Alþýðublaðið - 01.12.1978, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 01.12.1978, Blaðsíða 3
Föstudagur 1. desember 1978 3 Veróbólguvandinn 4 I samræmi viö efni frv. heitir þab „Frv. til laga um tfma- bundnar ráðstafanir til viðnáms gegn verðbólgu”, en mörgum gæti þótt svo að eins gæti það heitið Frv. til 1. um vettlingatök á verðbólgu. Svo linlega viröist hér á málum tekið. Vernda þarf sérstak- lega láglaunafólkið Um sum vinnubrögð við gerö þessa frv. má margt gott segja, en um sumt getum við hins veg- ar haft hin verstu orð. Til fyrir- myndar er t.d. Urvinnsla mála af hinum færustu mönnum, svo aö þm. hefði átt að vera auðvelt aö gera sér glögga grein fyrir stöðu mála. Má þar t.d. nefna skjaliö frá visitölunefnd.sem út- býtt var hér á þingi i gær. En fyrst og fremst tel ég til fyrir- myndar, hve mikil samráð hafa veriö höfð við verkalýðs- hreyfinguna þann tima, sem málið hefur verið I undirbúningi og þá sérstaklega við Verka- mannasambandið, en innan þess eru kannske fyrst og fremst þeir aöilar, sem helst þarf aö vernda gegn þeim fórn- um, sem þjóðin i heild hlýtur aö þurfa að taka á sig. Samráð um aðgerðir Ég efa þaö mjög, að nokkur rikisstj. hafi áður haft svo nána samvinnu við verkalýðshreyf- inguna um bráöabirgðaráöstaf- anir i efnahagsmálum. Bæöi núna og eins fyrir þremur mán- uöum. Hitt er svo annað mál, að ég veit ekki nema þessi sama vel- viljaöa verkalýöshreyfing geti orðið langþreytt, ef hún þarf að sjá framan i stöðugar bráða- birgðaráðstafanir á þriggja mánaða fresti, en heildarstefnu sé stööugt frestað. Meingallar þessa frv. eru fyrst og fremst tveir að minu mati. Þeir eru svo stórir, að þeir eru varla viöunandi. Eru athugasemdir aft- an við frv. einhver trygging? Fyrri gallinn, nærri allt sem minnir á mótun samræmdrar stefnu um aðgeröir á öllum sviöum efnahagsmála, sem ráö- iö geti úrslitum um verðbólug- þróun á næstu missirum eins og skrifaö stendur, er sett aftan við frv. f þann kafla, sem vinsam- legast heitir Athugasemdir við lagafrv. þetta. Og þegar þetta frv. veröur orðið að 1. veröa aths. með aögeröunum 9 kiippt- ar aftan af og ég tel mig ekki hafa næga tryggingu fyrir þvl að sumt af þvi sem þarna stendur og helst til bóta horfir veröi annað en pappirsplagg prentaö á ljótan pappir og geymt I hirslum Alþ. Linka og óákveðni Hinn gallin er linkan og óá- kveönin, sem skfn út úr nærfellt hverri gr. grg. Fimm sinnum er sagt, að gert sé ráö fyrir, þrisvar að stefnt sé að tvisvar að athugað verði og einu sinni leitast verði við. Er nokkur furða? Er nokkur furða þótt okkur finnist nóg um aö hafa í þessum 9. gr. 11 sinnum svona hetjuleg- ar yfirlýsingar. Þetta er eigin- lega verra heldur en alvarlegu augun hans Geirs Hallgrims- sonar. Veröbólgan lætur ekki undan neinu hálfkáki. Til þess aö sigr- ast á henni þurfum við aö ráöast aö öllum hennar þáttum. Við veröum aö viöurkenna, aö launaþátturinn er einn af þess- um þáttum, en engan veginn ne- ma einn hluti af heildardæminu gagnstætt þvf, sem siöasta rikisstj. virðist halda aö væri, en þaö væri um algeran aöalböl- vald að ræöa. Bregðum ekki fæti en munum láta reyna á hvort hér sé aðeins um marklausa pappíra að ræða eður ei. Viö Alþfl.-menn munum ekki bregöa fæti fyrir þær aögeröir rikisstj., sem fram koma i þessu frv., sem hér er til umr., þó aö okkur þyki frv. meingallaö. Viö munum láta reyna á á næstu vikum hvort ákvæði grg. eru raunveruleg stefna samstarfs- flokka okkar eöa hvort þeir ætla aö gera þau að marklausum papplrum. Kn fari svo sem ég vona að ekki verði, þá eru þeir aö segja sig úr lögum viö þá, sem skópu samstarfsyfirlýsinguna, sem aöeins er þriggja mánaöa göm- ul, segja sig úr lögum viö Alþfl. og þaö sem verst er, þeir eru að segja sig úr lögum viö þann stóra hluta islensku þjóðar- innar, sem treysti þessari nýju stjórn til góöra verka. En aö lokum eins og áöur hefur veriö sagt á þessum staö, megi hollvættir tslands leiða forystumenn okkar ágætu þjóöar til réttrar brautar. FloRK^starfió Alþýðuflokksfélag Reykjavíkur Félagsvist verður i Ingólfs Café, Alþýðuhúsinu 2. des. 1978 kl.2. e.h. Skemmtinefndin & Akureyringar Kvenféiag Alþýðuflokks- ins Akureyri heldur laufa- brauðs og kökubasar að Strandgötu 9 sunnudaginn 3. desember kl. 15. Stjórnin. * Akureyringar Bæjarmálaráðsfundur verö- ur haldinn að Strandgötu 9 mánudarginn 4. des. kl. 20.30 Stjórnin Vísitölunefndin 1 Auglýsingasíminn er 8-18-66 þá átt að láta launin ráðast upp og niður af þjóðhagsstærðum, m.a. vegna þess að ég tel ekki að viö getum mælt fleiri stærðir en við- skiptakjörin á svo stuttum fresti sem gera þarf þegar um vlsitölu- útreikning er aö ræöa. Auk þess tel ég orka tvimælis aö setja upp visitölukerfi sem nánast alveg sjálfvirkan launa- setjara. Ég tel, að vísitölubind- ingu launa eigi að ætla tak- markaöra hlutverk. Viðmiðun við þjóðhagsstærðir I heild sé fremur verkefni kjarasamninga um grunnkaup.” —k Skrifstofa Alþýðuflokksins Strandgötu 32 er opin á mánudögum og miövikudög- um á milli kl. 17 og 19. Slmi skrifstofunnar er 50499. Alþýðuflokksfélögin I Hafn- arfirði. Ritstjórn Alþýðu- blaðsins er Síðumúla 11 Sími 81866 Póst- og símamálastofnunin Stöðu UMDÆMIS- TÆKNIFRÆÐINGA i umdæmi II (aðsetur á ísafirði) og umdæmi IV (aðsetur á Egilsstöðum) eru lausar til umsóknar. Nánari upplýsingar verða veittar hjá starfsmannadeild. LTOMA jóícdeikur 350.000 króna verdlaun Sendu smelliö svar og reyndu að vinna til Þú þarft aðeins aö svara eftirfarandi Ljóma verólaunanna fyrir jól! spurningu: HVERS VEGNA HEFUR LJÓMA VERIÐ LANG MEST SELDA SMJÖRLÍKIÐ Á ÍSLANDI UNDANFARNA ÁRATUGI? I. VERÐLAUN — TVÖ-HUNDRUÐ-ÞÚSUND KRÓNUR II. VERÐLAUN — EITT-HUNDRAÐ-ÞÚSUND KRÓNUR III. VERÐLAUN — FIMMTÍU-ÞUSUND KRÓNUR Sendu svar þitt — í bundnu máli eöa óþundnu — merkt: Jólaleikur Ljóma, þósthólf: 5251, deild d, 105 Reykjavík. Svarió verður aö hafa borist okkur þann 18. desember 1978. E smjörlíki

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.