Alþýðublaðið - 13.06.1979, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 13.06.1979, Blaðsíða 1
alþýdu' blaðið Miðvikúdagur 13. júní 1979 StjórnarráMft: Þingflokkur Alþýöuflokksins gerlr þær kröfur til rikisstjörnarinnar aö hiin móti kjaramálastefiiu til lengri tlma. Gunnlaugur Stefánsson alþingismaður „Allar launþegahreyf- ingar semji um kaup og kjör á sama tíma” Eins og skýrt var frá i Alþýðu- blaðinu f gær fundaði þingflokkur Alþýðuflokksins i fyrradag. Eng- ar stefnubreytingar voru geröar frá fyrri samþykktum þingflokks- ins um efnahags- og atvinnumál. Þá var heldur ekki tekin bein af- staða til þess hvort rétt þætti að setja bráðabirgöalög á farmenn nú fljótlega, eins og ýmsir hafa viljaö. Alþýðublaðið sneri sér til Gunn- laugs Stefánssonar alþingis- manns og spurði hann hvort þetta þýddi að stefna þingfiokksins væri aðgerðaleysisstefna. Sem sé að þingflokkurinn vildi ekki að rikisstjórnin gripi inn i þau vandamál sem væru fyrir hendi á atvinnumarkaðnum. „Það sem ég tel að hafi fyrst og fremst falist i samþykkt þing- flokksins frá þvi i mai, þar sem fjallað er um frjálsa kjarasamn- inga, er að allar launþegahreyf- ingar eigi aö semja um kjör sín á sama tima,” sagöi Gunnlaugur StefáBBson alþingismaöur. Og Gunnlaugur hélt áfram: „I öðru lagi aö fram fariuppstokkun og gerð yrði einföldun á launa- kerfinu i landinu og einnig að gert yrði að meginmarkmiði i hinum frjálsu heildarsamningum að kjör þeirra lægst launuöu yrðu bætt. Til að þessu markmiði megi ná, þarf góðan tima og mikinn undirbúning. ööruvisi ná slíkir kjarasamningar ekki tilgangi sin- um. Sú var hugmyndin sem lá að baki tillögu þingflokksins um frjálsa kjarasamninga, að sett yrðu bráðabirgðalög i landinu sem skipuðu launþegasamtökum, hvort sem þau hefðu lausa eða fasta kjarasamninga,aðganga til samninga öll á sama tima á ákveönu timabili.” Aðgerðastefna ekki að- gerðaleysi „Einnig segir i samþykkt þing- flokksins,” bætti Gunnlaugur Stefánsson viö, „aö ef aðgerðir fámennra hópa séu farnar að ógna almannaheill og stefna at- vinnuöryggi og afkomu verka- fólks I hættu þá hljóti rikisvaldið aðgripa f taumana. Það er þvi hin argasta rangtúlkun að halda þvi fram að samþykkt þingflokksins frá þvi i vor feli i sér aðgerðaleysi af hálfú rikisstjórnarinnar. Þvert á móti gerir þessi samþykkt kritf- ur til rlkisstjórnarinnar, það að hún móti kjaramálastefnu til lengri tima, en fresti einstökum kjaradeilum sem upp koma, til þess tima aö heildarkjarasamn- ingar fari fram i landinu. Stefna Gunnlaugur Stefánsson: Stefr.a þingflokksins er fremur aðgerða- stefna, en aögerðaleysisstefna. þingflokksins er þvi fremur að- gerðastefna en aðgerðaleysis- stefna.” Fresta verkföllum fram að heildarkjarasamn- ingum Skal, að þinu mati, setja á bráðabirgðalög núna strax til að stöðva þær vinnudeilur sem eru I gangi?, var næsta spurning Alþýðublaðsins. „Til þess að tryggja megi þann árangur sem þingflokkur Alþýðuflokksins vonast eftir, með þvi að fram fari heildarkjara- samningar allra aðila á sama ákveðna timabilinu, þá tel ég að verði að spoma gegn þvi aö ein- stakir starfehópar standi utan viö sllka samninga. Þvi er það eðli- legt að rikisstjórnin fari þess á leit viö farmenn, aö þeir fresti verkfalli slnu og semji um kjör sin og laun samhliða öðrum laun- þegahreyfingum I landinu, þegar slikir samningar farafram. Og ef farmenn hlíta ekki þessum ósk- um, þá stendur samþykkt þing- flokksins ekki i vegi fyrir því að sett verði á farmenn lög, sem fresti verkfalli þeirra þar til heildarkjarasamningar fari i gang,” sagði Gunnlaugur Stefánsson. Ekki andvigir visitölu- þaki Loks var alþingismaðurinn spurðuraö þvihvort Alþýðuflokk- urinn standi gegn þvi aö visitölu- þak veröi sett á há laun. „Ég tel að þingflokkurinn hafi aldrei samþykkt andmæli viö þvi aö Kjaradeilumar: BER STJORNINNI AD GRÍPA INNf? Nú styttist óðum í verkbann Vinnuveitendasambands Islands. Menn greinir á um það hvort ríkisvaldinu beri að skipta sér af kjaradeilunum. Spurningin er: Ber skilyrðislaust að fylgja þeirri grundvallarreglu að frjáls samningsréttur skuli giIda, eða er ástandiðsvo alvarlegt að það réttlæti ríkisafskipti. Meirihluti bingmanna vill ekki ríkisafskipti, en almenningur er, ef taka má mark á skoðanakönnun Dagblaðsins, klofinn I afstöðu sinni. Alþýðublaðið hafði samband við þá Þorstein Pálsson og Finn Torfa Stefánsson. Þorsteinn,erysem framkvæmdastjóri VSI, einn aðalhvatamaðurverkbannsákvörð- unarinnar. Finnur Torfi, þingmaður jafnaðarmanna, er ekki alfarið sammála þingflokknum. Blaðið hafði því stutt viðtöl við þessa aðila og innti þá álits á stöðunni. Finnur Torfi Stefánsson alþingismaður: „Beita skal lagasetningu ef samningaviðræður reynast árangurslausar” Ber að setja lög á farmenn? „Ég tel að þegar vinnudeilur eru farnar aö stofna þjóðarhag I hættu, þá beri rlkisvaldinu skylda tál þess að vinna að iausn þeirra og beita til þess laga- setningu ef samningaviöræður reynast árangurslausar.” En er það ekki einmitt staöan I dag? „Jú, mér sýnist þær aðstæður vofi nú yfir.” Er þingflokkurinn sammála þessu? „Þingflokkurinn gerði fyrir Finnur Torfl alþingismaður. Stefánsson nokkru siðan samþykkt þess efnis að kjaradeilur bæri að leysa með frjálsum samning- um. Ég hygg aö allir þingmenn Alþýðuflokksins séu sammála um þá grundvallarreglu. En frá þeim tima er samþykkt þessi var gerð hefur ástandið breyst mjög til hins verra, sém gerir það nauðsynlegt að skoða málið i nýju ljósi. Þingfiokkurinn hefur ekki gert neina formlega samþykkt þar um.” Var umboðsleysi Magnúsar I ráöherranefnd ásetningur þing- flokksins? „Ráðherrar hafa að sjálf- sögðu fullan rétt til að ræða og vinna að úrlausnum vanda- mála. Hér gildir einu hvort um er að ræða rikisstjórnina sem heild eða hina ýmsu hópa hennar. Það reynir ekki á um- boð þeirra fyrr en til ákvöröunartöku kemur.” Enjmboðið fyrir hendi þegar til ákvörðunartöku kemur? „Þegar til hennar kemur þurfa ráðherrar að sjálfsögðu að afla sér umboös til aö sam- þykkja”, sagði Finnur Torfi. G.Sv. Þorsteinn Páísson framkvæmdastjóri VSÍ: „Ríkisafskipti rétt undir vissum kringumstæðum” Alþýöublaöið haföi i gær sam- band við Þorstein Pálsson, framkvæmdastjóra Vinnu- veitendasambands Islands, og bar undir hann þá spurningu hvortrikisvaldinubæri aö gripa inni með lagasetningu á far- menn. Þorsteinn sagði: „Okkar stefna er að samningsrétturinn eigi að gilda, en málið er ekki auövelt. Dæmið snýr nú þannig fyrir okkur að Framsóknar- flokkurinn og Alþýðubandalagið hafa fallist á þá stefnu Alþýðu- flokksins að kjaradeilur skuli háðar án ihlutunar rikisvalds. Nú, vitaskuid kallar þetta á Þorsteinn Pálsson fram- kvæmdastjóri VSl. stórkostleg átök. A meöan þess- ari stefnu er fylgt verður lögmál hnefaréttarins að gilda.” Eru þetta nægar forsendur fyrir jafn viðtæku verkbanni? „Já, hiklaust. Rikisstjórnin ætlast beinlinis til þess af okkur og þar af leiðandi knýr hún okkur til verkbannsins. Hún hefúr tekið þessa ákvöröun og kallar með henni á þessi eöli- legu viðbrögð okkar.” A hún þá að grlpa inni? „Eins og ég sagði þá er frjáls samningsréttur stefha Vinnu- veitendasambandsins. En undir vissum kringumstæðum geta rikisafskipti verið rétt.” Eru þetta ekki slikar krmgumstæður? „Um það vil ég ekkert láta hafa eftir mér, og neita þvl að svara þessari spurningu.” Formaður Verkamannasam- bandsins gerir þvi skóna að þið séuð með þessu verkbanni að knýja á um hærra vöruverð. „Já, þetta er nú bæöi vitleysa oghreinn útúrsnúningur,” upp- lýsir Þorsteinn. G.Sv. timabundið visitöluþak yrði sett á há laun,” svaraöi Gunnlaugur. „Þess má geta aö nokkrir þing- menn flokksins stóðu að frum- varpi um hátekjugreiðshiskatt á þinginu i vetur, þannig að fremur mætti túlka viðhorf þingflokksins á þá leið aö hann væri hlynntur þvl að visitölubætur yrðu stöðv- aðar við eitthvert tiltekið mark, enda hefur þaö verið kappsmál þingflokksins I allan vetur að draga úr áhrifum vlsitölunnar á kaupgjald ogverðlag i landinu.” „Að lokum vil ég taka fram, að allar umræður um þaö að Magnús H. Magnússon félagsmálaráö- herra hafi ekki umboö til þess að taka þátt I störfum ráðherra- nefndarinnar, eru einungis til þess failnar að grafa undan þátt- töku Alþýðuflokksins i rikis- stjórninni og koma i veg fyrir að rikisstjórninni geti tekistað koma á eðlilegri stjórn mála hér á landi,” sagði Gunnlaugur Stefánsson alþingismaöur I lok máls sfns. -GAS Eflum Alþyouflokkinn Frá styrktarmannafélaginu Ási (Til styrktar rekstri Alþýðuflokksins) I Iþýðuflokksfólk: gerist félagar í Ási. Hafið samband við skrifstofu flokksins milli kl. 2 og 5 á daginn, sími 15020. Þeir sem fengið hafa gíróseðla eru hvattir til þess að greiða framlagið Njáll Símonarson formaður

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.