Alþýðublaðið - 22.11.1978, Blaðsíða 2
2
Miðvikudagur 22. nóvember/ 1978 Maiu
alþýóu-
blaðió
Ctgefandi: Alþýöuflokkurínm
Nú er að hrökkva
eða stökkva
Allir rikisstjórnarflokkarnir hafa nú lagt fram
tillögur um aðgerðir i efnahagsmálum fyrir 1.
desember næst komandi. Þær verða nú ræddar
innan rikisstjórnarinnar og væntanlega kynntar
fulltrúum launþega. Tillögurnar þurfa siðan að
vera tilbúnar i formi lagasetningar eigi siðar en
næst komandi mánudag.
Hinar köldu staðreyndir efnahagsmálanna
liggja nú ljósari fyrir en nokkru sinni fyrr. Nú er
þvi að hrökkva eða stökkva. Takist ekki sam-
komulag um aðgerðir er til litils fyrir núverandi
rikisstjórn að berjast áfram. Og menn verða þvi
að velta fyrir sér: Hvað tekur þá við?
Alþýðuflokkurinn hefur i rikisstjórn gert grein
fyrir tillögum sinum um hjöðnun verðbólgu i
ákveðnum áföngum. Þar er ekki um að ræða
timabundna lausn til að fá ráðrúm enn einu sinni,
heldur er um að ræða tillögur fyrir allt næsta ár.
Það er ástæðulaust að nota rósamál um þessar
tillögur. Alþýðuflokkurinn boðaði það fyrir sið-
ustu kosningar, að ekki yrði ráðið við verðbólg-
una nema með fómum.
Tillögur flokksins eru i þvi fólgnar að draga úr
hækkunaráhrifum visitölunnar 1. desember næst
komandi og út allt næsta ár. Þar er um að ræða
minni krónutöluhækkanir á laun en hækkun visi-
tölu ætti að fylgja. A móti koma margvislegar að-
gerðir launþegum til hagsbóta, sem draga úr
áhrifum þess að visitalan er ekki látin reikna lát-
lausar og tilgangslausar krónuhækkanir.
En Alþýðuflokkurinn leggur á það höfuð-
áherzlu, að það verði ekki launafólk eitt, sem
þurfi að taka á sig byrðar svo unnt verði að draga
úr verðbólgunni. Tillögur flokksins i þeim efnum
munu koma i ljós þegar liður á vikuna. Flokkur-
inn mun aldrei taka þátt i aðgerðum til hjöðnunar
verðbólgu, ef ætlunin er að launafólk eitt beri
þyngstu baggana. 1 þvi skyni mun hann berjast
fyrir lækkun tekjuskatts, gegn verðhækkunum á
búvöru og auknum niðurgreiðslum fyrst i stað.
Flokkurinn mun einnig berjast fyrir margvis-
legum félagslegum aðgerðum, sem koma munu
launafólki til góða, ströngu aðhaldi i verðlags-
málum og sérstökum ráðstöfunum til að ná til
þeirra þjóðfélagshópa, sem á undanförnum árum
hafa sloppið við að greiða skatta af miklum fjár-
festingum og verðbólguhagnaði.
Alþýðuflokkurinn er staðfastur i þeirri skoðun
sinni, að verði ekki ráðist gegn verðbólgunni þeg-
ar i stað með þeim aðferðum, sem hann leggur
til, fari hér allt i kaldakol. Þá stefnir i ennþá
meiri verðbólgu á næsta ári en nú, atvinnuveg-
imir komast i þrot og atvinnuleysi blasir við. Ef
ekki fæst skilningur á þessum sjónarmiðum
flokksins er stefnt i slikan voða, að þeir sem
hugsanlega kunna að standa gegn tillögum
flokksins skapa sér ábyrgð gagnvart komandi
kynslóðum þessa lands.
Hér er ekki um pólitísk deilumál að ræða, held-
ur blákaldar staðreyndir, sem snerta hag þjóðar-
innar i heild. Rikisstjómin og launþegasamtökin
verða að ná höndum saman. Aðrir geta ekki unn-
ið bug á þeim meinvætti, sem nú sýgur lifskraft-
innúr islenzkri þjóð. Að þessu leyti standa stjórn-
málaflokkarnir allir og þjóðin á timamótum.
Spurningin er aðeins þessi: Er þjóðinni alvara i
þvi, að gera útrás gegn verðbólgunni og fylgifisk-
um hennar? Ef svo er ekki, þá er leiknum tapað.
Rauði þráðurinn i kosningabaráttu Alþýðu-
flokksins var baráttan gegn efnahagsvandanum,
bæði þeim, sem við blasir og hinum, er undir
kraumar. Ekkert mun fá flokkinn til að hvika frá
þessari stefnu og þeirri ákveðnu afstöðu, að fleiri
en almennir launþegar verði að taka þátt i
baráttunni. _ag-
ÍFrð
Vestur-Berlín: ÞtmnJum
Hætta á klofningi meðal
jafnaðarmanna vegna
deilna um „Berufsverbot”
Sú hætta kvað nú
vera fyrir hendi að
klofningur komi upp
meðal sósialdemókrata
i Vestur-Berlin og þá
grundvallaður á hörð-
um deilum stjórna SPD
(Sósialdemókrata-
flokksins) og flokks-
deildarinnar þar i borg
hins vegar.
Hægri armur Berllnardeild-
arinnar neitar aö samþykkja
hina nýju stefnu Sósíaldemó-
krataflokksins vestur-þýska
varöandi stjórnarskrártrúnaö
eöa ööru nafni „Berufsverbot”.
En sem kunnugt er hafa gild-
andi lög varöandi þetta atriöi
orsakaö brottrekstur margra
hverra rikisstarfsmanna sakir
meintrar stjórnmálastarfsemi
þeirra. Hvaö verst hefur þetta
bitnaö á kennurum, er hiklaust
hafa fengiö sparkiö t.d. sakir
„óheppilegra” ummæla i
kennslustundum.
A dögunum mótmæltu um
8000 manns brottrekstri Hans
nokkurs Apels, meints félaga I
hinum Moskvu-sinnaöa
kommúnistaflokki SEW, úr
kennarastööu er hann gegndi i
Vestur-Berlin. Kröföust mót-
mælendur þess aö Hans fengi
kennarastööusína aö nýju. Ekki
sist meö tilliti til þess aö hann
mun hafa þótt hinn besti kenn-
ari.
„Vernda verður rikið
gegn hvorutveggja
rauðum og brúnum
fasistum.”
Mótmæli þessi uröu siöar til-
efni árása hægrisósialdemó-1
krata i Vestur-Berlin á flokks-
forystu SPD jafnt I
Vestur-Þýskalandi öllu sem
Berlin. Alexander nokkur
Schwan fyrrum fræöslufulltrúi
flokksins lét sig hafa þaö aö
mæta til leiks á flokksþingi
hæg ri-fk)kksins CDU þar sem
hann réöist heiftarlega, i ræöu,
gegn hugmyndum flokksstjórn-
ar SPD um breytingár á lögum
um „Berufsverbot”.
Þá lét hinn hægrisinnaöa
klika sósi'aldemókrata „Starfe-
höpur 51” ekki sitt eftir liggja,
en hótaöi stjórnmálamönnum i
ábirgöarstööum jafnt sem em-
bættismönnum málsókn, réðu
þeir i sina þjónustu eöa réttara
sagt rikisins „kommúnista”.
„Starfshópur 51” hefur auk þess
hótaö öllum helstu forystu-
mönnum sósialdemókrata i
Vestur-Berlin, bréflega, aö-
geröum af hálfu dómkerfisins
leyfi þeir sér aö styöja áætlanir
forystu Sósialdemókrataflokks-
ins hvaö „Berufsverbot” varö-
ar. í bréfi þessusegja þeir m.a.
tilgang sinn aö „...vernda rikiö-
gegn hvorumtveggja rauöum
sem brúnum fasistum.”
Til hægri við hægri
Meöal sósialdemókrata I
Vestur-Berlin hafa andstæöurn-
ar jafnan veriö miklar millum
öfgafullra hægrisinna innan
flokksins og siöan forystu
flokksdeildarinnar. Þó mun
flokksdeildin i Vestur-Berlin
löngum hafa veriö þekkt fyrir
*annaöen róttækni.Væntanlega á
staösetning borgarhlutans sinn
stóra þátt i afstööu sósialdemó-
krata starfandi þar. En sem
kunnugt er umlykur
austur-þýskt landssvæöi
Vestur-Berlin á alla kanta.
Hin skriflega hótun „Starfs-
hóps 51” mun litin mjög alvar-
legum augum meöal sósial-
demókrata i Vestur-Þýskalandi
almennt. En hér er um aö ræöa
tilraun til áhrifa á frjálsar um-
ræöur og skoöanamyndun innan
flokksins meö beinum hótunum.
Sá er einkum hefur þó oröiö
fyrir árásum af hálfu hægri
sinna innan SPD er fulltrúi
menningarmála borgarhlutans,
Peter Glotz aö nafni, en sá
svarar fyrir stefnu sambands-
rikisins (Vestur-Berlin er eitt
sambandsrikja þeirra er mynda
Vestur-Þýskaland þ.e. Þýska
Sambandslýöveldiö) i uppeldis-
og menntamálum. Glotz mun
nýlega hafa látiö birta i timarit-
inu Der Spiegel útdrátt úr vænt-
anlegri bók sinni. 1 bök þessari
viöurkennir hann aö löggjöfin
gegn öfgamönnum um stjórnar-
skrártrúnaö þ.e. „Berufsver-
bot” sélangt frá þvi gallalaus i
núverandi mynd sinni, en aftur
á móti alvarleg mistök.
„Berufsverbot” hafi einungis
veriö til ills eins og m.a. valdiö
óttaslegni heillar kynslóöar
ungra manna. Þetta unga fólk
óttast nú aö láta i ljósi skoðanir
sinar á þjóöfélagsmálum vegna
hugsanlegra refsiaögeröa, hvaö
þá aö bindast opinberlega
stjórnmálasamtökum.
Kosningar á næsta
leiti.
Þann 18. mars n.k., i upphafi
næsta árs, mun fara fram kosn-
ingar i Vestur-Berlin, Ibúar
sambandsrikisins eru um 2
milljónir. Klofningur, ef af
klofningi yrði, flokksdeildar
SPD i Vestur-Berlin myndi þvi
eiga sér staö á hinum óheppileg-
asta tfma. Sósialdemókratar
héldu meirihluta sinum i stjórn
sambandsrlkisins naumlega i
siöustu kosningum og þá meö
aöstoö hins frjálslynda stjórn-
málaflokks FPD. Annars hafa
sósialdemókratar fariö meö
völdin I Vestur-Berlin s.l. 30 ár.
Þaömun þviekki þurfa mikiö til
þess aö meirihlutinnveröi.hægri
flokkanna á næsta ári. Allar lik-
ur eru reyndar á aö sú veröi
raunin, klofni flokkur Sósial-
demókrata I Vestur-Berlin.
En hvaö eiga vestur-þýskir
sósialdemókratar annars til
bragös aö taka þegar „byltingin
er farin aö éta börnin sin” þ.e.
fariö er að beita lögum þeim um
„Berufsverbot” sem þeir beittu
sér fyrir á sinum tima gegn
sósialdemókrötum sjálfum i
þeim sambandsrikjum þar er
andstæðingar þeirra sitja aö
völdum.
ARBETET (Október 1978)