Alþýðublaðið - 12.12.1978, Page 2
2
Þriðjudagur 12. desember 1978
alþýöi blaöiö i-
Útgefandi: Alþýöuflokkurinn Ritstjóri og ábyrgöarmaöur: Arni Gunnarsson. Aösetur ritstjórnar er i Sföumúla 11, simi 81866. Prentun: Blaöaprent h.f. Askriftaverö 2200 krónur á mánuöi og 110 krónur I lausasölu.
Framkvæmdasjóður
öryrkja
t fárviðri verðbólguholskef lunnar sem dunið hefur á
landinu undanfarin ár vill alltof oft gleymast/ að í þing-
sölum er ekki bara talað um efnahagsöngþveiti og
verðbólguviðnám. AAörg eru þau- málin sem þar er
f|al!að um, en ekki-er mælanleg i vísitölustigum eða
skipta sköpum um versnandi eða batnandi viðskipta-
kjör.
Eittaf þessum málum er frumvarptil laga um fram-
kvæmdasjóð öryrkja, sem Jóhanna Sigurðardóttir
flytur. Þar er á ferðinni mál, sem snertir þá þegna
landsins er ekki hafa farið í fylkingum með kröfu-
spjöld og kraf ist réttar síns.
I fyrstu grein þessa frumvarps segir, að stofnaður
skuli sjóður, sem nefnist Framkvæmdasjóður öryrkja,
og skuli hann vera í vörslu félagsmálaráðuneytisins.
Og í annari grein segir, að hlutverk sjóðsins skuli vera
að greiða fyrir f jármögnun þeirra framkvæmda, sem
gertséráðfyrir í lögum, reglugerðum og áætlunum um
sérkennslu og endurhæfingu.
Þetta tímabæra frumvarp gerir ráð fyrir, að ráð-
stöfunarfé sjóðsins skiptist í tvo sjóðshluta,
sérkennslusjóð og endurhæf ingarsjóð. Því sem til sér-
kennslusjóðsins fari skuli jöfnum höndum varið til að
standa straum af stofnkostnaði greiningarstöðva, sér-
skóla, sérdeilda, starfsþjálfunardeilda að grunnskóla-
námi loknu og annarra stof nana sem lúta að hinni ýmsu
sérkennslu sem mjög brýn þörf er á víða um land.
Fjármagni endurhæfingarsjóðs skal varið samkvæmt
frumvarpinu, til að standa straum af stofnkostnaði
endurhæfingarstöðva, vinnustöðva og dvalarheimila.
í greinargerð frumvarpsins kemst flutningsmaður
svo að orði, að í árslok 1977 hafi öryrkjar sem á skrá
voru hjá Tryggingarstofnun ríkisins verið 7405. Þessi
fjölmenni öryrkjahópur þurfi meira eða minna á að
halda endurhæfingu, vernduðum vinnustöðvum, at-
vinnuþjálfun til að komast á hinn almenna vinnu-
markað og dvalarheimili. Til viðbótar þessum hópi sé
svo mjög f jölmennur hópur ellilífeyrisþega, sem vegna
ýmiss konar sjúkdóma heyri til öryrkjahópsins og þurf i
því engu að síður á þeirri aðstoð að halda sem um getur
í endurhæfingarlögunum.
AAeð þessu frumvarpi Jóhönnu er stigið stórt skref i
áttina til þess, að gera öryrkja að jafn réttháum borg-
urum og okkur sem heilbrigð erum. Það var ekki þjóð-
félagi okkar til sóma, að fatlaðir skyldu þurfa að fara
jafnréttisgöngu sína í haust, til þess eins að vekja á því
athygli að það eina sem þeir færu f ram á væri jaf nrétti.
Það er því okkur heldur ekki til sóma að frumvarpið
um Framkvæmdasjóð öryrkja og önnur álíka mál á
Alþingi, skuli að mestu liggja í þagnargildi hjá fjöl-
miðlum.
—L
Framkvæmdanefnd
leigufbúia i Eskifirði
óskar eftir tilboði i 12 ibúða fjölbýlishús.
Otboðsgögn afhendast á bæjarskrifstofu
Eskifjarðar gegn 25 þús-kr. tryggingu.
Skilafrestur er til 12. janúar 1979.
Tilboð verða opnuð á bæjarskrifstofu
Eskifjarðar mánudaginn 15. janúar 1979
kl. 14.00.
Bæjarstjórn Eskifirði
Flokksstarfið
Hafnfirðingar
Skrifstofa AlþýOuflokksins
Strandgötu 32 er opin á
mánudögum og miOvikudög-
um á milli kl. 17 og 19. Simi
skrifstofunnar er 50499.
AlþýOuflokksfélögin i Hafn-
arfiröi.
Akranes
Fundur meö alþingismönn-
unum Eiöi GuOnasyni og
Braga Nielssyni i Röst I
kvöld þriöjudaginn 12. des-
ember kl. 9.
Alþýöuflokksfélögin.
Reykjaneskjördæmi
Stjórn kjördæmisráös
Reykjaneskjördæmis boöar
til fundar meö sveitarstjórn-
armönnum AlþýOuflokksins I
kjördæminu, varamönnum
þeirra og formönnum flokks-'
félaganna iaugardaginn 16.
desember kl. 14.00 i Félags-
heir.iilinu Kópavogi 2. hæö.
Fundarefni:
1. Kynning sveitarstjórnar-
manna og formanna fiokks-
féiaganna.
2. Staöa aldraöra i dag.
Kristján Guömundsson fé-
lagsmálastjóri hefur fram-
sögu um félagsmál og ræðir
sérstaklega um málefni
aldraöra.
3. önnur mál.
Stjórnin.
innrnnf
RAKATÆKI
Aukið vellíðon og verndið heilsuno
Sendunt í póstkröfu
RAFTÆKJAVERSLUN
H.G. GUÐJÓNSSONAR
^ ’ r
Suðurveri, Stigahlið 45-47
Simar 37637—82088
m mmmm ea -ath. fl 1| 0 Cfi
auglýsingasíma I 5-00
SVRPU SKRPflR
Ný lausn á gömlum vanda
J
1
tU'jL.
a
I ' rv..'i
Nýir möguleikar, sem gera
þér kleift að innrétta skápana
eftir þörfum.
Uppsetning á SYRPU SKAP
er þér leikur einn.
Vmsamlegast sendið mer upplysmgar um SYRPU SKAPANA
Naf n
ISIiT : ÍSgL:
/
gglgp —
Sknfiö qreinilega
□
_SYRPU SKAPAR er islensk framleiðsla.
AXEL EYJÓLFSSON
HÚSGAGNAVERSLUN SMIÐJUVEGI 9 KÓPAVOGI SÍMI 43577