Alþýðublaðið - 01.12.1978, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 01.12.1978, Blaðsíða 1
alþýðu - Jafnaðarmenn Gerízt áskrifendur að málgagni ykkar — Alþýðublaðinu, strax í dag Föstudagur 1. desember 1978 — 228. tbl. 59. árg. Föstudagur 1.desember 1978—228. tbl.59.árg. AlþýdublðdÍllUy Stf3X I 03^ SÉRSTAKAN SKATTADÓMSTÓL Vilmundur og Jóhanna hafa lagt fram frumvarp þess efnis Vilmundur Gylfason og Jóhanna Sigurðar- dóttir hafa lagt fram frumvarp til laga á Alþingi um sérstakan dómara og rannsóknar- rétt i skatta- og bók- haldsmálum. Er þetta frumvarp borið fram i framhaldi af þeirri stefnu sem taismenn Alþýðuflokks- ins boðuðu fyrir siðustu kosningar. Hér er um sjálfsagt réttindamál að ræða þar sem skattsvik og bók- haldsafbrot i samfélag- inu hafa valdið miklu tjóni á undanförnum ár- um, bæði i efnahags- legum og siðferðilegum málum. 1 frumvarpinu er gert ráö fyrir þvf aö dómurinn hafi aðsetur i Reykjavik og að ráöherra skipi dómarann I þessum málum. Þá er gert ráð fyrir þvi aö málsmeð- ferð skuli fara fram eftir ákvæð- um laga um meöferð opinberra mála. t frumvarpinu er ennfremur gertráðfyrir þviaðsérstök rann- sóknardeild starfi og hafi hún með höndum rannsóknir i skatta- og bókhaldsmálum. Forstööu- maður þessarar deildar skal vera skattrannsóknarstjóri sem skal stýra rannsóknarstarfi hennar i samráði viö rikisskattstjóra en eigi aö siöur skal deildin heyra' undir dómsmálaráðuneytið. 1 greinargerð meö frumvarpinu er gerð grein fyrir írumvarpinu og fer hún hér á eftir. Greinargerð Þetta frumvarp til laga um sér- stakan dómstól i skattsvika- og bókhaldsafbrotamálum er að mestu sniðið eftír lögum um dóm- stól i ávana- og flkniefhamálum. A þvi leikur varla nokkur vafi, aö sérdómstólar eiga rétt á sér til þess að sinna málum, sem eru sérstaks eðlis og auðveldlega má taka útúr hinum almenna dóms- kerfisgeira. Það er skoðun þeirra, sem þetta mál flytja, aö skattsvik og bók- haldsafbrot i samfélaginu hafi valdið miklu tjóni á undanförnum árum, bæði efnahagslegu ogekki siður siðferðilegu. Dómskerfið hefur reynst allsendis ófært um að snúast gegn þessum vanda- málum, bæði vegna þess að á slik mál hefur ekki veriö lögð sérstök áhersla, dómskerfið almennthef- ur verið seinvirkt og þungt i vöf- um og ekki sist af þeirri ástæðu, að sérmenntaöan starfskraft, sem sinnti þessu verkefai ein- vörðungu, hefur vantað. Neöanjaröarhagkerfið, sem svo hefur veriö kallað, er umfangs- mikið á lslandi. Koma þar til atriði, sem augljóslega eru brot á skattalögum, og eins atriði, þar sem óljóst er, vegna óljósra heimilda, hvort veriö sé aö brjóta skattalög. Má þar tiltaka hina augljósu tilhneigingu þeirra, sem aðrekstristanda, til þess að skrá meira eða minna af einkaneyslu sinni á rekstur fyrirtækjanna. Skattaskil hafa veriö eftirlitslítil — og umfram allt hafa skattsvik ekki veriö meöhöndluö sem önnur afbrot. Að þvi má leiöa nokkur rök, að það hefur ekki verið pólitiskur vilji þess meiri hluta, sem stjórn- að hefur samfélaginu á hverjum tima, aðhafast aðgegn skattsvik- um og bókhaldsafbrotum. Þessu er gert ráö fyrir aö breyta, nái þetta frumvarp fram aö ganga. Þaðfelst íþvi mikill áherslumun- ur að flytja skattsvikamál undir dómsmálaráðuneyti, meö þvi er veriö að leggja til aukna áherslu T)g viðurkenningu á þeirri stað- reynd, að skattsvik eru sem hvert annaö afbrot. Hætt er þó viö, að framkvæmd sllkrar löggjafar sé komin undir vilja og krafti stjórnvalda á hverjum tima. Það verðuraö fara fram viöhorfsbreyting hjá stjórn- völdum. Þau verða aö viður- kenna, að skattsvik og bókhalds- afbrot eru alverlegt sjúkdómsein- kenni I samfélaginu. A siðustu árum vaxandi verð- bólguhafa bókhaldsafbrotorðið æ meira áberandi þáttur I efiia- hagsmálum þjóðarinnar. Jafn- ljóst er, aö stjórnkerfiö hefur reynst mikiö tíl ófært um að snú- ast gegn þessari þróun. Alkunn eru dæmi um aö mál af þessari tegund hafa verið á ferðinni fyrir dómstólum á annan áratug. Fjöl- mörg mál af þessu tagi, sem um hefur verið fjallaö I opinberri blaðamennsku samtimans, hafa hins vegar tafist mjög fyrir dóm- stólum. 1 þessu frumvarpi er lagt tii, að slfk mál, svo jg skattsvikamál, verði sett undir einn hatt, sér- stakan dómstól. Það myndi þýða, að sérhæfður starfskraftur fjall- aði um þessi mál, og það mundi væntanlega og vonandi þýöa, að sérstakt átak yrði gert af hálfu stjórnv alda, til þess að spyrna við fótum. Samspil veröbólgu, aukinna skattsvika og aukinnar tilhneig- ingar bókhaldsafbrota er vafa- laust mikið. Undanfarin ár hafa skattsvikogbókhaldsafbrot vakiö meiri athygli manna en oft áður. Samfélagiö verður að snúast gegn vandamálunum, sem koma ipp, og þá auövitað fyrst of fremst meö fyrirbyggjandi aögeröum. En jafiiframt verði stjórnvöld að taka þá markandi ákvörðun, að efnahagsleg afbrot eru hvorki betri né verri en önnur afbrot. Þegar það hefur fengist viður- kennt, verður eftirleikurinn stór- um auðveldari. Samþykkt þessa frumvarps kallar á þá áherslubreytingu i skattalögum, að skýrar verði kveðið á um, hvað teljist skatt- svik og hvað ekki. -G- Vísitölunefndin sammála um endurskoðun mikilvægra atriða segir Jón Sigurðsson, form. hennar ,/Vandinn 1. desember hefur birst m.a. í því, hvað vísitalan hefur hækkað mikið af ýmsum ástæðum, og ég tél því að endur- skoðun vísitölubindingar launa komi þvi máli við," sagði Jón Sigurðsson, hagrannsóknastjóri og for- maður visitölunef nd- arinnar svonefndu, er blaðamaður Alþýðubiaðs- ins leitaði álits hans á þeim staðhæfingum, að starf nefndarinnar kæmi vand- anum nú 1. des ekkert við Jón vísaði einnig til niður- lagsorða í drögum að áliti nefndarínnar, en þar segir m.a. um útreikning Hag- stofunnar á vísitölu- hækkuninni í.des. (14 prósentunum): „Komi þessi mikla hækkun öll til framkvæmda, mun reynast nær ókleift að draga úr verð- hækkunum og vixlhækkun verð- lags og launa á næstunni, ekki sizt þar sem hækkun innflutnings- verös umfram útflutningsverð og óhagstæöar gengisbreytingar er- lendra mynta að undanförnu valda viðskiptakjararýrnun og veröbólgu hér á landi. í erindisbréfi er nefndinni falið aö gera tillögur um endurskoðun viömiðunar launa við visitölu i þvi skyni„...að draga úr verð- bólguahrifum og víxlgangi I verð- lags- og kaupgjaldsmálum og stuöla að tekjujöfnun.” Til þess ■ að þessu marki verði náö á næstu misserum er afar mikilvægt, að fyrirsjáanleg hækkun verðbóta- visitölu frá 1. desember næst- komandi leiði aðeins að tak- mörkuöu leyti til hækkunar peningalauna en leitazt verði við að tryggja kjör launþega með öðrum hætti eftir þvi sem kostur er. Samkomulag um þetta efni milli samtaka launafólks, at- vinnurekenda og rikisvalds gæti verið fyrsta skrefiö til þess að draga úr verðbólgu i ákveönum áföngum á næsta ári, þar sem allir aðilar legðu sitt af mörkum.” Þetta lysir nú afstöðu minni og þeirra sem voru mér sammála”, sagði JónSigurösson. — Nú hefur þvf veriö haldiö • fram, aö þessi drög séu aöeins einkatiliögur þinar. Hvaö vilt þú segja um þaö? „Ég vil ekkert um það segja annaö en þaö sem fram gengur af bréfi, sem ég skrifaði forsætis- ráðherra f.h. nefndarinnar þann 17. nóvember, og fyígdi drög- unum. Þar kemur m.a. fram, að ég lagði þessi drög fram, og aö þau voru rækilega rædd á fundum nefndarinnar. Hins vegar hafi ekki unnist tfmi til að undirbúa nákvæmar tillögur eða ná um þær samkomulagi. Ég tel að i þessu bréfi komi ein- mitt fram sameiginlegt álit þeirra sem i nefndinni eru, að það eigi að taka til endurskoöunar þrjú mikilvæg atriöi, eins og má lesa út úr orðum þeirra i bók- unum, sem þarna koma fram. Þarna er í fyrsta lagi um þaö aö ræða, hvernig koma eigi skött- unum fyrir i Visitölukerfinu, I öðru lagi hvernig taka megi tillit til breytinga á viðskiptakjörum I verðbótavisitölu og þriöja atriðið er veröbótaaukinn. Fulltrúar allra launþegasamtakanna lýsa sig reiðubúna til áframhaldandi umræðna um þessi atriði. Reyndar kemur svo fram i sér- áliti Ingólfs Ingólfssonar og Jónasar Bjarnasonar, sem báðir eru launþegafulltrúar, að þeir teljaýmis önnur atriöi i hugmynd- um um breytingar aðgengileg. Afstaða fulltrúa Vinnu- veitendasambands Islands til draganna eru óljósari, en Vinnu- málasamband samvinnufélag- anna telur að þessi drög séu gagniegur umræðugrundvöllur að meginefni. Ninnuveitendasam- bandiö hefur á þvi meiri fyrir- vara. Ég held þess vegna að þarna séu áreiöanlega nokkur mikilvæg atriöi, sem menn ættu aö geta oröiö sammála um. En auðvitað hafa fulltrúar launþegasam- takanna ekki skrifaö upp á þetta. Hins vegar tel ég að framhaldið á nefndarstarfinu.þvi nefndin ætlar aö reyna að halda eitthvaö áfram starfi, verði þá likara kjarasamningum eöa samninga- undirbúningi, og þá yröi látið reyna á það hvaö menn geta orðiö sammála um.” — Hefur rikisstjórnin falið nefndinni sérstaklega að halda áfram störfum? „Já, rfkisstjórnin hefur óskað eftir þvi að nefndin starfaöi áfram með bréfi frá 22. nóv- ember. Þar var einfaldlega óskað eftir þvi aö nefndin héldi áfram störfum sinum, í samræmi við upphaflegt erindisbréf, og sömuleiöis að nefndin hraðaði störfum. Nú hefur komið I ljós, i athuga- semdum við stjórnarfrumvarpið um viðnám gegn veröbólgu, við hvað rikisstjórnin á, þvi þar er nefndinni gert að ljúka störfum fyrir 15. febrúar.” — Nú hefur þú veriö gagn- rýndur I Þjóðviljanum fyrir þaö sem þeir kalla einstrengingsieg vinnubrögö. Hvaö vilt þú segja um þaö? „Eg hef ekkert um þaö að segja. Ég leit svo á, að nefndinni væri ætlaö að skila áliti á efninu fyrir 20. nóvember, og að sú dag- setning heföi ekki veriö valin af neinni tilviljun, heldur af þvi að rikistj. byggist við að þurfa aö glima við vanda af þessum toga 1. desember. I samræmi við það vildi ég haga starfi nefndarinnar og ég vildi standa við það að hún kæmi einhverri greinargerð frá sér fyrir tilsettan tima.” — Þvi var sömuleiöis haldiö fram i Þjóöviljanum aö þú heföir lagt þannig fram tiliögur um tillit til viöskiptakjara, aö hlotiö heföi aö vekja tortryggni launþegafull- trúanna. „Ég veit ekki hvað þeir eiga viö með þvi. Ég visa bara til þess sem segir i bókun fulltrúa Alþýðusambandsins, BSRB og Farmanna- og fiskimannasam- bandsins, þar sem þeir lýsa sig reiðubúna til þess að halda áfram viðræðum einmitt um þetta at- riði.” — Gm hvaö varö helst ágrein- ingur I nefndinni? „Ég tel nú ekki ástæðu til að tiunda það sérstaklega hér. Þó má nefna þaö til dæmis, hvort greiða ætti veröbæturnar á 6 eða 3 mánaða fresti. Launþegafull- trúunum leist ekki alls kostar á að þær yrðu greiddar á 6 mánaða fresti. önnur atriöi ýnis töldu þeir sér ekki fært aö meta nema i samhengi við annað.” — Hver er helsti munurinn á þeim hugmyndum sem fram koma i drögunum um tillit til viöskiptakjara og svokallaöri þjóöhagsvisitölu? „Munurinn er sá helstur, að þarna er miklu skemmra gengið I Framhald á bls. 3

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.