Alþýðublaðið - 28.12.1978, Page 2
2
Fimmtudagur 28. desember 1978.
alþýöu-
blaðið
Otgefandi: Alþyftuflokkurinn
Ritstjóri og ábyrgðarmaóur: Arni Gunnarsson.
Aösetur ritstjórnar er i Sibumúla 11, simi 81866.
Prentun: Blaöaprent h.f.
Askriftaverö 2200 krónur á mánuöi og 110 krónpr i lausasöiu.
Jólaleikrit útvarpsins í kvöld:
Afl vort og
— eftir Nordahl Grieg
Hungur og ofát
Jólahátíð hins vestræna heims byggist að verulegu
leyti á margskonar tilbreytingu í mat og drykk, gjafa-
flóði og kirkjusókn. Hin ytri umgjörð jólanna ber ósjald-
an ofurliði hinn eina sanna tilgang hátíðarinnar:
minninguna um fæðingu Frelsarans, sem boðaði jöfnuð
og frið með mönnum.
A annan dag jóla sýndi sjónvarpið fréttamyndir og
greindi f rá hungursneyð í Eþíópíu, þar sem hundruð þús-
unda manna hafa látizt á þessu ári af matarskorti. Og
Eþíópía er aðeins lítið dæmi um þær hörmungar, sem.
fólk í Af ríku og Asíu býr nú við sökum fæðuskorts.
A hverri einustu klukkustund deyja tugir og hundruð
barna af hungri. Otblásnir magar og hverskonar hörgul-
sjúkdómar er eitthvert mesta mein mannkyns. Ojöf nuð-
urinn er slíkur, að á meðan keppikefli milljóna er ein
máltíð á dag, deyja Vesturlandabúar úr ofáti og of f itu og
þúsundir stofnana hafa það eitt verkefni að grenna þá,
er neyta of mikils matar.
Grátur deyjandi barna og syrgjandi foreldra er of
f jarri fslandsströndum, svo þjóðin megi greina hann. Af
þeim sökum verður vandamálið óraunverulegt í hugum
(slendinga og bænir um aðstoð aðeins ómur af hörmung-
um og þjáningum. Jafnvel hafa framlög íslendinga til
þróunarlandanna farið minnkandi á undanförnum ár-
um, þjóðinni til verulegrar skammar.
Islendingar hafa verið svo uppteknir af eigin vanda-
málum, sem eru hreinn barnaleikur miðað við vanda
margra annarra, að þeir hafa ekki gefið gaum fátæk-
ustu meðbræðrum sinum. Hið kristna hugarfar, sem aII-
ur almenningur lætur í Ijós um jólahátíðina, ristir vart
djúpt á meðan þjóðin réttir ekki deyjandi börnum
hjálparhönd.
Ár barnsins er framundan. Um leið og Islendingar
huga að stöðu sinna eigin barna í þjóðfélaginu, ættu þeir
að leggja sitt af mörkum til að lina þjáningar og lengja
líf milljóna barna, sem aðeins fæðast til að deyja, þegar
móðurmjólkina þrýtur.
—AG—
Frábært
Silfurtúnglið eftir Halldór Laxness er eitthvert sér-
kennilegasta verk íslenzkra leikhúsbókmennta. Þetta
þema um fánýti frægðarinnar þegar borið er saman við
myndir hversdagslífsins, er afar sérstætt. Silf urtúnglið
er f yrir löngu orðið sígilt listaverk sem (slendingar hafa
kunnað vel að meta.
A annan dag jóla frumsýndi Sjónvarpið nýja gerð af
Silfurtúnglinu í leikstjórn Hrafns Gunnlaugssonar.
Umgjörð Silfurtúnglsins er færð nær okkur í tímanum,
Silf urtúnglið sjálft er ekki f jölleikahús, eins og það er í
upprunalegri gerð Halldórs Laxness, heldur er það sjón-
varpsþáttur. Inn I umgjörð Silfurtúngslins fléttast svo
harmsaga um móðurina sem er til þess prettuð að yfir-
gefa eiginmann og barn til þess að halda út á listabraut-
ina, og er að lokum skilin eftir yfirgefin og fordrykkju
portkona á meðan litli drengurinn, sem hafði gefið henni
sönginn, er dáinn vegna söknuðar.
Sýning sjónvarpsins á Silf urtúnglinu var óvenjuleg og
frábær. Ungt listafólk, sem að þessari sýningu vann,
hef ur margt áður getið sér gott orð fyrir söng og dans.
Þessi sýning var samfelld heild og öllum aðstandendum
Jólaleikrit útvarpsins veröur
flutt fimmtudaginn 28. des. kl.
20.10. ÞaB er „Afl vort og æra”
(V&r ære og vSr makt) eftir
norska skáldiö Nordahl Grieg.
Þýöinguna geröi Jóhannes Helgi,
en leikstjóri er Gisli Halldórsson.
1 stærstu hlutverkunum eru Þor-
steinn Gunnarsson, Glsli Alfreös-
son og Róbert Arnfinnsson.
Flutningur leiksins tekur tvær
klukkuslundir.
Leikurinn gerist á árum heims-
styrjaldarinnar fyrri. Siglingar
eru þá stórhættulegar vegna kaf-
bátahernaöar Þjóöverja, en engu
aö siöur senda útgeröarmenn skip
og menn út I bráöan voöa. Fljót-
tekinn gróöi er þeim meira viröi
en mannslifin. Grunntónn verks-
ins er þung ádeilda á þá, sem nota
hörmungar striösins sér til fram-
drtttar, oghöfunddreymir um þá
tima þegar menn geta lifaö i sátt
og samlyndi viö friösamleg störf.
Þegar leikurinn var skrifaöur
voru ýmsar blikur á lofti og þau
öfl aö verki, sem kynntu undir ó-
friöarbáliö. Ekki voru liönir
nema tæpir tveir áratugir frá lok-
um fyrri heimsstyrjaldarinnar og
þaö hyllti undir þá slöari.
Nordahl Grieg fæddist I Bergen
áriö 1902. Ungur réöst hann háseti
á kaupskip og sigldi um hálfan
hnöttinn, stundaöi siöar nám i
Oslo og Oxford og geröist blaöa-
maöur. Dvaldi langdvölum er-
lendis, m.a. I Klna, var fréttarit-
ari i spænsku borgarastyrjöld-
inni. Fór til London 1940 og varö
talsmaöur norska hersins I Eng-
landi. Flugvél hans var skotin
niöur yfir Berlín I desemberbyrj-
un 1943.
Grieg skrifaöi allmörg leikrit,
auk annarra ritverka, og hefur
útvarpiö áöur flutt þrjú þeirra:
,í)n á morgun rennur aftur dag-
ur” 1950), „Barrabas” 1952 og
„Ósigurinn” 1962.
Heklaður jóladúkur
Rautt bómullargarn —
heklunál nr. 3.
Hvert hjól er ca. 9 sm í
þvermál.
Stóra hjóliö: Fytjiö upp 8
loftlykkjur, festið saman
í hring meö draglykkju.
Hekliö 16 fastalykkjur í
hringinn.
2. umferð: 5 loftlykkjur
X l st. I hverja fastal.
með 2 loftl. á milli X.
Endurtaka frá X til X
umferðina út. Hekla umf.
saman með draglykkju í
þriðju af fyrstu 5 loftl.
3. umferð: 1 loftl. X
fastal. í hvert bil á milli
stuðla í fyrri umferð X
^endurtaka u,mf. út og
hekla umferðsaman með
dragl. í 1. lykkju.
4. umferð: 5 loftlykkj-
ur, 3 tvöfaldir stuðlar
(eins og venjulegir stuðl-
ar nema slegið tvisvar
upp á nálina og garnið
dregið í gegnum 2 lykkjur
og aftur 2 lykkjur.) X 8
loftl. 4 tvöfaldir stuðlar
(1 í hverja fastal. frá
fyrri umferð) X endur-
taka umf. út. Festa
saman með dragl. í topp-
inn af fimmtu fyrstu
loftl.
5. umferð: X 1 fastal. í
miðl. af 4 tvöföldu stuðl-
unum og 8 fastal. í loft-
lykkjuboganum. Endur-
takið frá X til X umf. út.
Enda umf. með dragl. í
fyrstu fastal.
Litla hjólið: fitja upp 6
lofftl. og hekla saman í
hring. Hekla 12 fasta-
lykkjur í hringinn.
2. umferð: X 8 loftl.
hlaupa yfir 2 fastal.
hekla 1 fastal. í næstu
lykkju.X Endurtakið frá
X til X og enda umf. með
dragl. í fyrstu loft.
3. umferð: 9 fasta-
lykkjur f hvern loft-
lykkjuboga. Við getum
eftir vild haft dúkinn
krdnglóttan eöa ferkant-
aðan, og af hvaða stærð,
sem við viljum.
Dúkurinn er saumaöur
saman eins og myndin
sýnir.
til mikils sóma.
Leikur Sigrúnar Hjálmtýsdóttur, Þórhallar Sigurðs-
sonar, Bjargar Jónsdóttur og Egils Ólafssonar, svo og
annarra, sem fóru með hlutverk í þessari uppsetningu,
var með ágætum. Það fagra lag Jóns Nordal við vöggu-
vísu, sem er eins konar lykill að velgengni Lóu og síðan
niðurlægingu hennar, naut sín vel í þessu umhverfi
gervimennsku.
Það hafa orðið miklar framfarir við gerð sjónvarps-
leikrita á Islandi. Þegar illa hefur þótt takast til hefur
verið ótæpilega gagnrýnt. Nú hef ur þeim Hrafni Gunn-
laugssyni, Agli Eðvaldssyni og samstarfsfólki þeirra
tekist frábærlega vel. Slíkt er lyftistöng fyrir allt
menningarlíf í landinu.
—VG.
Bæjarstjóra Hafnarfjarðar mótmælir
hækkun verðjöfnunargjalds á raforku
A fundi bæjarstjórnar Hafnar-
fjaröar 19. þ.m. var gerö svofelld
samþykkt:
„Bæjarstjórn mótmælir þeim
fyrirætlunum, sem felast i frum-
varpi, er nú hefur veriö lagt fram
á Alþingi, aö hækka verö-
jöfnunárgjald á raforku úr 13% I
19%. Skattheimtaá rafmagnssölu
er nú þegar 33% en myndi veröa
39% viö umrædda breytingu. Fyr-
ir notendur Rafveitu Hafnar-
fjaröar þýöa 'petta aukin útgjöld
sem nema 25—30 milljónum miö-
aö viö núgildandi verölag. Telja
veröur eölilegra aö leita annarra
ráöatil aö leysa vandamál Rarik
en frekari skattlagning á þegar
háskattaöa nauösynjavöru svo
sem rafmagniö er og hlýtur aö
koma illa viö hinn almenna not-
anda. Sllk endurtekin skattlagn-
ing til lausnar vanda Rarik virö-
istekkileiöatil þeirrar sjálfsögöu
ráöstöfunar aö reyna aö gæta
fyllstu hagkvæmni i f járfestingu,
rekstri og / eöa notkun eöli-
legra taxta fyrir veitta þjónu§tu.”
Þessu er hér meö komiö á fram-
færi.