Alþýðublaðið - 17.11.1979, Qupperneq 2

Alþýðublaðið - 17.11.1979, Qupperneq 2
Verðbólgan er að rjúka upp í 80% á ári! Við verðum að stöðva vitleysuna! Vegna þess að efnahagslegu sjálfstæði okkar sem þjóðar er voðinn vís af hennar völdum. Vegna þess að afkoma atvinnuveganna og atvinnuöryggi okkar allra er í hættu, ef þessu heldur áfram. Vegna þess að heilbrigður atvinnurekstur, sem er undir- staða bættra lífskjara, þolir ekki kollsteypur, öryggisleysi og óvissu frá degi til dags. Vegna þess að meðan verðbólgunni ekki linnir geta laun- þegar í landinu aldrei litið fram á þann dag, að þeir geti lifað mannsæmandi lífi af eðlilegum vinnudegi. Vegna þess að verðbólgan veldur látlausri tilfærslu fjármuna frá launþegum, skattgreiðendum og sparif járeig- endum til eignaaukningar forréttindahópa í skjóli skulda og skattsvika. Vegna þess að félagslegar umbætur í húsnæðismálum unga fólksins, lífeyrismálum aldraðra og mannréttinda- málum þeirra, sem lifa við skerta starfsorku — dagar jafnharðan upp í verðbólgufárinu. Vegna þess að misrétti verður ekki eytt og lífskjör verða ekki bætt nema við ráðumst til atlögu gegn verðbólgunni — OG NÁUM ÁRANGRI. Sjálfsvirding okkar og sidmenntað samfélag í anda samhjálpar, jafnaðar og réttlætis er í veði

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.