Alþýðublaðið - 28.11.1978, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 28.11.1978, Blaðsíða 4
alþýdu- blaðíó Otgefandi Alþýðuflokkurinn Ritstjórn og auglýsingadeild Alþýðublaðsins er að Síðu- múla 11, sími 81866. Þriðjudagur 28. nóvember 1978 Skipulagningu og áætlanagerð verði við uppbyggingu atvinnuveganna — sagði Kjartan Jóhannsson, sjávarútvegsráðherra á Fiskiþingi föstudaginn 24. nóvember síðastliðinn beitt Fundarstjóri, heiðruðu þing- fulltrúar! Mér er það sérstök ánægja aö vera gestur Fiskiþings, sem er heildarfulltrúi fyrir fiskveiöar Islendinga sem atvinnuveg, sam- eiginlegur vettvangur fyrir þá margvisleguhagsmuni og þá fjöl- þættu reynsluþekkingu, sem allar opinberar aögeröir i sjávarút- vegsmálum hljóta að ganga út írá. Ég leyfi mér aö vænta mikils af samstarfinu viö ykkur og um- bjóöendur ykkar, enda er þar mikiö í húfi. Atvinnuvegur ykkar, sjávarútvegurinn og rikisvaldiö standa sameiginlega frammi fyrir þvi verkefni, sem hagsæld þjóðarinnar i'bráö og lengd veltur á ööru fremur: aö nýta og ávaxta hina sigjöfulu en þó viökvæmu auölind fiskimiðanna. Skipulagning og áætl- anagerð nauðsynleg í sjávarútvegi Margvislegrök hniga aö þvi, aö skipulagningu og áætlanagerö sé beitt viö uppbyggingu atvinnu- veganna og rikisvaldiö eigi þar drjúgan hlut aö. En i s jávarútvegi koma til alveg sérstakar aöstæö- ur sem gera allitarlegar skipu- lagningu og heildarstjórn óhjá- kvæmilega, þar sem margir aöil- ar nýta i sameiningu takmarkaöa 1 auölind. Veiöareins aöila hafa þvi beint áhrif á afla annars og mikil hætta er á því, aöaðgeröir, sem eðlileg- ar eru frá sjónarmiöi einstakra skipshafna, skipseigenda eöa jaínvel byggöarlaga, falli ekki I sama farveg og heildarhagur at- vinnugreinarinnar. Þá er skipu- lagning og heildarstjórn öllum i hag, ef sanngirni er gætt. Þvi hljótum viö aö leggjast á eitt aö finna sem skynsamlegastar leiö- ir. Mistök i þessum efnum geta oröiö óhugnanlega dýr, þar sem annars vegar er I veöi afkoma og atvinna I byggöarlögunum, en hins vegar viðkoma fiskistofn- anna og þar meö afkomugrund- völlur þjóöarinnar. Fjögur sjónarmiö þarf aö sam- ræma viö skipulagningu sjávar- útvegsins. 1 fyrsta lagi verndun og nýtingu fiskstofnanna. 1 annan staö atvinnuöryggi sjómanna og fiskverkafólks. I þriöja lagi þarf aö hyggja aö verömæti fram- leiöslunnar og aö lokum aö til- kostnaöi viö hana, bæöi viö fjár- festingu og rekstri. Verndun fiskstofnanna Astand og afkastageta fisk- stofnanna er aö sjálísögöu sú um- gerö sem takmarkar alla okkar möguleika. íJtfærsla landhelg- innar samfara varhugaveröu á- standi margra helstu nytjateg- undanna, leggur okkur þá kvöö á heröar aö læra á skömmum tima alnýjan hugsunarhátt i þessum efnum. Viöleitni siöustu ára er- hér mjög mikilvæg byrjun, þótt vitaskuld þurfi aö taka fastar á. Litil huggun er þaö, aö áætlanir visindamanna séuskeikular. Þær geta þá væntanlega brugöist til beggja átta og veröur þá aö hyggja að þvi. Og á hinn bóginn getum viö ekki leyft okkur að vannýta verömæta fiskstofna. Viö veröum aö lita á aflamagniö á hverjum tima sem gefna stærö, stærö sem i bili hlýtur aö veröa mjög tilfinnaniega knöpp. Hitt er ’áokkar valdi aö skipuleggja, hve- nær og hvernig aflinn er tekinn og hvar hann er lagöur á land. Atvinnuöryggi sjó- manna og fiskverka- fólks A þvi aöhaldstimabili, sem ó- hjákvæmilegt er meðan viö erum aö byggja upp ofnýtta stofna, veröur sérstaklega aö standa vörö um grundvallarhlutverk sjá- varútvegsins 1 atvinnu einstakra byggöarlaga og heilla landshluta. 011 tækifæritil aö auka atvinnuna meö frekari úrvinnslu aflans eru mikils viröi. Þóhlýtur atvinna viö sjávarútveginn, eins og aflinn sjálfur, aö vera nokkuö knöpp stærö, sem ráöstafa þarf af hag- sýni og fyrirhyggju. Boöoröiö er næg og stööug atvinna fyrir heimamenn. Hitt er i rauninni slæm nýting á verömætum at- vinnutækifærum, ef afli berst svo óskipulega að, aö hann veröi ekki unninn nema meö óhæfilegu vinnuálagi og aöfluttum vinnu- krafti eöa veröi jafnvel alls ekki unninn aö fullu i hinar verömæt- ustu afuröir. Hitt er svo augljóst, hver bagi oft á tiðum er aö staö- bundnum eöa timabundnum hrá- efnisskorti. Þaö er þvi eitt brýnasta skipu- lagsverkefni okkar aö dreifa hrá- efninu þannig á löndunarstaöi, aö atvinna veröi sem jöfnust, jafn- vel einnig aö takmarka, hve mik- iU heildarafli sé tekinn á skömm- um tima i aflahrotum. Tilkoma hinna nýju togara hefur b?ett verulega úr aö þvl leyti hve langt þeir geta sótt og hve vel þeir þola veöur, en á hinn bóginn fylgir þvi áhætta aö byggja atvinnu byggöarlags á örfáum skipum, jafnvel einu einasta. Hyggja þarf sérstaklega aö samnýtingu skip- anna. Frjálst og fordómalaust veröur lika aö Ihuga hvort til greina komi og geti skilaö heildarávinningi aö rikiö hafi um- ráöarétt yfir fáeinum togurum sem þaö fæli reyndum togaraút- geröarfyrirtækjum aö annast rekstur á meö skilyröum um aö þeim yröi beitt til hráefnisjöfnun- ar. Mér er ljóst aö i þessu sam- bandi þarf aö huga aö margvis- legum vandamálum, sem m.a. snúa aö áhöfninni en þetta verður engu aö siöur aö athuga á hlut- lægan hátt. Stjórn á löndunum fiskiskipa erlendis er einnig ein hliö þessa máls. Reyndar hljóta menn yfir- leitt aö spyrja sig: Hvaö er til ráöa um skipulagningu bolfisk- löndunar? Ég get upplýst, aö fyrir um þaö bil mánuöi hófst á vegum sjávarútvegsráöuneytis- ins grundvallar undirbúnings- starf varöandi hugmyndir aö skipulagningu bolfisklöndunar fyrir landiö í heild. Bæta þarf nýtingu afl- ans Þvi bundnari sem viö erum viö óumbreytanlegt aflahámark, þvi betur veröum viö aö hyggja aö nýtingu aflans og verömæti af- uröanna. Á siöasta ári var fjár- festing i fiskveiöunum sjálfum tvöfalt til þrefalt meiri en i fisk- vinnslunni. Þetta hlutfall þarf væntanlega aö breytast verulega, þannig aö framkvæmdir miöist ööru fremur viö þaö aö vinna afl- ann til fyllstu nýtingar. Einnig uggir mig aö stopult og ónógt vinnuafl hafi komiö niöur á nýt- ingunni, þar sem afkastageta veiöa og vinnslu hefur veriö aukin örar en samræmist mannafla á staönum. 1 fiskvinnslunni má magn ekki sitja i fyrirrúmi fyrir gæöum, og fjárfestingu er illa variö til aö auka afkastagetu, ef aöstööutil nýtingarer ábótavant. Hér þarf einnig aö huga aö fisk- mati og hinu vandasama á- byrgöarstarfi fiskmatsmanna, einnig aö vali veiöarfæra, útivist- artima fiskiskipa og ööru þvi, sem úrslitum ræöur um gæöi og nýtingu aflans. Minnka þarf tilkostnað í sjávarútvegi Vik é g þá aö fjóröa meginatriö- inu, tilkostnaöi og þar meö af- komu i sjávarútvegi. Þegar viö erum bundnir viö aflahámark, sem i flestum tilvikum er svo lágt, aölitil hætta er aö hiö leyföa magn af fiski beri undan okkar vel búna veiðiflota, þá dugir ekki skipulagslaust kapphlaup um afl- ann, heldur hitt aö taka hann og vinna meö sem minnstum til- kostnaöi. Sem dæmi má neiha sildarvertiöina, þar sem augljós- lega heföi veriö hagkvæmara að búa færri skip til veiðanna. A ýmsum öörum veiöum er viö hiö sama að fást, aö flotinn er ó- þarfiega stór og dýr, og skeröist þá nýting hans, og þar meö arö- semi fjárfestingarinnar, meö af latakm örkunum. Hitt er einnig kunnara en lýsa þurfti, aö sérstakur rekstrar- vandi fiskvinnslunnar á tiltekn- um stööum, sérstaklega á Suöur- nesjum, stafar aö verulegu leyti af fjárfestingu f afkastagetu, sem nýtist ekki við aöstæöur eins og þær eru nú orönar, þar sem afla- toppur vetrarvertiöarinnar er aö mestu leyti úr sögunni. Hér þarf aö huga aö leiöum til þess aö ná betra jafnvægi milli veiöa og vinnslu. 1 fyrstunni hlýtur þaö aö miöa aö þvi annars vegar aö jafna á skynsamlegan hátt þvi sem á land berst og hins vegar aö „frysta” óaröbæra umframaf- kastagetu með þvi m.a. aö hjálpa mönnum til aö hætta, eins og þaö hefur veriö oröaö. Þar er þó viö mörgum vanda aö sjá. Uppbygg- ingin hér var á sinum tima miöuö viö vinnu aökomufólks aö veru- legu leyti, og er i sjálfu sér ekki eftirs já aöþvi skipúlagi, en á hinn bóginn má ekki kreppa svo aö, aö atvinnu heimamanna sé stefnt i voöa eins og nú hefur gerst . Einnig getur skort fjárfestingu i æskilegustu tækni, skipulagni og búnaöi, þótt afkastageta sé meiri en nóg og i þessum efnum skortir einmitt á hér á þessu svæöi, og er þá sú aöferö siöur en svo einhlit aö sniöa fiskvinnslunni stakk eftir vexti meö þvl aö skrúfa fyrir fjármagn. Þaö á raunar ekki aöeins viö um hinn sérstaka vanda Suöur- nesja, heldur á miklu fleiri sviö- um veiöa og vinnslu, aö þörf er á nýrri f járfestingu til hagræðingar betra skipulags og bættrar nýt- ingar, jafnvel þótt afkastageta sé fullnóg fyrir, og er þá vandi aö halda svo á, aö hún sé ekki enn aukin langt um skör fram. Hitt er einnig vlöa staöbundinn vandi, aö afkastageta veiöiflotans og ein- stakra vinnslugreina hafi mis- vaxiö, og er þá jaínan nærtækast aö samræma upp á viö, stækka frystihúsið til aö fullnýta aflann, eöa stækka bræösluna til sam- ræmis viö frystihúsiö, eöa bæta viö togaratil aö fullnýta afkasta- getuna I landi. Þessa togstreitu könnumst viö viö. En nú erum viö svo á vegi stödd, aö þörf er aö- halds I þessu efni. Þaö er slæmur búskapur meö atvinnutækifæri Framhald á bls. 3 Andóf saðgerðir! Fólk mótmælir ýmsum hlutum á misjafnan hátt. Sumir berja hnefanum í borðið og hafa hátt, en láta að öðru leyti kyrrt liggja. Aðrir ströggla tímunum saman og jafn- vel svo lengi, að þeir fá sitt fram. En mesta at- hygli vekur þegar fólk mótmælir með ýmsum róttækum aðgerðum. Fer í kröfugöngur, slettir málningu og skyri, eða sparkar miili fóta á lag- anna vörðum. Þaö hefur efiaust tiökast frá aldaööli aö fólki heföi uppi mót- mælaaögeröir, og hafa þær þá veriö framkvæmdar á hinn mis- jafnasta hátt eins og gengur. Oft eru þeir sem fyrir mótmælunum standa beittir refsingum, ef þær aögeröir sem þeir stóöu fyrir hafa talist brjóta 1 bága viö al- mennt siögæöi og lög. 1 Bibliunni segir frá þvi, aö i hópi Gyðinga hafi alltaf skotiö upp andófsmönnum ööru hverju. Menn hafi oröiö þreyttir og stressaöir á eyöimerkurrölt- inu, og ekkert veriö aö liggja á þeim skoöunum sinum. í þá daga tiökaöist ekki aö loka and- ófsmenn Inni á geöveikrahæl- um, svo aö I þess staö sló Guö almáttugur þá plágum eöa eyddi þeim I eldi. Skoöanir kunna aö vera skipt- ar um þaö hvort sé skárra að loka fólk inni á hælum, eöa nota aöferðir Jahve. En sem betur fer notumst viö hér á landi, viö hvoruga þessara aöferöa. í versta falli er lögreglunni att fram meö kylfur og táragas, en þaö er algjör undantekning ef til sliks þarf aö grípa. Og ef I harö- bakkann slær og til slikra aö- geröa þarf aö gripa, þykja þaö svo miklir atburöir aö um þaö eru skrifaöar bækur. Klassiskur liöur i islenskum andófsaögeröum er Keflavikur- gangan. Einu sinni á ári er hún gengin, i misjöfnum veðrum og meö misjafnlega mikilli þátt- töku. Hin siöari ár hefur hún fariö fram meö ró og spekt, eng- in rúöa veriö brotin, enginn veriö barinn og enginn settur inn. Ef þaö svo kæmi á daginn aö herinn færi og gangan leggöist niöur kæmu liklega margir til meö aö sakna hennar. Hún er oröin eins og 1. mal eöa 17. júní, árviss atburður sem margir hlakka til. Ekki er ósennilegt aö þótt tilgangur hennar bæri full- komin árangur, héldi fólk árfram aö tritla þessa leiö sér til ánægju og heilsubótar. A Alþingi og i sveitastjórnum eru mótmæli kjörinna fulltrúa ákaflega pen og dipplómatisk. Þaö lengsta sem gengiö er i þeim efnum á þessum sam- kundum er, aö menn ganga af fundi eöa halda fimm tima ræö- ur. En yfirleitt láta kjörnir full- trúar okkar sér nægja aö bóka allan fjandann sem þeir eru á móti og vilja aö sé ööruvisi en samþykkt er. A þingum erlend- is, og þá sér I lagi i suölægum löndum, er ekki óalgengt aö hendur séu látnar skipta á þjóö- þingum, þegar mikil hitamál eru á dagskrá. Ef sá háttur tiökaöist hér er hætt viö aö i gamla virðulega húsinu viö Austurvöll, heföi löngum allt logað I slagsmálum. ólafur Jóhannesson og Jón Sólnes heföu liklega tæpast sloppiö viö glóöarauga á þingi I fyrravetur, þegar til umræðu voru dómsmál mál og Krafla. Vigaferli yröu fastur liöur I umræöum um fjár- lagafrumvarpiö, og umræöur utan dagskrár yröu enn svip- meiri en nú er. Væri þetta svona er vist aö á þingpöllum yröi örtröö á hverj- um degi. Yröi aögangur aö þingpöllum seldur er hugsan- legt, aö andviröi hans dygöi til aö bera uppi allan kostnaö Al- þingis. En sökum þess hve viö Islendingar erum ofsafengnir þegar til handalögmála kemur, veröur aö viöurkennast aö þessi hugmynd er fráleit. Ekki sist ef þingmenn gengjust upp I þessu meö tilliti til áhorfenda. Astand- iö gæti oröið eins og á hringleikjum Rómverja til forna. Sumir mótmæla mótmælanna vegna, en aörir mótmæla af hugsjón. Mótmælagöngur eins og 1. mai eru fyrst og fremst orðin táknræn mótmæli fremur en virk, enda tala börn um þá göngu sem skrúögöngu, þvi skrúögöngum tilheyra blöörur og skemmtilegheit. Þaö eina sem skyggir á skemmtileg- heitin, eru einhverjir leiöinlegir kallar aö tala um kauprán, visi- töluskeröingu og láglaunafólk. Og ef einhver I mannhafinu dirf- ist aö segja: „Af hverju semja þeir ekki um hærra kaup fyrir okkur? þá er brosað og haldiö áfram aö hlusta þótt enginn heyri neitt. —L

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.