Alþýðublaðið - 21.12.1978, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 21. desember 1978
3
ÚTBOÐ
Framkvæmdanefnd um byggingu leigu-
og söluibúða, Flateyri, V-lsafjarðarsýslu
óskar eftir tilboðum i byggingu 6 ibúða
fjölbýlishúss. Samtals 241 fermetrar 1663
rúmmetrar.
Húsið á að risa við Hjallaveg 9, Flateyri
og er boðið út sem ein heild. Skila á húsinu
fullfrágengnu eigi siðar en 30. april 1980.
Útboðsgögn verða til afhendingar á
sveitastjórnarskrifstofu Flateyrar og hjá
tæknideild Húsnæðismálastofnunar rikis-
ins frá mánudeginum 18. desember 1978.
Gegn kr. 30.- skilatryggingu.
Tilboðum á að skila til Einars Odds Krist-
jánssonar, Sólbakka, Flateyri eða tækni-
deildar Húsnæðismálastofnunar rikisins
eigi siðar en föstudaginn 19. jan. kl. 10.00
og verða þau opnuð að viðstöddum bjóð-
endum.
f.h. Framkvæmdanefndar um byggingu
leigu- og söluibúða, Flateyri.
Einar Oddur Kristjánsson.
Nýjar bækur frá
Menningarsjóði
ALMANAK
Hins islenska þjóövinafélags 1979.
Almanakí& um árið 1979 hefur
dr. Þorsteinn Sæmundsson
stjarnfræðingur reiknaö og búið
til prentunar, en annað efni rits-
ins er: Arbók islands 1977 eftir
Ólaf Hansson prófessor, Utvarps-
erindiö Erstærðfræöi nytsamleg?
eftir Reyni Axelsson stæröfræö-
ing, fyrirlesturinn Frá Visindafé-
lagi islendingaeftirdr. Guömund
heitinn Finnbogason og greinin
Veöur eftir dr. Finnboga
Guömundsson landsbókavörö.
Þetta er 105. árgangur
Almanaksins. Ritiö er prentað i
Odda.
ritaöar eöa fluttar en birtingar-
tima þeirra á prenti.
Höfundar ritsmlöanna I ís-
lenskum úrvalsgreinum III eru:
Magnús Stephensen, Jóhanna
, Briem, Jónas Hallgrlmsson, Sig-
uröur Breiöfjörö, Konráö Gisla-
son, Tómas Sæmundsson, Jón
Hjaltalin, Jón Sigurösson, GIsli
Bry n j ólfsson, Sveinbjörn
Hallgrimsson, Sveinbjörn Egils-
son, Jón Arnason, Arnljótur
Ólafsson, Guöbrandur Vigfússon,
Benedikt Gröndal, Páll Melsteð,
Jón ólafsson, Grimur Thomsen,
Steingrimur Thorsteinsson, Gest-
ur Pálsson, Vilhelm H. Pálsson,
Briet Bjarnhéöinsdóttir, Valtýr
Guömundsson og Einar Bene-
diktsson.
Um tiluröartima greinanna
segja útgefendur i formála: ,,19.
öldin er heillandi timabil I sögu
islenzkrar tungu og bókmennta.
Þjóöin vaknar þá til nýs skilnings
áhlutverki slnu ogrétti, og þeim
fjölgar óöum, er kveöja sér hljóös
og hvetja hana til dáöa á hreim-
miklu og hrifandi máli.”
ÍSLENSKAR
ÚRVALSGREINAR
III
Bók þessi er 3. bindi greina-
safnsinssem Bjarni Vilhjálmsson
þjóöskjalavöröuí og Finnbogi
Guömundsson landsbókavöröur
hafa valið. Flytur hún 24 greinar
frá 19. öld. Er þeim raöaö eftir
aldri og um röö sumra fremur
fariö eftir þvi hvenær þær voru
Laus staða
Umsóknarfrestur um dósentstööu i jaröeölisfræöi viö
verkfræöi- og raunvisindadeild Háskóla tslands er fram-
iengdur til 20. janúar 1979. Dósentinum er einkum ætlaö aö
kenna eölisfræði fastrar jaröar.
Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna rikisins.
Umsækjendur skulu láta fylgja umsókn sinni rækilega
skýrsiu um visindastörf þau er þeir hafa unniö, ritsmiöar
og rannsóknir, svo og námsferil og störf.
Umsóknir skuiu sendar menntam álaráöuneytinu,
Hverfisgötu 6, 101 Reykjavik.
Menntamálaráðuneytið, is. desember 1978
Umferðar-
ráð
ályktar
Á fundi Umferöaráös 29.
nóvember 1978 var gerö svofelld
ályktun um fjárveitingu til
Umferöarráðs fyrir starfsáriö
1979 sem send hefur verið fjár-
veitinganefnd Alþingis.
„Fundur Umferöarráös 29.
nóvember 1978 skorar á fjárveit-
inganefnd Alþingis og hiö háa
Alþingi aö hækka tii muna fjár-
hæö þá, sem ráöinu er ætlaö til
starfeemi sinnar I fjárlagafrum-
varpi fyrir áriö 1979.
Auk hinnar almennu umferöar-
fræöslu telur ráöiö brýnt aö
starfsfé fáist til sérstakra verk-
efna á árinu 1979 sem hér segir:
A. 1) til aukinnar um-
feröarfræðslu i skólum og
viöar i þágu yngstu kynslóöar-
innar. Veröi þær aögeröir
skoðaöar sem framlag
Umferöarráös til hins al-
þjóölega barnaárs Sameinuöu
Þjóöanna og beinist aö þvi aö
tryggja öryggi barna i um-
feröinn i.
2) til könnunar á umferöaraö-
stæöum barna um land allt,
viö skóla og aöra staði, sem
börn sækja sérstaklega.
Könnunin veröi hliðstæö
þeirri, sem gerö hefur veriö i
Reykjavlkurborg til úrbóta á
skólalóöum og I næsta ná-
grenni skóla I samstarfi rikis
og hlutaöeigandi sveitarfé-
laga.
B. Til viötækrar kynningar á nýj-
um umferöarmerkjum, sem
öðlast munu gildi á árinu 1979,
og til almenns átaks til bættr-
ar umferöarmenningar 1
tengslum viö þá gildistöku,
likt og gert var I byrjun hægri
umferöar 1 máimánuöi 1968
fyrir rúmum áratug.
Umferöarráö telur, aö framan-
greind tilefni veröi aö nota til þess
aö vekja fólk til vitundar um
mikilvægi aukins öryggis I um-
ferö og sameiginlegs átaks til
fækkunar umferöarslysum.
Ráöiö lýsir yfir þeirri skoöun
sinni, aö fyrirbyggjandi aögeröir
á sviöi umferöaröryggismála
muni þegar til lengdar lætur
halda aftur af útgjaldaaukningu
rikisins til sjúkrahúsa og endur-
hæfingastöðva og hinum mikla
samfélagskostnaöi, sem um-
ferðarslysum er samfara, svo
sem viögerðarkostnaöi öku-
tækja.”
Mjúkar og hlýjar
gjafír I ár
þær færðu í nýju verzluninni okkar á Klapparstíg 27
Handprjónasamband íslands hefur eitt mesta
úrval af handunnum prjónavörum.
Verzlið beint við handprjónafólkið sjálft og
kaupið mjúkar og hlýjar gjafir í ár.
HANDPRJONASAMBAND
ÍSIANDS
Klapparstíg 27, sími 21890