Alþýðublaðið - 28.11.1978, Blaðsíða 2
2
Þriðjudagur 28. nóvember 1978
alþýði blaðiö i-
Útgefandi: Alþýöuflokkurinn Ritstjóri og ábyrgöarmaöur: Arni Gunnarsson. Aösetur ritstjórnar er I Siöumúla 11, simi 81866. Prentun: Blaöaprent h.f. Askriftaverö 2200 krónur á mánuöi og 110 krónur i lausasölu.
Baráttan við verðbólguna
Geir Hallgrimsson sagði það eitt meginverk
sinnar stjómar að koma verðbólgunni niður i 15%
á stjórnartimabilinu. Alþjóð veit hvernig til tókst.
Alþýðuflokkurinn lofaði að gera betur þvi ekkert
ógnaði þjóðinni jafn mikið bæði efnahagslega og
siðferðislega og verðbólgan. Alþýðuflokkurinn
hefur á það bent að sú stjóm sem ætli að láta sér
takast að berjast gegn verðbólgunni verði að beita
mjög nákvæmri og markvissri stefnu. Kjartan Jó-
hannsson hefur verið einn skeleggasti talsmaður
þessara sjónarmiða en það verður að segja hverja
sögu eins og hún er, að slik stefnumörkun hefur
ekki fengist samþykkt i núverandi rikisstjórn.
Greinargerð sú, sem fylgir fmmvarpi rikis-
stjórnarinnar vegna svokallaðra 1. desemberlaga
gefur nokkur fyrirheit um að enn sé möguleiki hjá
stjórninni að marka slika stefnu.
Alþýðuflokkurinn hefur lagt á það höfuðáherslu
að ekki dugi til árangurs að einblina um of á
kostnaðarhlið verðbólguvandans þ.e. þá hlið
málsins er tekur til þess að halda verðlagi og
kaupgjaldi niðri, ef ekki sé einnig tekist á við þann
þatt sem veit að eftirspumarvandanum. Til þess
að verðbólgubaráttan beri árangur verður að beita
aðhaldssamri stefnu i rikisfjármálum, peninga-
málum og skattamálum. Hvað varðar rikisfjár-
mál verður árangri ekki náð nema þvi aðeins að
gjaldahlið fjárlaga hækki minna en nemur hækkun
verðbólgu milli ára.
Á sviði peningamála næst ekki árangur fyrr en
eitthvað af bindiskyldu viðskiptabankanna hjá
Seðlabankanum verður að raunverulegum sjóðum
sem ekki fara út i efnahagslifið. Siðustu ár hefur
bankakerfið ráðið þvi hvemig verulegum hluta
þjóðartekna er ráðstafað þeim, sem hvað mest
áhrif hefur haft á verðbólguna. Spyrja má þvi
hvort ekki sé ráðlegt að lækka bindisskyldu
viðskiptabankanna gegn þvi að fá raunhæfan
árangur.
Þá verður að viðurkenna að núverandi skatta-
kerfi er litt til þess fallið að vera hentugt tæki i
baráttunni við verðbólguna. öllum finnst sjálfsagt
að tekjur launþega miðist við visitölu verðlags
þannig að tryggt sé að launþegar fái tekjur i sama
hlutfalli og kostnaður vex. 1 ár munu útsvör
sveitafélaga einungis nema um 7-8% af tekjum
manna. Við þjóðfélagsþegnarnir ætlumst til þess
að sveitafélög lifi við tekjukerfi sem við getum
sjálf ekki viðurkennt að sé réttlátt né raunhæft. Til
þess að ná endum saman er brugðið til þess ráðs
að láta sveitarfélögin taka lán annað hvort innlend
eða, sem oftar reynist, erlend gengistryggð lán.
Væri ekki ráðlegra að lækka útsvarið niður i 9% og
koma um leið á staðgreiðslufyrirkomulagi, allir
launagreiðendur landsins kunna að finna út 9% af
greiddum launum og vandalaust er að koma
slikum greiðslum til skila.
Það má stiga mörg framfaraspor i baráttunni
við verðbólguna án mikilla erfiðleika. Það sem til
þarf er vilji og ofurlitill kjarkur. Alþýðuflokkurinn
mun láta á það reyna næstu mánuði hvort þing-
menn hinna flokkanna vilji berjast gegn verð-
bólgunni eður ei.
B.P.M.
Starfsmannafélagið Sókn
Freyjugötu 27
min nir félagskonur, sem eiga rétt á styrk
úr Vilborgarsjóði.á að sækja um fyrir 15.
des.
Stjórnin
JAFN RETTISKON N U N I
FJÓRUM KAUPSTÖÐUM
Um og yfir helmingur giftra kvenna vinnur úti
Árið 1975 var kjörin
jafnréttisnefnd i bæjar-
stjórn Kópavogs. Nefnd-
inni var m.a. fengið það
verkefni að ga*a skrá
um óskir kvenna varð-
ins og gera úttekt á
stöðu kvenna i bæjarfé-
laginu.
Til verksins fékk nefndin Þor-
björn Broddason lektor og Krist-
inn Karlsson félagsfræöinema.
Skömmu eftir aö undirbúningur
var hafinn komu fram óskir um
aöild aö könnuninni frá jafnréttis-
nefndum Garöabæjar, Hafnar-
fjaröar og Neskaupstaöar, sem
þá höföu veriö kjörnar. Lyktir
uröu aö könnunin fór fram á þess-
um 4 stööum, og var hún jafn-
framt látin ná bæöi til karla og
kvenna.
Til aö gefa hugmynd um um-
fang verksins má geta þess aö
skýrslan fyrir hvern kaupstaö er
yfir 100 bls. og samanburöar-
skýrsla um kaupstaöina 4 er 75
bls. 1 þessum skýrslum báöur eru
hartníer 200 töflur, er sýna viö-
horf svarenda til fjölda mála-
flokka, er snerta afkomu þeirra
og umhverfi, og gefa fjölbreyti-
legar visbendingar um félagslegt
og efnahagslegt ástand i byggöa-
lögunum 4.
A grundvelli þeirra visbend-
inga á bæjarstjórnum aö vera
unnt aö byggja umræöur og
ákvaröanir, bæöi verktegar og
félagslegs eölis.
Samanburöur milli kaupstaö-
anna gefur til kynna ólíkar
áherslur og óskir svarenda, um
forgangsrööun verkefna á þess-
um stööum.
Þessi mismunur undirstrikar
aö hér er um aö ræöa mjög ólik
byggöalög, jafnvel þó þrjú þeirra
séu staösett nærfellt á sama blett-
inum. Sköpunarsögur þeirra eru
mjög ólíkar, þau eru mismunandi
aö stærö og uppruna og félagsleg
gerö þeirra er sitt meö hverjum
hætti. Aldurssamsetning mann-
fjöldans á þessum 4 stöbum er
misjöfn frá einum staö til annars,
og þessi mismunur spegiast m.a.
i viöhorfum manna og lifsháttum.
Hver skýrsla skiptist I 7 megin-
kafla, sem siöan er skipt í 4 undir-
kafla.
Til glöggvunar þeim, er áhuga
hafa á, aö kynna sér könnun
þessa, veröur hér á eftir vikib aö
meginköflum hennar, ásamt
nokkrum tölulegum tilvitnunum.
1. kafli skýrir frá aldurssam-
setningu mannfjöldans i hverjum
stað. Aldur, kyn og hjUskapar-
staöa svar.enda er skilgreind, og
einnig þeirra er ekki vildu svara.
2. kafli fjallar um „Stærö og
gerö heimila og bflaeign!’
Þar er m.a. sagt frá ibúafjölda
og kynslóöaf jölda á heimili. Gerö,
stærö og aldur húsnaéöis, bæöi
eigna»og leigu-húsnæöis, og bila-
eign heimila.
Þar sést aö 6 manna fjölskyldur
eru lang flestar I Garöabæ eöa
23% en eru milli 10 og 12% I Hafn-
Jafnaðar-
menn!
Gerist áskrif-
endur
að málgagni
ykkar
Alþýðublaðinu,
strax í dag
arfiröi og Kópavogi. 1 Neskaup-
staö eru þrjár kynslóðir á 10,4%
heimila en á 6,8% heimila I Hafn-
arfiröi.
í Garöabæ er enginn blll á 1,9%
heimila en 9,8 til 19,5% heimila i
hinum kaupstööunum eru bQlaus.
3. kafli fjallar um stéttastöbu
vinnu, svo og menntun svarenda
og maka þeirra.
Stéttastaöa er þannig ákvöröuö
aö skipt er i 4 meginstéttir, þ.e.
A.B.C. og D stétt skipt og slöan
hefur hver stétt sina undirflokkun
t.d. er D stétt skipt I D.l. sem er
almenn skrifstoru- og verslunar-
störf, d. 2. iönlært verkafólk, d.3.
ófaglært verkafólk I framleiöslu
ogd.4. ófaglært verkafólk I versl-
un og þjónustu.
Rétt er aö benda á aö rööunin
A—D, felur ekki ætíö 1 sér stig-
lækkun. Efalitiö eru ýmsir I C og
B stétt lakar settir þjóöfélagslega
en margur i D stétt.
1 þessum kafla sést aö 53%
svarenda I Hafnarfiröi eru D
stétt.
t töflum um atvinnuþátttöku
kv&nnakemur fram, aö 49 til 57%
giftra kvenna I þessum kaupstöð-
um starfa utan heimilis, og frá
7-11% þeirra vinna meir en 8 klst.
um helgar.
t kaflanum um menntun svar-
enda og maka þeirra er fbkkaö i
15 menntunarstig. Þar má sjá aö
karlar meö gagnfræðapróf,
landspróf eða minni menntun eru
frá 21 upp I 35% I kaupstöðunum
fjórum, en sambærilegur fjöldi
kvenna á þessumenntunarstigi er
frá 64 I tæp 80%. Þessi staöreynd
ættiað veröa þeim er jafnrétti aö-
hyllast, æriö igrundunarefni.
Ekki þarf um þaö aö deila, aö
hér um valda ytri aöstæöur en
ekki upplag.
4. kafli er um afstööu svarenda
til dagvistunarmála og ástand
þeirra I kaupstööunum fjórum.
Fjöldi svarenda, sem eiga börn á
eöa viö aö nádagvistunaraldri eru
frá 44,8% til 47;4%.
t þessum kafla kemur fram
hvar börn eru meöan foreldrar
vinna utan heimilis, I hvaöa formi
gæsla barnanna er, hvaöa form
foreldrar telja æskilegast, hvaö
hindrar aöbörn njóti dagvistunar
og álit á dagvistunarmálum al-
mennt.
Sé ástand þessara mála i kaup-
stööunum boriö saman, þá sést aö
Neskaupstaöur hefur þar algjöra
sérstööu. T.d. þegar spurt er
„Hvaö hindrar dagvistun”? Þá
eru yfir 54% i Kópavogi, Garöabæ
og Hafnarfiröi, sem krossa viö
svariö „Vantarpláss”. Enenginn
i Neskaupstaö. 14% af börnum
svarenda i Kópavogi eru I gæslu i
heimahúsum gegn greiöslu. 8,3%
og 5.1% i Hafnarfiröiog Garöabæ,
en i Neskaupstað 1,4%.
Af þeim börnum, sem ekki
njóta dagvistunar meöan mæöur
þeirra eru i' tekjuaflandi vinnu,
eru I Kópavogi 56% hjá ömmu
sinniog afa, en25% I Garöabæ, en
þar eru 33% þeirra I umsjá eldri
systkina, á móti 19,7% I Kópa-
vogi. Margt fleira fróölegt og for-
vitnilegt kemur fram i þessum
kafla.
1 5. kafla skýrslunnar er fjallaö
um viöhorf til skólans. Þar er
spurt um álit karla og kvenna á
skóladagheimilum, álit á sam-
felldum skóladegi, viðhorf karla
og kvenna til framhaldsnáms
dætra og sona, og sitthvaö fleira.
6. kafli fjallar um viöhorf til
jafnréttismála og verkaskiptingu
kynjanna I heimilishaldi. Þar er
aö finna svör viö spurningum eins
og hvort æskilegt sé aö konur
vinni utan héimilis, hvort þörf
sé á starfsþjálfun húsmæöra,
afstaöa til launamismunar i þjóö-
félaginu, hvort annaö kyniö sé
hæfara til barnauppeldis, ásamt
mörgum ýtarlegum töflum, er
greina frá verkaskiptingu i heim-
ilisrekstri.
7. og siöasti meginkafli skýrsl-
unnar, fjallar um forgangsrööun
á verkefnum 1 bæjarfélaginu.
Þeir málaflokkar, sem meöal
annars er spurt um eru: Sam-
göngumál, verklegar fram-
kvæmdir, (holræsi, hitaveita,
o.fl.) hafnarmál, skipulags- og
umhverfismál, dagvistunarmál,
fræöslumál, heilbrigöismál, at-
vinnumál o.fl. o.fl.
Þar má m .a. sjá, aö 25,8% karla
á aldrinum 20-24 ára i Kópavogi
telja aö samgöngumál eigi aö
vera verkefni no. 1. en 35,6%
kvenna telja samgöngumál no. 1.
Sem verkefni no. 2 f Kópavogi
vilja 40,5% kvenna á aldrmum
20-24 ára hafa dagvistunarmál, en
6,4% karla á sama aldri setja þau
i annað sæti á framkvæmdakst-
anum.
Hér aö framan hefur veriö leit-
ast viö aö veita innsýn i þessa
könnun jafnréttisnefndanna.
Trúlega finnst mörgum aö
ýmsir þættir þessarar könnunar
komi jafnréttismálum harla litib
viö.
Þá er þvi til aö svara, aö sveita-
stjórnir vilja væntanlega starfa I
samræmi vib óskir ibúanna, ekki
slður kvenna en karla. í þeirri
viöleitni eru þessar skýrslur gott
leiöarljós, sem gert er af töluleg-
um staðreyndum.
1 Kópavogi hefur skýrslunum
verið dreift I bókasafn og I skóla
bæjarins.
Suðurnes
Hundahreinsun á Suðurnesjum fer fram
sem hér segir:
í Keflavik mánudaginn 27. nóv kl. 10-12 i bflskúr að Faxa-
braut 13.
1 Njarövik þribjudaginn 28. nóv. kl. 10-121 Krossinum.
i Höfnum sama dag kl. 14-151 skúr viö höfnina.
i Vatnsleysustrandarhreppi miövikudaginn 29. nóv. kl. 10-
12 vib áhaldahúsib i Vogum.
i Grindavik fimmtudaginn 30. nóv. kl. 10-12 viö áhalda-
húsib.
t Miöneshreppi föstudaginn 1. des. kl. 10-12 viö áhalda-
húsiö.
1 Garöinum sama dag kl. 14-15 viö áhaldahúsiö.
Svelta þarf hundana fyrir inngjöf.
Hreinsunargjald greiðist á staðnum.
Ariðandi er að allir hundar á greindum
stöðum séu færðir til hreinsunar þvi
annars má búast við að lóga verði dýrum
sem ekki er komið með.
Heilbrigðisfulltrúi Suðurnesja.
andi rekstur bæjarfélags-
heimilanna,- atvinnuþátttöku
kvenna, giftra .og einhleypra;
vinnutima og vinnutimalengd
karla og kvenna ásamt helgar-