Alþýðublaðið - 09.03.1979, Side 1

Alþýðublaðið - 09.03.1979, Side 1
alþýðu blaðið Föstudagur 9. mars 1979. 49. tbl. 60. árg. Jafnaðarmenn Gerízt áskrifendur að málgagni ykkar — Alþýðublaðinu, strax í dag Bragi Sigurjénsson alþingismaður: Alþýðuflokkurinn vill ekki í viðreisn Ef vinstri stjórninni tekst ekki að ná fótfestu þá er ekki fjarlægur ríkisstjórnarmöguleiki að Alþýðubandalag og Sjálfstæðisflokkurinn fari í sæng saman viö þingrofstillögu sjálfstæðismanna á þann hátt að ég sé að ,,Það er mikill mis- skilningur að túlka breytingatillögu mina skapa tima og grund- völl fyrir nýtt við- reisnarsamband Al- þýðuflokks og S jálf stæðisf lokks ’ ’, sagði Bragi Sigurjóns- son alþingismaður i samtali við Alþýðu- blaðið. ,,Það er mag- Bragi: VIII ekki viftreisn, en minnihlutastjórn Alþýftuflokks- ins mögulega. yfirlýst stefna Alþýðu- flokksins að hann vill ekki slika st jörnarsam- setningu. Flokkurinn vill ekki nýja við- reisn”. Eins og kunnugt er flutti Bragi breytingatillögu við þing- rofstillögu Sjálfstæðisflokksins þess efnis að ef ekki náist sam- komulag núverandi stjórnar- flokka um stjórn efnahagsmála og ráöstafanir til að draga úr verðbólgu fyrir 17. mars þá skulu kannaðar nyjar leiðir til stjornarmyndunar. Ef ekki tak- ist að koma saman starfhæfri rikisstjórn fyrir 20. apríl n.k. þá skuli rjúfa þing og efha til kosninga. Bragi sagði i samtalinu að litlar likur virtust vera á þvi að stjórnarflokkarnir næðu sam- stööu um samræmda stefnu i efnahagsmálum. Hins vegar stæði nú lokatilraunin yfir og væri vonandi að dæmiö gengi upp, þvi ljóst væri að meirihluti þjóðarinnar vildi að vinsti stjórnin sæti áfram. „En ef stjórnin splundrast þá eru ýmsir rikisstjórnarmögu- leikar aðrir inni I myndinni,” hélt Bragi áfram. „Hugsanleg væri minnihlutastjórn Fram- sóknarflokks og Alþýðuflokks, sem yröi að reiöa sig á stuðning Framhald á bls. 3 Fyrsta „rannsóknarþingmálið” hafið Laxalónsmálið Sérþekkingaraðilar kallaðir fyrir óhætt er að fullyrða að Laxalónsmálið svonefnda sé fyrsta „rannsóknar- þingmálið" sem tekið er fyrir á Alþingi. Málið er í höndum allsherjarnefndar og hefur nefndin nú þegar kallað fyrir f jölmarga sér- þekkingaraðila til þess að afla sér upplýsinga um málið. Hefur blaðið fregn- að að meðal þeirra sem kallaðir hafa verið fyrir séu Veiðimálastjóri, Yfir- dýra læknir, Sveinn Snorrason lögfræðingur Skúla Pálssonar á Laxa- lóni, auk þess sem nokkrir fiskifræðingar hafa verið tilkvaddir. Síðasti fundur nefndarinnar, þar sem kallaðir verða fyrir slíkir aðilar, verður n.k. mánu- dag og má búast við því að í Ijósi þeirra upplýsinga er þá liggja fyrir verði það athugað eins vandlega og kostur er hvort nefndin geti ekki gert tillögur til lausnar á þessu máli. Forsaga málsins En hver er forsaga málsins? Laxalónsmálið byrjaði áriö 1951 með þvi aö Skúli Pálsson vildi hefja hér nýjan atvinnurekstur, þ.e. að koma á stofn laxeldisstöð. I fyrstu tóku yfirvöld iv.el i máliö ef marka má blaðaskrif frá þeim tima, en siðan má segja að þeim hafi snúist hugur þvi allt fram til dagsins i dag hafa þau sifellt ver- ið að leggja steina i götu hans að þvi er hann sjálfur segir frá. Hafi yfirvöld m.a. sett hömlur á rekst- ur hans, svo og útflutning á þeim forsendum að Regnbogasilungur- inn hafi verið sýktur. Hins vegar hefur slik sýki aldrei fundist eftir þvi sem næst verður komist, enda er tegundin talin mjög ónæm fyrir hverskonar sýkingu. Alvarlegt mál segir Versl- unarráð Þvl hefur verið haldið fram að sú gifurlega varfærni sem yfir- völd hafa sýnt I þessu máli stafi af annarlegum ástæðum og þar sem Alþýöublaöinu er kunnugt um að Verslunarráö Islands hafi látið þetta mál til sin taka hafði blaðiö samband við Þorvarð Eliasson og innti hann álits á þvi hvers vegna þeir hefðu gert það. Hafði Þorvaröur eftirfarandi að segja: „Skúli kom til okkar og hafði i frammi þessar ásakanir og þvi viljum við að það verði kann- að hvort að þær eigi við rök að styöjast. Við teljum það ófært ef einstakir atvinnurekendur telji sig sæta sliku án þess að eitthvaö verði aðhafst. Við erum þar með ekki að leggja neinn dóm á þetta mál. Hins vegar teljum við þessa staöhæfingu Skúla svo alvarlegs eðlis að það verði að rannsaka málið” sagði Þorvarður að lok- um. Viöskiptalegir hagsmunir? Nú spyrja ef til vill einhverjir hvers vegna i ósköpunum við- komandi yfirvöld virðast hafa lagt hömlur á rekstur Skúla. Ef betur er að gáð geta blandast inn i þessa deilu viðskiptalegir hags- munir eins og Verslunarráöið hefur bent á. Til þess að varpa skýrara ljósi á máliö má benda á að i bréfi frá Laxeldisstöð rikisins dagsett 21. april 1978 til væntanlegra kaup- enda laxaseiða, kom i ljós að seið- in höfðu hækkað nákvæmlega um 100% frá þvi árinu áður. Hvort sem hækkunin stafaöi af þvi að Skúli var ekki með i samkeppn- inni eöa ekki má búast viö þvi að mál þetta veröi til lykta leitt hjá allsherjarnefnd ellegar að rann- sóknarþingnefndin sem fjallar um þetta mál geti gert tillögur til lausnar á þvi eins og fyrr segir. Gaman verður þvi að fylgjast með þessu máli og sjá hvort ný vinnubrögð á Alþingi geti ef til vill i framtiðinni leyst svona eilifðarmál sem búiö er aö þvæl- ast I kerfinu i tæp 30 ár. — GBK Alyktun aðalfundar Einingar: Stjórnin kasti fyrir borð sundur- lyndisfjanda og persónumetingi — segir í ályktuninni A aðalfundi Verkalýðs- félagsins Einingar sem haldinn var þann 4. mars s.l. var eftirfarandi ályktun gerð. Aðalfundur Verkalýðsfélags- ins Einingar, haldinn 4. mars 1979, fagnar þvi að það tókst að mynda vinstri stjórn meö félagsleg markmið að leiðar- ljósi. En um leið harmar fund- urinn þó þann seinagang og þá sundrung, sem uppi virðist vera innan stjórnarflokkanna, og tefur fyrir þvi að mótuð sé sú langtimastefna I þjóöarbú- skapnum, er geri land þetta byggilegra en nú er, m.a. meö þvi að hamla gegn verðbólgu og siðspillandi fylgifiskum hennar. Fundurinn bendir á, aö það var fyrir þrýsting frá launþega- samtökunum I landinu, og þá sérstaklega Verkamannasam- bandi Islands, að þessi stjórn var mynduð. Það hefði þvi verið eölilegt framlald af stjórnarmynduninni að stefnumótunar Verka- mannasambandsins hefði gætt meira við lausn kjaramálanna en raun ber vitni, þ.e. að lægstu launin hefðu verið verðbætt að fullu upp að ákveðnu marki, en þar fyrir ofan hefði verið greidd sama krónutala, samanber samþykkt 33. þings ASI, en þar segir i kjaramálaályktun þingsins: „Fullar visitölubætur komi á lágmarkslaunin, en samakrónutala á þaulaun.sem hærri eru”. Fundurinn bendir á það, að ef sú leið hefði verið valin, heföi ekki þurft að gripa til jafn rót- tækrar skattheimtu af launa- fólki og I reynd hefur orðið, sem siöan kallar á aukna spennu og kröfur til aö standa undir þeirri skattpiningu, sem þegar er orðin á framleiðslustéttunum. Kröfur fundarins eru þvi þessar: 1. Kastið sundurlyndisfjanda og persónumetingi fyrir borð. 2. Komiö ykkur unsvifalaust saman um langtima-stefnu- mörkun er miði að aukinni framleiðni og auknum kaup- mætti launafólks. 3. Tryggið öllum vinnu við aröbær störf, er skapa aukinn þjóðarauö til skipta. 4. Upprætið spillinguna I inn- flutningsversluninni neytendum til hagsbóta og styrkið með þvi kaupmáttinn. 5. Og að siðustu, gleymið þvi ekki, að það var launafólkiö sem veitti ykkur umboð I siðustu kosningum til að gerbreyta þvi þjóðfélagi, sem við búum i. Þeir, sem standa i vegi fyrir þvi, að þeim breytingum verði náð, geta ekki eftir þaö vænst stuönings frá launafólki i náinni framtið. Það er og hefur veriö skoöun a.m.k. lægst launaða fólksins, að kaupmáttúrinn felist ekki alltaf I auknum krónutöluhækk- unum, heldur þvi hvað fæst fyrir þær krónur, sem i umslaginu eru hverjusinni. Þr um veltur mest á virkri fjármálastjórn og nýtingu fjármagns til verð- mætasköpunar. —GBK Frá aðalfundi Verkamannafélagsins Einingar: Jón Helgason kosinn formaður Fimm milljónir króna ráðstafað i Endurhæf- ingarstöð Sjálfsbjargar Jón Helgason var kosinn formaður Verkalýðsfélagsins Einingar á aðalfundi félagsins sem haldinn var 4. mars s.l. Barst aðeins einn framboðs- listi, borinn fram af fráfarandi stjórn og trúnaðarmannaráði og varð hann þvi sjálfkjörinn án þess að til atkvæðagreiðslu kæmi. Auglýst hafi verið eftir framboöslistum til allsherjarat- kvæðagreiðslu en sú auglýsing var ákveðin á fúndi trúnaðar- mannaráðs þann 16. janúar og var framboðsfrestur til 26. þess sama mánaðar. Aðalstjórn félagsins þannig skipuð. Jón Helgason, Akureyri er formaður. Eirikur Agústs- son, Dalvik er Varaformaður. Olfhildur Rögnvaldsdóttir, Ak- ureyri, er ritari. Gunnar J. Gunnarsson, Akureyri er gjald- keri. Aörir i stjórninni eru Unn- ur Björnsdóttir. Akureyri, Þór- arinn Þorbjarnarson, Akureyri, og Ólöf V. Jónasdóttir, Akur- eyri. Varamenn voru kosin, Aöalheiður Þorleifsdóttir, Akureyri, Matthildur Sigurjóns- dóttir, Hrisey, Baldvin S. Bald- vinsson, Akureyri, Guðlaug Jó- hannsdóttir, Akureyri og Karl Asgeirsson, Akureyri. Aðalfulltrúar f trúnaöar- mannaráð voru kosnir, Ólafur Guðmundsson, Akureyri, Pálmi Sigurösson, Akureyri, Einar Arnþórsson, Akureyri, Geir- þrúður Brynjólfsdóttir, Akur- eyri, Siguröur Asgrimsson, Akureyri, Sigriður Hermanns- dóttir, Dalvik, Guðrún Bene- diktsdóttir, Dalvik, Matthildur Framhald á bls. 2

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.