Alþýðublaðið - 29.10.1979, Page 5
Alþýðublaðið 60 ára
5
Ein frétt Alþýðublaðsins um Eastbourne-málið.
Varðskipsmenn í haldi
í breskrí freigátu
Einn eftirminnilegasti
atburður þorskastríðsins
fyrsta eða tólfmílnaslags-
ins var þegar Bretar tóku
varðskipsmenn af Þór og
Maríu Júlíu til fanga og
höfðu í haldi í breskri
freigátu. Varðskipsmenn-
irnir voru teknir er þeir
voru að sinna skyldustörf-
um sinum í breskum tog-
ara, sem var að veiðum
innan nýju landhelgis-
markanna. Alþýðublaðið
skýrirsvo frá málavöxtum
þann 3. september 1958:
Islensk varðskip tóku i gær-
morgun breskan togara er var að
veiðum innan 12 milna landhelg-
innar. Settu varðskipin menn um
borð um togarann. Breska efitr-
litsskipið Eastbourne kom þá á
vettvang og setti mikið lið um
borð i togarann. Báru Bretarnir
Islendingana ofurliði og fluttu þá
meö valdi um borð i breska eftir-
litsskipið. Utanrlkisráðherra
íslands Guðmundur I. Guð-
mundsson kallaöi sendiherra
Breta i Reykjavik á sinn fund i
gær, og bar fram við hann harð-
orð mótmæli út af þessum of-
beldisverkum Breta hér við land.
Frásögn landhelgisgæslunnar
um atburði þessa fer hér á eftir:
Snemma i gærmorgun
stöðvaði Islenskt varðskip
breskan togara, sem var að veið-
um 5 sjómflur fyrir innan land-
helgislinu og setti sex óvopnaða
varðskipsmenn um borð i tog-
arann. Togaramenn gerðu sig lik-
lega til aö varna varðskipsmönn-
um uppgöngu á skipiö og höfðu
barefli og annan útbúnað , i þvi
skyni en er varðskipsmenn létu
það ekki á sig fá, sýndu togara-
menn ekki frekari mótþróa.
Nokkru sfðar kom breska her-
skipið „Eastbourne” á vettvang
og eftir allmikið þóf setti það sjó-
liða um borð i togarann og tóku
þeir islensku varðskipsmennina
burt með valdi og fóru með þá
yfir i herskipið en skipherrann á
islenska varðskipinu hafði mót-
mælt aðgerðunum og neitað aö
taka við varðskipsmönnum aftur
um borö: — A meðan á þessu stóð
haföi breska togarann rekiö að-
eins inn fyrir gömlu fjögurra
milna landhelgislinuna.
Beittu járnköllum og öxum
Samtimis þessu reyndi annað
islenskt varðskip að setja menn
um borð i annan breskan togara
en varðskipsmönnum var þar
mætt með járnstöngum,bareflum.
öxum og vatnsslöngum og hurfu
þeir frá.
Atburðir þessir geröust út af
Norðfjarðarflóa fyrir Austur-
landi.
Islensku varðskipsmennirnir
sem Eastbourne hefur i haldi eru
þessir: Af Þór: Hrafnkell Guð-
jónsson, stýrimaður, Hörður
Karlsson, Ólafur Gunnarsson,
Ólafur V. Sigurðsson, Karl
Einarsson, Guömundur Sölvason
og Jóhannes Eliasson. Af Mariu
Júliu: Guðmundur Karlsson,
stýrimaður og Björn Baldvins-
son.
Fréttaritari Alþýðublaðsins á
Neskaupstað, Oddur Sigurjóns-
son simaði eftirfarandi frásögn af
atburöum þessum i gær: Hér i
Neskaupstaö heyrðist i morgun er
togarinn Northern Foam kallaði i
breska eftirlitsskipið Eastbourne
og óskaði aðstoðar þess þar eð
Islénsku varöskipin Þór og Maria
Júlia hygðust taka togarann.
Skýrði breski togarinn frá þvl, áð
Islenskir varðskipsmenn væru
komnir um borð — höfðu fyrst 2
verið settir um borö en siöan 7 til
viðbótar.
Héldu áfram aö kalla
Svo viröist sem breski togarinn
gæti haldið áfram að kalla i East-
bourne, þó að Islensku varðskips-
mennirnir væru komnir um borð.
Breska efitlitsskipið spurði
hvernig afstaða skipanna væri.
Svaraði togarinn þvi aö Þór væri
stjórnborösmegin og Maria Júlia
bakborðsmegin..
Neituðu að hreyfa skipið
Bretarnir neituðu alveg að
hreyfa togarann. Skömmu siðar
kom Eastbourne. Fór skipherr-
ann, Anderson um borð i Þór og
ræddi við islenska skipherrann,
Eirik Kristófersson, Mun hann
hafa lofað þvi, að beita ekki valdi
nema hann fengi um það fyrir-
mæli frá London.
Braut hann loforðið?
En ekki var Anderson fyrr
kominn um borð i Eastbourne
aftur, en aö hann sendi liö um
borð I togarann og lét þá beita
valdi til þess að taka islensku
varöskipsmennina úr togaranum.
Neitaði Þór að taka við mönnun-
um aftur og voru þeir þá settir
um borð i herskipiö.
Rak inn fyrir 4ra mílna
mörkin
Meöan á þessu stóö haföi skipiö
rekið inn fyrir fjögurra mflna
mörkin. Var Eastbourne þvi inn-
an fjögurra milna landhelgi er
hann beitti ofbeldi. Skömmu siöar
reyndi Maria Júlia að setja menn
um borð i annan breskan togara
liklega Kingston en ekki tókst
það. Þá heyröist Eastbourne
skýra frá þvi, að annað eftirlits-
skip væri á leiðinni. — O.S.
Utanríkismalaráðherra
mótmælti
Utanrikisráðherra Guðmundur
I. Guömundsson kallaði i gær á
fund sinn ambassador Bretlands
og bar á sama hátt og i gær fram
haröleg mótmæli rikisstjórnar-
innar vegna atburða þeirra eru
urðu I morgun er breskir sjóliðar
tóku með valdi islenska varð-
skipsmenn úr breskum togara
sem staðinn hafði verið að ólög-
legum veiðum innan islensku
fiskveiðilandhelginnar.
Föngunum laumað á land
Þann 14. september skýrir
Alþýðublaðið svo frá:
Isienzku varöskipsmenninrir
níu, sem Bretar tóku með valdi úr
togaranum „Northern Foam” að
morgni 1. þ.m., — voru settir á
land I Keflavik i fyrri nótt. Her-
skipið „Eastbourne”, þar sem
mennirnir voru fangar, sigldi af
hafi áleiðis til Keflavikur, og var
það aðeins um hálfa milu frá
landi, þegar Islendingarnir voru
sendir frá herskipinu i árabát.
Upphaflega mun hafa verið ætl-
unin að láta fangana á land i Þor-
lákshöfn, en þeirri fyrirætlun var
breytt. I gærmórgun fyrir hádegi
mun hins vegar hafa verið ákveð-
ið, að setja mennina á land i
Keflavik, eins og fyrr segir. Telja
varðskipsmenn — að fyrirskipun
hafi borizt frá London á föstu-
dagsmorgun um þessar aðgerðir.
I árabát
Það var um kl. 2.20 i fyrrinótt,
að mennirnir voru settir un borö i
stóran árabát og sagt að róa i
land. Vélbátur var hafður tii taks,
ef eitthvað kæmi fyrir. I árabátn-
um var komið fyrir radarmerki
og fylgzt með feröum Islending-
anna frá herskipinu, sem beið á-
tekta á meðan þeir réru i land.
Tók sú ferð um hálfa klukkustund
i mesta lagi. Var þeim tjáð, að
bátinn mættu þeir „eiga til minja
um dvölina” á Eastbourne”:
Til Reykjavíkur
Varðskipsmenn höfðu þegar
samband við lögreglustöðina i
Keflavik, er komið var á land.
Þaðan hringdu þeir i landhelgis-
gæzluna og var þeim sagt, að
koma til Reykjavikur. Tóku þeir
sér far þangaö tafarlaust og voru
komnir til bæjarins kl. tæpiega 5
f.h. — Af brezka herskipinu
„Eastbourne” er það aö segja, að
þvi var ætlað að halda til Eng-
lands innan skammst. — Hélt
skipiö beint á haf út, þegar menn-
irnir voru komnir til Keflavikur.
Slökkti Ijósin
Meðan „Eastbourne” sigldi
innan þriggja milna landhelg-
innar, voru slökkt öll ljós á skip-
inu, en sett upp sérstök tvö ljós að
framan, svo að skipið leit út eins
og fraktskip.
að sjá það nýjasta
Tækni-eöa tískunýjungar, þaö nýjasta í
læknisfræöi eða leiklist, það sem skiptir
máli í vísindum eða viðskiptum. Það erí
rauninni sama hverju þú vilt kynnast-þú
finnur það í Bandaríkjunum - þar sem
hlutirnir gerast. New York er mikil miðstöð
hvers kyns lista, þar eiga sér stað
stórviðburðir og stefnumótun ímálaralist,
leiklist og tónlistsvo dæmi séu nefnd. Frá New
York er ferðin greið. Þaðan er stutt í sól og sjó
suður á Flórida - eða snjó í Colorado. Svo er
einfaldlega hægt að láta sér líða vel við að
skoða hringiðu fjölbreytilegs mannlífs.
NEW YORK-EINN FJÖLMARGRA STAÐA
í ÁÆTLUNARFLUGI OKKAR.
FLUGLEIDIR