Alþýðublaðið - 29.10.1979, Page 12

Alþýðublaðið - 29.10.1979, Page 12
SKIN OG SKÚRIR Þættir úr sögu Alþýðublaðsins 1953-1969 Eftir aðStefán Pjetursson hætti sem ritstjóri Alþýðublaðsins 1952, hafa orðið nokkuð tlð ritstjóra- skipti á blaðinu. Lengst var Benedikt Gröndal ritstjóri, frá 1959 til 1969, en frá 1958 og þar til fyrir fáum árum voru jafnan tveir ritstjórar við Alþýðublaðið einn stjórnmálaritstjóri og einn almennur ritstjóri. Hannibal Valdimarsson Á flokksþingi Alþýðuflokksins haustið 1952 urðu mikil manna- skipti I forystuliði flokksins. Margir hinna gömlu forystu- Hannibal Valdimarsson, ritstjórl Alþýðublaðsins 1953-1954. manna létu áf embætti, en nýir menn komu i staðinn. Formaður flokksins var kjörinn Hannibal Valdimarsson. Stefán Pjetursson lét af störfum sem ritstjóri Alþýðublaðsins i árslok, en viö tók hinn nýkjörni flokksfor- maður, Hannibal Valdimarsson. Hannibal Valdimarsson var rit- stjóri Alþýðublaðsins i tæp tvö ár, frá ársbyrjun 1953 til 24. septem- ber 1954. Þá lenti hann I deilum við forystumenn flokksins, sem ekki verða raktar hér, en voru með vissum hætti undanfari þess aöhann yfirgaf flokkinn og stofn- aði Alþýöubandalagið tveimur- árum siðar. Hannibal var felldur frá formennsku i Alþýðuflokkn- um á flokksþinginu 1954 og lét af ritstjórastarfi við Alþýöublaðið. Haraldur Guðmundsson, sem haföi verið kjörinn formaður Alþýðuflokksins i stað Hannibals, var ábyrgðarmaður Alþýðublaðs- ins 24. september til 1. desember 1954, en ritnefnd, skipuð mönnum úr stjórn flokksins, sá um stjórn- málaskrif blaösins. Helgi Sæmundsson ritstjóri Alþýöublaðsins 1954-1959. Helgi Sæmundsson Þann 1. desember 1954 tók Helgi Sæmundsson við ritstjórn Alþýðublaösins. Helgi var rit- stjóri Alþýöublaðsins rúm fimm ár, til ársloka 1959, en haföi áður verið biaðamaður nokkru lengur. 1 ritstjórnartiö Helga áriö 1957, var blaðið stækkaöúrS siðum upp I tólf. Sunnudagsblaðið Arið 1956 var hafin útgáf a á sér- stöku sunnudagsblaði Alþýöu- blaðsins, blaði með skemmtiefni. Aður hafði verið gefið út sunnu- dagsblað 1934—1939 og Alþýðu- helgin 1949—1950, en i bæði skiptin varð að hætta af fjárhags- ástæðum. Ingólfur Kristjánsson, sem áður hafði verið blaöamaður við Alþýðublaðið, var ráöinn rit- stjóri Sunnudagsblaðsins, og gegndi hann þvistarfi þartil hann tók við starfi framkvæmdastjóra blaðsins haustið 1959. Eftir hann voru ritstjórar Sunnudagsblaðs- ins Gylfi Gröndal, Högni Egilsson og Kristján Bersi Ólafsson. Gisli J. Astþórsson, ritstjóri Alþýðublaðsins 1958-1963. Gísli J. Ástþórsson 1 ágúst 1958 réðst Gisli J. Astþórsson til Alþýðublaðsins, og frá og með 6. nóvember sama ár er hann skráður ritstjóri með Helga Sæmundssyni. Var þetta i fyrsta sinn, sem tveir ritstjórar voru við Alþýðublaðið i senn, enda hófst nú mesta uppgangs- skeiö i sögu Alþýöublaðsins. SU verkaskipting var á milli rit- stjóranna, að GIsli sá um útlit blaösins, uppsetningu frétta og yfirleitt allt, sem að venjulegri blaömennsku lýtur, en Helgi sá um stjórnmálaskrif blaösins. Um ritstjórnartið Gisla visast til viðtals við hann á öðrum stað hér I blaðinu. Gisli stóö fyrir miklum breyt- ingum á Alþýðublaöinu, meðan hann var ritstjóri þess. Um miðjan desember 1959 stækkaði Alþýðublaðið upp i 16 siður og brotið var minnkað. Gish var rit- stjóri Alþýöublaðsins til 28. september 1963. Benedikt Gröndal 1 ársbyrjun 1959 bættist Benedikt Gröndal i hóp ritstjóra Alþýðublaðsins, og voru þeir þrir allt árið 1959, eða þar til Helgi Sæmundsson hætti i árslok. Benedikt var stjórnmáiaritstjóri i rúm tiu ár, eöa fram á árið 1969 þegar Sighvatur Björgvinsson tók við af honum. Áður en Benedikt Alþýðublaðið 60 ára Gylfi Gröndal, ritstjóri Alþýðu- blaðsins 1963-1967. Kristján Bersi ólafsson, ritstjóri Aiþýðublaðsins 1968-1971. ' varð ritstjóri, var hann frétta- stjóri. Við því starfi tók hann rétt rúmlega tvitugur, nýkominn frá námi i Bandarikjunum. Þá hafði hann þegar unnið nokkur ár við blaðið, þvi hann byrjaöi að skrifa i blaðið um fermingu, fyrst iþróttafréttir, en siðan erlendar fréttir meðan hann var I mennta- skóla. Gylfi Gröndal Þann 29. september 1963 varð Gylfi Gröndal, bróðir Benedikts, ritstjóri Alþýðublaðsins, og tók viö starfi Gisla J. Astþórssonar sem almennur ritstjóri. Gylfi hætti sem ritstjóri 1. mars 1967, og var Benedikt ritstjóri einn til ársloka, þegar Kristján Bersi Ólafsson kom. KristjánBersi Ólafsson 1 ársbyrjun 1968 tók Kristján Bersi Ólafsson við starfi sem almennur ritstjóri Alþýðublaös- ins. VarKristjánBersiritstjóritil ársins 1970. Arið 1969 var útgáfu- tima Alþýðublaðsins breytt, og varöblaðið nú siðdegisblað. Blað- ið hafði verið siðdegisblað frá upphafi til 1942, er það varð morgunblað. Sighvatur Björgvinsson, ritstjóri AlþýðublaOsins 1969-1975. Sighvatur Björgvinsson Benedikt Gröndal lét af rit- stjórn Alþýðublaðsins þ. 16. mai 1969. Var Kristján Bersi Ólafsson þá eini ritstjóri blaösins um hrfð, en um haustið, þ. 7. október 1969, varö Sighvatur Björgvinsson stjórnmálaritstjóri blaösins. Mun Sighvatur hafa verið ritstjóri fram á haust 1975. Ári eftir að Sighvatur varð ritstjóri, þ. 1. október 1970, lét Kristján Bersi Ólafsson af ritstjórn, og var Sig- hvatur Björgvinsson einnskráöur ritstjóri Alþýðublaðsins I nokkur ár. \ Gagnvarin fura endist von úr viti IEingöngu er notuð góð fura og nær gagnvörnin • alveg að kjarna viðarins. 2Viðnum er síðan rennt inn í þar til gerða • tanka. 3« 4. Tankurinn er síðan fylltur með Boliden saltupplausn og henni þrýst inn í viðinn undir 7 hg/cm þrýstingi. Viðurinn er síðan tilbúinn til notkunar en þarf þó að þorna í ca. 2 vikur. Tilraunir sýna, að gagnvarinn viður endist a.m.k. fjórum sinnum lengur en óvarinn viður. Við erum eina fyrirtækið á íslandi, sem höfum tæki til að gagnverja við undir þrýstingi. Timburverzlunin Völundur hf. KLAPPARSTÍG 1, SÍMI 18430 — SKEIFAN 19, SÍMI 85244

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.