Alþýðublaðið - 07.12.1978, Blaðsíða 2
/ / /
Fimmtudagur 7. desember 1978
alþýðu
blaðið
(Jtgefandi: AlþýOuflokkurinn
Kitstjóri og ábyrgðarmaður: Árni Gunnarsson.
Aösetur ritstjórnar er i Sfðumúla 11, simi 81866.
Prentun: Blaðaprent h.f.
Áskriftaverð 2200 krónur á mánuði og 110 krónur i lausasölu.
Almennur borgarafundur
um bjórmálið
verður haldinn á Hótel Borg
fimmtudaginn 7. desember kl. 20.30
Frummælendur: Vilmundur Gylfason,
Friðrik Sophusson, Vilhjálmur
Hjálmarsson og Bragi Níelsson
Atvinnuleysi og verðbólga
Morgunblaðið hefur að undanförnu birt fréttir
um atvinnuleysi hér á landi, og gert þvi skóna að
verulegt atvinnuleysi sé framundan. Þvi miður
er hér ekki eingöngu á ferðinni óskhyggja Morg-
blaðsins, en vafalaust gerir blaðið meira úr
þessum fréttum en ástæða er til, a.m.k. i bili.
Það verður hins vegar ekki litið framhjá þeirri
staðreynd, að fjármagnsskortur i atvinnurekstri
er að verða alvarlegur, sérstaklega i undirstöðu-
atvinnugreinum. Áframhaldandi skortur á
rekstrarfé getur v'aldið verulegum samdrætti og
um leið atvinnuleysi.
Það er álit margra hagfræðinga, að það sé vart
á færi nokkurrar þjóðar að halda verðbólgu i
skefjum og tryggja fulla atvinnu um leið. Dæmi
um þetta má finna i flestum löndum Vestur-
Evrópu, t.d. Bretlandi og Vestur-Þýskalandi, þar
sem atvinnuleysi er talsvert, en verðbólgunni
haldið niðri.
En þessi regla er sem betur fer ekki algild. í
Austurriki er sáralitil verðbólga og ekkert at-
vinnuleysi. Svipaða sögu má segja frá Noregi og
Sviss, sem þó hefur algjöra sérstöðu meðal þjóða
i Vestur-Evrópu.
Þær ráðstafanir, sem rikisstjórn Islands
verður að gripa til við þær aðstæður, sem hér
hafa skapast, er að draga verulega úr opinberum
framkvæmdum og slá þeim á frest. Einkum
þurfa menn að beina augum að opinberum fram-
kvæmdum sem krefjast litils vinnuafls.
Á þennan hátt er hægt að draga úr álögum á
undirstöðuatvinnurekstrinum og tryggja hann i
sessi. Margar greinar þess atvinnurekstrar eru
ekki aflögufærar, og má þar engu muna að
stöðvun sé á næsta leiti.
Ef hins vegar sú stefna verður ofaná að stór-
auka álögur á þann atvinnurekstur, sem flestum
veitir atvinnu, er atvinnuleysi boðið heim. Það
yrði ömurlegt hlutverk núverandi rikisstjórnar
að stofna til stórfellds atvinnuleysis; rikis-
stjórnar, sem telur það meginhlutverk sitt að
vernda og tryggja hag launþega.
Ákveðinnar tregðu gætir til að draga úr
umsvifum og rekstarkostnaði hins opinbera.
Timabundið ástand krefst þess, að það verði gert
Sem dæmi mætti hugsa sér, að framlög til ein-
stakra ráðuneyta yrðu skorin niður um .2-3 af
hundraði, og forstöðumönnum þeirra gert að
spara, sem þessum hundraðshluta næmi. Ætla
má, að hvert prósentustig gæti sparað um 2 millj-
arða króna.
Þá mætti hafa i huga að fresta i eitt til tvö ár
margvislegum framkvæmdum, sem ákveðnar
hafa verið og afnema þau lög, er binda framlög til
sjóða og taka mið af verðbólgustigi. Hin lög-
bundnu framlög rikissjóðs eru rikisrekstrinum
mikill fjötur um fót, og er full ástæða til að endur-
skoða það mál.
Vonandi verður þannig tekið á þessum málum,
að Morgunblaðið geti ekki skreytt útsiður sinar
með fréttum um atvinnuleysi. Verulegt atvinnu-
leysi er dauðadómur þessarar rikisstjómar.
—ÁG—
Hæsti
vinningiirimi
í desember verða hæstu
vinningarnir dregnir út. 9
fimm milljón króna vinningar
eða samtals 45 milljón
krónur á eitt númer.
Endurnýjaðu strax í dag til
að glata ekki vinnings-
möguleikum þínum.
12. flokkur
9 @ 5.000.000,- 45.000.000,-
18 — 1.000.000,- 18.000.000-
18 — 500.000,- 9.000.000-
1.224 — 100.000,- 122.400.000-
5.634 -- 50.000,- 281.700.000.-
26.172 — 15.000,- 392.580.000.-
33.075 868.680.000-
54 — 75.000,- 4.050.000,-
33.129 872.730.000,-
Við drögum 12. desember
HAPPDRÆTTI HÁSKÓLA ÍSLANDS
Hæsta vinningshlutfall í heimi!
Börnin
1
fræösla um réttindi og skyldur
hvers einstaklings i islensku þjóö-
félagi.
15. Aö gerö veröi úttekt á al-
mennri réttarstööu barns i þióö-
FlokKsstarfió
Hafnfirðingar
Opiö hús veröur í Atþýöu-
húsinu fimmtudag 7 frá
kl. 8.30 — 22.30.
Magnús Magnússon fé-
lagsmáiaráöherra fjaliar um
þau mál sem efst eru á baugi
á vegum hans ráöuneytis, og
svarar fyrirspurnum. Fjöl-
mennum.
félaginu meö þaö fyrir augum aö
fá nákvæmt yfirlit yfir hana.
Siöar veröi komiö á samræmdari
og sjálfri sér samkvæmari lög-
gjöf um börn.
16. Aö endurskoöuö veröi nú-
gildandi lög um vernd barna og
ungmenna (nr. 53/1966).
Þaö er einlæg von flutnings-
manna, aö mál þetta fái skjótan
framgang og innan þessarar
samstarfsnefndar megi sam-
ræma þasr hugmyndir, sem fram
kunna aö koma um réttindamál
barna. Þaöhefur veriö oröaö svo,
aö fátt sé nútimabörnum nauö-
synlegra en aö fá foreldra sina
áftur. Þessi setning segir meira
en langar greinageröir. Fram-
farir eru til litils, ef þær veröa á
kostnaö þeirrar undirstööu, sem
hvert þjóöfélag byggir á, þ.e.
nýjum kynslðöum”.
MS. Esja
SMÞAUTf.tRÖ RIKISIN
fer frá Reykjavik miöviku-
daginn 13. þ.m. austur um
land til Akureyrar og tekur
vörur á eftirtaldar hafnir
Vestmannaeyjar, Hornafjörö
Djúpavog, Breiödalsvik
Stöövarfjörö, Fáskrúösfjörö
Reyðarfjörö, Eskifjörö, Nes
kaupstaö, (Mjóafjörö um Nes
kaupstaö), Seyöisfjörö
Borgarfjörö-Eystri, Vopna
fjörö, Bakkafjörö, Þórshöfn
Raufarhöfn, Húsavik og Akur
eyri. Móttaka alla virka daga
nema laugardaga til 12. þ.m.
MS. Hekla
fer frá Reykjavik föstudaginn
15. þ.m. vestur um land til
Akureyrar og tekur vörur á
eftirtaidar hafnir: Patreks-
fjörö, (Tálknafjörö og Biidu-
dal um Patreksfjörö), Þing-
eyri, isafjörö, (Flateyri, Súg-
andafjörö og Bolungarvik um
tsafjörö) Siglufjörö,
Akureyri og Noröurfjörö. Mót-
taka alia virka daga nema
iaugardaga til 14. þ.m.
Kvenfélag Alþýðuflokksins
í Reykjavík
Jólafundur
verður haldinn fimmtudaginn 7. desember
kl. 20.30 i Alþýðuhússkjallaranum.
Mætum allar i jólaskapi.
Stjórnin
DEA TRIER MÖRCH
i Norræna húsinu:
í KVÖLD KL 20:30 « Grafik i hver-
dagen” fyrirlestur með litskyggnum.
LAUGARD. ki. 16:00 „Vinterbörn og
Kastaniealleen” fyrirlestur með lit-
skyggnum.
Verið velkomin.
NORRÆNA
HÚSIÐ