Alþýðublaðið - 25.11.1978, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 25.11.1978, Blaðsíða 3
Laugardagur 25. nóvember 1978 3 Alþýðuflokksfélag Rey kj avíkur Almennur félagsfundur verður haldinn n.k. fimmtudag^ 30.11kl. 20,30 að Hótel Esju. Fundarefni: Visitölumálin. Frummælendur verða Kjártan Jóhanns- son, Sigurður E. Guðmundsson, Karl Steinar Guðnáson#Geir Gunnlaugsson og Jón Sæmundur Sigurjónsson. Mætið vel og stundvislega. Stjórnin. Aðvörun um stöðvun atvinnurekstrar vegna vanskila á söluskatti. Samkvæmt kröfu tollstjórans i Reykjavik og heimjld i iögum nr. 10.22. mars 1960, verður atvinnurekstur þeirra fyrirtækja hér i umdæminu, sem enn skulda sölu- skatt fyrir júli, ágúst og september 1978 og ný-álagðan söluskatt frá fyrri tima stöðvaður, þar til þau hafa gert full skil á hinum vangreiddu gjöldum, ásamt áfölln- um dráttarvöxtum og kostnaði. Þeir sem vilja komast hjá stöðvun, verða að gera full skil nú þegar til tollstjóraskrifstofunn- ar við Tryggvagötu. Lögreglustjórinn i Reykjavik. 23. nóvember 1978. Sigurjón Sigurðsson. Lífsháski Ég varð fyrir _ vonbrigðum með Lifs- háska, reyfara sem Leikfélag Reykjavikur frumsýndi um daginn. i Nú er ég allra mesta j reyfaragleypa, en hef löngum talið að kostur^J inn við eina slika bók sé, að maður geti bara lagt hana frá sér ef manni leiðist hún, meira að I segja farið með hana til vinar sins, fornbóksal- ans og selt fyrir aðra j sem er kannski j skemmtilegri. Úr leikhúsinu Jönasson baö er öllu verra aö leggja frá sér heilt leikrit meö manni og mUs Ur þvi' maöur er sestur i sal- inn, á annaö borö. Mér er sagt aö höfundurinn, Ira Levin, sé alveg óskaplega góöur höfundur, þar af leiöir aö mérá aö lika viö verkiö. Ég hef ekki lesiö þaö á ensku, né komist yfir þýöinguna, en mér er ómögulegt aö trúa leikskrá, aö leikritiö eigi aö vera trúveröugt. Þaö hvarflaöi aö mér sem snöggvast, aö ein persónan, Sjáandinn, heföi villst úr einhverju ööru leikriti i öllu Ijós- leysinu. Og mér er ómögulegt aö sætta mig viö leikslok: Sjáandi og lögfræöingur hlaupandi kringum borö, rétt sem tvær persónur eftir Arnoldog Bach, eöa bara úr Fló á skinni! Nú var Sigriöur Hagalin ágætlega skemmtileg i þessu gervi og alls ekki henni aö kenna skrifar aö persónan, Helga Ten Dorp, fellur einhvernveginn ekki inn i ramma Lifsháska. Eöa þá lögfræöingurinn, sem veröur allt i einumeira en litiö einkennilegur, en er aö ööruleyti eins og óskrifuö persóna. Guömundur Pálsson gerir úr þeirri persónu allt sem hægter. ÞorsteinnGunnarsson og HjaltiRögnvaldssonleika stærstu hlutverkin og eru ekki öfunds- veröir, held ég, aö hafa þurft aö rýna i svo óljós mót frá skaparans hendi. Þeir eru báöir ágætir leik- arar, borsteinn tekniskur og sannfærandi i öllu sem hann ger- ir, og Hjalti bætir viö þroska sinn meö hverju hlutverki. En hvers- konar menn eru þetta eiginlega? Hverer bakgrunnur þeirra? Hver er kynvilltur og hver er ekki kyn- villtur?.. Kannski ekki furöa aö Asdis Skúladóttir túlki eiginkonu rithöfundarins hugmyndagelda, á þann veg sem reynist. Best er hún i æöinu sem hleypur i hána þegar óskupin eru aö gerast. En persónusköpun Ira Levin þykir méródýr, rétt einsog þetta leikrit hafi veriö samiö I einu herbergi, meöan tvö þrjú önnur voru i smiðum annarsstaöar I húsinu. Þaökuvera hátturslikra höfunda margra, og er mesta furöa stund- um aö þeir skuli ekki láta drepa vitlausa manneskju. Texti mannsins er heldur ekki sérlega fyndinn fyrir minn smekk og má ég heidur biöja um Blúndur og Blásýru eöa Ærsladrauginn og ólikter Gasljós meira spennandi, enhvaöum þaö: þetta er svo sem ekki vond sýning. Til þess eru of góöir listamenn aö verki. Gisli Halldórsson stjórnar, en hann er einriaf okkar mestu leikstjórum, en hér dugar þaö ekki, til aö glæða þetta leikrit sannleika, svo mér Fki. En vist er aö margir skemmtu sér ágætlega, supu hveljur á réttum stööum og létu hárin ri'sa upp úr lagningunntrÉg heföi samt selt þenna „Trylli” fornbóksalanum minum og kanski keypt mér i' staöinn svell- andi islenska drauga- og trölla- stögu, til aö láta kitla mig inn aö beini. Þaö hlýtur aö vera til betri reyfari fyrir góöan þýöanda eins og Tómas Zodga. En eitt vitum viö: Fólk vill sjá eitthvaö sem veitir þvihroll.Eitthvaö annaö en skattskrána og lýsingar blaöa á siöustu aögeröum rikisstjórnar- innar. Þessvegna gengur þetta. 22. nóvember 1978 Jónas Jónasson

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.