Alþýðublaðið - 01.12.1978, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 01.12.1978, Blaðsíða 2
/ / / 2 Föstudagur 1. desember 19781 alþýöi blaöíó i- Útgefandi: Alþýöuflokkurinn Ritstjóri og ábyrgöarmaöur: Árni Gunnarsson. Aösetur ritstjórnar er I Siöumúla 11, simi 81866. Prentun: Blaöaprent h.f. Askriftaverö 2200 krónur á mánuöi og 110 krónur I lausasölu. ÍHALD í HÖNK Viðbrögð Sjálfstæðisflokksins og Morgunblaðsins við efnahagsráðstöfunum rikisstjórnarinnar hafa vakið verðskuldaða athygli. Þingmenn Sjálfstæðis- flokksins hafa verið bæði með og móti þeim efna- hagsráðstöfunum, sem samþykktar hafa verið — nema Albert Guðmundsson, hann var einn á móti. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa i sömu setn- ingunni hvatt til launahækkunar og launaskerðing- ar. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins virðast vera bæði með og á móti verðbólgunni. Þingmenn Sjálf- stæðisfæokksins minna um of á málflutning Alþýðu- bandalagsins vegna þess, að það stendur ekki steinn yfir steini. Ef ekki hefði verið gripið til þeirra ráðstafana, sem rikisstjórnin greip til, hefði rúmlega 14% kauphækkunaralda riðið yfir þjóðfelagið. Hún hefði nær umsvifalaust farið út i verðlagið, þannig að ávinningur launþega hefði enginn orðið. Þetta hefði leitt til mikillar hækkunar fiskverðs, gengis- fellingar. Atvinnureksturinn hefði verið i mikilli hættu. En Sjálfstæðisflokkurinn tók ekki afstöðu. Hann hefði samkvæmt þvi viljað bera ábyrgð á eftirleiknúm. Það er furðuleg kokhreysti af stjómmálaflokki, sem skilur eftir sig feril fimmtiu prósent verðbolgu, og atvinnuvegi, sem vom að stöðvast, að gerast nú sérstakur talsmaður þess að launþegar fái inni- stæðulausar ávisanir, sem aðeins valda verðbólgu. Þeir sem svo halda á máli sinu kalla ekki allt ömmu sina. Það er einnig að koma i ljós, að það er á fleiri sviðum sem Sjálfstæðisflokkurinn er aumur og óáreiðanlegur. Þingmenn Alþýðuflokksins hafa við- ar snúizt gegn verðbólgunni en i þeim átökum, sem fram hafa farið að undanförnu. Þingmenn Alþýðu- flokksins hafa lagt fram frumvarp til laga um raun- vaxtastefnu, sem vissulega myndi slá mjög á verð- bólgu, ef að lögum yrði, og aðrar skynsamlegar ráðstafanir væru gerðar. Geir Hallgrimsson hefur lýst sig efnislega fylgjandi þessum hugmyndum. Það hefur einnig Morgunblaðið gert. En þing- flokkur Sjálfstæðisflokksins virðist þverklofinn i þessu máli. Sverrir Hermannsson hefur lýst efnis- lega andstöðu sinni við raunvaxtastefnu, vaxta- stefnu sem taki mið af verðbólgusviði. Svo mun vera um fleiri skuldabrallara i þingflokki Sjálf- stæðisflokksins. Sjálfstæðisflokkurinn er þvi bæði með og móti raunvaxtastefnu. Alvöru stjórnmálaflokkar nota stjórnarandstöðu eftir kosningaósigur til þess að taka sig saman i andlitinu, endurskipuleggja stefnu og starfs- aðferðir. Sjálfstæðisflokkurinn gerir ekkert slikt. Hann stundar það eitt að hafa tvær skoðanir á hverju máli, á milli þess sem sparkað er i Albert Guðmundsson. —VG. Frá Vélstjórafélagi Islands Aðalfundur félagsins verður haldinn laug- ardaginn 2. desember nk. kl. 14.00 i Ár- túni, Vagnhöfða 11, Artúnshöfða. Dagskra: 1) Venjuleg aðalfundarstörf. 2) önnur mál. Munið félagsskirteinin. Stjórnin. STYRKIÐ ISLENSKAN IÐNAÐ! I Höfum fengið úrval af ódýrum veggsamstœðum, | borðstofuborðum og stólum. Gjörið svo vel og lítið inn til okkar og skoðið hið mikia húsgagnaúrval. ITRESMIÐ J AN VERSLIÐ ÞAR SEM ÚRVALIÐ ER MEST OG KJÖRIN BEST. 1 GOÐIR GREIDSLUSKILMAUR. LAUGAVEGI 166 SÍMAR 22229 22222 Aðalfundur Læknafélagsins Á aöalfundi Læknafélags Islands/ sem haldinn var á Akureyri 23—24. júní 1978/ var þess minnst, að 60 ár eru liðin f rá stof nun félagsins. Voru þá kjörnir 6 heiðursfélagar. I sam- bandi við ráðstefnu stjórnar Læknafélags is- lands með formönnum svæðafélaga i sl. viku var haldinn kvöldfagnaður til heiðurs þessum 6 læknum og þeim afhent heiðurs- skjöl. Þrlr þessara lækna eru þeir núlifandi islenzkir læknar, sem mestan þátt tóku i baráttunni gegn berklaveikinni, sem á upp- hafsárum Læknafélags Islands var skæöasta heilbrigöisvanda- mál þjóöarinnar. Elztur þeirra er Helgi Ingvarsson, sem gegndi yfirlæknisstörfum á stærsta berklahæli landsins um langt skeiö viö miklar vinsældir og góöan oröstir. Annar er Sig- uröur Sigurösson, fyrrverandi landlæknir, sem gegndi starfi berklayfirlæknis frá stofnun þess embættis 1935 og haföi meö höndum stjórnun og skipulagn- ingu berklavarna. Hinn þriöji er Oddur ólafsson, fyrrverandi yfirlæknir á Reykjalundi, sem er einn af forystumönnum endurhæfinga fyrir berklasjúkl- inga og siöar öryrkja af öörum s júkdóm sor sökum. Hinn fjóröi af íslenzku lækn- unum, sem kjörnir voru heiöursfélagar, er dr. med. Óskar Þóröarson, fyrrverandi yfirlæknir á Borgarspitalanum, sem auk ágæts læknisstarfs og visindavinnu hefur sinnt félags- málum lækna af miklum áhuga. Tveir heiöursfélaganna eru erlendir, annar er brezkur hjartaskuröiæknir, Mr. C.P. Cleland, sem á undanförnum 10 árum hefur annazt mikinn fjölda islenzkra sjúklinga i góöri samvinnu viö islenzka lækna. Hinn er prófessor Povl Riis frá Kaupmannahöfn, sen hefur komiö hingaö til lands mjög oft sem fyrirlesari og skipulagt námskeiö fyrir Islenzka lækna og auk þess veriö Islenzkum læknum og Læknafélagi Islands hjálplegur á margan annan hátt. Tveir hinir siöast töldu héldu fyrirlestra á vegum læknadeild- ar Háskóla lslands I Landspital- anum, meöan þeir dvöldust hér, en prófessor Riis þess utan einnig á Landakoti og á Borgar- spitalanum. Stjórn Læknafélags tslands. ___& SK IP.tUTr.tRö KlhlSINS MS. Esja fer frá Rykjavik þriöju- daginn 5. desember vestur um land í hringferö og tekur vörur á eftirtaldar hafnir: lsafjörð, (Bolungarvik um tsafjörö) Akureyri, Húsavik, Raufarhöfn, Þórshöfn, Bakkafjörö, Vopnafjörö, Borgarfjörö-Eystri, Seyöis- fjörö, Mjóafjörö, Neskaup- staö, Eskifjörö og Reyöar- fjörö. Móttaka alla virka daga nema laugardaga til 4. des- ember. MS. Nekla fer frá Reykjavik föstu- daginn 6. desember vestur um land til Akureyrar og tekur vörur á eftirtaldar hafnir: Patreksfjörö (Tálknafjörö og Bfldudal um Patreksfjörö) Þingeyri, tsa- fjörö, (Flateyri, Suganda- fjörö og Bolungarvik um tsa- fjörö) Siglufjörö, Akureyri og Noröurfjörö. Móttaka alla virka daga nema laugardaga til 7. desember. SKEMMTANIR — SKEMMTANIR HÓTEL LOFTLEIÐIR Cafeteria, veitingasalur meö sjálfsafgreiöslu opin alla daga. HÓTEL LOFTLEIÐIR Blómasalur, opinn alla daga vikunnar. HÓTEL SAGA Grilliö opiö alla daga. Mimisbar og Astrabar, opiö alla daga nema miövikudaga. Simi 20890. INGÓLFS CAFÉ .. viö H verfisgötu. — Gömlu og nýju dansarnir. Simi 12826. SKEMMTANIR — SKEMMTANIR Ingólfs-Café Gömlu dansarnir í"kvöld kl. 9 Hljómsveit Garðars Jóhannessonar. Söngvari Björn Þorgeirsson. : Aðgöngumiðasala frá kl. 8. ^ §imi 12826.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.