Alþýðublaðið - 12.12.1978, Qupperneq 4

Alþýðublaðið - 12.12.1978, Qupperneq 4
alþýðu- i n Frrvrr* Utgefandi Alþýöuflokkurinn Ritstjórn og auglýsingadeild Alþýðublaðsins múla 11, simi 81866, er að Síðu- Þriðjudagur 12. desember 1978 Ganga Grikkir í Efnahagsbanda- lagið? Rikin i EBE- fjölskyldunni munu nú vera 9 talsins þ.e. Frakkland, italia, Hol- land, Belgia, Luxemborg, Vestur- Þýskaland, þessi sex voru stofnendur banda- lagsins, undirrituðu hina kunnu Rómar- samninga 25. mars 1957. Siðan hafa bæst i fjölskylduna Danmörk, írland sem og Kon- ungsrikið Stóra- Bretland og Nor ur-irland á síðari ár- um. þá kom og til að Norðmenn gerðust að- ilar að bandalaginu en tillaga þess efnis var felld i þjóðaratkvæða- greiðslu. Ekki eru menn á einu máli hvernig aöild aö bandalagi þessu hefur reynst, enn er um þaö deilt t.d. i Danmörku. Þó er eitt vist aö fleiri og fleiri rikis- stjórnir hafa sýnt áhuga á i þaö nginnsta einhverskonar samn- ingum viö Bandalagiö sem slikt og sum hver jafnvel áhuga á inngöngu nú eöa á næstu árum. Meöal þeirra rikja er mestan áhuga hafa sýnt á samstarfi viö EFTA og inngöngu I Bandalagiö meö timanum eru Grikkland, Portúgal og Spánn. Samningaviöræöur hafa átt sér staö nú i haust milli grikkja og EBE I Brussel, en þar eru aöalstöövar Bandalagsins. 'Samningaviöræöurnar viö grikki hafa aöallega snúist um þaö meö hverjum kjörum grikk- ir geti fengiö inngöngu I Banda- lagiö. Nokkurrar óánægju gætti meöal grikkja meö afstööu fulltrúa Efnahgsbandalags- rikjanna. Þeir ku t.d. ekki vera ýkja hrifnir af tillögum þeirra varöandi umþóttunaraögeröir tengdum landbúnaöi. Þá er þaö og álit ríkisstjórnarinnar i Aþenu aö samkvæmt hugmynd- um fulltrúa Bandaiagsins veröi grikkjum, allavega fyrst I staö, mismunaö meö tilliti til atvinnuleyfis griskra verka- manna I rikjum Bandalagsins. Þjóðverjar harðir samningamenn Samkvæmt tillögum samn- inganefndar EBE skulu grikkir ganga aö fimm ára umbótt- unartima hvaö varöar viöskipti meö flestar hverjar landbún- aöarafuröir sinar, 7 ára biötima fyrir nauta- og kálfakjöt, mjólkurvörur og olifuoliu. Aö áliti grikkja er hér um haröa kosti aö ræöa, biötiminn er aö þeirra áliti of langur. Deilur hafa og komiö upp hvaö vinnuafliö áhrærir, Vestur-Þjóöverjar , en þeir gegna nú formennsku ráöherra- nefndar Enafhagsbandalagsins, leggja til aö vinnumarkaöir landanna veröi samtengdir I áföngum. Þetta myndi einfald- lega hafa I för meö sér aö grikk- ir þeir er æsktu atvinnuleyfis i rikjum Bandalangsins nytu engra frekari réttinda né forgangs en þjóöir utan þess, þrátt fyrir aö þeir væru þá þegar aöilar Bandalagsins. Samkvæmt tillögum Þjóöverja skulu grikkir ekki njóta fullra réttinda hvaö þetta áhrærir fyrir en aö tólf árum liönum, er þeir hafa gerst aöilar aö Banda- laginu 1. janúar 1981. Af fréttum þeim er berast um heim á hinum niu opinberu, eöa kannski þær séu fleiri, tungum Bandalagsins frá ráöstefnusöl- um þess i Brussel og viöar, má ráöa aö nær ógerlegt muni aö skapa einingu hvaö varöar hin- ar ströngu kröfur eöa skilyröi bjóöverja. En þau eru aö sjálf- Sógöu grundvölluö á þvi mikla og ört vaxandi atvinnuleysi meöa- þjóöa Efnahagsbanda- lagsins. Landbúnaðarþjóðir —- Iðnaðarstórveldi. Aö öllum likindum munu Grikkir veröa aö sætta sig viö 7—8 ára aölögunartima meö kvótum hvaö vinnuafliö varöar. Takmarkanir þessar á fullum réttindum Grikkja sem aöildar- þjóöar Efnahagsbandaiagsins munu ekki settar meö tilliti til þeirra sjálfra fyrst og fremst en portúgalir og þá helst náttúr- lega Spánverjar munu vega hvaö þyngst á metunum. Samn- ingar Efnahagsbandalegsins viö Grikki munu væntanlega veröa einskonar rammasamn- ingar er Bandalagiö mun fylgja þá er umræöur hefjast fyrir alvöru viÖ þá Spánverja og Portúgali. öll eru riki þessi Grikkland, Spánn og Portúgal dæmigerö landbúnaöarriki, þar er alþýöumenntun á lágu stigi ogfátækt almenn. Ekki mun þvi aö undra þótt fjöldi ungra manna og kvenna muni streyma noröur yfir Pyrenneafjöll, noröur eftir Balkan, i atvinnu- leit meöal hinna nýju efnahags- bandalagsmanna i noröri. Með inngöngu Grikkja, Spánverja og Portúgala I EBE, tengjast iönaöarrisaveldunum, Frakklandi, Vestur-Þýskalandi ' og Bretlandi, fátækustu land- búnaöarþjóöir álfunnar. í lönd- um þessum þremur búa um 55 milljónir manna, jafnast þvi ibúafjöldi þeirra samanlagöur á Frú útlöndum viö ibúafjölda fjölmennustu rikja Efnahagsbandalagsins þ.e. Vestur-Þýskaland^ltaliu og Bretlands. Meöal árstekjur ,á Ibúa þessara landa eru frá um 500 þús. til 825 þús., er þaö ekki mikiö þegar t.d. tekiö er tillit til þess hve þjóöartekjum er mis- skipt. Samtimis eru meöal árstekjur Norömanna nokkuö á 3. milljón og Svia um 2,5 milljónir. Hér fylgir aö lokum örstutt lýsing á nokkrum þátturn viökomandi Grikklandi: „Aöalatvinna er landbúnaður, og stendur landið ekki á eigin fótum efnahagslega. Helmingur þjóðarinnar starfar viö land- búnað, én aöeins 15% landsins er ræktaöur, uppblástur og og beit geita skemma landiö og minnka afuröir. Tóbak nemur um 1/3 útflutnings, en einnig eru fluttar út olifur, kúrenur, ný aldin og grænmeti.og verslun viö feröamenn er mikil og vaxandi. Jaröefni eru grafin úr jöröu svo sem álhydrat (báxit), járn og brennisteinskris, mangan, króm, blý, sink og smergill, en skortur fjármagns hefur mjög tálmaö þróun iön- aðar.” (Heimildir: Aktuelt, nóvember 1978, Florence Elliott: Heimur- inn þinn, Reykjavík 1971. World Bank Atlas, World Bank 1977). Verðbólgugangan Vinsælasta og sígild- asta deiluefnið á ís- landi er verðbólgan, enda hafa sextíu manns atvinnu af þvi að rifast um hana. Það deilumál sem næst kemst verðbólgunni að vinsældum er her- stöðvarmálið, og hefur það mál að sumu leyti ýmislegt fram yfir verðbólguna. T.d. ganga andstæðingar hersins um fimmtiu kílómetra árlega máli sinu til framdráttar, og mættu verðbólguand- stæðingar taka þann sið upp i sinum herbúð- um. Ekki mundi það aðeins vekja athygli á málstaðnum, heldur yrði heilsusamleg þýð- ing þess ómetanleg, þvi ugglaust er hreyfing verðbólgupostula þjóð- arinnar í lágmarki. Ef farin yröi veröbólguganga yröi þaö lfklega fjöimennasta ganga sem hér heföi veriö farin, þvi allir eru á móti veröbólg- unni. Skipulag þessarar göngu yröi aö sjálfsögöu hiö fióknasta vandamál, þvi erfitt gæti oröiö aö ná samkomulagi hvar ganga ætti aö byr ja, og þá kannski ekki siöur hvar hún ætti aö enda. Sjálfstæöismenn kæmu til meðaö heimta ab ganga hæfist meö útifundi viö ASI aöalstööv- arnar, þar sem kaupkröfum verkalýteins yröi mótmælt. Siö- an yröi gengið aö skrifstofum allra helstu verkalýösfélag- anna, þar sem haldnir yröu samskonar útifundir. Auk þess yröi komiö viö i aöalstöövum Sambandsins, og yröi sú bygg- ing litin alvariegum augum nokkra hriö. Fyrir megin göng- unni færi Geir Hallgrimsson meö bláan fána, en nokkuö langt á undan honum færi Albert Guö- mundsson einn. Leiöarlok göngunnar gætu oröiö nokkuö skipt. Sumir færu i veislu hjá Vinnuveitendasam- bandinu, aörir sætu bob upplýs- ingaþjónustu Bandarikjanna og enn aörir þægju boö kaup- mannasamtakanna. En þó má telja liklegast aö Albert stæöi fyrir mótmælafundi viö Morgunblaðshöllina. Ganga Framsóknarflokksins mundigetahafistviö skrifstofur rikissaksóknara. Þar yröu lagö- ar fram nokkrar náöunarbeiön- ir, og minnst yröi horfinna fé- laga meö einnar min. þögn. Aö þvi búnu yröi lagt af staö og haldiö niöur á Laugardalsvöll, þar sem gengnir yröu nokkrir hringir. Þaöan yröi haldiö eitt- hvaö út í bláinn og ráfaö stefnu- laust nokkra hriö. Eflaust kæm- ist gangan þó um siöir aö Hótel Sögu þar sem haldinn yröi stuöningsfundur viö bænda- stéttina. Slöan yröi stefaan tek- in I hinn enda borgarinnar og haldiö aö Klúbbnum, þar sem snæddur yröi kvöldveröur i boöi húsbyggingarsjóðs Framsókn- arflokksins. A boöstólum yröi niöurgreitt lambakjöt og ef vin- birgöir þrytu siöar um kvöldiö, yröi geröur út leiöangur i Rikib til aö fá nokkra kassa bakdyra- megin. Alþýbubandalagsgangan gæti oröiö nokkuö söguleg. Göngu- menn þyrftu aö hafa meö i för- inni reiöi og stiga, þvf erfitt get- ur reynst aökomast leiöar sinn- ar I Reykjavik, ef halda á stans- laustbeinni stefnu. Þó er viöbú- iö aö einhverjir svindli og beygi fyrir horn. Ganga þeirra gæti raunar hafist viöa, svo sem viö hús Vinnuveitendasambands- ins, hjá skrifstofum kaup- mannasamtakanna eöa jafnvel viö Bandariska sendiráöiö. En vist má telja aö lengi veröi stoppaö viö skrifstofur Flug- leiöa og Eimskips, þar sem krafist yröi inngöngu og rann- sóknarheimildar. Ekki væri ósennilegt aö uppúr syöi milli Ólafs Ragnars og óttars Möllers, þar sem Óttar hefur lýst þvi yfir opinberlega aö hann láti Ólaf ekki kæfa sig. Hvar Alþýöubandalagsgangan muni enda erekkigottaösegja, en ef- laust má búast viö þvl aö hjá- róma raddir heyrist þaöan kalla i Kremlarmúr. Ganga Alþýöuflokksins gæti átt nokkuö erfitt uppdrátt- ar, þvi þó menn væru sammála um hvar hún ætti aö enda, gæti staðiö nokkuöiþófiumhvar hún ætti aö byrja. Eftir mikiö jaml og japl og fuöur mætti hugs sér aö sú niöurstaöa fengist, aö vegna þess hve gangan hefði dregist á langinn og timinn væri naumur, yröi haldiö i humátt á eftir Framsóknarflokknum og Alþýðubandalaginu. Sjálfsagt yröi strögl um þaö lika og menn mundu lýsa þvi yfir aö um ófær- ur væri aö fara, og leibin væri vond. En aö lokúm færu þeir samt. -L VEISTU... ... að árgjald flestra liknar- og styrktarfé- laga er sama og verð tveggja til þriggja sigarettupakka? Ævifélagsgjald er al- mennt tifalt ársgjald. Ekki hafa allir tima eða sérþekkingu til að aðstoða og likna. Við höfum hins vegar flest andvirði nokkurra vindlingapakka til að létta störf þess fólks sem helgað hefur sig liknarmálum.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.