Alþýðublaðið - 29.05.1979, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 29.05.1979, Blaðsíða 2
2 Þriðjudagur 29. maí 1979 Frá Fræðsluskrifstofu Reykjavíkur Staða forstöðumanns Staða forstöðumanns sálfræðideildar skóla i Réttarholtsskóla er laus til um- sóknar. Stöður sálfræðinga, félagsráðgjafa og sér- kennara eru lausar við sálfræðideildir skóla i Reykjavik. Ennfremur staða ritara við sálfræðideildina i Réttarholtsskóla. Umsóknir skulu hafa borist til Fræðslu- skrifstofu Reykjavikur fyrir 24. júni n.k. Útboð Rafmagnsveitur ríkisins óska eftir til- boðum i byggingu aðveitustöðvar við Rjúkandavirkjun i ólafsvík. tJtboðið nær til byggingarhluta stöðvarinnar, þ.e. jarð- vinnu, undirstaða fyrir stálvirki og girðingar. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu Raf- magnsveitna rikisins, Laugavegi 118, 105 Reykjavik, frá og með 28. mai 1979, gegn kr. 20.000,- skilatryggingu. Tilboðum skal skila á sama stað fyrir kl. 10 miðvikudag 13. júni n.k. og verða þau þá opnuð. Tilboð sé i lokuðu umslagi merkt ,,79031 RARIK”. Verki á að ljúka að mestu fyrir 1. sept. og að fullu fyrir 1. okt. 1979. Frá Fjölbrautarskólanum í Breiðholti Vakin skal athygli á þvi að nokkrar kennarastöður hafa verið auglýstar lausar við skólann og er umsóknarfrestur til 11. júni n.k. Um er að ræða kennslu i eftirtöldum greinum: íslensku, stærðfræði, raun- greinum (þ.e.a.s. eðlis- efna- og náttúru- fræðigreinum) félagsgreinum (sögu) viðskiptagreinum, tónmenntun og iþróttum. Skólameistari verður til viðtals i sambandi við kennararáðningu þá sem hér um ræðir frá 1.-8. júni kl. 9-12 á skrif- stofu sinni i húsakynnum skólans við Austurberg. Simi skólameistara er 75710. Fjölbrautaskólinn i Breiðholti Kvennaskólinn í Reykjavík Innritun Næsta vetur verður sú breyting á starf- rækslu Kvennaskólans i Reykjavik að hafin verður kennsla á uppeldissviði og verður tekið við nemendum á fyrsta ár þess sviðs. Starfræktar verða þrjár brautir, mennta- braut sem leiðir til stúdentsprófs eftir fjögur ár, fóstur- og þroskaþjálfabraut og félags- og iþróttabraut, sem ljúka má á tveimur árum en einnig geta leitt til stúdentsprófs eftir fjögur ár. Innritun fer fram i Miðbæjarskólanum i Reykjavik dagana 5.-6. júni ásamt inn- ritun annarra framhaldsskóla höfuð- borgarinnar. Innritunin stendur frá kl. 9 til 18 hvorn dag en einnig verður skrifstofa skólans að Frikirkjuvegi 9, simi 13819, opin þessa viku og hina næstu, kl. 9-17 og verður þar hægt að fá allar nánari upplýsingar. Samkvæmt ofanskráðu verður ekki tekið við nemendum i 1. bekk skólans (7. bekk grunnskóla) næsta vetur. Skólastjóri Jafnréttisnefnd Kópavogs: Mæður telja framhalds- nám æskilegra fyrir syni sína en dætur Jafnréttisnefnd Kópa- vogs hefur að undanförnu gert ýmsar kannanir i Kópavogi í sambandi við jafnréttismál. Kemur þar m.a. eftirfarandi fram. Giftir karlar eöa þeir sem búa i sambúö sem vinna átta stunda vinnudag eru 25,8% af öllum úti- vinnandi mönnum kaupstaðarins. Giftar konur eöa þær sem búa i Sigurlaug Sigurfinnsdóttir Ársæll Már Gunnarsson Gfsii Ketilsson Guöbjörn Ketilsson sambuö og vinna átta stunda vinnudag eru hins vegar um 34,4%. Þaö eru þvi fleiri giftar konur sem vinna átta stunda vinnudag I Kópavogi heldur en karlar. Sama gildir einnig um' þær konur og þá karlmenn sem eru ógift eöa eru ekki i sambúö. Konurnar hafa þar vinninginn einnig. Hins vegar er þessu ööru visi farið þegar mældur er lengri vinnudagur. Þá hefur karlmaður- inn miklu hærri prósentutölu. Sem dæmi má nefna aö giftir karlmenn sem vinna ellefu til tólf tima á dag eru um 18%. Giftu konurnar hins vegar ekki nema 0,8%. Þá má og sjá hvernig jákvæö afstaöa til framhaldsnáms barna skiptist. Til dæmis telja mæður I Kópavogi æskilegra að synir þeirra stundi framhaldsnám heldur en dætur þeirra, svo var og einnig með feöur þó svo aö hlutfalliö heföi veriö minna eöa öllu heldur jafnara. Þá var og gerö könnun á viö- horfum til launamismunar i þjóö- felaginu. 71,3% karlar og 77,9% konur töldu launamun of mikinn. 3,9% karlar og 1,5% konur töldu að of litill launamunur væri. Hins vegar fannst 15,1% körlum og 7,5% konum launamunurinn eöli- legur. 9,7% karlar og 13.1% konur tóku ekki afstööu til málsins. Greenpeace menn mættir Greenpeace samtökin eru enn ekki af baki dottinn i baráttu sinni fyrir verndun hvalsins. Margir muna eflaust mótmælaaðgeröir þeirra Greenpeace manna slð- asta sumar, er þeir sigldu um veiðisvæöi hvalveiöiskipanna islensku og reyndu aö trufla veiö- arnar. Töldu þeir sig hafa náö talsveröum árangri I þessari viöleitni sinni, en islensku hval- veiöimennirnir sögöu þá ekki hafa hamlað veiöarnar á einn eöa neinn hátt. Og aftur I sumar mæta Green- peace menn til leiks á skipi slnu „Rainbow Warrior”. Um borö i skipinu veröur 20 manna áhöfn sjálfboðaliða frá 8 löndum. Er markmiö þeirra meö þessum mótmælaaögeröum aö minnka hvalveiöina um 20%. Þaö má þvi búast við aö hitni I kolunum er hvalveiðitimabilið hefst, sem þaö gerir innan skamms. Ar barnsins Framkvæmdanefnd al- þjóðaárs barnsins 1979 vill þakka þeim mörgu aðilum sem þegar hafa unnið mik- ið starf i þágu barna á barnaári. Allmargir hafa þegar sent framkvæmdanefndinni upplýs- ingar um störf sin á barnaárinu en frá öörum hefur nefndin ekkert heyrt. Framkvæmdanefndin hef- ur ákveðiö að gefa út fréttablað 20. júni næstkomandi sem gefa á yfirlitum þaö sem gert hefur ver- iö eöa unniö er aö á vegum sveit- arstjórna og félaga eöa annarra þeirra aöila sem sóttu ráöstefnur þær sem menntamálaráöuneytiö og framkvæmdanefndin héldu á síöastliðnu ári. Vill framkvæmdanefndin fara þess áleit viö þá aðila, sem ekki hafa sent nefndinni upplýsingar um störf sin i tilefni alþjóöaárs barnsins, að gera þaö fyrir 30. maf n.k. Koma þarf fram hvað gert hef- ur veriö á vegum viökomanda, hvaö er áætlaö aö gera, hvaöa aö- ilar skipulegggja starfiö t.d. sér- stök barnaársnefnd eöa starfs- hópur og nafn ábyrgöarmanns viökomandi nefndar eöa starfs- hóps. Þetta er gert til þess að þeir, sem óskuöu eftir aö fá nán- ari upplýsingar um starfiö, gætu hringt eöa skrifaö til viökomandi. Umferðarfræðsla 5 og 6 ára barna í Hafnarfirði og Kjósarsýslu Lögreglan og umferðarnefndir efna til umferðarfræðslu fyrir 5 og 6 ára börn. Hvert barn á bess kost að mæta tvisvar, klukkustund i hvort skipti. Sýnd verða brúðuleikhús og kvikmynd og auk þess fá bau verkefna-spjöld. 29. mai 6 ára 5 ára öldutúnsskóli kl. 09,30 . kl. 11,00 Lækjarskóli kl. 14,00 kl. 16,00 30.og31.mai . Engidalsskóli kl. 09,30 kl. 11,00 Viðistaðaskóli kl. 14,00 kl. 16,00 Reiðhjólaskoðun fer fram á ofangreindum stöðum á sama tima. Foreldrar geymið auglýsinguna. Lögreglan i Hafnarfirði og Kjósarsýslu. Lausar stöður Tvær kennarastööur, önnur i efnafræði en hin i dönsku (2/3), viö Menntaskólann i Kopavogi eru lausar til umsóknar. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna rikisins. Umsóknir ásamt ýtarlegum upplýsingum um námsferil og störf, skulu hafa borist menntamálaráöuneytinu, Hverfsisgötu 6, fyrir 22. júni n.k. — Sérstök umsóknar- eyðublöö fást i ráöuneytinu. Mennta mála ráðuney tið 22. mai 1979 Kennarastaöa i stæröfræöi er laus til umsóknar viö Menntaskólann aö Laugarvatni. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna rikisins. Umsóknir, ásamt ýtarlegum upplýsingum um námsferil og störf, skulu hafa borist menntamálaráöuneytinu, Hverfisgötu 6, fyrir 25 júni n.k. — Sérstök umsóknareyðu- blöö fást i ráöuneytinu. Menntamálaráðuneytið 23. mai 1979. Siglufjörður Staða sparisjóðsstjóra við Sparisjóð Siglu- fjarðar er laus til umsóknar. Góð launa- kjör. Ráðning frá 1. okróber 1979. Umsóknir sendist til formanns stjórnar sparisjóðsins fyrir 1. júli nk. sem gefur allar nánari upplýsingar. t Þökkum auðsýnda samúö viö andlát og jaröarför Jóhönnu Ketilsdóttur frá Hellissandi Kristinn Breiöfjörö, Kristin Kristinsdóttir, Súsanna Ketilsdóttir, Böövar Ketiisson, Björgvin Magnússon

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.