Alþýðublaðið - 25.11.1978, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 25.11.1978, Blaðsíða 4
4 Laugardagur 18. nóvember 1978 alþýðu- blaðió Útgefandi: Alþýöuflokkurinn Ritstjóri og ábyrgöarmaöur: Arni Gunnarsson. Aösetur ritstjórnar er i Siöumúla 11, simi 81866. Prentun: Blaöaprent h.f. Askriftaverö 2200 krónur á mánuöi og 110 krónur i lausasölu. Enn eitt tækifæri til að takast á við vandann Þegar þetta er skrifað, eru allar likur á þvi, að samkomulag hafi náðst innan rikisstjórnarinnar um efnahagsaðgerðir næstu mánaða. Þvi fer þó fjarri að þær séu Alþýðuflokknum að skapi, þar eð hann telur að ekki hafi verið tekið nógu rösklega á vandanum. Alþýðuflokkurinn stóð hins vegar frammi fyrir þvi að slita stjómarsamstarfinu eða gera eina tilraun enn til að horfa til lengri tima i á- kvörðunum um efnahagsmál. Eðlilegast er, að ræða þessi mál i fullri hrein- skilni. Allir stjórnmálaflokkarnir eru sammála um það, að verðbólgan sé nú orðin svo mögnuð að gripa þurfi til sársaukafullra aðgerða til að ráða við hana. Eins og nú horfir eru litlar likur á hjöðn- un verðbólgu á næsta ári, nema núverandi rikis- stjórn taki til óskiptra málanna. Að öðrum kosti er framundan hreinn þjóðarvoði. Af eðlilegum ástæðum gat Alþýðubandalagið ekki samþykkt neinar þær tillögur, er snertu við visitölugrundvellinum. Meginkrafa hans fyrir kosningarnar var „samningana i gildi”, þótt raun- verulega hafi þeir að nokkru verið rofnir með lagasmið rikisstjórnarinnar. Framsóknarflokkur- inn var sammála tillögum Alþýðuflokksins, en vegna reynslu fyrri rikistjórnar vildi hann ekki fylgja þeim eftir. — 1 trausti þess, að enn yrði reynt að vega að verðbólgunni og helztu lifgjöfum hennar fyrir 1. marz næst komandi ákvað Alþýðu- flokkurinn, að gera eina tilraun enn. Alþýðuflokkurinn barðist fyrir samþykkt greinargerðar, er fylgja á bráðabirðgalögunum, þar sem hnykkt er á um fyrirætlanir rikisstjórnar- innar. Eins og þar mun koma i ljós fer þvi viðs- fjarri, að Alþýðuflokkurinn vilji stefna að kaup- ráni, eins og Þjóðviljinn hefur gefið i skyn. Alþýðuflokkurinn hefur hins vegar gert þá kröfu, að verðbólgan verði innan við 30 af hundraði á næsta ári, enda telur hann, að baráttan gegn verð- bólgunni sé sú bezta kjarabót, sem unnt sé að færa launþegum. Alþýðuflokkurinn leggur á það þyngsta áherzlu, að samráð verði haft við launþegahreyfingarnar um allar þær aðgerðir, sem fyrirhugaðar eru. Ef slikt samstarf tekst ekki má telja nær vonlaust, að nokkur árangur náist. Það er i anda þessarar sannfæringar, að Alþýðuflokkurinn telur rétt að halda stjórnarsamstafinu áfram. Aðrar sam- steypustjórnir hafa ekki möguleika á að tryggja þetta samstarf. Alþýðuflokkur og Alþýðubanda- lag eru að þvi leytinu á sama báti. En það er ekki nóg að breyta aðeins stefnunni i launamálum. Þess vegna hefur Alþýðuflokkurinn lagt fram ákveðna stefnu i rikisfjármálum, skattamálum, iandbúnaðarmálum og fjár- festingarmálum. Einnig mun hann beita sér, eins og fyrr, fyrir setningu löggjafar um félagslegar umbætur. Flokkurinn vill að fylgt verði mjög að- haldssamri stefnu i peningamálum og að áfram verði haldið ströngu verðlagsaðhaldi. Með ráðstöf- unum i þessum málaflokkum telur Alþýðuflokkur- inn, að unnt verði að draga úr áhrifum þeirrar kro krónutöluskerðingar, sem verður að eiga sér stað, ef þjóðin á ekki að hrasa fram af björgum. Þungamiðja þessa máls er sú, að innan rikis- stjórnarinnar náist samstaða um virkar aðgerðir, er geti leitt þjóðina út úr þeim efnahagsmyrkviði, sem hún er komin i. Það þjónar hins vegar engum tilgangi að halda samstarfinu áfram, ef möguleik- ar þeir, sem fyrir hendi eru til endurreisnarstarfs, eru ekki nýttir. Þetta verða bæði rikisstjórnin og launþegahreyfingarnar að gera sér ljóst. Lif þess- arar rikistjórnar er háð gagnkvæmum stuðningi hennar og verkalýðshreyfingarinnar. —AG— Á endastöð Um mánaðarmótin október-nóvember bauð Sölumiðstöð hraðfrysti- húsanna blaðamönnum í kynnisferð til Banda- rikjanna, til að skoða verksmiðjur og tii kynningar á starfsemi dótturfyrirtækis SH í Bandaríkjunum, Cold- water Seafood Corporat- ion. Ásamt blaðamönnum voru i þessari ferð verkj stjórar og eftirlitsfólk frá frystihúsum víðs- vegar að af landinu. Coldwater rekur tvær verksmiðjur i Banda- rikjunum. önnur er i Cambridge og var tekin i notkun árið 1968, en sú nýrri sem tekin var i notkun árið 1976 er i Everet. Sameiginleg ársafköst þessara verk- smiðja eru 50 þúsund tonn af fullunnum fisk- réttum, enáriðl977 voru framleiddar i verksmiðjunum 311 mis- munandi tegundir af fiskréttum. Veriö er aö opna marningsbiokkir fremst á framleiöslulinu. Forstjóri Coldwater fyrirtæk- isins er Þorsteinn Gislason, en verksmiöjustjórar eru Guöni Gunnarsson I Cambridge og Þor- steinn Þorsteinsson i Everet. Hlutafé Coldwater samsteyp- unnar er 460 þúsund dollarar, og aö sögn forráöamanna fyrirtæk- isins er þessi upphæö þaö fjár- magn sem lagt var fram af Sölu- miöstööinni þegar Coldwater var sett á stofn, og annaö islenskt fjármagn hafi ekki þurft aö leggja i fyrirtækiö. SU uppbygg- ing sem átt hefur sér staö hjá fyrirtækinu á undanförnum árum hafi eingöngu veriö vegna eigin fjármagnsmyndnar og lánafyrir- greiöslna i Bandarikjunum. Þó Coldwater sé hlutafélag er hlut- hafi fyrirtækisins aöeins einn, þ.e. Sölumiöstööin, en samkvæmt bandariskum lögum er leyfilegt aö aöeins einn hluthafi sé eigandi aö hlutafélagi. Ekki fékkst uppgefiö hverjar tekjur Coldwater væru árlega. Aöspuröur hvers vegna sagöi ÞorsteinnGisjasonaöifyrsta lagi væri Coldwater ekki skylt aö gefa upp tekjur sinar fyr- ir öörum en skattayfirvöldum samkvæmt bandariskum skatta- lögum, og I ööru lagi gæti veriö varhugavert aö gefa samkeppnis- aöilum Coldwater upplýsingar um hagnaö fyrirtækisins. Sam- keppnin væri mjög hörö á fisk- markaönum i Bandarikjunum. og auk þess er lika nákvæmt sem Coldwater selur sina vöru undir nafninu: Besti fiskur i heimi. Umsvif Coldwater i Bandarikj- unum eru allmikil jafnvel á bandarískan mælikvaröa. Fram kom á blaöamannafundi meö for- ráöamönnum fyrirtækisins, aö lánabyröi fyrirtækisins væri nú um 35 milljónir dollara, og þaö þýddi aö vaxtabyröin væri um 4 milljónir dollara. Miklar gæðakörfur Coldwater gerjr mjög strangar gæðakritfur varöandi þær fisk- blokkir sem fyrirtækiö kaupir. Bæöi er um gæöaeftirlit fyrirtæk- isins sjálfs aö ræöa, og auk þess er lika nákvæmt opinbert eftirlit. Þó munu bandarlsk heil- brigðisyfirvöld bera mikiö traust til gæöaeftirlits þess, sem Cold- water lætur framkvæma á eigin vegum, og er þvi Coldwater ekki undir eins ströngu opinberu eftir- litiog önnur samskonar fyrirtæki. Komi fram i fisksendingu hrá- efni sem ekki reynist standast þær gæðakröfur sem geröar eru, getur svo fariö aö Coldwater neiti að takaviöfiski frá þvi fyrstihúsi sem blokkina hefur framleitt, ef viövaranir til frystihUssins um betr ihráefnisgæði hafa ekki boriö árangur. Til sliks kemur einstaka sinnum, en yfirleitt er um mjög góöa vöru aö ræöa. Ekki er aö undra þótt slikar gæöakröfur séu geröar, þar sem Coldwater selur sina vöru undir nafninu: Besti fiskur i heimi. Hvaö varöar nýtingu blokkar- innar i fyrsta flokks vöru skiptir miklu máli, að lögun blokkar- innar sé góö frá frystihUsum hér heima. Þ.e.a.s. aö mál blokkar- innar standist sem best miöað viö vélasamstæöur Coldwater i Bandarikjunum, sem saga þær niöur i' þá lögun sem þær eiga aö fara i á markaö. Verksmiðjurnar Hjá Coldwater starfa um 699 manns, og þar af starfa á aðal- skrifstofu Coldwater i Scarsdale i New York 35 manns. 1 verksmiöjunum gengur ferö blokkarinnar þannig fyrir sig I grófum dráttum, aö frá skipshlið er fisknum ekiö i stórar frysti- geymslur sem I verksmiöjunum eru. 1 Cambridge er um 5 minútna akstur aö höfninni, en i Everet á Coldwater sin eigin Sagt frá kyi blaöamanric water Seafc ation f Bané Loftmynd af verksmiftju Coldwater f tiafnarmannvirki viö verksmiöju- hliö. Unniö er á tveimur fram- leiðsluvöktum i Cambridge, en á einni i Everet. Fyrsta vinnslustigiö sem blokk- in gengur I gegnum I verksmiöj- unum er aö hUn er söguö I þá lög- un, sem fiskurinn á aö fara I á markaö. Um er aö ræða margs- konar lögun, svo sem þunnar i- langar sneiðar, þrihyrnd form og teningslaga bita svo eitthvaö sé nefnt. Um mjög mikla sjálfvirkni er aö ræöa i aliri framleiöslunni. Þegar blokkin hefur veriö sög- uö Iþaö form sem henni er ætlað, fara bitarnir sjálfvirkt i gegnum brauömylsnu og ýmiskonar sósu- baö og siðan i pökkun. 1 allflestum tilfellum er um aö ræöa framleiöslu sem er svo gott sem tilbUin á pönnuna hjá banda- riskum neytendum. Þess vegna eru fiskbitarnir hálfsteiktir á enda leiðar sinnar gegnum fram- leiöslukerfiö. Bitarnir fara gadd- reönir i steikningarpott og þaöan beint i hraðfrystir sem frystir þá á ný á mjög skömmum tima. Þessi framleiösluhlekkur er einn sá mikilvægasti i allri fram- leiðslukeöjunni, þvi eftir að fisk- urinn hefur þiönaö er mikilvægt aö frysta hann aftur á eins skömmum tima og kostur er. Aö þvi loknu er fisknum siöan pakkaö i þær neytendaumbUöir sem viö á, og er þar um aö ræöa Þorsteinn Glslason forstjóri Cold- Guftni Gunnarsson verksmiftju- Þorsetinn Þorsteinssön verk- water. stjóíi I Cambridge. smiftjustjóri I Everet.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.