jt*
Útgefandi Alþýðuf lokkurinn
Ritstjórn og auglýsingadeild Alþýðublaðsins er að Síðu-
múla 11, sími 81866. •
T
Þriðjudagur 21. nóvember 1978
Viðtal vid Theódór Jónsson
Fatlaðir sækjast ekki eftir
meðaumkun
í siðasta töiublaði Ás-
garðs, félagsblaðs
Bandaiags starfsmanna
rikis og bæja, birtist
mjög athyglisvert viðtal
við Theodór Jónsson,
formann Sjálfsbjargar,
um málefni fatlaðra.
Birtum við viðtalið hér á
eftir i heilu lagi.
Málefni öryrkja og fatlaðra
hafa veriö talsvert i sviösljósinu
og átti Asgaröur stutt viötal viö
Theodór Jónsson, formann Sjálfs-
bjargar, Landssambands fatl-
aöra um starfsaðstööu fatlaös
fólks.
— Theddór, hver var tilgangur
ykkar meö jafnréttisgöngunni 19.
september og hvernig teljið þiö
hana hafa tekist?
Jafliréttisgangan var nú ekki á
vegum Landssambandsins heldur
á vegum nefndar innan Reykja-
vfkurdeildarinnar. Sá Reykja-
vfkurdeiidin um allan undirbún-
ing og var tilgangur hennar fyrst
og fremst sá aö vekja athygli á
þeim málum sem félágiö þarf aö
sækja til Reykjavikurborgar. Ég
heki aö þaö sé ekki nokkur vafi á
aö árangur af jafnréttisgöngunni
hafi oröiö mjög góöur og sé okkur
mjög til góös á landsvettvangi. Sú
athygli sem þarna var vakin á
málefnum fatlaöra varö mun
meiri heldur en nokkur þoröi aö
vona þegar nefndin var aö skipu-
leggja gönguna. Jafnframt hygg
ég aö Reykjavikurborg muni á
næstunni snúa sér i rikari mæTi aö
málefnum fatlaöra og vonandi
veröur þaö þá lika til þess aö önn-
ur bæjarfélög gerislikt hiö sama.
— Hvernig hafa riki og sveitar-
félögin reynst varöandi þaö aö dt-
vega f ötluöum atvinnu — þar sem
atvinna er undirstaöa ails?
Þaö er mjög misjafnt eftir bæj-
arfélögum. Hins vegar hefur þaö
gengiö erfiölega hingaö til fyrir
fatlaö fólk aö fá vinnu hjá opin-
berum aöilum. Nú i lögum um
endurhæfingu þá segir, aö fatlaö
fólk skuli ööru jöfnu ganga fyrir
um vinnu hjá riki og bæjarfélög-
um sem þaö geti leyst af hendi
jafnvel og aðrir. Viöast hvar hef-
ur þessi grein veriö óvirk oft
vegna þess aö aöstæöur hafa ver-
iö þannig aö fatlaöir hafa ekki
kömist inn i þessar stofnanir þar
sem tröppur, þröngar dyr og ann-
aö slikt hefur komiö I veg fyrir
þaö.
— Hvaö getur þii sagt mér um
aöbúnaö á vinnustöðum þess
opinbera og um skilning á vinnu-
aöstööu fatlaöra?
Þaö er viöast hvar mjög erfitt
fyrir mikiö fatlaö fólk aö komast
inn i opinberar stofnanir og þaö á
ekki siöur viö um þær stofnanir
sem einmitt fatlaöir þurfa aö
sækja tii meira en aörir, eins og
Tryggingastofnunina og fleiri.
Þaö sem fyrst þyrfti aö gera, er
Theodór Jónsson formaöur
Sjáifsbjargar
aö breyta þvi húsnæöi sem þessar
stofnanir eru i, þannig aö fatlaöir
eiga greiöari aögang um þær. Viö
næstu áramót taka ný byggingar-
lög gOdi sem kveöa á um þaö aö
allar byggingar til sameiginlegra
nota eigi aö vera þannig Ur garöi
geröar aö allir þjóöfélagsþegnar
eigiþar greiöan aögang. Þetta er
aö visu stórt spor, en þaö er aö
okkar áliti ekki fullnægjandi
nema þaö komi frá rikinu veruleg
fjárveiting til þess aö breyta hús-
næöi eldri stofnana.
— Hvaöa störfum gætu fatlaöir
gegnt í rfkari. mæli?
Fatlaö fólk getur leyst af hendi
fyllilega til jafns viö aöra margs-
konar skrifstofustörf og þau
henta einmitt mjög vel fötluöum
þar sem þau hvorki krefjast mik-
illar likamlegrar orku né styrk-
leika i fótum. Jafnframt þyrfti aö
auka áróöur fyrir þvi aö fatlaöir
afli sér menntunar á sem flestum
sviöum og þá sérstaklega hvaö
snertir verslun og viöskipti.
— Hvernig er meö ýmis tækni-
störf t.d. hjá Pósti og sima?
Þaö er öruggt mál aö þar er
talsvert af störfum sem fatlaöir
gætu innt af hendi. Viöa erlendis
hefur veriö komiö á fót vernduö-
um vinnustööum fyrir þá sem eru
þaö mikiö fatlaöir aö þeir geta
ekki veriö úti á hinum almenna
vinnumarkaöi, þar sem krafist er
fullra vinnuafkasta. Þau störf
sem leyst eru af hendi á svo-
nefndum vernduöum vinnustöö-
um lúta einkum aö samsetningu
ýmissa rafeindatækja, s.s. sjón-
varpstækja.
— Nú starfrækja samtök fatl-
aöra vinnustofur sem gegna ýms-
um þjónustustörfum. Hafa opin-
berar stofnanir faliö þeim næg
verkefni og stuölaö þannig aö
aukinni starfsemi?
Þvi miöur ekki. Þaö er bæöi hjá
riki og bæjarfélögum keypt alls
konar þjónusta og vinna annars
staöar sem einmitt væri hægt aö
leysa af hendi á vinnustofum okk-
ar, og þvf æskilegt aö reynt væri
aö beina viöskiptunum til slikra
staöa.
— Hafa viöhorf almennings til
málefna fatlaöra breyst upp á
siökastiö?
Ég held aö þaö sé ekki nokkur
vafi aö þau hafa breyst mjög
mikiö núna slðustu árin. Fyrir 15
til 20 árum voru fatlaöir þvi sem
næst „geymdir” og helst þaö vel
aö sem fæstir sæju þá. Nú er viö-
horf almennings allt annað. Fólk
er skilningsrikara — gerir sér
Ijóst aðfatlaöir sækjast ekki eftir
meöaumkun heldur æskja þess aö
komiö sé fram viö þá eins og
hverjar aörar manneskjur.
— Væri æskilegt aö reyna aö
koma á einhverri samvinnu milli
samtaka fatiaöra og stéttarsam-
takanna?
Éger á þeirri skoöun aö þaö sé
ýmislegt, sem ekki næst fram
öðruvisi en I samvinnu viö stétt-
arfélögin, sem gætu komiö sér-
staklega til liös viö fatlaöa i sam-
bandi viö atvinnu- og tryggingar-
mál.
— Hvaö viltu segja um trygg-
ingarmálin?
Hjá þvi veröur ekki komist aö
gefa þeim málum meiri gaum en
gert hefur veriö fram til þessa, og
viö höfum oröiö fyrir nokkrum
vonbrigöum meö launþegasam-
tökin, sem ekki hafa tekiö upp
okkar mál i samningum. Knýja
veröur fram umbætur I trygg-
ingarmálum — berjast veröur
fyrir hadtkun örorkulifeyris en
þar getur launþegahreyfingin
lagt þung lóö á vogarskálarnar ef
haft er I huga aö örorka hlýst oft
af vinnuslysum. Þá ætti laun-
þegahreyfingin aö berjast fyrir
krónutöiuhækkun örorkuiifeyris
og yröi þar meö aflögö prósentu-
hækkunin sem viö teljum vera
óhæfu. Þaö yröi skref I átt til jafn-
réttis. ,
— Hver er örorkulifeyririnn I
- dag?
Almennur örorkulifeyrir er um
48 þúsund krónur og aö viölagöri
tekjutryggingu nær hann tæplega
90 þúsundum. Þeir sem engar
tekjur hafa og búa einir i leigu-
húsnæöi eiga rétt á heimilisviðbót
og nemur þá örorka þeirra sem
107 þúsundum.
— Þannig aö þarna er æriö
verkefni fyrir ASt og BSRB og
aöra slika aöila?
Já, svo sýnist mér vera.
Matarvenjur
Matarvenjur fólks eru
ailt að því jafn misjafn-
ar, og þjóöirnar eru
margar. Það sem þykir
veislumatur á einum stað
er talið óætt á öðrum.
Það sem er kannski
fyrst og fremst einkenn-
andi fyrir hátíðisdaga, er
maturinn sem þá er borð-
aður. Hérá islandi höfum
við étið hangikjöt í alda-
raðir þegar stórhátíðir
eru, en t.d. i Austurlönd-
um þykir ekkert meiri
hátíðamatur en ýmsar
dýrategundir sem við
Islendingar mundum úða
á skordýraeitri yrðu þau
á vegi okkar.
Vlöa erlendis eru máltiöir allt
aö þvi trúarleg athöfn, sem tek-
ur ekki skemmri tima en sunnu-
dagsmessur hér á noröurhjara.
Allskyns seremoniur
viögangast lika, svo sem þegar
Frakkar boröa lóur, sem á
Islandi eru heilagar eins og
beljurnar á Indlandi. Franskir
ku boröa þennan eftirlætisrétt
sinn meö poka yfir hausnum,
eftir aö fuglinn sem ségir bi bi bi
hefur veriö soöinn i rauövini.
Lyktin er vist ekki siöur mikil-
væg heldur en bragöiö, og þvi
nota þeir poka yfir höfuö sin svo
lyktarinnar veröur notið til hins
ýtrasta. Væri nú ekki úr vegi aö
möriandinn tæki upp þennan
siö, og setti skjólu yfir koilinn á
sér, á meöan boröuö væri vel
kæst skata.
Margar sögur eru til af
viöbrögöum útlendinga þegar
þeir veröa vitniaösviöaáti hér á
landi. Mestu hetjum ofbýöur
þessi siöur okkar og setja hann
jafnvel á sama bás og mannát,
en slika samllkingu skilur aö
sjálfsögöu engin sviöaelskandi
Islendingur.
Þegar Austurrikismaöur sem
hér hefur búiö I mörg ár (og er
reyndar fyrir löngu oröinn
Islenskur rikisborgari), varö
fertugur, notaöi bróöir hans
tilefnið og heimsótti hann og
fjölskyldu hans. Afmæliö bar
upp á þorrann, og lét afmælis-
barniö útbúa rammislenskan
þorramat sérstaklega fyrir
bróöur sinn sem var matmaöur
I meira lagi. Bróöirinn stóö sig
til aö byrja meö eins og hetja.
Súrsaö hvalrengiö stóö ekki i
honum, hrútspungarnir uröu
engin fyrirstaöa, sviöasultan
ekki heldur og hákarlinn fór
ofan i hann lika, en þó meö hjálp
tveggja staupa af héluöu
Islensku brennivinu. En þegar
kom aö kolsvörtum heilum
sviöahausum féllust honum
hendur. Fremur sagöist hann
vilja éta undan öllum Islensk-
um hrútum en snerta slikan
mat. Þegar honum var sagt aö
hann heföi étiö sviöasultuna
meö bestu list, sem væri ekkert
annaö en niöursoönir hausar og
stundum lappir brotnaöi hann
niöur. Hann stóö sem lamaöur
góöa stund og horföist i augu viö
sviöin, snérist á hæli og hvarf
inn i baðherbergiö.
Þaö sem eftir var af dvöl hans
hér á landi var hann þögull, og
sýndi bróöur sinum mikiö
fálæti. Þegar til Austurrikis var
komiö tilkynnti hann fjölskyld-
unni þaö, aö bróöir sinn væri
oröinn villimaöur upp á íslandi,
á sama menningarstigi og
hausaveiöimenn i Amazonskóg-
um.
Erlendis taka máltiöir yfir-
leitt miklu meiri tima, en
almennt gerist á Islandi. Viö
boröum gjarnan einfaldlega
vegna þess, aö annars dræp-
umst viö úr hungri. Viö setjumst
viö matboröiö meö sama hugar-
fari, og viö ökum bilum okkar á
bensinstöðvar. Siöan skóflum
viö I okkur matnum á eins
skömmum tima og mögulegt er.
Máltiöir annarra þjóöa
(þ.e.a.s. þeirra sem hafa eitt-
hvaö aö boröa) geta staöið yfir i
óratima. Og I flestum tilfellum
er þá margréttaö. Þaö er ekkert
sem heitir ný ýsa meö hamsa-
floti, kartöflum og skyr á eftir,
búiö mál. Aörar þjóöir lita á
máltiösem hverja aöra nautn,
sem bera aö svala af alúö og
kostgæfni. Af þeim orsökum t.d.
nota Frakkar pokann viö lóurn-
ar. Þeir gæla viö bragölauka
sina og iyktnæmi út i ystu æsar,
en hugsa ekki fyrst og fremst
um aö fá magafylli.
Ef trúa má Islendingasögun-
um er um afturför aö ræöa hjá
okkur, hvaö varöar borösiöi.
Forfeöur okkar létu sér ekki
muna um aö steikja heilu roll-
urnar á langeldum innandyra,
átu siöanog drukku svo dögum
skipti. Nú er þessu rumpaö af á
skömmum tima, þó aö visu geti
teygst á máltiöinni ef mikiö þarf
aö stanga úr tönnunum.
Mikil gróska viröist hlaupin i
útgáfu matreiðslubóka hér á
landi. Matreiösluspesialistar
keppast nú viö aö sýna okkur
fram á, hve mikiö lostæti þaö sé
aö blanda allskyns gúmelaöi
saman viö okkar heföbundna
mat, og matriöa hann á allt ann-
an hátt en áður hefur þekkst. Ef
svo fer sem stefnt viröist aö
kann svo aö fara, aö ýsan og
hamsaflotiö I sinni upprunalegu
mynd veröi óþekkt fyrirbæri
áöur en varir. Undirrótin aö
þessu er sjálfsagt sú, aö færa
okkur nær heimsmenningarleg-
um matarvenjum. Nokkurs
konar heimsvaldastefna i
matargerö. Þróun þessi kann aö
stefna fæöu menningararfleifö
okkar i voöa, og þorrablót
kunna aö veröa sértrúarathöfn
fárra manna, fulla af þjóöernis-
rembing. Auk þess kunna sagn-
Framhald á bls. 3
Sért þú á aldrinum —
17 til 25 ára, hefur þú kost á að komast til
eins árs dvalar sem skiptinemi i Evrópu,
Ameriku eða þriðja heiminum, Allar
nánari upplýsingar i sima 24617 milli kl. 1
og 4 alla virka daga.
I.C.Y.E. Hallgrimskirkju
box 4269 104 Heykjavik
Söluskattur í Kópavogi
Hér með úrskurðast lögtak fyrir söluskatti
3. ársfjórðungs 1978 i Kópavogi svo og nýj-
um álagningum söluskatts vegna eldri
timabila. Má lögtakið fara fram að liðn-
um 8 dögum frá birtingu auglýsingar
þessarar.
Frá sama tima verður atvinnurekstur
söluskattsskyldra aðila, sem i vanskilum
standa, stöðvaður.
Bæjarfógetinn i Kópavogi,
15. nóveniber 1978
Sigurgeir Jónsson