Alþýðublaðið - 29.10.1979, Page 2
2
Alþýðublaðið 60 ára
HUGLEIÐING Á TÍMAMÓTUM:
„Sú gjöf mér væri gleðilegust sendT
að góður vinnudagur færi í hönd"
Fyrstu oröin, sem undirritaöur
skrifaöi I Alþýöublaöiö sem rit-
stjóri þess, voru óneitanlega yfir-
lætislaus, enda litiö tilefni til
annars. Þau voru, aö undir minni
ritstjórn myndi blaöiö þvl aöeins
stækka, aö lesendahópur þess
stækkaöi. bau orö minna okkur á,
aö ekkert blaö er verk eins
manns. Allrasizt blaö, sem hefur
þvl hlutverki aö gegna, aö vera
málsvari stjórnmálahreyfingar.
Ef allt væri meö felldu, ætti vegur
sliks blaös aö fara vaxandi meö
gengi þeirrar stjórnmálahreyf-
ingar, sem blaöiö er málsvari
fyrir.
Sil hefur ekki ávallt oröiö
raunin meö Alþýöublaöiö.
Alþýöublaöiö er oröiö svo gamal-
gróiö I Islenzku þjóölifi, aö þegar
litiö er yfir farinn veg, leynist
ekki, aö þaö hefur átt sina gullöld
og sín hnignunarskeiö. Þaö
merkilega er, aö blómaskeiö
Alþýöuflokksins og Alþýöu-
blaösfns hafa ekki alltaf fariö
saman. I þvi felst aö vissu marki
haröur dómur um trúmennsku Is-
lenzkra jafnaöarmanna viö mál-
gagn sitt.
A slöasta ári vann Alþýöuflokk-
urinn stærsta kosningasigur sem
hann hefur unniö I sögu sinni.
Rúmlega fimmti hver kjósandi
greiddi flokknum atkvæöi sitt. A
sama tíma var Alþýöublaöiö
nánast aö veslast upp úr kröm og
völ. Þvi fer fjarri, aö blaöiö hafi
hin siöustu misseri 1 reynd veriö
vettvangur þjóömálaumræöu
Islenzkra jafnaöarmanna. Og
aöeins li'till hluti þeirra kjósenda,
sem I seinustu kosningum flykkt-
ust um Alþýöuflokkinn, kynna sér
málflutning jafnaöarmanna af
siöum Alþýöublaösins. Til
skamms tima hafa þeir oröiö aö
rýna i' önnur blöö til þess. Því
aöeins nefni ég þetta, aö framtlö
Alþýöublaösins veröur, nú sem
endranær, fyrst og fremst I
höndum i'slenzkra jafnaöar-
manna. Ef þeir reynast tómlátir
um vöxt blaösins og viögang, þá
mun þaö eiga erfitt uppdráttar.
Ef þeir reynast menn til aö rækja
skyldur sinar viö blaöiö, þá mun
þaö enn eiga framtlö fyrir sér.
Fyrir 46 árum, á haust-
mánuöum áriö 1933, settist sá
maöur I ritstjórastól Alþýöu-
blaösins, sem átti eftir aö valda
gjörbyltingu á högum blaÖ6ins og
I islenzkri blaöamennsku. Þar
meö hófst gullöld Alþýöublaösins.
A einu vetvangi varö Alþýöu-
blaöiö 1 fararbroddi I Islenzkri
blaöamennsku. Þvl 6x svo fiskur
um hrygg, aö þaö náöi um skeiö
ámóta útbreiöslu og Morgun-
blaöiö. Þessi maöur, Finnbogi
Rútur Valdemarsson, hefur
stundum veriö kallaöur faöir
Islenzkrar blaöamennsku, I
núti'ma skilningi þess orös. Þessi
saga er víöfræg I islenzkum
blaöaheimi, þótt ef til vill sé hún
ekki eins þekkt og hún verö-
skuldar.
Nú, tæpri hálfri öld siöar, þegar
bróöursonur brautryöjandans
sezt I sama stól, var högum
Alþýöublaösins óneitanlega illa
komiö. Forskotinu hefur veriö
glutraö niöur á langri leiö. Ég li't
þvl svo á, aö hlutverk mitt sé aö
heyja varnarbaráttu fyrir tilveru
blaösins. Hitt er annaö mál, aö
sókn er ævinlega bezta vörnin.
Sú gerbylting, sem oröiö hefur I
heimi dagblaöa og fjölmiöla, á
seinustu árum og áratugum,
veldur þvi, aö vaxtarskilyröum
Alþýöublaösins eru samt tak-
mörk sett. Þaö er ekki lengur
augljóst mál, aö stjórnmála-
hreyfing fái ekki þrifist, án sér-
staks. málgagns. Ef til vill eru
þaö fyrst og fremst djúpar sögu-
legar rætur, og tilfinningatengsl
viö fortlöina, sem valda þvl aö
baráttan fyrir tilvist Alþýöu-
blaösins sem dagblaös, hefur ekki
veriö gefin upp á bátinn. Stjórn-
málamenn eiga nú oröiö greiöan
aögang aö áheyrn þjóöarinnr,
gegnum útvarp og sjónvarp og
aöra fjölmiöla. Þeir vilja eölilega
koma sjónarmiöum slnum þar á
framfæri, þar sem þeir ná til sem
flestra. \fiö þessar aöstæöur, er
flokksblaö, sem dregist hefur
aftur úr þróuninni, innilokaö I
vltahring. Þann vitahring þarf aö
rjúfa.
Blaöaútgáfa er ekki lengur
bara spursmál um hugsjónir og
fórnfýsi. Hún er ööru fremur
spurning um fjármagn, tækni,
r.auglýsingamarkaö og bisness.
Þaö er I þessum punkti, sem
Alþýöuflokkurinn hefur brugöist
málgagni sinu: gefist upp viö aö
sækja fram I takt viö tíöar-
andann. Þvlllkri uppgjöf veröur
ekki snúiö upp I sókn I einu vet-
vangi.
Hvers konar blaö, á Alþýöu-
blaöiö aö veröa I framtlöinni? Viö
skulum ekki gera okkur neinar
grillur um gjörbyltingu á einni
nóttu. Til þess var högum
blaösins of illa komiö. Biliö milli
þess og þeirra, sem bezt standa
aö vígi meö fjármagn,
auglýsingatekjur, dreif-ingar-
skipulag og mannafla, var oröiö
of breitt. Aöferöin hlýtur aö veröa
ianda þeirrar grundvallarsjónar-
miöa jafnaöarmanna, aö hægfara
umbætur, skref fyrir skerf, muni
skila beztum árangri, þegar til
lengdar lætur. Annarra kosta er
ekki völ.
Jafnaöarmenn eru ekki draum-
óramenn eöa skýjaglópar.
Alþýöublaöiö veröur ekki tölvu-
vætt draumablaö, sem I krafti
digurra sjóöa og forhertrar
auglýsingastarfsemi nær inn á
hvert heimili I landinu. Þaö þarf
fyrst og fremst aö treysta stööu
sina, sem umræöuvettvangur
jafnaöarmanna og vopn sem
bitur, I baráttu þeirra fyrir þjóö-
félagsumbótum á tslandi. Fyrsta
skilyröiö er, aö blaöiö sé veröugur
málsvari jafnaöarstefnunnar.
Þaö á aö vera vel skrifaö. Póli-
tiskir málflytjendur Jafnaöar-
stefnunnar eigaaöskrifa lblaöiö.
Um leiö og þaö er tryggt, er
flokknum ekki ofætlun aö gera
átak til þess aö tryggja blaöinu
útbreiöslu meöal fylgismanna
hreyfingarinnar. Veröugasta
afmælisgjöfin, sem Alþýöu-
flokkurinn gæti fært blaöi slnu á
60ára afmælinu, væriaö tvöfalda
áskrifendafjölda blaösins I einu
átaki. Þar meö væri auövelt aö
tvöfalda stærö blaösins, og
tryggja þvl fleiri frambærilega
penna, án þess aö til halla-
rekstursþurfiaökoma.Þetta ætti
ekki aövera ofverk áhugasömum
aöstandendum blaösins I rööum
jafnaöarmanna. Vilji er allt sem
þarf. —J.B.H.
ALÞYÐUBLAÐIÐ
SEXTUGT
Afmæliskveðja frá Benedikt Gröndal,
formanni Alþýðuflokksins
Alþýðublaðið á sér sögulegan sess bæði í ís-
lenskum stjórnmálum og þróun íslenskra f jöl-
miðla.
Blaðið var stofnað til að verða málgagn Al-
þýðuflokksins og Alþýðusambands íslands,
sem þá voru ein og sömu samtökin. Blaðið
hef ur í sex áratugi boðað jaf naðarstef nu og á
verulegan þátt í þeirri staðreynd, að íslenska
þjóðin hefur tileinkað sér mikilsverða þætti
hennar með því að koma upp nútíma velferð-
arríki. Þetta er staðreynd, enda þótt flokkur
og verkalýðshreyf ing haf i verið skipulagslega
aðskilin fyrir 40 árum og fylgi flokksins hafi
ekki ávallt verið í samræmi við þá viður-
kenningu, sem baráttumál hans og hugsjónir
hafa hlotið hér á landi.
Alþýðublaðið hefur hvað eftir annaó verið
alger brautryðjandi í íslenskri dagblaðagerð.
Þetta gerðist í ritstjóratíð Finnboga Rúts
Valdimarssonar, er það varð fyrsta dagblað
íslendinga með nútímasniði. Síðan tók það
stökkbreytingum undir ritstjórn Stefáns Pjet-
urssonar og Gísla Astþórssonar, svo að ein-
hverjir séu nefndir, og ekki má gleyma föður
hinna föstu dálka, Hannesi á horninu eða Vil-
hjálmi S. Vilhjálmssyni. Athyglisvert er enn í
dag, hversu margir þekktir fjölmiðlamenn
fengu fyrstu þjálfun sína á Alþýðublaðinu, en
vinna nú hjá öðrum. Fjórir þeirra eiga nú sæti
á Alþingi.
Það er lýðnum Ijóst, að isiensku blöðin eru
alltof mörg og bruðla með pappír hófi fram,
enda þótt þjóðin lesi mikið. Það er hrikalegt
dæmi um þessi mál, aðtvödagblöðtala um, að
þau skuldi 200 milljónir króna hvort. f harðn-
andi samkeppni hefur Alþýðublaðið dregið
saman segl og einskorðar sig við hinn pólitíska
boðskap nema í óháðu vikublaði Helgarpóstin-
um.
Erekki Alþýðublaðið enn að ryðja skynsam-
lega braut, þegar það minnkar síðutal sitt og
einskorðar sig við hinn pólitíska boðskap? Er
slikur blaðakostur stjórnmálaflokkum ekki
nægur ef 2-3 blöð annast annað þjónustuhlut-
verk dagblaða, en væru opin skoðunum allra
aðila?
AAeð þessu umhugsunaref ni óska ég Alþýðu-
blaðinu til hamingju með afmælið, óhræddur
um framtíð þess.
Benedikt Gröndal.