Alþýðublaðið - 21.12.1978, Blaðsíða 1
Jafnaðarmenn
Gerizt áskrifendur að málgagni ykkar
— Alþýðublaðinu, strax í dag
Lausaskuldir Eyjaflotans rúm-
ur milljarður
Sem kunnugt er var
stór hluti Vestmanna-
eyjaflotans auglýstur til
sölu á dögunum. tJt-
vegsbændur i Eyjum
töldu rekstarargrund-
völl báta sinna svo bág-
borinn. að við óbreitt
ástand stefni allt i stöðv-
un flotans fyrr en siðar.
Nú hafa útvegsbændur
i Vestmannaeyjum sent
frá sér skýrslu, þar sem
gert er ítarlega grein
fyrir ástandi mála.
Aö áliti Eyjamanna er þverr-
andi þorskafli, bæBi á netaveiöum
og á trolli einn liBur i þessum
vanda. Þá hafi allur tilkostnaBur
fariB fram úr öllum hlutföllum
undanfarin ár, og megi þar sér-
staklega nefna viöhaldskostnaB
og kostnaö viö ollu miBaB
viö fiskverö fyrr og nú.
Styrktarsperrur sjávanitvegsins
hafi sigiö og valdi þvi þungar
álögur úr ýmsum áttum. Þegar
svo sé komiö þurfi aö bæta þau
mistök sem gerö hafi veriB og
gera útgeröinni kleift aö nýta
báta sina og starfeorku meö
hentugum veiöarfærum á réttum
tima og á réttum stöBum.
tltvegsbændur segja aö þegar
máliö hafi veriB skoöaö, hafi
komiö i ljós dekkri mynd en menn
jafnvel áttu voná .,í sambandi viB
skuldir útgerBarinnar viö þjón-
ustufyrirtækii Vestmannaeyjum.
Hreinar vanskilaskuldir nema nú
um 625 milljónum króna. Úttekt
var gerö s.l. haust á stöBu 35
Eyjabáta og kom þar fram aB
14,3% tap var á rekstri bátanna, á
sama tima ogmeöaltap landsflot-
ans er 5,2%. Tekjur Eyjabáta
voru 1590 milljónir króna, en 228
miHjónir vantaöi á til þess aö
endar næöu saman. Þá eru Eyja-
bátar í vanskilum viö hina ýmsu
sjóöi og má þar nefna 38 báta
gagnvart FiskveiBisjóBi og hefur
sjóöurinn fariö fram á uppboö á
lOaf þessum bátum. Lánahlutfall
af útlánum útvegsbanka Islands I
Vestmannaeyjum er nú mun
óhagstæ&ara fyrir útgerBina á
siöari árum, eftir þvi sem segir I
skýrslu tJtvegsbænda.
Vanskilaskuldir útvegsins i
Vestmannaeyjum eru nú upp á
1070 millj.kr. hjá þjónustufyrir-
tækjum, ByggBasjóBi og fisk-
veiBisjóö. Skuldir viö Útvegs-
bankan eru hinsvegar upp á 1100
millj.kr. sem þó er ekki vanskila-
skuld nema aö hluta, en ýmsir
stórir skuldaliöir i lánasjóBum og
öörum peningastofnunum er ekki
meö þessu dæmi.
1 skýrslunni segjast útvegs-
bændur hafa rætt fjölda hug-
mynda sem kunna aB geta rétt viB
stööu útvegsins og vilja vekja at-
hygli á þvi, hvort ekki sé ástæöa
til þess aö reglulega fari fram
viöræBur hinna ýmsu aöila um
hagkvæmar breytingar i sam-
bandi viö útgeröarrekstur. M.a.
segjast útvegsbændur telja, aö
unnt sé aö færa til betri vegar
meö þvi aö greiöslur af rekstrar-'
lánum lækki úr 35% i 25% af afla,
og aB vextir af þeim lánum veröi
ekki hærri en 6%. Auk þess telja
þeir brýnt aö lán FiskveiBisjóBs
verBi lengd, aö ByggBasjóB-
ur auki lánafyrirgreiöslur til
Eyja, aö reglur aflatryggingar-
sjóös veröi endurskoöaöar, aB
tryggingar veröi samræmdar og
aB fiskverö veröi aldrei ákveöiB
nema til 3. mánaBa i senn.
Úrbætur i málum útgeröarinn-
ar i Vestmannaeyjum séu svo
brýnar, aö taka veröi af skariö
strax, fast og ákveöiö. Mörg
atriK sýni þaB svo augljóslega, aö
útgeröin búi viö skaröan hlut. Út-
vegsbændur i Eyjum segjast
löngum hafa gert út upp á þaB aB
útgerBin borgaöi sig, en þegar
þaö gerist ár eftir ár aö ekki sé
hægt aö ná saman endum, i
skikkanlegu árferöi, verBi ekki
lengur viö unaö. Ef skynsamlega
séhaldiö á málum og tillit tekiB til
þess aö sjávarútvegurinn er
grundvöllurinn undir fjárhags-
legu sjálfstæöi íslands, þá muni
hann áfram geta skilaö hlutverki
sinu, en ef þaö markar starfs-
áhuga þeirra manna sem enn
vilja sinna þessari atvinnugrein
þá muni litiö fiskast á mann lausa
báta.
—L
Ingvar Páll
Alþýðublaðið
spyr....
Á þriðjudaginn
birtist i Tlmanum
grein undirrituð af
Ingvari Gisiasyni
og Páli Péturssyni,
þingmönnum
Framsóknarflokks-
ins. Grein þessi er
all svæsin, og m.a.
er þingmönnum
Alþýðuflokksins
valið heitið óaldar-
lýður.
Þingmenn
Framsóknarflokks-
ins eru nú 12 og þvi
spyr Alþýðublaðið:
Hvar eru hinir tiu?
— auk þess er skuld við
Útvegsbankann upp á 1100
milljónir króna
FURDULEGUR MÁLFLUTNING-
UR FRAMSÓKNARMANNA
Athugasemd við grein Ingvars
Gíslasonar og Páls Péturssonar
í Tímanum 19. des. s.l.
Guðni Björn
Kjærbo skrifar
Þriðjudaginn 19. des.
birtist grein I Tíman-
um frá gömlu kerfis-
körlunum þeim Ingvari
Gislasyni og Páli
Péturssyni undir fyrir-
sögninni „Fram-
sóknarmenn setja bar-
áttuna gegn verðbólg-
unni á oddinn i
stjórnarsamstarfinu."
Tilefni greinarinnar er aB rit-
stjóri Ti'mans hafBi þá nýlega
skrifaö leiöara þar sem rétti-
lega er sagt frá þvi aö Alþýöu-
flokkurinn hafi haft frumkvæBi
aö þvi aö móta framtiöarstefnu
rikisstjórnarinnar i efnahags-
málum.
Þessum vinnubrögöum rit-
stjóraTfmansmótmæla þeir al-
gerlega og hafna sem raka-
lausri lýgi. Svona lagaö megi
ekki sjást I sjálfu málgagni
framsóknarmanna. Og til þess
aö bæta fyrir þessi mistök elleg-
ar lýgi láta þeir fóstbræöurnir
ekki hjá liöa aö rægja og rakka
niöur Alþýöuflokkinn eins og
þeirra er von og visa. AB sjálf-
sögöu geta þeir ekki stillt sig um
aö kalla sjálfa sig höfuöóvin
veröbólgunnar, þó litiö fari
fyrir einhverjum rökum i þá
áttina. Þvi hvorki nú i þessari
rikisstjórn, né i ihaldsstjórninni
þar áöur geröu þeir annaö en aö
hopa og fresta glimunni viö
sjálfan veröbólgudrauginn hvaB
eftir annaö. ÞaB var þá höfuöó-
vinur f lagi.
Af framansögöu hlýtur þaö
skiljanlega aB vera ákaflega
erfitt fyrir framsóknarmenn aö
þurfa aö kyngja þvi, aö sjálfur
Alþýöuflokkurinn skuli nú þora
aö leggja fram raunhæfar til-
lögur f baráttunni gegn verö-
bólgudraugnum, þar sem liö
fyrir liö er bent á leiöir sem allir
vita aö einungis duga i raun og
veru ef menn eru einaröir I af-
stöBu sinni.
Hverjum þeim manni sem
fylgist meB fréttum hlýtur aö
vera þaö ljóst, llkt og ritstjóra
Timans aö þær tillögur sem
Alþýöuflokkurinn hefur nú lagt
fram i efnahagsmálum, hrjóta
blaö I stjórnamálasögu þjóöar-
innar. AlþýBuflokkurinn er aö
reyna aö koma vitinu fyrir
menn eins og Ingvar Gislason
og Pál Pétursson, en einhvers-
staöar stendur „Illt er aö kenna
gömlum hundi aö sitja”. Kemur
þaö best fram I þessari áöur-
nefndu Timagrein. Þar leggja
þeir ritstjórum Tlmans lifsregl-
urnar gagnvart Alþýöuflokkn-
um. 1 fyrsta lagi skulu þeir vara
Islensku þjóöina viö þessum ó-
aldarlýö. 1 ööru lagi skulu þeir
ekki ýta undir þann misskilning
aö I Alþýöuflokknum sé aö finna
samstarfsfúsa menn og tillögu-
góöa. A þessum vettvangi virB-
ist ekki skipta máli hvaö sé rétt
eöa rangt, hjá þeim Ingvari og
Páli. Tilgangurinn helgar meö-
aliö.
Þannig hafa þessir lánlausu
mennn óvart opinberaö aftur-
haldssemi sina. Þeir halda aö
þeir geti taliö fólki trú um aB
þaB séu þeirfyrstog fremst sem
séu aö berjast gegn veröbólg-
unni en ekki Alþýöuflokkurinn,
sem sé eitthvert samansafn
óaldarlýös sem séu lélegir liBs-
menn i jákvæöri stjórnmálabar-
áttu. Þá er látiö aö þvi liggja aö
forystumenn AlþýBuflokksins
séu bornir ofurliöi af óaldar-
lýBnum og fái þar af leiöandi
engu um ráöiö hvert skuli
stefnt.
Þaö er ekki nema von þó
blessaöir mennirnir séu undr-
andi á dirfsku Alþýöuflokksins
þvi þar ræöur lýöræöiö, en ekki
aBeins einn maöur eins og hjá
sumum. Sú stofnun Alþýöu-
flokksins sem tdcur ákvaröanir
á lýöræöislegan máta er sjötlu
og sex manna flokksstjórn i
samráöi viö þrjátiu manna
samvirka verkalýösmálanefnd.
Og ef þær ákvaröanir sem þar
eru taknar kallast aö bera ein-
hvern ofurliöi má þaB heita þaö
fyrir mér.
Framhald á bls. 2
ingvar Gíslason og Páli Pétursson:
Framsóknarmenn setja
baráttuna gegn verð-
bólgunni á oddinn í
stj órnarsamstarf inu
Vift útnitrrHaftir þsngmenn
Fr*tn* úknarflokksitis ijAum
Fyrstu aðgeiðir
framtíðaistefna
starísft u>.b. J1/2 mát>ut.,hefc«r
bön orftift «6 (Uma v»ft s-anda
rni) *«m kvs* varb áftur cn
okHyröí «irax vift myndui
þesrarar rfkUttjörnar aft al
gorftír gogr. yerbbólgu-
skytdu ga nga f yrir iiiia öftru.’
hófum ekkt íar» dult nmft þn"
aB «' (Btnnká v*rftbó)gun» ■
wrfti umfmtt fitsst nnnaft