Alþýðublaðið - 12.12.1978, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 12.12.1978, Blaðsíða 3
3 gg§j2T" Þriðjudagur 12. desember 1978 Ríkisstjórnin 1 Samþykkt breyting á til- lögum um húsnæðismál Sambandsstjórnarfundur ASI haldinn 8. og 9. des. 1978 sam- þykkir aö sú breyting veröi á 14. gr. tillagna um húsnæöismál aö ráöstöfun ibúöanna veröi i hönd- um stjórna varkamannabústaöa. Alyktun um húsnæðismál Sambandsstjórnarfundur ASÍ, haldinn 8. des. 1978, ítrekar fyrri kröfur verkalýössamtakanna um aö leitast veröi viö, aö bæta kjör launafólks eftir öllum tiltækum leiöum. Af þvi tilefni, minnir fundurinn sérstaklega á fyrri samþykktir og kröfugerö verkalýössamtakanna um félagslega lausn á húsnæöis- vandamálum verkafólks. Meö þrennum heildarkjara- samningum frá 1974, hafa fylgt fyrirheit, I formi yfirlýsinga rikisstjórnar hverju sinni, um aö unniö skyldi i samráöi viö verka- lýöshreyfinguna aö lausn vanda- málsins. M.a. hefur þvi veriö heitiö, aö ekki minna en 1/3 af árlegri aukn- ingarþörf ibúöarhúsnæöis skyldi byggöur á svokölluöum félagsleg- um grundvelli, og njóta fjár- magnsfyrirgreiöslu og lánakjara, ekki lakari þeim, sem tiökuöust viö byggingar Ibúöa á vegum Framkvæmdanefndar bygginga- áætlunar I Reykjavik. Nú hefur nefnd, sem félags- málaráöherra skipaöi 14. sept. 1977, i samræmi viö fyrri yfirlýs- ingar, skilaö störfum. Miöstjórn ASÍ hefur haft tillög- ur nefndarinnar til umfjöllunar. 1 ályktun miöstjórnar um störf nefndarinnar segir m.a. „Miöstjórnin fagnar þvi, aö nefndin i heild hefur oröiö sam- mála um, aö ganga til móts viö kröfur Alþýöusambandsins um veigamiklar breytingar á þeim ákvæöum laga, sem fjalla um byggingu ibúöa á félagslegum grundvelli. Þannig er samstaöa I nefndinni um, aö ný lög skuli taka bæöi til verkamannabústaöa og leiguibúöa sveitarfélaga og ná tU allra kaupstaöa og kauptúna- hreppa, aö stjórn verkamannabú- staöa á hverjum staö sé skylt aö hafa frumkvæöi aö lausn á hús- næöisvandamálum láglaunafólks i umdæmi sinu og slöast en ekki sist, aö lánveiting Byggingasjóös verkamanna nemi 90% af kostn- aöarveröi ibúöa og aö greiöslu- byröi lántaka veröi aldrei meiri en sem nemi 20% af ársmeöaltali dagvinnutaxta. Miöstjómin lýsir hins vegar yfir vonbrigðum sinum meö þá afstööu meirihluta nefndarinnar, aö sniöganga meö öllu mjög þýö- ingarmikil atriöi úr tillögum og greinargerö Alþýöusambands- ins, frá febrúar 1977, sem nefnd- inni var þó I skipunarbrégi ráö- herra faliö aö taka sérstaklega til meöferöar. Þetta á viö um kröfu Alþýöusambandsins um aö a.m.k. 1/3 hluti af árlegri fbúöar- þörf landsmanna sé byggöur á fé- lagslegum grundvelli, aö tryggt veröi aö Byggingarsjóöur verka- manna geti staöiö viö þetta stefnumark meö þvi, aö rikis- sjóöur fjármagni aö mestum hluta félagslega byggingarstarf- semi og aö „meö beinni aöild Alþýöusambandsins aö stjórn sjóösins veröi sambandinu gert kleift aö fylgja fram efndum á þeim fyrirheitum, sem gefin hafa veriö og gæta þannig hagsmuna umbjóöenda sinna” eins og orö- rétt segir I fyrrnefndum tillögum og greinargerö Alþýöusamgands- ins. Þessa afstööu meirihluta nefndarinnar getur miöstjórnin á engan hátt sætt sig viö, og lýsir þvi yfir fullri samstööu meö þeim fulltrúum Alþýöusambandsins i nefndinni, sem ákveöiö hafa aö skila sér áliti, sem taki miö af framangreindum tillögum ASÍ. Jafnframt heitir miöstjórnin á félagsmálaráöherra og rikis- stjórnina i heild, aö hlutast til um aö tillögur fulltrúa Alþýöusam- bandsins, þeirra Björns Ólafsson- ar og óskars Hallgrimssonar, sem miöstjórnin gerir aö sinum, veröi oögfestar þegar á yfirstand- andi Alþingi.” Sambandsstjórnarfundurinn áréttar þessar samþykktir mið- stjórnarinnar, sem eru I fullu samræmi viö fyrri samþykktir samtakanna og yfirlýsingar stjórnvalda I þessum efnum. Tilkynning til söluskattsgreiðenda Athygli söluskattsgreiðenda skal vakin á þvi, að gjalddagi söluskatts fyrir nóvem- bermánuð er 15. desember. Ber þá að skila skattinum til innheimtumanna rikis- sjóðs ásamt söluskattsskýrslu i þririti. Fjármálaráðuneytið 8. des. 1978 Lögtaksútskurður Hér meö úrskuröast lögtak hjá gjaldendum I Kópavogs- kaupstaö fyrir þeim hluta eignarskattyauka, sérstaks tekjuskatts og sérstaks skatts á tekjur af atvinnurekstri skv. bráöabirgöalögum nr. 96, 1978, sem i gjalddaga féll 1. nóvember og 1. desember 1978 og ógreiddur er. Fer lögtakiö fram aö liönum 8 dögum frá birtingu úr- skuröar þessa. Bæjarfógetinn i Kópavogi, 5. desember 1978 Islenskt smjör og jólasteikinni er borgiö Skúli Hansen, yfirmatreiðslumaður á Hótel Holti, gefur jólauppskriftir fyrir 6. HEILSTEIKTAR NAUTALUNDIR M/SMJÖRSTEIKTUM KJÖRSVEPPUM 1V2 kg nautalundir hreinsaðar og brúnaðar vel. Þar ncest eru nautalundirnar steiktar í heitum ofni (ca. 350°C) í 5 mín. Sveppirnir eru skolaðir upp úr létt söltuðu vatni, skornir til helminga, þerraðir og 8teiktir upp úr íslensku smjöri. BEARNAISE SÓSA. SYKURHJÚPURINNÁ HRYGGINN. 200 g tómat8Ó8a/75 g súrt sinnep/l dós sýrður rjómi/2 dl rauðvín/1 dl Coca cola. Allt er þetta hrært vel saman. Brúnið 150 g af sykri í smjöri á pönnu. Þegar sykurinn freyðir er rauðvínsblandan 8ett út í. Hryggurinn settur í ofnskúffu og pennslað- ur að ofan með sykurblöndunni, 2-3 sinnum. Hafið eingöngu yfirhita á ofninum. Þannig brúna8t sykurhjúpurinn fallega. ■ 6 eggjarauður/500 g mjúkt smjör (ósaltað) 2 msk. Bearnaise essens/Pipar/Estragon krydd/Soja8Ó8a. Þeytið eggjarauðurnar ásamt salti og pipar í skál yfir vatnsbaði. Athugið að halda vatninu í pottinum við suðumark. (Ekki sjóða). Þeytið eggjahræruna þar til hún verður þykk. Takið þá pottinn af hitanum og bætið í'A af 8mjörinu sem þarf að vera mjúkt. Þeytið aftur. Endurtakið þar til allt smjörið er komið saman við. Bearnaise essens, e8tragon og sojasósan sett út í að síðustu. Þeytið sósuna í 3 mín. yfir hitanum, notið sósuna strax . Borið fram með frönskum kartöflum, kjörsveppum og rósinkáli. ★ SYKURHJUPAÐUR HAMBORGARA- HRYGGUR M/RA UÐ VtNSSÓSU OG HRÁSALATI. 1 Vi kg hamborgarahryggur soðinn í potti í 1 klst. Látið vatnið fljóta vel yfir hrygginn. Sjóðið einnig með: saxaðan lauk, gulrœtur og 8 stk. af heilum pipar. i RA UÐVÍNSSÓSAN. Soðið af hryggnum sett í pott. Bragðbætt með kjötkrafti, 3ja kryddinu og pipar. Sósan bökuð upp með smjörbollu: 100 g mjúkt smjör og 100 g hveiti hrært saman. Sett 8mám saman út í soðið. Bœtið við hindberjasultu, rauðvíni, rjóma og afganginum af sykurhjúpnum. HRÁSALAT. V2 8tk. hvítkálshöfuð/4 stk. gulrætur/2 stk. tómatar/1 stk. agúrka/Vi dós ananas. Saxað fínt. Salatsósa: 100 g majonnes/Ananassafinn Súrt sinnep/l tsk. karry /Nokkra dropa Tabaaco sósa/H.P. sósa/Season All krydd Lemon pipar. Hrærið sósuna vel saman og blandið út í grœnmetið. Borið fram kalt. Á jóhutum hvarflar ekki að mér að nota annað en smjör við matseldina/

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.