Alþýðublaðið - 21.12.1978, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 21.12.1978, Blaðsíða 2
2 Fimmtudagur 21. desember 1978 S Stsr alþýdu- blaöiö Útgefandi: Alþýöuflokkurínn Ritstjóri og ábyrgðarmaöur: Arni Gunnarsson. Aðsetur ritstjórnar er i Síðumúla 11, simi 81866. Prentun: Blaðaprent h.f. Askriftaverð 2200 krónur á mánuði og 110 krónur I lausasölu. Þrotlaus barátta Alþýðu- flokksins gegn verðbólgu í núverandi stjórnarsamstarfi hefur Alþýðu- flokkurinn gert allt, sem i hans valdi stendur, til að knýja fram breytta stefnu i efnahagsmálum. Hann hefur vissulega stefnt stjórnarsamstarfinu i hættu með kröfum sinum. Það hefur hann gert á þeirri forsendu, að miklu sé fórnandi fyrir baráttuna gegn verðbólgunni. Alþýðuflokknum hefur verið legið á hálsi fyrir þessa hörku. Fulltrúar annarra stjórnarflokka hafa valið þingmönnum Alþýðuflokksins nöfn eins og óaldarlýður, upphlaupsmenn og fjölmiðla- skrumarar. Stjórnarandstaðan hefur talað um klofning og upplausn i þingflokknum. En barátta Alþýðuflokksins hefur fyrst og fremst haft þau áhrif, að þjappa þingflokknum saman og styrkja hann i þeirri afdráttarlausu viðleitni, að berjast til sigurs i þeim málum, sem sett voru á oddinn i kosningabaráttunni. Þegar hafa verulegir sigrar unnist. Rikis- stjórnarflokkarnir, samstarfsflokkar Alþýðu- flokksins, hafa orðið að viðurkenna réttmæti til- lagna Alþýðuflokksins. Þeirhafa að visu ekki kok- gleypt þær, en smátt og smátt viðurkennt réttmæti þeirra. Þannig tókst Alþýðuflokknum að knýja fram sérstaka greinargerð með 1. desember lögunum, þar sem rikisstjórnin heitir þvi, að hefja baráttu á öllum vigstöðvum gegn verðbólgunni. Ýmsir hefðu talið þessi loforð nægjanleg. Það gerði Alþýðuflokkurinn hins vegar ekki, og krefst þess nú, að efnahagsaðgerðir til tveggja ára verði bundnar i lög. Alþýðuflokkurinn telur þessa kröfu fremur til þess fallna að styrkja rikisstjórnina i sessi og tryggja árangur af starfi hennar, en að hún muni splundra stjórnarsamstarfinu. Valdi til- lögur flokksins stjónarslitum er það einfaldlega vegna þess, að samstarfsflokkarnir berjast gegn verðbólgu i orði en ekki á borði. Alþýðuflokkurinn er staðráðinn i þvi, að berjast gegn verðbólgunni með öllum tiltækum ráðum. Ráðherrastólar og þingmannasæti skipta hann litlu i þeirri baráttu. Einmitt þessi afstaða hefur farið mjög fyrir brjóstið á eldri og reyndari stjórnmálamönnum, sem ýmist eru vanastir þvi að þeim sé hlýtt i blindni eða að frá munni þeirra berist aðeins orðin já eða nei, eins og foringinn hverju sinni skipar. Ný plata með Brunaliðinu Með eld í hjarta Jólaplata Brunaliðsins er komin út og ber hún heitiö „Meö eld i hjarta”. A plötunni eru jólalög og visur tengdar jólum úr ýmsum áttum, bæöi erlend og innlend, öll meö islenskum textum. Um eitt laganna á plöt- unni er varla hægt aö segja aö þaö hafi texta — þar er um aö ræöa Faöir vor, sem Pálmi Gunnarsson syngur ásamt Kór Söngskólans i Reykjavik undir stjórn Garðars Cortes. Aö öörum lögum á jólaplötu Brunaliösins má jafna Hvit jól og Óli lokbrá, bæöi i nýstárleg- um og skemmtilegum Utsetn- ingum. Liösmenn hljómsveitar- innar hafa sjálfir samiö fjögur af ellefu lögum plötunnar, MagnUs Kjartansson tvö, Ragn- hildur Gisladóttir og Þórhallur Sigurösson eittt hvort. „Meö eld i hjarta” var hljóö- ritiö I Hljóörita i Hafnarfirði undir stjórn MagnUsar Kjart- anssonar, sem jafnframt útsetti flest lögin. Upptökumenn voru Allan Stuart, Tony Cook og Jón- as R. Jónsson. Fyrsta plata Brunaliðsins, sem Ut kom sl. vor, er nú tvi- mælalaust söluhæsta plata árs- ins, en hún hefur selst i rUmlega tólf þUsundum eintökum. Brunaliðið hefur notiö mikilla vinsælda allt frá stofnun hljóm- sveitarinnar og má vænta þess, aö jólaplata hljómsveitarinnar veki áhuga margra, sem eiga góöar endurminningar frá fyrri plötu. — Liösmenn Brunaliösins eru MagnUs Kjartansson, Pálmi Gunnarsson, Ragnhildur Glsla- dóttir, Siguröur Karlsson, Þórö- ur Arnason, SigrUn DiddU) Hjálmtýsdóttir. Á jólaplötunni njóta þau aöstoöar m.a. MagnUsar Ingimarssonar, sem Utsetti strengjaleik og raddir, og Reynis Sigurössonar vibra- fón- og slagverksleikara. 7/12 78 Furðulegur 1 A milli þess aö uppnefna Alþýöuflokkinn og væna rit- stjóra Timans um lýgi er reynt aö bregöa upp fallegri mynd af þvisem er aö gerast i þjóöfélag- inu og hvaö sjálfur Fram- sóknarflokkurinn vilji gera til þessaöstööva veröbólguna. Þar tala heiöursmennirnir um sann- leikann ogsegja okkur m.a. aö hjá þvi veröi engan veginn komist aö framlengja bráöa- birgöaráöstafanirnar til fyrsta mars n.k. þegar verðbólgu- nefndin beri aö skiia áliti sinu. Þetta segja okkur hinir ágætu menn. Þeir sem ætlast til þess aö viö tökum þá trUanlega þeg- ar þeir eru aö f jalla um svo flók- in mái sem efnaiiagsmál. Það frumvarp, sem Alþýðuflokkurinn hefur nú lagt fram i rikisstjórn um jafnvægi i efnahagsmál- um er að allra dómi, sem kynnt sér hafa, eitt merkasta framlag stjórnmálaflokks til baráttu gegn verðbólgu. Þetta hafa fulltrúar allra stjórn- málaflokka viðurkennt. Hjá sumum gætir veru- legrar öfundar, en einmitt hún gæti orðið sá þrösk- uldur, sem allt strandaði á. Þeir eru býsna margir, sem ekki geta unnt Alþýðuflokknum þess, að hafa barist af svo heilum hug gegn verðbólgunni. En hvernig sem mál snúast verða það að end- ingu kjósendur, sem munu meta og vega baráttu Alþýðuflokksins. Þeir munu fella dóm um tilraunir hans til að koma efnahagslifi þjóðarinnar á réttan kjöl. Þeir munu einnig fella dóm yfir þeim flokk- um, sem ekki studdu tilraunir hans. Einn kemur Alþýðuflokkurinn málunum ekki fram, ef vilji samstarfsflokkanna er ekki fyrir hendi. _AG— Auglýsingasíminn er 8-18-66 ) Þegar ég las þessa grein alþingismannanna átti ég erfitt meö aö skilja hvernig 1 ósköpun- um þeir geta boöiö fólki upp á slika þvælu sem þar er aö finna. Égsem leikmaöurgetekki oröa bundist og leyfi mér aö minna háttvirta þingmenn á aö verö- bólgunefnd hefur veriö lögö niöur fyrir um þaö bil einu ári siðan. HUnskilaöi áliti I febrUar 1978. Rök þeirra Ingvars og Páls eru þvi haldlitil fyrir á- framhaldandi bráöabirgöaráö- stöfunum. Ef önnur vinnubrögö likjast þeim sem umrædd grein ber meö sér vitni er varla aö maöur nenni aö leggja sig niöur viö aö lesa næstu greinar frá þessum herrum. Hérfinnstmérvel viöeiga orö Hávamála. ósnotr maör es meö aldir kömr þat es bazt at hann þegi. Engi þat veit at hann ekki kann nema hann mæli til margt. VEISTU... ... að árgjald flestra liknar- og styrktarfé- laga er sama og verð eins til þriggja sigarettupakka? Ævifélagsgjald er al- mennt tifalt ársgjald. Ekki hafa allir tima eða sérþekkingu til að aðstoða og likna. Við höfum hins vegar flest andvirði nokkurra vindlingapakka til að létta störf þess fólks sem helgað hefur sig liknarmálum. Lögtaksúrskurður Hér með úrskurðast lögtak hjá gjaldend- um i Keflavik, Njarðvik, Grindavik og Gullbringusýslu fyrirþeim hluta eignar- skattsauka, sérstaks tekjuskatts og sér- staks skatts á tekjur af atvinnurekstri skv. bráðabirgðalögum nr. 96, 1978, sem i gjalddaga féll 1. nóvember og 1. desember 1978 og ógreiddur er. Fer lögtakið fram að liðnum 8 dögum frá birtingu úrskurðar þessa. Bæjarfógetinn i Keflavik, Njarðvik, Grindavik, sýslumaðurinn i Gullbringusýslu 14. desember 1978. Bœkur Málfríðar Einarsdóttur: Úr sálarkirnunni Samastaður í tilverunni ,,/ minum augum eru þessar tvær bækur hénnar með ánægjulegri tíðind- um í bókamenntaheiminum. ” Jóhann Hjálmarsson (Morgunblaðinu) Bókaútgáfan Ljóðhús Laufásvegi 4/ Reykjavík. Pósthólf 629 — sími 17095

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.