Alþýðublaðið - 29.05.1979, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 29.05.1979, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 29. maí 1979 3 alþýdu IH hT'JT'M Framkvæmdastjóri: Jóhannes Guðmundsson Abyrgöarmaður: Bjarni P. Magnússon Ritstjórnarfulltrúi: Gu&ni Björn Kjærbo Auglýsingar: Ingibjörg Sigur&ar- dóttir Dreifingarstjóri: 'Siguröur Steinarsson Gjaldkeri: Halldóra Jónsdóttir Ritstjórn og auglýsingar eru a& • Siöumúla 11, Reykjavlk. Simi «1866. Harðindi undanfarinna vikna hafa valdið miklum erfiðleikum víða um land. Alvarlegast er netatjón og beint tekjutap á haf- issvæðinu, en einnig hafa orðið skemmdir á hafnarmannvirkj- um. Þá hafa fiskvinnslustöðvar og kaupfélög orðið fyrir veruleg- um aukakostnaði vegna flutn- inga á hráefni og vörum, um- fram það, sem eðlilegt getur tal- ist. Þá blasir við mikili vandi í landbúnaði. Víða eru bændur heylitlir eða heylausir, og verða að bæta það upp með aukinni fóð- urbætisgjöf. Af þessum sökum eykst að mun kostnaður við bú- rekstur. Enn er ekki Ijóst hve langvinn jarðbönn verða, en víst er að sauðgróður verður ekki kominn fyrr en þremur vikum eftir að snjóa leysir. Þennan þátt landbúnaðarvand- ans verður að ihuga sérstaklega og leita ráða til úrbóta. Vel getur farið svo, að islendingar þurfi ekki á næstu mánuðum að hafa verulegar áhyggjur vegna um- framframleiðslu á mjólk og mjólkurafurðum, og að þær birgðir, sem nú eru til í landinu, væri óráðlegt að selja úr landi. Meðal annars af þessari ástæðu eru óhróðursskrif Tímans um Alþýðuflokkinn ástæðulaus. Það er ómerkilegur áróður að blanda saman þeim harðindum, sem nú eru og afstöðu Alþýðu- flokksins til aukinna útf lutnings- uppbóta að f járhæð þrir og hálf- ur milljarður króna. Það er sér- staktmál, sem f jarstæðukennt er að tengja vorharðindunum. Þegar landbúnaðarráðherra lagði fram frumvarp sitt um Framleiðsluráð landbúnaðarins tók Alþýðuflokkurinn undir þá meginstefnu frumvarpsins, að könnuð yrði útflutningsuppbóta- þörfin. I þeirri mynd hefði flokkurinn vafalaust samþykkt frumvarpið. Hins vegar gerðist það í landbúnaðarnefnd, að inn í frumvarpið var bætt ákveðnum tölum, sem hækkuðu hundraðs- hluta útflutningsuppbóta úr 10 í 16 prósent. Þetta gat Alþýðuflokkurinn ekki samþykkt, enda var þarna farið aftan að hlutunum. Láns- f járáætlun hafði verið samþykkt með mikilli fyrirhöfn, en þar voru þrír og hálfur milljarður í auknar útf lutningsuppbætur ekki nefndur einu orði. Þá höfðu ráð- herrar verið sammála um, að af- greiðsla þessa máls gæti að skað- lausu beðið næsta hausts, þegar ný fjárlög og lánsf járáætlun kæmi til afgreiðslu. Því miður varð landbúnaðar- nefnd neðri deildar Alþingis verulega á í messunni við af- greiðslu þessa máls, og verður landbúnaðarráðherra einum ekki kennt um undarlega meðferð málsins. — Við lokaafgreiðslu lagði Alþýðuflokkurinn fram breytingatillögu, sem var mjög i anda upphaflegrar stefnu land- búnaðarráðherra, og var hún samþykkt. Frekari afgreiðsla málsins er öllum kunn. Alþýðuflokkurinn getur ekki tekið þátt í þeirri hringavitlaysu, sem felst í því að taka erlend lán til að greiða niður útflutnings- verð á landbúnaðaraf urðum, svo jafnvel lánveitendur geti keypt íslensku f ramleiðsluna helmingi lægra verði en íslendingar sjálf- ir. Hver maður hlýtur að sjá að slik stefna gengur ekki upp. Alþýðuf lokkurinn er hins vegar tilbúinn að taka þátt í öllum skynsamlegum ráðstöfunum, sem gætu orðið til þess að létta bændum þær byrðar, sem minnkandi framleiðsla veldur þeim. Hann er tilbúinn að leita raunhæfra lausna á þeim vanda, sem vorharðindin hafa skapað. En f lokkurinn haf nar því, að vor- harðindin verði notuð til að grípa til örþrifaráða, sem engu bjarga þegar til lengdar lætur. — AG — 18 stúdentar frá Fjöl- brautarskóla Suðurnesja Um þessar mundir eru flestir skólar að Ijúka starfsári sínu. Síðastliðinn laugardag lauk vetrar- starfi Fjölbrautarskóla Suðurnesja með skólaslit- um í samkomuhúsinu Festi. 490 nemendur stunduöu nám i dagskólanum þar s.l. vetur, en aö 'auki nær 70 i öldungadeild. Heildarfjöldi nemenda var þvi rösklega 550. Kennarar voru 45. Jón Böövarsson skólameistari afhendir einkunnir og kveöur nemendur eftir samvistina. Öskjuhlíðarskóli fékk gjöf Kiwanisklúbburinn Hekla í Reykjavík býður 5 nemendum og 2 kennurum til þátttöku í norrænum hljómleikum 53 nemendur brautskrá&ust: 1 at- vinnuflugmaöur, 5 vélstjórar 1. stigs, 3 nemendur af viöskipta- braut eftir tveggja ára nám, 26 iönaðarmenn og 18 stúdentar. Burtfararprófi luku einnig, hús- gagnasmiöir, pipulagningar- menn, skipasmiöir, ljósmyndari, málari, múrsmiöur og vélvirki. í stúdentahópnum voru 3 öld- ungar sem stundu&u nám sam- kvæmt áfangakerfi Mennta- skólans viö Hamrahllö, Mennta- skólanum á Laugarvatni, Flens- borgarskóla, Verslunarskóla Islands eöa menntadeild Gagn- fræ&askólans i Keflavík. Skólameistari er Jón Böövars- j son. Kiwanisklúbburinn Hekla i Reykjavik afhenti I tilefni af barnaári þ. 19. april s.l. öskju- hliðarskóla i Reykjavik flugfar- seðla og farareyri fyrir 5 nemendur og 2 kennara til þátt- töku i norrænum hljómleikum i Vesterás I Sviþjóð þ. 21. april s.l., en I öskjuhli&arskóla fer fram tónlistarkennsla undir stjórn Fjólu ólafsdóttur tónlistarkenn- ara. bátttakendur i þessum hljóm- leikum eru börn og fullorðnir meö sérþarfir (þ.e. fatlaöir, þroska- heftir o.s.frv.), en þeir voru á aldrinum 9 — 65 ára. Kiwanisklúbburinn i Osló sá um undirbúninj og skipulagningu hljómleikanna og veitti fjárhags- legan stuðning. Þetta er I fyrsta skipti, sem Islendingar taka þátt i þessum hljómleikum, sem haldn- ir voru i þriöja skipti, en fyrst voru þeir haldnir i Helsingfors áriö 1976. Að sögn Fjólu Ólafs- dóttur tókst feröin I alla staði mjög vel og var börnunum til mikillar gleöi og er það von Kiwanisklúbbsins Heklu, aö þessi ferð nemenda og kennara öskju- hli&arskóla verði nemendum skólans hvatning til tónlistar- náms, en það er álit kennara skólans, aö viö tónlistarnám eflist hjá börnunum einbeiting og eftir- tekt og þau eigi betra með aö tjá sig og vinna saman, enda hafa veriö stofnaöir tónlistarskólar innan sérskólanna I Vesterás og Osló. Framhaldsskólanám að loknum grunnskóla Athygli er vakin á að umsóknarfresti um inngöngu á ýmsar námsbrautir á framhaldsskólastigi lýkur 8. júni, og nemendur sem sfðar sækja geta ekki vænst skólavistar. Tilskilin umsóknareyðublöö fást I þeim grunnskólum, sem brautskrá nemendur úr 9. bekk, og I viðkomandi fram- haldsskólum. Leiðbeiningar um hvert senda skuli umsóknir eru á umsóknareyöublöðunum. Bent skal á, aö I Reykjavlk verður tekið á móti umsóknum I Miðbæjarskól- anum 5. og 6. júnl kl. 10-17 báða dagana og jafnframt veittar upplýsingar um framhaldsskóla. Menntamálaráðuneytið, 25. mai 1979 Hafrannsóknarstofnunin Ritara vantar vegna afleysinga i sumar- leyfum. Góð vélritunarkunnátta áskilin. Hálfs dags vinna kemur til greina. Umsóknir sendist stofnuninni fyrir 8. júni n.k. Ifafrannsóknastofnunin, Skúlagötu 4, 101 Rvik. Simi 20240 Tilboð óskast i nokkrar fólksbifreiðar, jeppabifreiðar og camper-sendibifreið. auk þess nokkrar ógangfærar bifreiðar, er sýndar verða að Grensásvegi 9,þriðju- daginn 29. mai kl. 12-15. Tilboðin verða opnuð i bifreiðasal að Grensásvegi 9, kl. 17. SALA VARNARLIÐSEIGNA

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.