Alþýðublaðið - 21.11.1979, Qupperneq 1

Alþýðublaðið - 21.11.1979, Qupperneq 1
alþýöu blaöió xí^/Z/SS CfjíyJ Miðvikudagur 21. nóvember 1979 178 tbl. 60. árg. Sameiginlegir frambodsfundir f kjördæmunum Vestfjarðakjœ-dæmi Súgandafirði fimmtudaginn 22. nóv., kl. 20.30. Súðavik, sama dag kl. 20.30. Reykjanesi, laugardaginn 24. nóv., kl. 15.00. Bolungarvik, þriðjudaginn 27. nóv., kl. 20.30. tsafirði, miðvikudaginn, 28. nóv., kl. 20.30. Frambjóðendur Suðurlandskjördæmi Sameiginlegir framboðsfundir verða á eftirtöldum stöðum: Kirkjubæjarklaustri, fimmtu- daginn, 22. nóv., kl. 14, Vi"k í Mýrdal, fimmtudaginn, 22. nóv., kl. 21., Hvolsvelli, föstudaginn, 23. nóv., kl. 21. Flúðum, mánudaginn, 26. nóv., kl. 21. Selfossi, þriðjudaginn, 27. nóv., kl. 21. Vestmannaeyjum, miðviku- daginn, 28. nóv., kl. 21. Þorlákshöfn,fimmtudaginn, 29. nóv., kl. 21. tltvarpað verður frá fundunum á Hvolsvelli, Selfossi og Vest- mannaeyjum. V estur landsk j ördæmi Stykkishólmi, fimmtudaginn 22. nóv., kl. 20.30. Búöardal, föstudaginn 23. nóv., kl. 20.30. Logalandi, þriðjudaginn 27. nóv., kl. 20.30. Borgarnesi, miðvikudaginn 28. nóv., kl. 20.30. Akranesi, fimmtudaginn 29. nóv., kl. 20.30. Veðurfar getur breytt tilhögun funda. Aus turlandsk jördæmi Eskifjörður, miövikudag, 21. nóv., kl. 21. Neskaupstaöur, fimmtudag, 22. nóv., kl. 21. Fáskrúðsfjörður, föstudag, 23. nóv., kl. 21. Aðrir fundir auglýstir siðar. Verðbæturnar 1. desember: Ríkisstjórnin réttir hlut láglaunafólks með brádabirgða- l/rLrva ■ m-m-m — ráðherrarnir lýsa andúð sinni lOgUÍIH á vísitölukerfinu með þvíað þiggja ekki verðbætur Benedikt Gröndal forsætis- ráðherra boðaði blaðamenn i fund sinnigær tilaðkynna nýút- komin bráðabirgðalög. Lög þessi kveða á um 2% hækkun lægstu launa hinn 1. desember n.k., umfram þá hækkun sem fyrirhuguð var. Hér er er um að ræða iaun sem voru lægri en 263 þúsundá mánuði fyrir dagvinnu nú I nóvembermánuði. Fram kom hjá forsætisráö- herra að i Ólafslögum hefði frádrætti frá verðbótum, vegna viðskipakjararýrnunar, verið frestað á lægstu laun. Siöan hefði verið ráðgert að frádrátt- urinn kæmi til framkvæmda nú 1. desember. Sagði ráðherra að hér væri um óhjákvæmilegt réttlætismál að ræða, sem hann vonaði að menn sýndu skilning á. Benti hann á að þegar lögin voru sett i vor hefðu menn ekki gert ráð fyrir jafn mikilli veröþenslu og raun hefur orðið á. Aö óbreyttum lögum hefði láglaunafólk fengiö 11,1% launahækkun, á móti 13,21% hækkun annarra. Forsætisráð- herra kvað þessa hækkun nú nema 27 þúsund krónum á lægstu laun i dagvinnu. A fundinum kom fram aö rikisstjórn Alþýöuftakksins hef- ur neitaö tæplega 30 hækkunar- beiðnum á hinum stutta starfs- tlma slnum. Aðspuröur sagði Benedikt Gröndal að i reynd hefðu þessar hækkanir þýtt hækkun visitölu um 0,5 til 1 prósentustig; . En þess má geta aö á timabilinu 1/8 til 1/11 hefur framfærsluvisitalan hækkað um 15%. Að siöustu tók farsætisráð- herra fram, að til aö mótmæla núverandi visitölukerfi og til að benda fólki á hvilikar ógöngur það er búið að koma okkur i, heföu ráðherrarnir ákveðið að taka ekki við þeim 176 þúsund- um sem þeir eiga rétt á þann 1. desember n.k. —G.Sv. Hernaðaráform Sjálfstæðisflokksins: „VOPNIN KVÖDD”? — gridasáttmáli eda gálgafrestur? Utankjörfundaratkvæðagreidsla hreyfihamlaðra í Kópavogi Þeim kjósendum sem greiða vilja átkvæði utan kjörfundar, en eru hreyfihamlaðir svo að þeir eiga óhægt með að komast inn á þeim stöðum þar sem utan- kjörftindaratkvæðagreiðsla fer fram gefst kostur á að greiða at- kvæði á lögreglustööinni i Kópavogi en þar er opinn kjörstaður kl. 10—15 og 18—20 virka daga, kl. 10—14 og 18—20 laugardaga og kl. 10—12 sunnudaga. Þeir sem vilja notfæra sér þessa þjónústu skulu hringja á undan sér i sima 41200 eða flauta i bifreið sinni utan við lögreglu- Framhald á bls. 2 Akureyri: Alþýðuflokkurinn flest atkvæði Alþýðublaðinu hafa borist frétt- ir um skoðanakönnun sem fór fram hjá Pósti og sfma á Akur- eyri á mánudag. 75 manns tóku þátt I könnuninni, og úrslit urðu sem hér segir: A: 14 atkv., B:9, D:10, S:13, G:13,. Auðir og ógildir seðlar voru 16. Þessa dagana eru sjálfstæðismenn i óða önn að „ marka fastmóta stefnu” i hinum og þess- um málum, enda kosn- ingar i sjónmáli. Siðast i gær þinguðu þeir með blaðamönnum í Sjálf- stæðishúsinu. Tilefni fundarins var annars- vegar að útlista nánar stefnu flokksins i efnahags- og atvinnu- málum (enda ekki vanþörf á), og hinsvegar að kynna — merkilegt nokk — sósialiskar hugmyndir flokksins i einstökum málaflokk- um. Sem alkunna er blésu þeir Gunnar og Geir til „Leiftursókn- ar gegn verðbólgu” fyrir 2 vik- um siðan. Ekki þarf að taka fram gegn hverjum sú hernaðaráætlun beindist. En eftir fundinn i gær spyrja menn sig hvort orustu- áformin séu oröin að einhvers- konar vopnahléi, hvort ihaldiö sé að boða griðasáttmála við al- þýöuna eða bara gálgafrest. Eftir að hafa rætt hin sósialisku áform, sem öll kosta offjár, barst taliö að 35 milljaröa niðurskurð- inum. Einu upplýsingarnar sem fengustum sundurliðun, voruþær sem Alþýöublaöið greindi frá I gær: 5M (f járfestingalánasjóöir), 7M (niðurgreiöslur, 10M (fram- kvæmdir) og siðast en ekki sist 12M (hagræöing). Geir Hallgrimsson var spuröur hvort þaö væri ekki makalaus áætlunarbúskapur að ákveða fyrst útkomuna, 35 milljarða, og búa siðan til reiknisdæmi sem passaði við útkomuna. Hann kvað svoekki vera, og tók fram aðþeir hefðu allan timann haft þessa sundurliðun bak við eyrað. Var hann þá spurður hverjir stærstu póstarnir væru i þessum upphæð- um, t.a.m. 10 milljarða niöur- skurði á framkvæmdum. Sagði Geir að ekkert væri hægt að segja þar um fyrr en búið væri að fara yfir fjárlagafrumvarpiö liö fyrir lið. Þá var formaðurinn spuröur hvort hann teldi að kjósendur myndu láta sér nægja jafn grófa sundurliðun og þessa án frekari útskýringa. Kvaðst hann telja að svo væri. Með visan til þeirra ummæla Alberts Guömundssonar að hai- um væri ekki fullkunnugt um hver leynivopnin I „Leiftursókn- inni” væru, var Geir spurður hvort allir „skriðdrekarnir” væru meöáþvihvaöættiað gera. Hann svaraði þvi til að „Leiftursókn- in” hefði bæði veriö til umræðu I þingflokki og miðstjórn. _g.Sv. Ad þora eða ekki - þaö er spumingin Bárdur Halldórsson skrifar Þegar kom til stjórnarmynd- unar i fyrrasumar voru uppi raddir um samstjórn Ihalds, krata og komma — nýsköpunarstjórn — þ.e. sama stjórnarmynstur og 1944 — 1947. Alþýðubandalagið tók slikt ekki I mál nú. Að margra dómi var nýsköpunar- stjórnin gamla einhver starf- hæfasta stjórn, sem hér hefur setið. Húnvarröggsöm og leysti úr miklum vandræðum sem þá steöjuöu að efnahag og atvinnu Islendinga. Sósialistaftokkur EinarsogBrynjólfs var ftokkur, sem laut miklum aga og hafði fastmótaöa stefnuskrá. Þar sátu við stjórnvöl menn sem voru klárir á kenningunni. Nú sitja I Alþýðubandalaginu annars konar menn. Fyrir þeim eru grundvallaratriði ekki til. Þeirhugsa vartum annaðenat- kvæði og stefna þeirra miðast við það eitt að fá sem flest at- kvæði — og forðast það að setja mál greinilega fram af ótta við klofning I flokknum. Alþýðu- bandalagið var þvi veiki hlekk- urinn i slðustu rfkisstjórn. Margsinnis setti Alþýðu- ftakkurinn fram ákveðnar og fastmótaðar hugmyndir um lausn efnahagsmála.Hvað eftir annaö kraföist flokkurinn þess að verðbólgan væri stöðvuð. Itrekað voru flutt frv. til laga um aðgerðir til þess að koma verðbólgu niður i áföngum. Framsókn skildi þetta. Fram- sókn — þrátt fyrir eölislæg óheilindi — sá að verðbólgan er ekki aðeins óvinur fátæklinga — heldur allra I þjóðfélaginu — nema braskara. Verðbólgan hefur gert okkur að gjálifisfólki Verðbólgan hefur eyðilagt verðskyn okkar. Hún hefur eyðilagt allt verðmætamat okkar. Ekki aðeins á efnislegum hlutum. Hún hefur lfka gert okkur örþrota skipreikamenn i menningarlegu tilliti. Hún hefur látið okkur venjast lifi á yztu þröm. Gert okkur gjálifisfólk á trylltri öld. 011 vandamál okkar eru hégómi samanborið við verð- bólguna. Það er sama hvaða mál við ræðum — hvaöa vand- ræöi við viljum levsa — við komum alltaf að_ lokuöum dyrum — inni fyrir dunar verð- bólgudansinn. Við skjögrum um með riðu hins tryllta verðbólgu- dans I limum — missum átta — týnum lækjunum úr llfi okkar. Þetta skilja flestir. Þó ekki allir 1 Alþýöubandalaginu er fólk, sem svo lengi hefur lifaö i svart-hvitum heimi kennisetn- inga, að það hefur misst sjónar á veruleikanum. Fyrir þessu fólki er ekki annar veruleiki en misskipting auðæfa. Vist er sú misskipting til — en það þýðir ekki að láta sig dreyma um aö hægt sé að koma á jöfnuði fyrr en verðbólgan hefur veriö stöðvuð. Til þess að koma á auknum jöfnuði veröur að treysta á verðmætamat fólksins ilandinu. Verðskyn fólks erloft- vog, sem fara verður eftir. Það verðskyn er ekki til. Það vantar loftvog. Þess vegna gekk Alþýðuflokkurinn út úr rikis- stjórn. Hann sneri sér beint til þjóöarinnar og sagði: ,,Við höfum baslaö nú i heilt ár i rikisstjórn. Við hlutum mikinn- stuðning ykkar fyrir ári. Við lögðum málin einfaldlega fyrir ykkur. Samstarfsflokkar okkar vilja ekki vinna bug á verð- bólgunni. Samstarfsflokkar okkar vilja ekki hrófla við kerfinu — þeir vilja ekki breyta taktinum i veröbólgudansinum. Við þorum að leggja málin fyTir ykkur — kjósendur góðir — og hli'tum dómi ykkar. Pólitík, það er að þora Þetta er að þora — þetta er pólitik,- Pólitik er að þora aö leggja mál beint fyrir kjós- endur. Ef Alþýðuflokkurinn fer með sigur af hólmi nú sem fyrr - þá er þaö sterk krafa um viönám gegn veröbólgu — það er meira — það er örvæntingar- óp fólks, sem er að þrotum komiö i brjáluöum heimi verð- bólgunnar. Þá verður á ný að ganga til samninga um rfkis- stjórn. Hvort hún veröureins og fyrreða með öðru mynstri skal ósagt látið — en hún veröur a ð þora — hún verður að þora aö skera niður rikisútgjöld — hUn verður að þora að láta skussa fara á hausinn — hUn verður að þoraaökoma áeölileguástandii efnahagsmálum. Pólitik er nefnilega ekki bara að vilja eins og Olof Palme sagði — hUn er lika að þora — að þora að fram- kvæma — aðþoraað hafa stefnu og framfylgja henni — að þora aö leggja mál sin undir kjós- endur enda þótt þeir kunni aö snúast gegn manni. Að þora eða ekki — það er spurningin.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.