Alþýðublaðið - 28.12.1978, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 28.12.1978, Blaðsíða 3
Ealla* Fimmtudagur 28. desember 1978. 3 Það er kaupmátt- urinn sem gildir segir í leiðarafyrirsögn Vinnunnar í nýútkomnu timariti Alþýðusambands ís- lands, Vinnunni er mjög athyglisverður leiðari sem vert er að vekja enn meiri athygli á og birtist þvi hér óstyttur. A sambandsstjórnarfundi ASt, sem haldinn var dagana 8. og 9. desember sl., var Itrekaö þaö sjónarmiö I kjaramálum, sem oft hefur komiö fram áöur, en sjald- an veriö eins umtalaö og slöustu vikurnar. I kjaramálaályktun fundarins segir m.a.: „Frá upphafi hefur barátta verkalýöshreyfingarinnar beinst aö þviaötryggjafulla atvinnu, ná vaxandi kaupmætti og tryggja fé- lagslegar umbætur. Allir þessir þættir eru i vaxandi hættu vegna ógnvekjandi veröbólgu, 14% hækkun á ársfjóröungi jafngildir nærri 70% á heilu ári. Veröbólgan ógnar atvinnuörygginu, rýrir kaupmátt og torvddar félagsleg- ar umbætur. Veröbólguna veröur aö hemja. Til þess aö þaö megi takast, er nauösynlegt aö gríþa til margvislegra ráöstafana á ýms- um sviöum. Sambandsstjórn ASl varar alvarlega viö þeirri villu- kenningu, aö kauphækkanir séu undirrót veröbólgunnar og minna veröur á aö vlsitölukerfiö mælir .einungis þær veröhækkanir, sem þegar eru orönar og er þvi ekki sjálfstæöur veröbólguvaldur. Krónutölukækkanir kaups eru hins vegar ekki markmiö I sjálfu sér... Þó aðgeröir rlkisstjórnarinnar I september ogaftur nii I desember séu bráöabirögaúrræöi en ekki varanleg lausn á þeim efnahags- vanda sem viö er aö etja, lýsir sambandsstjórnarfundur ASf skilningi slnum á nauösyn aö- geröanna.Þaöerbrýntaöfá tlma til þess aö fullvinna hugmyndir um frambiíöarfyrirkomulag á hinum ýmsu sviðum, ef vinna á bug á verðbólgunni. Niöurfærsla verölags hefúr ávallt veriö viöur- kennd igildi kauphækkunar kaup mátturinn er ekki siöur tryggöur meö þeim hætti. Varöandi aörar þær aögeröir, sem nú eru boöaö- ar, veröur aö krefjast þess aö til- lögur ASI um félagslegar umbæt- ur nái fram aö ganga án tafar og tryggt veröi aö boöaöar skatta- lækkanir létti skattbyröi lág- tekjufólks. Jafnframt veröur aö it'reka nauösyn þess aö gripið veröi til aögeröa á fldri sviöum og þeir látnir axla byröar, sem breiöust hafa bökin. Verkalýðs- hreyfingin gerir kröfu til þess aö það svigrúm, sem bráöabirgöa- aögeröirnar gefa, veröi nýtt til varanlegrar stefnumótunar I samráöi viö verkalýðshreyfing- unaogáréttar eftirfarandi atriöi I þvi sambandi: .1. Samræma veröur fjárfesting- arákvaröanir og tryggja meö heildarstjórn og skipulegri áætlanagerö aö takmarkaö fjármagn nýtist til þess aö treysta atvinnu og auka fram- leiöslu. 2. Geraveröur átak I hagræöingu, jafnt hjá þvi opinbera sem I einkarekstri: hrinda fram úrbótum í stjórnun og bæta og samræma tækjabúnað. 3. Framleiösla landbúnaöarvara miöist viö innanlandsþarfir og fjárfesting I landbúnaöi veröi I samræmi viö þetta markmiö. 4. Jafnt í peningamálum sem rikisfjármálum veröur aö gæta fyllstu hagsýni, þannig aö þess- ir þættir valdi hvoriti sam- drætti í atvinnu né veröþenslu. 5. Heiídarstjórn veröi komiö á hiö sundurlausa kerfi veröákvarö- ana og verögæslu. Ahersla veröi lögö á öflun gagna um verölag erlendis og miölun upplýsinga um veröi I verslun- um hérlendis. Tryggt veröi aö innkaup til landsinsfari fram á hagkvæmasta veröi. Til þess aö ná sem bestum árangri varðandi langtíma- stefnumótun, veröi verkalýös- hreyfingunni tryggð aöstaöa til þess aö taka þátt I umfjöllun um einstaka málaflokka, svo sem at- vinnumál, skattamál, verölags- mál, fjárfestingarmál og félags- ‘legar umbætur, og fullt tillit veröi tekið til óska verkalýössamtak- anna I þessum efnum”. 15 stúdentar brautskráðir frá Flensborgarskóla 15 stúdentar voru brautskráöir frá Flensborgarskóla fimmtu- daginn 21. desember s.l. og eru það fyrstu stúdentar sem skólinn útskrifar I desembermánuöi. Flensborgarskóla var breytt I fjölbrautarskóla vorið 1975 og brautskráöi hann fyrstu stú- dentahópinn sama vor. Afanga- kerfi var tekiö upp I skólanum haustiö 1976 og brautskráöist fyrsti stúdentinn úr áfangakerf- inu s.l. vor. Þeir 15 sem brautskráðust aö þessu sinni hafa allir flýtt námi sinu um hálft ár og þeir skiptast þannig á brautir, aö 6 eru af eöli- sfræöibraut, 6 af náttúrufræði- braut, 2 af málabraut og 1 af fé- lagsfræöibraut. Bestum náms- árangri náöi Torfi Helgi Leifsson, eðlisfræöibraut. Jafnframt var brautskráður 1 nemandi af viö- skiptabraut meö almennt versl- unarpróf. Þaö kom fram i ræöu skóla- meistara, Kristjáns Bersa Ólafs- sonar, viö skólaslitin aö áfanga- kerfi skólans hefur nú verið endurskoöaö I samvinnu viö Fjöl- brautaskóla Suðurnesja og Fjöl- brautaskólann á Akranesi og verður nám algerlega samræmt á þessum stööum eftirleiðis. Eini munurinn veröur sá aö skólarnir bjóöa upp á nokkuö mismargar námsbrautir, og munar þar mestu að Flensborgarskólinnhef- ur ekkert iönnám, en þaö er mik- ill þáttur I starfsemi hinna skól- anna. Áramótaskaup útvarpsins verður að þessu sinni Kaupmáttarstyrkjandi og verðbólgueyðandi að sögn höfunda Aramótaskaup útvarpsins nefnist aö þessu sinni„Stóö og stjörnur” eftir þá Jón örn Marinósson og Andrés Indriðason og er bæði kaupmáttarstyrkjandi og veröbólgueyöandi, aö sögn höfunda. Gamaniö hefet kl. 22.30 og áætlaö aö þaö standi I tæpa klukkustund, ef leikararnir endast svo lengi. Benedikt Arna- son stendur viö stjórnvölinn, og Jón Sigurösson hrærir i músik- blöndu, sem hann hefur sett saman. Meöal þeirra leikara, sem hafa lagt starf sitt og sóma I hættu meö þvi aö taka þátt I þessu, má nefnaSigrlöi Þorvalds- dóttur, Þóru Friðriksdóttur, Bessa Bjarnason, Róbert Arn- finnsson, Onnu Kristlnu Arn- grfmsdóttur og Flosa ólafsson. En fleiri koma viö sögu, þó aö þeir vilji ekki láta nefns álns getiö. Viðvörun frá Heyrnardeild Heilsu- verndarstöðvar Rvíkur Vegna áramóta þykir sérstök ástæða til að vara fólk við af leiðingum sprenginga. Munið að heyrnartap, sem þær kunna að valda er alger- lega óbætanlegt. Auk þess geta ýmiskonar önnur slys hlotist af sprengingum. Foreldrar. Reynið að koma í veg fyrir að-börnin séu með „Kínverja" eða aðrar sprengjur og að ,þau forðist þá, sem hafa slíkt um hönd. Athugið að flugeldar geta einnig verið hættu- legir, þeir eiga það til að springa með háum hvelli í stað þess að fara á loft. Blys, sólir og annað þess háttar hefur einnig. valdið alvarlegum slysum, ef fyllstu varúðar er ekki gætt. Fjölmargir, einkum börn og unglingar hafa hlotið varanlegt heilsutjón af sprengingum og öðru slíku um áramót. Látið það ekki endurtaka sig í þetta sinn. Heilsan er fyrir ÖLLU. Gætið ýtrustu varúðar. Kjarvalsstaðir Umsóknarfrestur um stöðu listráðu- nauts Kjarvalsstaða hefur verið fram- lengdur til 7. jan. nk. Laun skv. kjara- samningi Starfsmannafélags Reykjavik- urborgar. Listráðunauturinn skal vera listfræðingur að mennt eða hafa staðgóða þekkinguá myndlistarmálum og öðru þvi, er snertir listræna starfsemi. Umsóknum skal skila til stjórnar Kjarvalsstaða. Ransóknastaða við Atómvísindastofnun Norðurlanda (NORDITA) Við Atómvísindastofnun Noröurlanda (NORDITA) I Kaupmannahöfn kann aö veröa völ á rannsóknaaðstööu fyrir íslenskan eölisfræöing á næsta hausti. Rannsókna- aöstööu fylgir styrkur til eins árs dvalar viö stofnunina. Auk fræöilegra atómvísinda er við stofnuniná unnt aö leggja stund á stjarneölisfræöi og eölisfræöi fastra efna. Umsækjendur skulu hafa lokiö háskólaprófi I fræöilegri eölisfræöi og skal staöfest afrit prófsklrteina fylgja um- sókn ásamt Itarlegri greinargerö um menntun, vlsindaleg störf og ritsmlðar. Umsóknareyöublöö fást I menntamála- ráöuneytinu, Hverfisgötu 6, Reykjavlk. — Umsóknir (I tvlriti) skulu sendar til: NORDITA , Blegdamsvej 17, DK- 2100 Köbenhavn 0, Danmark, fyrir 15. janúar 1979. Menntamálaráðuneytið 19. desember 1978. VEISTU... ... að árgjald flestra liknar- og styrktarfé- laga er sama og verð eins til þriggja sigarettupakka? Ævifélagsgjald er al- mennt tifalt ársgjald. Ekki hafa allir tima eða sérþekkingu til að aðstoða og likna. Við höfum hins vegar flest andvirði nokkurra vindlingapakka til að létta störf þess fólks sem helgað hefur sig liknarmálum.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.