Alþýðublaðið - 22.11.1978, Blaðsíða 4
alþýöu-
blaóiö
Útgefandi Alþýðuflokkurinn
Ritstjórn og auglýsingadeild Alþýðublaðsins er að Síðu-
múla 11, sími 81866. •
Miðvikudagur 22. nóvember, 1978'
Útflutningsbætur lækki í áföngum
Sighvatur Björgvinsson o.fl.
hafa lagt fram frumvarp
um breytta tilhögun
útflutningsbóta
Sighvatur Björgvins-
son og 3 aðrir þingmenn
Alþýðuflokksins hafa
lagt fram i neðri deild
frumvarp til laga um
breytta tilhögun útflutn-
ingsbóta, eða
verðábyrgðar vegna út-
flutnings landbúnaðar-
afurða, eins og það heit-
ir opinberlega. Leggja
þeir þar tiL að útflutn-
ingsbætur verði gerðar
upp sitt i hvoru lagi fyrir
sauðfjárafurðir annars
vegar og nautgripaaf-
urðir hins vegar. Verði
hámarksupphæð útflutn-
ingsbótanna 8% af
framleiðsluverðmæti
nautgripaafurða og 12%
af heildarframleiðslu-
verðmæti sauðfjáraf-
urða, og sé ekki leyfilegt
að flytja verðábyrgð á
milli búgreina, t.d. ef út-
flutningsbætur yrðu
undir hámarki i annarri
greininni, en yfir þvi í
hinni.
NU er hámarksupphæö Utflutn-
ingsbóta 10% af heildarfram-
' leiðsluverömæti landbúnaðar-
framleiöslunnar að hlunnindum
meötöldum. Slðustu tvö verðlags-
ár hefur upphæð útflutningsbóta
farið verulega fram úr þessu há-
marki, og verið veitt aukafjár-
veiting til aö standa undir um-
framgreiöslum. Meirihlutinn af
útflutningsbótunum hefur farið i
uppbæturá sauöfjárafuröir, eink-
um dilkakjöt, sem skilað hefur
um helmingi heildsöluverös við
útflutning. Afgangurinn fer i
uppbætur á nautgripaafurðir,
einkum mjólkurost, sem skilað
hefur um 1/4 til 1/3 af heiidsölu-
verði.
Þeir Sighvatur gera ráð fyrir
þvi, að þessi hámarksákvæði,
sem þeir leggja til, komi til fram-
kvæmda i' áföngum, hvað varðar
sauðfjárafuröirnar. Útflutnings-
bæturá þær nema númiklu meiru
en 12% af framleiösluverömæt-
inu, þvi þær voru um 23% af verð-
mætinu á siöasta verðlagsári.
Þannig er gert ráö fyrir þvf i
framvarpinu, aö fyrir verðlags-
árið 1978/1979 veröi hámarksupp-
hæð útflutningsbóta fyrir sauð-
fjárafuröir 20% af framleiöslu-
verömæti þeirra, næsta verðlags-
ár 18%, og minnka þannig um
2% á ári þar til markinu 12% er
náö á verðlagsárinu 1982/1983.
1 greinargerð meö frumvarpinu
segir, að þaö sé efnislega sam-
hljóöa frumvarpi, sem flutt var á
siðasta þingi af Sighvatí Björg-
vinssyni og Benedikt Gröndal, og
hlaut ekki afgreiöslu á þvi þingi.
Þjóðarbúið i ógöngum
vegna útflutningsbót-
anna
Tilgangurinn meö flutningi
frumvarps þessa, er, aö þvi er
segir i greinargerðinni, að benda
á leiö út úr þeim ógöngum, sem
þjóðarbúið er komið i vegna
greiðslu útflutningsbóta. 1 þeim
efnum hefur stööugt sigið á
ógæfuhiiðina aö undanförnu uns i
algert óefni er nú komið þegar
flytja getur þurft út yfir 30% af
framleiðsluafuröum einnar bú-
greinar og greiða úr rikissjóði i
verðbætur af þeim sökum
upphæðir, sem taldar eru i þús-
undum miiljóna króna. í fjárlög-
um fyrir áriö 1978 er variö 2.963
milljónum króna i þessu skyni til
þess að standa undir halla af út-
flutningi, sem skapast vegna of-
framleiöslu, einkum og sér i lagi
á kindakjöti, en einnig að tals-
veröu marki á mjólkurafuröum.
Liklegt er , aö sú áætlun um fjár-
þörf sé vanreiknuö um yfir 500
milljónir króna. Þannig fara um
þri'r og hálfúr milljarður i útflutn-
ingsbætur á þessu ári, ef að likum
lætur.
Breytingarnar verða að
gerast i áföngum.
Flutningsmenn frumvarps
þessa segja enn fremur i greinar-
gerð, að útflutningsbæturnar hafi
átt drjúgan þátt i þeirri offram-
leiöslu, sem átt hefur sér stað i is-
lenskum iandbúnaði, og hafi eftir
að núverandi skipan útflutnings-
bótanna var upp tekin 1959 verið
horfið frá þeirri stefnu, að fram-
leiðsla landbúnaöarafuröa taki
miö af þörfum innanlandsmark-
aðarins.
Siðan segir i greinargeröinni:
„Enda þotl nú sé fyrir allnokkru
orðiö ljóst, að viö svo búið veröur
ekki staöið, þá er engu að siður
ýmsum erfiðleikum bundið að
hverfa frá þeirri stefnu i útflutn-
ingsbótamálunum, sem svo rlk
áhrif heíur haft á framleiöslu-
stefnu i landbúnaði á s.l. 19árum.
Til dæmis er ljóst að ef snúið yröi
viö blaðinu i einu vetfangi og
breytt um kerfi verðábyrgðar
rikissjóðs vegna útflutnings land-
búnaðarafurða þannig aö útflutn-
ingsbætur lækkuöu mjög i einni
svipan, þa myndi það hafa mjög
alvarlegar afleiðingar fyrir
bændur.
Viðbrigöin yrðu svo mikil og
snögg, aö jafnvel enn alvarlegri
vandi mundi skapast I landbún-
aðarmálunum —sá vandi, aö ekki
yrði með nokkru móti unnt aö
losna viö verulegan hluta af
framleiðslu. búvara, einkum
sauðf járafuröa, sem yrði að sjálf-
sögöu óskaplegt áfall fyrir is-
lenska bændastétt, er án efa
mundi riöa búskap margra
bænda að fullu. Einmitt vegna
þess, hversu lengi mennhafa lát-
ið viövaranir Alþýöuflokksins um
hvert stefndi i landbúnaðarmál-
unum með óbreyttu útflutnings-
bótakerfi sem vind um eyru
þjóta, er nú komið út i þær ógöng-
ur, sem raun ver vitni, þar sem
ekki verður snúiö á rétta braut
nema með mikilli varúð og á tais-
veröum tima.
Meö frumvarpi þessu er bent á
færa leiö með breytingum á nú-
verandi kerfi verðábyrgðar (út-
flutningsbóta), sem er i senn var-
færnisleg og tekin I áföngum á
talsvert löngum tima”.
Endurskoðun landbún-
aðarstefnunnar
Enn segir i greinargeröinni: „í
samstarfsyfirlýsingu ríkisstjórn-
arinnar er þess m.a. getiö, að
stefnan i landbúnaðarmálum
Sighvatur Björgvins-
son á alþingi ^
verði tekin til endurskoðunar. 1
þvi sambandi er m.a. stefnt að
þvi, að framleiöslustefnan taki
fyrst og fremst mið af innan-
landsþörfum og dregiö verði úr
óhagkvæmri umframframleiðslu
á landbúnaðarafurðum.
Flutningsmönnum þykir bæði
sjálfsagt og eNilegt, að útflutn-
ingsbótakerfiö komi sérstaklega
til skoðunar viö þá endurskoðun
stefnu i landbúnaðarmálum, sem
hafin er aö frumkvæði stjórn-
valda. Einkum og sér I lagi telja
flutningsmenn nauðsynlegt að
endurskoöa viðmiöun bótanna —
þær fjárhæðir, sem upphæöir bót-
annaráðast af. 1 frumvaröi þessu
eru lagðar til nýjar viðmiöunar-
reglur, sem flutningsmenn lita á
sem skref i átt til magnviðmiðun-
ar. Þykir flutningsmönnum eðli-
legt, að þessi þáttur i landbún-
aðarstefnunni — ákvöröun út-
flutningsbóta —komi tíl ákvörö-
unar og afgreiðslu samhliða
þeirri endurskoöun, sem fram
undan er á stefnunni i heild, og
leggja til þá lausn, sem
frumvarpið gerir ráö fyrir”.
Aðdragandi núverandi
skipunar útflutnings-
bóta
Fyrir 1959 var sá háttur á hafð-
ur, að þegar þörf var á, var verö
búvara innanlands hækkað tíl að
vega uppá móti afföllum af verði
við útflutning. A þeim árum jókst
framleiösla á kindakjöti mjög ört.
Fjárskiptin vegna mæðiveikinnar
voru þá tiltölulega nýafstaðin, en
á mæðiveikiárunum var stundum
skortur á kindakjöti i landinu.
Fram til ársins 1959 hafði land-
búnaðarframleiðslan ávallt tekið
mið af markaösþörf innanlands.
„Fram til þess tima,” segir i
greinargeröinni, „háföi útflutn-
ingurinn, þegar hann var allra
mestur, aðeins numið 5.45% af
heildarverömæti heildarfram-
leiðslunnar. Er þvi ekki undar-
legt, þótt engum hafi þá til hugar
komið, að það gæti gerst, að
framleiösla landbúnaðarafuröa
tæki slikt stökk umfram innan-
landsþarfir, að hámark
verðábyrgðar yröi notaöeöa neitt
nálægt þvi”.
Þó liðu ekki nema rösk tvö ár —
eða fram til verðlagsársins
1963/64 — þar tíl greiðsla verö-
ábyrgðar úr rikissjóöi vegna út-
flutnings á landbúnaðarafurðum
var komin I leyfilegt hámark,
10% af heildarverðmæti landbún-
aðarframleiðslunnar I landinu.
Og þessu marki hefur verö-
ábyrgðin náð i sjö önnur skipti,
eöa i alls 8 ár af 14 frá árinu
1963/64 til yfirstandandi árs.
Miðað er við heildar-
framleiðslu landbún-
aðarins
Ýmsir stóðu i þeirri trú, að með
breytingunni 1959 væri aðeins
veriö að „tryggja aö útflutnings-
uppbætur úr rikissjóði gætu á ári
hverju ávallt numið sem svaraöi
10% af verömæti hverrar útfluttr-
ar afurðar fyrir sig — t.d. 10% af
verömæti osta, 10% af verðmæti
kindakjötsframleiðslunnar o.s.
frv. En eins og bókstafur laganna
hljóðar er ekki um slikt aö ræða.
Framkvæmdin er sú, að fyrst er
áætlaö heildarframleiösluverö-
mæti allrar landbúnaðarfram-
ieiðslu og hlunninda, það iagt
saman og siöan reiknuð 10% af
þeirri upphæð, sem skv. laganna
bókstaf er sú fjárhæð, sem verö-
ábyrgð rlkissjóös á að nema...
Eru þannig ekki aðeins inni i
heildarframleiösluverðmætistöl-
unni allar afuröir af nautgripum
og sauðfé, heldur jafnframt
framleiðsluverðmæti annarra af-
urða, en inni i þessum „öðrum af-
uröum” eru t.d. afuröir af hross-
um, afurðir af geitum, svinum,
loðdýrum og alifuglum, garð- og
gróöurhúsaafurðir og tekjur af
hlunnindum, svo sem af laxveið-
um og sölu veiöileyfa, silungs-
veiðum, hrognkelsaveiðum, sel-
veiöum, æöardúni, eggjatöku,
fuglaveiðum og vegna rekatöku.
Framleiðsluverömæti allra þess-
ara greina er reiknað út, lagt
saman og siöan reiknuð 10% af
heildartölunni. Sú tala, sem þá
kemur út, er sem sé sú fjárhæð,
sem verður það árið að koma úr
rikissjóöi vegna verðábyrgöar á
útfluttar landbúnaðarafurðir,
sem fyrst og fremst eru kindakjöt
og mjólkurvörur. Þannig veröa
tekjur, sem hljótast af starfsemi
eins og alifuglarækt, tómata- og
gúrkuframleiðslu, lax- og sil-
ungsveiðum, töku æðardúns,
eggjatinslu og hiröingu rekaviö-
ar, til þess að hækka greiðslur
bóta úr rikissjóði vegna útflutn-
ings á lambakjöti, með þeim af-
leiðingum, að verötryggð offram-
leiösla á þessari einu afurð getur
numið 30-40% af heildarfram-
leiðslunni.”
Framtiðarstefna
Flutningsmenn benda á i grein-
argerðinni, að i frumvarpinu fel-
ist ekki hin endanlega lausn þess-
ara mála, „heldur aðeins lausn
um takmarkaðan tima, til þess
fallin að snúa af rangri braut yfir
tíl réttari áttar. Sem framtiðar-
stefnu i þessum málum má t.d.
benda á verðábyrgðarkerfi, sem
yrði þannig hugsaö, að áætlað
yrði hverjar sveiflur I fram-
leiöslumagni lanbúnaðarafurða
telja mætti eðlilegar með hlið-
sjón af árferðissveiflum og þörf-
um innanlandsmarkaðar, og
rikissjóöur ábyrgöist síðan þann
mismun, sem kynni aö skapast
vegna útflutnings, innan eðlilegra
umframframleiðslutakmarka, á
þvi veröi, sem fengist fyrir út-
flutninginn annars vegar, og inn-
anlandsverðinu hins vegar”.
k
Sókn áfram með
lausa samninga
Á almennum félags-
fundi Starfsmannafé-
lagsins Sóknar, sem
haldinn var 16. nóv. sl.,
var samþykkt/ að kaup-
liðir kjarasamninga fé-
lagsins skyldu vera
lausir áfram. Jafn-
framt var samþykkt, að
fara fram á viðræður
um launamál félags-
manna, og skyldi trún-
aðarmannaráð félags-
ins hafa verkfallsrétt,
frá og með 15. jan. 1979,
hafi samningar ekki
tekist fyrir þann tíma.
Verður viðræðna óskhið
allra fyrsta.
Höfuðkrafa Sóknar er, að fá
álög á laun Sóknarfélaga
hækkuð, til samræmis við þaö
sem annaö starfsfólk á sjúkra-
húsum og barnaheimilum hef-
ur. Hér er um aö ræða félags-
menn i BSRB, sem vinna hliö-
stæð störf, við hlið Sóknarfé-
laga, en hafa nú þriðjungi til
helmingi hærri álög á sjúkra-
húsum og sem geta farið I um
30 þús. króna hærri mánaðar-
laun á barnaheimilum, t.d. I
Kópavogi.
Þá krefst Sókn frekari
fræðslunámskeiöa, sem stöð-
ugt séu I gangi. Slik námskeiö
væru endurmenntunarnám-
skeiö, sem hefðu I för með sér
verulegar kjarabætur fyrir
Sóknarfélaga, auk þess, sem
af þeim leiddi betur menntað
og hæfara starfsfólk. Þörf fyr-
ir slík námskeið er mjög brýn,
einkum á barnaheimilum,
enda mjög mikill skortur rikj-
andi á læröum fóstrum, það
raunar svo mjög, að nokkuð
algegnt er að Sóknarkonur séu
yfir deildum á barnaheimil-
um.
Fyrrnefnd höfuðkrafa Sókn-
ar hefur um margra ára skeiö
verið borin fram I samninga-
viðræðum félagsins, en hefur
ekki náö fram aö ganga til
þess, þótt aldrei hafi þvi veriö
mótmælt, að hún ætti rétt á
sér.
Rétt er að gea þess, að eftir
siöustu BSRB — samninga
hefur rikt mjög mikil óánægja
meöal Sóknarfélaga, þar sem
þeir vinna eingöngu viö hlið
BSRB — félaga, hliöstæð störf,
en fyrir mun lægra kaup.
Þessu vilja Sóknarfélagar
ekki una lengur.
A fyrrnefndum félagsfundi
Sóknar, þann 16. nóv., var kos-
in þriggja manna nefnd. til
viðræðna við fulltrúa BSRB.
Skulu þar rædd sameiginleg
hagsmunamál þessara
tveggja aðila, og er von til
þess, að þær viöræður geti
hafist fljótlega.
—L