Alþýðublaðið - 24.07.1979, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 24.07.1979, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 24. júlí 1979 /■"" 3 alþýðu- blaóió Framkvæmdastjóri: Jóhannes Guömundsson Abyrgöarmaöur: Bjarni P. Magnússon Ritstjórnarfulltrúi: Guöni Björn Kjærbo ^ Auglýsingar: Ingibjörg Siguröar- dóttir Dreifingarstjóri: Siguröur Stein- arsson Gjaldkeri: Halldóra Jónsdóttir. Ritstjórn og auglýsingar eru aö Siöumúla 11, Reykjavik, simi 81866. íslendingar búa enn í grund- vallaratriðum við stjórnarskrá, sem sett var á árinu 1874. Þær breytingar sem gerðar hafa ver- ið á stjórnarskránni hafa ein- vörðungu f jallað um ytra form stjórnarhátta, 1918 og 1944, og síðan um kjördæmabreytingar. Það segir sig því sjálft, að stjórn- arskrá lýðveldisins hlýtur um margt að vera forngripur — og vinnubrögð, sem á henni eru byggð, oft ærið forn. Stjórnarskráin frá 1874, sem Jóni Ölafssyni, ritstjóra og fleir- um raunar þótti þá heldur hvim- leitt plagg, gerir ráð fyrir því, að á milli þinga sé mögulegt að gef a út bráðabirgðalög. Bráðabirgða- lög eiga að vera til þess að leysa bráðan vanda, sem upp kemur á tímabilinu frá því þinglausnir fara fram, og þar til þing er kall- að saman að nýju. Bráðabirgða- lög eru auðvitað leifar gamalla tíma. Væntanlega hefur á árum áður verið gripið til bráðabirgða- laga vegna þess, að landið var stórt og samgöngur erfiðar. Það var því ekki hægt að kalla þing saman með góðu móti. Bráða- birgðalög voru þess vegna gefin út, þegar óvænt vandamál komu upp, sem ekki var vitað um, þeg- ar þinglausnir fóru fram. Segja má, að slíkt hafi gilt um bráðabirgðalög þau, sem nýlega voru gefin út um orkusparandi aðgerðir ríkisvaldsins. Hitt er vitaskuld ótækt, þegar stjórn- völd vilja framkvæma almenna stjórnun með bráðabirgðalögum. Sú hugmynd sem liggur að baki ákvæðum í stjórnarskrá um bráðabirgðalög, gerir alls ekki ráð fyrir slíkum vinnubrögðum. Við slíkar aðstæður á að gera annað af tvennu: Fresta laga- setningu þar til þing kemur sam- an, eða kalla þing saman, ef mikið þykir iiggja við. A árum áðum höfðu alþingis- menn lítil og léleg laun - Sú tíð er af. Nú hafa alþingismenn ágæt laun, miðað við það sem gerist og gengur í þjóðfélaginu. Á árum áður hefur það efalaust þótt sparnaður að kalla ekki þing saman utan venjuiegs þingtíma. Nú er ekkert því til fyrirstöðu að kalla þing saman, launakjörum þingmanna er svo háttað, að af því væri lítill eða enginn auka- kostnaður. Kerfi þingræðis byggist á stjórn og stjórnarandstöðu. Lagasetningu á að ræða í heyr- anda hljóði á löggjafarsamkomu. ( því á að felast nokkur trygging fyrir því, að svo vel og skynsam- lega sé að löggjöf staðið, sem frekast er kostur. Það er ekki einasta stjórnvalda að setja lög. Þar á einnig að heyrast rödd stjórnarandstöðu til þess að gera betri tillögur eða til gagnrýni og aðhalds. Með þessu á þingræðið að geta veitt þegnunum nokkra tryggingu fyrir skynsamlegri lagasetningu. Landsstjórnin gengur ekki svona f yrir sig, þegar gerð er til- raun til þess að stjórna með bráðabirgðalögum. Þá fer engin umræða fram fyrir opnum tjöld- um. Þá hefur allur almenningur sáralitla möguleika á að f ylgjast með frumvörpum til laga, meðan þau eru að verða að lögum. Stjórnarandstaða tekur litinn sem engan þátt í umræðu um eða tilorðningu slíkra laga. Af þess- um ástæðum er það hættuleg braut að stjórna með bráða- birgðalögum eins og það er kall- að. Nokkur þingræðislönd hafa þegar bannað í stjórnarskrá út- gáfu bráðabirgðalaga. Alþýðu- blaðið er þeirrar skoðunar að mjög beri að varast útgáfu bráðabirgðalaga. Þær aðstæður geta að vísu skapast að bráða- birgðalög séu nauðsynleg, en hitt væri þó æskilegra: Að kalla lög- gjafarsamkomuna saman, ef nauðsyn þykir til útgáf u laga, þó svo fyrir slíku sé ekki hefð á (s- landi. Slíkt tryggir hvort tveggja: Vandaðri lagasetningu og lýðræðislegri stjórnarháttu. —VG. Að stjórna með bráðabirgðalögum Hitaveitu Akraness og Borgarfjarðar: Heimiluð þrenn verkefni Iönaöarráöuneytiö hefur veitt Hitaveitu Akraness og Borgar- fjaröar heimild til þess aö hefja framkvæmdir viö 2. áfanga dreifikerfis I Borgarnesi, aö hefja framkvæmdir viö lögn f Borgarfjaröarbrú, og aö hefja byrjunarframkvæmdir viö framræsingu lands á kaflan- um frá Bæ aö Seleyri, á þeim landssvæöum þar sem þegar hefur veriö samiö viö iandeigend- ur. Þessar heimildir eru veittar á þeim grundvelli, aö Hitaveita Borgarfjaröar, sem er aöili ásamt Bæjarsjóöi Akraness aö Hitaveitu Akraness og Borgar- fjaröar, hefur þegar gert samn- ing um hitaafnot frá hvera svæö- inu aö Bæ i Borgarfiröi. Samkvæmt ósk Náttúru- verndarráös skulu höfö samráö viö ráöiö um gerö og fyrirkomu- lag lagnarinnar. Meö lögum nr. 57 31. mai 1979 var rikisstjórninni veitt heimild til þess aö taka eignarnámi hluta jaröarinnar Deildartungu i Reykholtsdalshreppi ásamt jarö- hitaréttindum, en Deildartungu- hver er forsenda þess aö hitaveita verði einnig lögö til Akraness. Ráöuneyti telur þvi eölilegt, aö beöiö veröi meö frekari fram- kvæmdaheimildir og starfsleyfi vegna hitaveitunnar. Aður en til eignarnáms kemur, þarf rikisstjórnin aö taka ákvörðun um sjálft eignarnámið á grundvelli laganna. Umboös- manni eiganda Deildartungu- hvers hefur veriö gefinn kostur á þvi, aö gæta réttar sins og koma athugasendum sinum og sjónar- miðum fram, áöur en til ákvörðunartöku rikisstjórnar- innar kemur. Greinargeröin veröur lögö fyrir rikisstjórnina þá er máliö veröúr þar tekiö fyrir. Forráöamenn Hitaveitu Akra- ness og Borgarfjarðar hafa undanfariö unniö aö samningum viö landeigendur og umráöa- menn jaröa á veituleiöinni og liggja nú þegar fyrir samningar viö flesta þeirra. Máliö hefur veriö lagt fyrir Náttúruverndarráö og hefur þaö skilaö áliti. Þá er til framkvæmda kemur veröur haft fullt samstarf viö ráöiö. Svo sem tekiö er fram i lögunum veröur höfð hliösjón af hagsmunum íbúa Reykholtsdals- hrepps. 1 þeim tilgangi hafa þegar veriö ráögeröir fundir meö fulltrúum iönaöarráöuneytisins, f jármálaráðuney tisins og hreppsnefnd Reykholtsdals- hrépps. Ráögert er aö fundir þessir hefjist I næstu viku. Orkusparnaður 1 frystihús megi aö jafnaöihita upp með kælivatni frá frystivélum. Sparnaðurinn sem af þessu hlýst gerir meira en aö vinna upp stofnkostnaöinn. Hér er sennilega ekki um stórar fjárhæöir aö ræöa I rekstri hvers frystihúss og ekki er vitaö hvort nein þeirra hafa þess háttar framkvæmdir á prjónunum. Val ganghraða fiski- skipa Ganghraði er m jög stór þáttur í aflþörf og oliunotkun. Nefna mætti hér aö ekki er óalgengt að 10% aukning á ganghraöa skips, i efeta hraöasviöi geti þýtt 50% aukningu i' alfþörf og þar með oliunotkun. Veigamikill þáttur i oliusparnaði er að búa skipin rennslismælum meö fjaraflestri sem sýnir augnabliks oliunotkun og þar meö það afl sem notaö er hverju sinni, svo og vegmælum. Unnt er að fá rennslismæla fyrir ca. 500 — 800 þús. kr., sem getur talist lltil upphæð miöaö viö verö á ýmsum þeim rafeindatækja- búnaöi, sem settur er i skip nú til dags. Einn innlendur aöili hefur hafið framleiöslu og samsetningu á slikum tækjabúnaöi. Sam- kvæmt upplýsingum frá við- komandi aöila hefur búnaöur þessiþegar veriö tekinn I notkun i tveimurfiskiskipum (skuttog- arar) og til viöbótar hefur verið pantaö i um 20 skuttogara og haf- in niðursetning i allmörgum þeirra. Samspil snúningshraða og stigningar skrúfu og fleiri stillingaratriði Taliö er, að vélstjórar séu mis- jafnlega lagnir viö að velja þessa þætti saman. Aö minnsta kosti viröist ástæöa til aö athuga hvort svo sé og þá hve miklu máli það skipti fyrir oliueyösluna og hvaö gera megi til útbóta. Rétt stilling dieselvéla er aö sjálfsögöu einnig þýðingarmikiö atriði vegna oliu- eyöslu. Vegna þessara miklu áhrifa, sem skipstjórnarmenn hafa væri mjög æskilegt og vafalaust áhrifarikt til árangurs, aö þeir hefðu beinan hag af þvi aö oliu- eyösla væri sem minnst. E.t.v. mætti búa til einhvern staöal um oliunotkun, per veiðiferö, á ári eöa per veitt tonn, Væri oliunotk- un minni fengju skipstjórnar- menn ákveðinn bónus af ,,sparnaöinum”og hefðu þar meö fjárhagslegan ávinning af minni oliueyöslu. Betri mótstöðueiginleik- ar togveiðarfæra Fyrir skuttogara er stærsti hluti oliunotkunarinnar vegna sjálfra veiöanna, og segja má að þar séu hlutföllin öfug viö það sem gerist fyrir loðnuskipin. 1 sambandi viö sjálfar veiöarnar fer um og yfir 80% af oliunotk- uninni i togiö. Rannsóknir á mótstööueigin- leikum togveiöarfæra munu fara fram i tilraunageymum. Segja má aö þar sé um heilt fyrirtæki að ræða. sllkur geymir, mjög fullkominn, mun kosta einhver hundruö milljóna, en þeir munu vera til af ýmsum geröum og stærðum. Slikar rannsóknir væru vafalaust mjög nýtilegar, ekki einvöröungu vegna olíu, heldur einnig sem liöur I ranmsóknum á veiöarfærum, sem er 'stór kostaöarliöur útgeröar, og til kennslu skipstjórnarmanna. Nýting á landrafmagni í höfnum Nýting á landrafmagni þegar skip eru I höfn, getur þýtt nokk- urn sparnaö. Sem dæmi reyndist hafnarnotkun eins af stærstu tog urum landsmanna vera 22.000 litrar á ársgrundvelli skv. mælingum og útreikningum, sem miðaö við núgildandi verölag er rúmar 2 milljónir króna. Fyrir liggur aö hafnir hérlendis eru ekki undir þaö búnar aö tengja skip við rafmagn úr landi. Þó hef- ur þetta ástand batnað töluvert undanfarin ár og hefur Reykja- vlkurhöfn gert verulegt átak I þvi að rafvæða hafnarsvæöiö. Hefur orkusala til fiskiskipa aukist um 30% ááriundanfarinárog var 550 MVH áriö 1978. Skoöun Hafna- málastofnunar er sú, aö byggja beri upp takmörkuð rafmagns- kerfi I höfnum landsins nú þegar meö möguleikum á stækkun siöar meir. Gróðurmyndun á bol skipa haldið i skefjum Gróðurmyndun á bol skips hefur veruleg áhrif á mótstööu og ganghraöa skips. Dæmi eru um það hér, aö þaö Uöi rúmt ár milli botnhreinsana, sem er of langur timi. Nefna má hér, að botn- hreinsanir neöansjávar hafa veriðgerðar erlendis. Nefnt hefur veriö, aö gróðurmyndun á bol geti valdið þvi' aö meö sömu olíunotk- un minnki ganghraöi skips um 1-2 sjómilur. Tveir aðilar hér á landi munu nú vera aö hugleiöa kaup á tækjum, sem hægt er að nota til botnhreinsunar neðansjávar og kosta þau um 6 milljónir króna. Siglingar Astæða er til aö nefna siglingar sérstaklega. Siglingar munu aö jafnaði vera aflfrekasti þátturinn miðaö viö tima. A.m.k. 60% af oliunotkun á loönuflotans fer I siglingar og um fjórfaldur mun- ur, mældur í oliunotkun á smálest flutningsgetu mun vera milli hagkvæmustu og óhagkvæmustu skipa loðnuflotans meö tt. oliu- eyöslu. Væri e.t.v. rétt aö taka þann þátt til athugunar, ef til þess kæmi aö gera þyrfti takmarkandi ráðstafanir vegna loðnuveiöanna. Siglingar milli fiskimiöa munu vera algengar, og sú spurning vaknar hvort þær séu alltaf nauö- synlegar. Dagróörarbátar meö línu og net mundu spara verulega oliu meö þvi aö lengja útivistar- tima þar sem þessi veiöarfæri þarfiiast litillar orku, Beinn hag- ur skipverjaaf ollusparnaöi kæmi vafalaust i veg fyrir óþarfa stim. Siglingar fiskiskipa með afla til útlanda eru e.t.v. ekki beint tengdar þessum vanda þar sem skipin hafa ennþá getaö fengið ódýrari oliu erlendis en hér á landi. Hins vegar er liklegt, aö það geti reynst erfiðleikum bund- ið að fá oliu erlendis i framtlöinni og þvi full ástæða til aö hafa oliu- þáttinn ofarlega I huga þegar veriö er aö athuga almennt meö siglíngar meö afla til útlanda. Vinarbæjarmót 2 Hverageröis sjá um veitingar fyrir þau. Svona mót verður ekki haidiö nema til komi fórnfúst starf og framlög, bæði einstaklinga, félagssamtaka, stofnana og fyrirtækja, og þaö hefur veriö mjög ánægjulegt hvaö allir hafa veriö jákvæöir og reiöubúnir til aö leggja sitt af mörkum, og þaö ekki sist Hveragerðishreppur, til aö þetta mót mætti takast sem best, til gagns og heilla fyrir sveitarfélagiö og ibúa þess. Formaöur Norræna félagsins I Hveragerði er Gretar J. Unn- steinsson, skólastjóri.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.