Alþýðublaðið - 29.11.1978, Síða 2

Alþýðublaðið - 29.11.1978, Síða 2
2 Miðvikudagur 29. nóvember 1978 alþýöi blaóió i- (Jtgefandi: Alþýðuflokkurinn Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Arni Gunnarsson. Aðsetur ritstjórnar er i Siðumúla 11, simi 81866. Prentun: Biaðaprent h.f. Askriftaverð 2200 krónur á mánuði og 110 krónur i iausasölu. Hvað tæki við? 1 umræðum á Alþingi um frumvarp til laga uml timabundnar ráðstafanir til viðnáms gegn verð- bólgu, hefur sú skoðun komið fram hjá flestum ræðumönnum, að ekki sé nóg að gert. Þetta sjónar- mið hefur einnig komið fram i viðtölum við forystu- menn verkalýðshreyfingarinnar. Enginn dregur i efa, að hér séu á ferðinni bráðabirgðaráðstafanir, sem ætlað sé að veita rikisstjórninni svigrúm til frekari aðgerða. I greinargerð, sem frumvarpinu fylgir koma fram flest þau atriði, sem Alþýðuflokkurinn hefði viljað að yrðu tekin fastari tökum. Þar er greint frá þeim vilja rikisstjórnarinnar að verðbólgan verði komin niður fyrir 30% i lok næsta árs. — Enn eru þetta aðeins orð á pappir og samþykki Alþýðu- flokksins er við það miðað að athafnir fylgi orðum. Flokkurinn mun þvi herða róðurinn að mun i baráttunni gegn verðbólgunni og reyna að fá sam- starfsflokkana til að viðurkenna i raun, að verð- bólgan hafi rýrt og skekktlaunatekjur almennings meira en nokkuð annað á efnahagsmálasviðinu. Engin dul skal á það dregin, enda hefur það komið skýrt i ljós að undanförnu, að stjómarflokkamir eru ekki sammála um aðferðir. Alþýðuflokkurinn hefur litið á verðbólguna sem höfuðóvin þjóðfélagsins og haft það efs t; á verkefnalista sinum að berjast gegn henni. Ham telur, að með nánu samráði núverandi rikisstjórnar við launþegasamtökin hafi skapast óvenjulega góður grundvöllur til þeirrar baráttu, sem nú verður að hefjast. Með kröfum Alþýðuflokksins um aðgerðir, sem fram koma i greinargerð frumvarpsins, reyndist unnt að kný ja rikisstjórnina til ákveðnari afstöðu en ella hefði orðið. Barátta hans innan rikisstjómar- innar hefur þvi borið talsverðan árangur, þótt engum endanlegum markmiðum hafi verið náð. Þessar staðreyndir m.a. ollu þvi, að Alþýðuflokk- urinn ákvað að styðja frumvarpið um timabundnar ráðstafanir. Hann gerir sér fyllilega ljóst, að i þriggja flokka samsteypustjóm er ekki unnt að ná fram öllum málum. Það er afstaða þriggja flokka, sem mótar heildarstefnuna. Hins vegar hafa þingmenn Alþýðuflokksins tekið þá ákvörðun, að verði timabilið til 1. marz næst komandi ekki notað út i hörgul til raunhæfari aðgerða, verði þeir lausir allra mála. Næstu vikur og mánuðir geta þvi orðið afdrifarikir fyrir núver- andi stjómarsamstarf. Það væri hins vegar hörmu- leg niðurstaða, bæði fyrir núverandi rikisstjórn og verkalýðshreyfinguna, ef timinn yrði ekki vel notaður og upp úr slitnaði. Verkalýðshreyfingin getur ekki vænst þess, ef upp úr slitnar i þessari rikisstjórn, að önnur svipuð verði mynduð i bráð. Það myndi engum gagna, ef núverandi rikisstjórn gæfist upp við að leysa efna- hagsvandann, þótt verkalýðshreyfingin beitti þrýstingi gegn annari rikisstjórn. Efnahags- ástandið er svo með ólikindum slæmt, að órói á vinnumarkaði, verkföll og vinnudeilur, myndu aðeins sökkva þjóðarskútunni enn dýpra, svo vart yrði i mannlegu valdi að rétta hana við. Það er þess vegna allra hagur að nú takist þjóðar- sátt og að rikisstjómin fái frið til að kveða verðbólg- una niður og koma á jafnvægi i efnahagsmálum. Engin kjaraskerðing yrði verri en sú, að yfir þjóðina dyndi atvinnuleysi og stöðvun atvinnu- rekstrar. Það em kannski of fáir íslendingar, sem muna þá tima, er verkalýðshreyfingin háði strið sitt við vofu atvinnuleysis, hverskonar nauðsynjavarn- ingur Vir skammtaður og að kreppti á flestum sviðum. Þetta ástand þyrfti allur almenningur að hafa i huga, þegar hann tekur afstöðu til rikis- stjórnarinnar og baráttu hennar gegn verðbólgunni —AG— Ný bók frá Matreiðslubók handa ungu fólki á öllum aldri Almenna bókafélagið hefur sent frá sér mat- reiðslubók, sem nokkuð er frábrugðin þeim bók- um þeirrar tegundar,: sem látnar hafa verið á þrykk út ganga hérlend- is til þessa. Ber ritið það sérkennilega nafn ,,Matreiðslubók handa ungu fólki á öllum aldri” og er höfundurinn ungur háskólanemi, Sigrún Daviðsdóttir, sem blek- beri hefur reyndar fundið sanna að þvi að búa yfir ósvikinni matargerðarkúnst. öll geröbókar er viö þaö miöuB, aö sem flestum ætti aö vera ger- legt aö afla sér eintaks, og ekki| slður aö hafa gagn af innihaldi þess. Bókin hefur aö geyma 220 uppskrif tir aö hinum ýmislegustu réttum, sem sumir hverjir hafa lltt verið á borö bornir hérna megin Atlantsála,svosem eins og pasta eöa spaghetti, pæar og pizzur. Aö auki geymir bókin margvislegar almennar ábend- ingar, sérdeilislega um krydd, en einnig um vin meö og i mat, sæt- meti og feiti I mat, ennfremur gerbakstur, og um hinar marg- vlslegustu máltiöir utan hins hversdagslegasta, svo sem barnaboö, samburðaröl (oröiö er fornt og merkir veislur, sem allir gestir leggja eitthvaö til), stór- veislur og miönætursnarl. Af einstökum fréttum sem bókin geymir uppskriftir aö, má nefna Búrgundarsnigla, glóöaö eggaldin, brauöfingur, fenu- greek, möndlusilung. Annars skiptistbókin I þessum kafla: for- réttir; sópur,- sósur; kryddlegir og kryddollurt fiskur og skelfiskur; kjöt-, pasta eöa spaghetti; og hris- grjón; pæar og pizzur; grænmeti; brauð; eftirréttir og kökur; sulta; ymislegt. I formála segir höfundur meðal annars: „Um nokkurt skeiö hefur ný ti'zka veriö aö ryöja sér til rúms I matargerö I Frakklandi. Hún beinist að þvi aö gera matinn léttari og spara hitaeiningarnar, án þess aðslaka nokkuö á ströng- ustu kröfum matargeröar- listarinnar. Helsta leiöin er sú, aö matreiöa matinn sem minnst, sleppa öllu brasi, nota aöeins mjög góö hráefni og láta þau halda bragöi sinu og öörum sér- kennum.. Þessi stefna fékk heitið hin nýja matargeröarlist. Hún viröist harla vænleg.” Enn segir siöar i formála: „t þessari bók eru ekki uppskriftir að öllum mat, en vonandi góöar uppskriftir aö margs konar mat, og þetta er ekki siöur bók um mat. Uppskriftum þarf ekki aö fylgja af smásmugulegri nákvæmni, því aö þær eru ekki slður hugsaöar til þess aö benda á ýmsa möguleika, og til þess aö kveikja hjá ykkur hugmyndir.iifc BHM mótmælir vinnubrögð- um ríkisstjórnarinnar Bandalag Háskólamanna hefur sent forsætisráðherra bréf vegna stjórnar- frumvarps um tima- bundnar ráðstafanir til viðnáms gegn verð- bólgu. Ennfremur gengu formenn stjórnar og launamálaráðs BHM á fund forsætisráðherra í gærmorgun til að leggja áherslu á mótmæli BHM og skýra sjónarmið þess nánar. í bréfi þvi sem Banda- lag Háskólamanna sendi forsætisráðherra segir m.a. „Bandalag háskólamanna mót- mælir þeim vinnubrögöum xikis- stjórnarinnar, aö ekkert samráö skuli haft viö BHM, þrátt fyrir fögur orö um samráö viö aöila vinnumarkaöarins og hefur itrekuöum beiönum launamála- ráðs BHM um fund meö ráöherranefnd þeirri sem faliö var aö hafa samráö viö aöila vinnumarkaöarins ekki veriö sinnt. Þá vill bandalagiö einnig mót- mæla þvi harölega, aö enn skuli gert ráö fyrir þaki á veröbætur, þótt almennt sé nú viöurkennt aö þessi regla feli i sér óþolandi mis- munun milli manna sem í raun hafa sömu laun, en mismunandi uppbyggt launakerfi. Þannig njóta nú allir félagsmenn ASI óskertra veröbóta meöan 80% félagsmanna BHM búa viö skertar veröbætur. 1 þessu sambandi viljum viö visa I drög aö áliti visitölunefndar nóvember 1978, en þar er sýnt fram á þá mismunun, sem núgildandi regla um þak á verðbætur hefur 1 för meö sér. Hins vegar koma hvergi fram i drögunum eöa bókunum meö þeim, nein rök fyrir slikri takmörkun veröbóta. BHM vill jafnframt benda á aö aögeröir skv. 2. og 3 gr. frumvarps til laga um timabundnar ráöstafanir til viönáms gegn veröbólgu, þ.e. lækkun skatta og félagslegar um- bætur, koma félagsmönnum BHM sennilega aö litlu gagni, enda var ekkert samráö haft viö BHM um þessar aögeröir og getur bandalagiö þvi ekki sætt sig viö aö þessar aðgeröir skeröi veröbætur félagsmanna banda- lagsins. Viö viljum þvi óska eftir þvi aö fá aö skýra þessi sjónarmiö nánar á fundi meö yöur hr. forsætisráö- herra, áöur en frumvarp þetta veröur lagt fram á þingi. Jafn- framt væntum viö þess aö hér eftir verði haft nánara samráö við BHM, og þá ekki aöeins á siöustu stigum, og teljum viö raunar aö þaö sé forsenda þess aö vinnufriöur haldist.” Frá landlækni Leikmenn mega ekki lækna Aö gefnu nokkru tilefni undan- farna mánuöi óskar landlæknir aö minna á, aö þeim, sem ekki hafa lækningaleyfi, er óheimilt sam- kvæmt Islenskum lögum aö taka sjúklinga til lækninga. Ennfrem- ur er þeim, sem ekki hafa hlotið löggildingu ráöherra til aö kalla sig sjúkraþjálfara, óheimilt að stunda sjálfstæö sjúkraþjálfunar- störf. Um þessi atriöi er fjallaö I Læknalögum nr. 80/1969 og Lög- um um sjúkraþjálfun nr. 31/1962. Til frekari glöggvunar á þvi hvaö um er aö ræöa skal hér vitnaö i þessi lög. 1 upphafi 15. greinar Lækna- laga segir svo: „Hvers konar skottulækningar eru bannaöar hér á landi. Þaö eru skottulækningar: 1. ef sá, sem ekki hefur lækningaleyfi, býöst til aö taka sjúklinga til lækninga, gerir sér lækningar aö atvinnu, auglýsir sig (auök. landl.) eöa kallar sig lækni, ráöleggur mönnum og af- hendir þeim lyf, sem lyfsalar mega ekki selja án lyfseöils og nær þaö einnig til lyfsala og aö- stoöarfólks þeirra.” I upphafi fyrstu greinar Laga um sjúkraþjálfun segir: „Rétt til aö kalla sig sjúkra- þjálfara hér á landi hafa þeir ein- ir sem hlotiö hafa til þess lög- gildingu heilbrigðismála- ráöherra.” Onnur grein laganna hljóöar svo: „Sjúkraþjálfun er meöferð sem sjúkum er veitt I lækningaskyni meö nuddi (auök. landl.), æfing- um, ljósum, hita, rafmagni og á ýmsan annan hátt eftir fyrirmæl- um læknis.” I fimmtu grein Laga um sjúkraþjálfun segir: „Um sjúkraþjálfara gilda aö ööru leyti eftir þvi sem viö getur átt.reglurlaga um lækningaleyfi, réttindi og skyldur lækna og ann- arra, er lækningaleyfi hafa og um skottulækningar.” FBoHKsstarfió Hafnfirðingar Kvenfélag Alþýðuflokksins i Hafnarfirði heldur skemmtifund fimmtudaginn 30. nóvember 1978 og hefst hann kl. 20.30 1 Alþýöuhúsinu. Fundarefni: Asthildur ólafsdóttir segir frá námskeiöi norrænna Alþýöuflokkskvenna i Dan- mörku á sl'. sumri. Upplestur. Bingó — jólavinningar. Kaffidrykkja Konur fjölmenniö og takiö meö ykkur gesti. Stjórnin. Skrifstofa Alþýðuflokksins Strandgötu 32 er opin á mánudögum og miðvikudög- um á milli kl. 17 og 19. Simi skrifstofunnar er 50499. Alþýðuflokksféiögin i Hafn- arfirði. Akureyringar Kvenféiag Alþýðuflokks- ins Akureyri heldur lau;f.a- brauðs og kökubasar að Strandgötu 9 sunnudaginn 3. desember kl. 15. Stjórnin.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.