Alþýðublaðið - 06.12.1978, Page 2
Miðvikudagur 6. desémber 1978 HSS'
alþýði blaðió i-
Útgefandi: Aiþýöuflokkurinn Ritstjóri og ábyrgöarmaöur: Arni Gunnarsson. Aösetur ritstjórnar er f Síöumúla 11, slmi 81866. Prentun: Blaöaprent h.f. Askriftaverö 2200 krónur á mánuöi og 110 krónur I lausasölu.
Bækur
„Kratalausnin” er sú
eina raunhæfa
Einn af helztu forystumönnum Alþýðubanda-
lagsins, Ragnar Arnalds, segir i Þjóðviljanum i
gær, að „kratalausnin i efnahagsmálunum hafi
aðeins verið gaspur”. Þar á hann auðvitað við, að
stefna Alþýðuflokksins um að koma verðbólgunni
niður fyrir 30 af hundraði á næsta ári sé tóm vit-
leysa. Um leið segir Ragnar Arnalds að Alþýðu-
bandalagið sé ekkert á þeim buxunum að reyna
að vinna bug á verðbólgunni.
Þetta er hrikaleg staðhæfing eins þeirra
manna, sem situr nú i rikisstjórn, sem hefur það
að höfuðmarkmiði, samkvæmt samstarfsyfirlýs-
ingu, að vinna bug á verðbólgunni. Yfirlýsing
Ragnars er vart til þess fallin að bæta samstarfið
innan rikisstjórnarinnar, og er hluti þeirrar
áróðursstefnu Alþýðubandalagsins að lýsa Al-
þýðuflokkinn kjaraskerðingarflokk. Til að stiga
skrefið til fulls eiga Alþýðubandalagsmenn að-
eins eftir að segja , að Alþýðuflokkurinn sé jafn-
vel verri en Sjálfstæðisflokkurinn i þessum efn-
um.
Alþýðuflokkurinn hefur frá þvi að stjórnar-
samstarfið hófst talið það brýnasta verkefni rik-
isstjórnarinnar að ráðast gegn verðbólgunni.
Þennan skilning hafa Framsóknarmenn einnig
lagt i samstarfið. Alþýðuflokkurinn hefur hvað
eftir annað lagt á það áherzlu, að krónutöluhækk-
anir eingöngu til launþega væri ekki aðferðin til
að tryggja kjör þeirra. Hann hefur bent á aðrar
leiðir, t.d. skattalækkanir, félagslegar aðgerðir
og aðgerðir i peningamálum og fjárfestingarmál-
um til að tryggja að fjármagninu verði beint'i
arðbæra fjárfestingu.
Alþýðuflokkurinn hefur einnig lagt á það
áherzlu að visitölukerfið verði endurskoðað og
tekin upp ný viðmiðun, þjóðhagsvisitala. Flokk-
urinn vill stokka upp i opinberum rekstri, draga
úr fjárfrekum opinberum framkvæmdum, sem
krefjast litils vinnuafls og yfirleitt að taka
hraustlega á þeim vanda, sem við er að etja.
Alþýðuflokkurinn hefur lagt á það áherzlu, að
launaþátturinn væri ekki nema hluti af þeirri
skekkju, sem þyrfti að leiðrétta. En af þvi að
Alþýðuflokkurinn hefur þorað að minnast á
launamálin i samhengi við aðra þætti efnahags-
málanna, hefur Alþýðubandalag og Sjálfstæðis-
flokkur séð ástæðu til að kalla hann „kaupráns-
flokk”.
Það er þó von og trú Alþýðuflokksins, að laun-
þegar i landinu skilji þá stefnu, sem Alþýðuflokk-
urinn hefur boðað. Ef þeir gera það ekki nú mun
skilningur þeirra aukast hinn 1. marz næst kom-
andi, ef rikisstjórnin fylgir ekki eftir 1. desember
lögunum með aðgerðum, sem hún lofar i greinar-
gerð, er lögunum fylgir. Verði það ekki gert þarf
ekki að spyrja að leikslokum. Ef mönnum er ekki
alvara i þvi að keyra verðbólguna niður er ekkert
annað framundan en að láta þjóðina velja aðra
forystumenn, er hún telur hæfari til að takast á
við vandamálin. Það mun koma i ljós, að krata-
lausnin i efnahagsmálum er ekki gaspur, heldur
raunsæ leið til baráttu gegn verðbólgunni.
— AG —
Fimm góðar bæk-
ur frá Helgafelli
Alþýðublaðinu hafa
borist nokkrar nýjar
bækur frá Helgafelli.
Þær eru „Sjömeistara-
sagan” eftir Halldór
Laxness, „Ljóðmæli,
Sigurður Sigurðsson frá
Arnarholti”, „Úr fórum
fyrri aldar”, sögur, sem
Kristján Albertsson
hefur tekið saman,
„Leikrit” þýdd af Arna
Guðnasyni og „Berja-
bitur”, eftirPál H. Jóns-
son.
Sjömeistarasaga
Um Sjömeistarasögu Laxness
segir á bókarkápu, aö þessi nýja
saga Halldórs Laxness frá æsku-
árum hans eigi sér aö mestu leyti
staö á stuttu timabili milli
tveggja fyrri bóka hans, annars
vegar sögunnar 1 túninu heima og
hins vegar Úngur ég var: þaö er
aösegja aöhúngeristum 1918-19.
Vitaskuld gripi hugmyndir höf-
undar frá öörum timum inn i frá-
sögnina, þó aö yfireitt greini þær
sig skýrt frá þeim tima, sem hún
lýsi.
Fyrst og fremst sé höfundur aö
tala um Reykjavik sem eden
æsku sinnar, áöur en undrun hans
snýst upp I lifsreynslu. Sögu-
maöur sé aö lýsa ósviknum
sagnahöfundi á æskuskeiöi meö
þviaö láta hann sjálfan segja frá.
Ljóðmæli
Ljóömæli Siguröar Sigurös-
sonar frá Arnarholti er fyrsta
heildarútgáfan á ljóöum hans. Jó-
hann Gunnar Olafsson, fyrrver-
andi bæjarfógeti, hefur séö um
útgáfuna og ritaö formála.
Um Sigurö segir, aö hann sé I
fremstu röö islenzkra skálda frá
fyrstu áratugum aldarinnar.
Hann sé i hópi þeirra, er þá taki
aö gera hinar hæstu kröfur um
vandaöform og um feguröarleit i
efnisvali. Þessar kröfur hafi Sig-
uröur uppfyllt flestum betur.
Oröréttsegir Kristján Karlsson
um Sigurö: ,,A siöustu árum
veröur skáldskapur hans yfirleitt
mjög hlýr og nærtækur meö blæ
af samtali eöa jafnvel góölátlegu
rabbi, en alltaf bregöur líka fyrir
tilkomumiklum stil og sterkum
tilþrifum. Hann byrjaöi skáldferil
sem skáld mikils stils, geröist at-
hafnamaöur um langt skeiö
ævinnar, siöast orti hann einkum
sér og vinum sinum til hugar-
hægöar og þaö hefur lika sitt
gildi”.
Berjabitur
Berjabitur er fyrst og fremst
ætluö börnum, barnabörnum,
ömmum og öfum. öllum öörum
er velkomiö aö lesa hana. Þannig
kemst höfundurinn, Páll H.
Jónsson aö oröi.
1 bókarkáup segir: „Ljóö-
skáldiö Páll H. Jónsson er löngu
kunnur fyrir skáldskap sinn og
önnur verk, en ekki væri undar-
legt, þó aö þessi skemmtilega
saga hans um fuglinn Berjabit,
þætti hvaö persónulegust af þvi
sem hann hefir skrifað fyrir ein-
faldleika sögunnar og mannúö.
Þetta er barnasaga um viðskipti
dálltiö erfiös og framandi fugls,
sem ber niöur I grennd viö roskiö
fólk, sem er reyndar ekki óvant
þvi aö eiga viöskipti viö börn af
ýmsu tagi, enda fer svo, eftir
nokkur átök, aö friöur og skiln-
ingur rikir meö mönnum og
dýrum I hinu lltia samfélagi
sögunnar.”
Leikrit
Þá hefur Helgafell gefiö út leik-
rit, sem Arni Guönason hefur
þýtt. Upplag bókarinnar er i
tvennu lagi. Annars vegar eru 600
tölusett eintök, sem veröa til sölu
hjá forlaginu. Hins vegar kemur
bókin lik a út I ódýrari útgáfu, sem
fyrst og fremst er ætluð sem
vinnubók fyrir leikhús, leikfélög,
skóla og hverskonar önnur
félagasamtök, sem kunna aö fást
viö leiklist.
1 bókinni eru tvö leikrit eftir
Bernhard Shaw, „Andrókles og
ljóniö” og óskabarn örlaganna”.
Þorsteinn ö. Stephensen hefur
annazt útgáfuna.
Úr fórum fyrri aldar
Úr fórum fyrri aldar eru
þýddar sögur, sem Kristján
Albertsson hefur tekiö saman.
Þetta eru frægar smásögur, sem
snillingar tungunnar á nítjándu
öld þýddu, þeirra á meöal
Gröndal, séra Matthias, Þor-
steinn Erlingsson, Hannes Haf-
stein, Þorgils gjallandi.
1 bókinni eru sögur eftir Tol-
stoy, Turgenjef, Poe, Kielannd,
Paul Heyse og fleiri. Kristján
Albertsson hefur valið sögurnar
ogskrifar formála, þar sem hann
gerir I fáum oröum grein fyrir
hlutverki söguþýöinga I fram-
gangi bókmennta vorra á þeirri
tiö.
Deild innan Neytendasamtakanna
stofnuð á Akranesi
Laugardaginn 25. nóv. var
stofnuö deild NS fyrir Akranes
og nágrenni. Gestir fundarins
voru Reynir Ármannsson, vor-
maöur NS og Jóhannes Gunn-
arsson formaður Borgarf jarö-,
ardeildar. Flutti Reynir erindi
um störf NS hérlendis og er-
lendis. Siöan svöruöu þeir Jó-
hannes fyrirspurnum fundar-
manna.
Samþykkt voru lög og kosin
stjórn:
Sigrún Gunnlaugsdóttir, Vall-
holti 21, formaöur
Umræðufundur um
verkalýðshreyfinguna
og fjölmiðlun
Nemendasamband Félags-
málaskóla alþýöu boöar til um-
ræöufundar um verkalýöshreyf-
inguna og fjölmiölun, fimmtu-
daginn 7. desember kl. 20.00. aÖ
Hallveigarstig 1. II hæö.
Flutt veröa tvö stutt framsögu-
erindi, Haukur Már Haraldsson
ritstjóri „Vinnunnar”, mun fjalla
um ástandiö I útgáfumálum
verkalýöshreyfingarinnar, og
Einar Karl Haraldsson, ritstjóri,
fjallar um samskipti verkalýös-
hreyfingar viö dagblööin og rikis-
fjölmiölana.
Til fundarins eru boöaöir allir
félagar nemendasambandsins,
stjórn MFA , miöstjórn ASl og
rit- og fræöslunefndir þeirra
verkalýösfélaga sem vinna aö út-
gáfumálum á höfuðborgarsvæö-
inu.
Þaö er ljóst aö verkalýöshreyf-
ingin hefur ekki nýtt sér sem
skyidi fjölmiöla til kynningar á
stefnu, starfi ogmarkmiöum sin-
um, þvi er brýn ástæöa til aö taka
þessimál til umræðu einsog nú er
stefnt aö.
Undirbúning aö þessum fundi!
hefur Nemendasamband Félags-1
málaskóla alþýðu unniö i sam-
vinnu viö Menningar- og Fræöslu-
samband alþýöu, og ritstjóra
Vinnunnar, tlmarits Alþýöusam-
bands Islands.
Vinsamlega takiö til birtingar.
f.h.NFÁ.
Kári Kristjánsson.
Lars H. Andersen, Jaöarsbraut
9, ritari
Ineibiöre Þorleifsdóttir, Háholti
29, gjaldkeri
Varastjórn: Garöar
Halldórsson, Vitateig 5
Steinunn Jónsdóttir, Akurgeröi
15
Halla Þorsteinsdóttir, Esju-
braut 16
Endurskoðendur:
Ornólfur Þorleifsson, Esjuvöll-
um 20
Alfreð Björnsson, Brekkubraut
19
Markmiö deildarinnar er aö
gæta hagsmuna neytenda á
verzlunarsvæöi Akraness, veita
félagsmönnum sinum leiöbein-
ingar og fyrirgreiöslu ef þeir
veröa fyrir tjóni vegna kaupa á
vöru eöa þjónustu, svo og aö
reka útgáfu- og fræöslustarf-
semi, svo eitthvaö sé nefnt.
Viötalstlmi deildarinnar
veröur á þriöjudögum milli kl.
20-22 aö Jaöarsbraut 9, neöri
hæö. Þar er tekiö á móti kvört-
unum og veittar upplýsingar.
Slmi deildarinnar er 2539.
Sigrún Gunnlaugsdóttir,
formaöur
alþýðu-
i n
Auglýsinga-
síminner
8-18-66