Alþýðublaðið - 19.09.1979, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 19.09.1979, Blaðsíða 2
2 Miðvikudagur 19. september 1979 íslenskir hjálpsamir: Sextíu fjölskyldur vilja hjálpa flóttafólkinu Um sextiu islenskar fjöl- skyldur hafa boöiö fram hjálp sina, til aö annast flóttafólkiö þegar þaö kemur hingaö til lands þann 20. þessa mánaöar. Samkvæmt upplýsingum Rauöa Krossins, er kjarninn i þeim' hópi fjölskyldur fólks sem fætt er í Asíu, en hefur flust hingaö búferlum. Hingaö koma alls 34 flótta- menn, mest allt ungt fólk. Hópurinn samanstendur af fjór- um einstaklingum, fjórum syst- kinum á aldrinum 14 til 23 ára, ogfjórum fjölskyldum, þremur 7 manna og einni 5 manna. 1 bréfi sem Rauöa Krossinum hefur borist frá Birni Þorleifs- syniog Birni Friöfinnssyni, sem eru i Asfu viö valiö á flótta- mönnunum, kemur fram aö þeir eru mjög ánægöir meö þetta fólk, og þess fullvissir aö þaö muni spjara sig i nýja landinu. Einn karlmannanna hefur stundaö sjómennsku, og nokkuö af fólkinu hefur unniö viö véla- viögeröir. Sóttkví Þegar hingaö kemur veröur fólkiö fært i sóttkvi. Rauöi Krossinn hefur veriö fullviss- aöur um aö engir alvarlegir sjúkdómar fylgi þessu fólki, og þvi er biiist viö aö fyrir mánaöa- mót veröi fólkiö laust úr henni. Sérstakt hús hefur veriö keypt fyrir fólkiö — Meistaravellir viö Kaplaskjólsveg — og þar er reikna ömeöaöþaöbúií eitt ár. Þaö mun búa þröngt, en þó miklu mun rýmra en þaö er vant. I þessu húsi veröur fólkinu kennt máliö, og sitthvaö um is- lenskt þjóöfélag. Eftir eitt ár er siöan ætlunin aö fólkiö taki til viö sin störf i þjóöfélaginu, og vegna þess aö þaö kemur til meö aö fá full borgaraleg réttindi þá ræöur þaö sjálft aöseturstaö sinum. Reynt veröur aö hjálpa fólkinu aö setjast aö þar sem þaö vill, en ljóst er af reynslu annarra þjóöa aö mikilvægt er aö fólkiö fái, til aö byrja meö, aö halda hópinn. Meö fólkinu kemur ung stúlka, kennari, og hún veröur aö öllum likindum hérna i eitt ár, til aö leysa úr vandamálum sem upp kunna aö koma. Hún er frá sama svæöi og flóttamenn- irnir. Um kostnaöinn viö þetta feng- ust ekki upplýsingar hjá Rauöa Krossinum, aörar en þær, aö þetta væri kostnaöarsamt. Rikiö borgar brúsann, en hinn mikli áhugi almennings og hjálpfýsi, dregur aö sjálfsögöu úr honum. ÓBG Sendill/vélhjól Óskum að ráða sendil á vélhjóli til starfa allan daginn eða fyrir hádegi. Upplýsingar hjá starfsmannastjóra ^ SAMBAND (SLENZKRA SAMVINNUFÉLAGA l. á !«« <í» ÚTBOÐ Tilboö óskast i stálpipur fyrir Hitaveitu Reykjavlkur. (Jtboösgögn eru afhent á skrifstofu vorri, Frfkirkjuvegi 3, Reykjavik. Tilboöin veröa opnuö á sama staö þriöjudaginn 30. október 1979 kl. 11 f.h. INNKAUPAST.OFNUN REYK3AVÍKURBORGAR Fnkirkjuvegi 3 — Sími 25800 Prófessor Morten Lange heldur fyrirlest- ur: „Universiteterne i dag og i 1980-erne” i kvöld kl. 20.30. Verið velkomin NORRÆNA HÚSIO f-------------------------------- Ráðherranefnd Norðurlanda | Norræna menningarmála- skrifstofan í Kaupmannahöfn í Norrænu menningarmálaskrifstofunni er laus til umsóknar staða deildarstjóra i deild þeirri er fjallar um samstarf á sviði almennra menningarmála, svo og staða fulltrúa. Nánari upplýsingar um stöðuna má fá i menntamálaráðuneytinu, sbr. og auglýs- ingu i Lögbirtingablaði nr. 75/1979. Um- sóknarfrestur er til 1. október n.k. og ber að senda umsóknir til Nordisk minister- rád, Sekretariatet for nordisk kulturelt samarbejde, Snaregade 10, DK-1205 Köbenhavn K. Menntamálaráöuneytiö, 13. september Kennari Varnarliðið óskar að ráða kennara við barnaskóla Varnarliðsins á Keflavikur- flugvelli. Umsækjandi hafi kennarapróf og starfsreynslu i kennarastörfum. Kennslugreinar eru islensk menning, saga, islenska, og landafræði. Mjög góð enskukunnátta, tala, lesa og skrifa skil- yrði. Umsóknin sendist ráðningarskrifstofu varnarmáladeildar Keflavikurflugvelli eigi siðar en 24. september. Simi: 92-1973. * ........... $ Varahlutaverslun Óskum eftir að ráða starfsmenn til starfa við afgreiðslu á varahlutum sem fyrst. Umsóknir með upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf sendist starfs- mannastjóra, er veitir nánari upplýsingar $ SAMBAND ÍSLENZKRA SAMVINNUFÉLAGA Söluskattur Viðurlög falla á söluskatt fyrir ágúst mán- uð 1979, hafi hann ekki verið greiddur i siðasta lagi 25. þ.m. Viðurlög eru 4% af vangreiddum sölu- skatti fyrir hvern byrjaðan virkan dag eftir eindaga uns þau eru orðin 20%, en siðan eru viðurlögin 4-4,5% til viðbótar fyrir hvern byrjaðan mánuð, talið frá og með 16. degi næsta mánaðar eftir eindaga. Fjármálaráðuneytið, 18. september 1979 ■ 51 Félagsmalastofnun Reykjavikurborgar i'Vonarstræti 4 sími 25500 Staða forstöðumanns við Leikskólann Arborg er laus til um- sóknar. Fóstrumenntun áskilin. Laun samkvæmt kjarasamningi borgarstarfs- manna. — Umsóknarfrestur er til 1. októ- ber. Umsóknir sendist skrifstofu Dagvistunar, Fornhaga 8, en þar eru veittar nánari upplýsingar. Fiskimálaráð- herra Færeyinga í heimsókn Fiskimálaráöhexra Fær- eyja, Heöin M. Klein, kom i morgun i 3ja daga opinbera heim- sókn til Islands i boöi Kjartans Jóhannssonar, sjávarútvegsráö- herra. Heimsóknin hófst i Vest- mannaeyjum, en þangaö kom færeyski ráöherrann kl. 8.30 i morgun meö færeyska varöskip- inu „Tjaldrinum” ásamt Einari Kallsberg, skrifstofust jóra Landsstjórnar Færeyja. Kjartan Jóhannsson, ráöherra og Jón L. Arnalds, ráöuneytisstjóri, ásamt Páli Zophaniassyni, bæjarstjóra Vestmannaeyja, og fleirum, tóku á móti hinum færeysku gestum sem I dag munu skoöa fiskverk- unarhús, hraunveituna og fleira I Vestmannaeyjum og snæöa þar hádegisverö I boöi bæjarstjórnar. A morgun er ætlunin aö sýna hinum færeysku gestum Húsavik, Kröflu og Akureyri, en á miöviku- dag munu þeir eiga viöræöur I sjávarútvegsráöuneytinu, ráö- herrarnir Heöin M. Klein og Kjartan Jóhannsson og siöan veröa nokkrir staöir og stofnanir i Reykjavik heimsóttar. HeBin M. Klein og Einar Kalls- berg halda siöan til Færeyja aftur á fimmtudag. Heöin M. Klein fiskimálaráö- herra, er aöeins 28 ára gamall og er hann annar tveggja ráöherra Þjóöveldisflokksins en þaö er sá flokkur sem hefur á stefnuskrá sinni aöskilnaö við Danmörku og stofnun lýöveldis i Færeyjum. Sjávarútvegsráöuneytiö, 17. september 1979. Hermanni Strandagoða reistur minnisvarði Minnisvaröi um Hermann Jónasson, fyrrv. forsætisráö- herra og þingmann Stranda- manna, var afhjúpaöur á Hólmavik siöasta sunnudag. Varöinn stendur i Skeljavikur- túni um tvo kilómetra frá Hólmavik. Margir voru viö- staddir athöfnina, sem fór fram i slæmu veöri. Meöal viöstaddra voru börn Her- manns og fjölskyldur þeirra, sem og Eysteinn Jónsson. Ákvöröunin um aö reisa minnisvaröann var tekin á Sýslufundi Strandasýslu 1976. Sigurjóni Olafssyni var faliö aö gera varöann, og ákvöröun tekin aö reisa hann i Skelja- vik. Minnisvaröinn er stöpull úr slipuöum grásteini meö lág- mynd úr bronsi af Hermanni. Aletraö: „Hermann Jónasson, fæddur 25.12 1896, dáinn 22.1. 1976. Þingmaöur Stranda- manna 1934—1959, Vestfirö- inga 1959—1967.” Neöar á stöplinum standa þessár linur eftir Stephan G. Stephansson: „Aöhugsa ekki i árum en öldum, aö alheimta ei daglaun aö kvöldi, þvi svo lengist mannsævin best”. A annarri hliö stöpulsins stendur „Reist af Strandamönnum 1979, meö viröingu og þökk”.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.