Alþýðublaðið - 21.11.1979, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 21.11.1979, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 21. nóvember 1979 3 alþýðu- Framkvæmdastjóri: Jóhannes Guðmundsson. Stjórnmálaritstjóri (ábm): Jón Baldvin Hannibalsson Blaðamenn: Garðar Sverris- son og Olafur Bjarni Guðna- son Auglýsingar: Elin Harðardóttir. Dreifingarstjóri: Sigurður Steinarsson Gjaldkeri: Halldóra Jóns- dóttir Ritstjórn og auglýsingar eru að Siðumúla IX, Reykjavik, simi 81866. Alþýðuflokkurinn telur félagslegt og efnahagslegt jafn- rétti allra þegna þjóöfélagsins, jafnt fatlaðra sem annarra vera eina af grundvallarhugsjónum þeirrar stjórnmálastefnu, sem hann berst fyrir. Flokkurinn telur sig.hafa sýnt i verki, að hann starfar i anda þeirra hugsjóna. 1 þvi sambandi minnir hann á nokkur hugsjóna- mál fatlaðra sem hann hefur beitt sér fyrir siðan hann hóf stjórnaraöild fýrir rúmu ári siðan. Af þeim verkum telur hann að fáist raunhæf mynd af viðhorfum sinum til fatlaðra. 1. Af hálfu Alþýðuflokksins var flutt á siðasta Alþingi frumvarp til laga um aðstoð við þroska- hefta, sem hlaut samþykki Alþingis s.l. vor. Meö þeim lög- um var stigið veigamikið spor aö þvi marki aö tryggja likamlega og and- lega þroskaheftu fólki jafn- rétti við aðra þjóðfélagsþegna og skapa þvi skilyrði til aö lifa sem eðlilegustu lifi I samfélag- inu. 2. Á vegum flokksins var einnig flutt á siðasta þingi frumvarp til laga um Framkvæmdasjóö öryrkja og þroskaheftra. Það frumvarp var fellt inn I frumvarpið til laga um aöstoð við þroskahefta og var lögfest með þvi. Framkvæmda- sjóðurinn veitir vissu fyrir þvi, að unnt verði að standa við þau markmið sem lögin kveða á um, auk þess að sjá fyrir fjármagni til uppbyggingar endurhæfinga- stöðva verndaöra vinnustaða og dvalarstaða fyrir öryrkja. Honum eru tryggð árlega framlög úr rikissjóði, framlög sem eru verðtryggö og munu halda óskertu raungildi. 3. Ráðherra flokksins setti i sumar reglugerð um öryrkja- vinnu. Með henni er varið almennafé til að opna öryrkjum greiðarileið inn á hinn almenna vinnumarkað en áður var fyrir hendi. 4. í byggingarreglugerð sem ráðherra flokksins setti á þessu ári, er aðgengi fatlaðra aö nýbyggingum i landinu tryggt meö afdráttarlausari hætti en áður hafði þekkst. Þar er gengiö til móts við þarfir hreyfihamlaöra meö ákvæðum um sérstök bifreiðarstæði fyrir þá, um ibúðir á jarðhæð allra fjölbýlis- húsa, sem ber að byggja og laga að þeirra þörfum, svo og sérstökum kröfum sem lúta að hurðum og frágangi þröskulda, lyfta og stigaganga. 5. 1 frumvarpi til laga um húsnæðismálastofnun rikisins, sem lagt verður fyrir Alþingi af hálfuflokksins, er gertráð fyrir sérstökum flokki lána til að mæta kostnaði viö nýbyggingar eða breytingar á eldra húsnæði vegna sérþarfa þeirra sem eru hreyfihamlaðir eða með skerta starfsorku. Lán þessi eruvaxta- laus. 6. í frumvarpi um eftirlaun til aldraöra, sem flutt var af háifu flokksins s.l. veturog endurflutt verður strax og Alþingi kemur saman, felst mjög mikilsverð réttarbót fyrir öryrkja, sem engra réttinda njóta hjá lif- eyrissjóðum svo og þeirra sem eiga aðild aö óverötryggðum sjóðum sem veita félags- mönnum takmörkuð réttindi. 7. Við endurskoðun laga um almannatryggingar sem nú er langt á veg komin mun flokkurinn gera tillögur um að mat á örorku fari fram I fjöl- skipaöri nefnd þar sem gætt sé félagslegra sjónarmiöa jafn- framt hinna læknisfræðilegu. Eins og áður greinir telur Alþýðuflokkurinn forgöngu sina um þau mál sem hér hefur verið drepið á, lýsa betur og áþreifanlegar afstööu sinni til fatlaöra og jafnréttismála almennt, en fögur orð og fyrir- heit. Það er Alþýðuflokknum áhugamál að með þjóðinni og stjórnendum hennar veröi sú hugarfarsbreyting að stuðn- ingur og fyrirgreiðsla við fatlaða og aðra þjóðfélagshópa, san svipað eru settir, verði miðuð við þarfir fremur en umdeilanlegt mat á þvi, hvað samfélagið sé aflögufært meö á hverjum tima. MÁLEFNI FATLAÐRA FLOKKSSTARFIÐ Kosningaskrifstofa Alþýðu- flokksins i Garðabæ er að Goða- túni 2. Opið alla virka daga frá 20:30 til 22:30, laugardaga frá 14:00 til 18:00. Simi 43333. Kópavogsbúar Fundur verður hjá Alþýðuflokks- félögunum i Kópavogi i kvöld kl. 8.30 að Hamraborg 1,4. hæð. Rætt verður um Kosningarnar. Sjón- varp á staðnum. Kosningaskrifstofa Alþýðuflokks- ins i Kópavogi er að Hamraborg 1, 4. hæð, simi 44700. Opið alla daga vikunnar frá kl. 13—22. Stuðningsmenn velkomnir. Suður landskj ördæmi Kosningaskrifstofur og trúnaöar- menn Alþýðuflokksins fyrir Al- þingiskosningarnar i Suðurlands- kjördæmi. Se lfoss: Kosningaskrifstofa, Þóristúni 13, simi: 99/1737 Gunnar B. Guðmundsson, simi: 99/1490. Vestmannaeyjar: Kosningaskrifstofa, Miðstræti 14, simi: 98/1539 Sólveig Adolfsdóttir, simi: 98/1816 Eyrarbakki: Kristján Gislason, slmi: 99/3350 Hella: Sigurður Þorgilsson, slmi: 99/5864 Hveragerði: Guðmundur Einarsson, slmi: 99/4112 Hvolsvöllur: Helgi Hermannsson, simi: 99/5276 Stdikseyri: Olöf Steinunn Þórarinsdóttir, slmi: 99/3324 Þorlákshöfn: Erlingur Ævar Jónsson, simi: 99/3766 Efstu menn á lista: Magnús H. Magnússon, 91/39133, 91/25000 Agúst Einarsson, 91/86660, 91/21400 Hreinn Erlendsson, 99/1552. Kosningaskrifstofur A-listans. Vesturlandskjördæmi Alþýðuflokkurinn hefur opnað kosningaskrifstofu að Röst, Akra- nesi. Skrifstofan verður opin kl. 14.00-22.00 alla daga fram til kosninga. Simi 1716. Reykjavik: Skrifstofa Alþýöuflokksins, Hverfisgötu 8-10, simi: 29244 og 15020. Opin daglega kl. 9.00-22.30. Þjónusta vegna utankjörfundar- atkvæðagreiðslu er þar. Umsjón, Guðmundur Haraldsson. Skólavörðustigur 16, simi: 22023-16736-20094- Opin daglega kl. 10.00-22.00. Kópavogur: Hamraborg 1, simi: 44700. Hafnarfjörður: Alþýðuhúsiö, simi 50499. Keflavik: Hringbraut 106, sími: 3030 og 3031. Akranes: Röst, simi: 1716. Borgarnes: Böðvarsgata 1. fsafjörður: Aðalstræti 22, simi: 3070. Bolungarvik: Verkalýðsfélagshúsið, simi 7108. Siglufjörður: Borgarkaffi, simi 71402. Akureyri: Strandgata 9, simi: 24399. Hafnfirðingar Kosningaskrifstofa Alþýðuflokks- ins er i Alþýðuhúsinu Hafnarfirði 3. hæð skrifstofan er opin frá kl. 11-12 f.h. og 14-19 e.h. sími 50499. Hafið samband viö Skrifstofuna. Alþýðufiokksfélögin íHafnarfiröi. Kosningaskrifstofa Alþýðuflokks- ins i Keflavík Hringbraut 106. Opið frá kl. 10.00-22.00. Simar 3030 og 3031. Aðstoð viö utankjörstaða- atkvæöagreiðslur og kærur vegna kjörskrár. Sannleiksást Haraldar frambiódanda Eskimóasérfræðingurinn Har- aidur ólafsson hripaði tví- ræðan greinarstúf i Dagblaðið s.l. föstudag. Kappin»veöur úr einu i annað, allt frá Gunnari, Geir, Hitler og Chile — til Marx, Lenins, Stalins og Póllands. Haraldur karlinn fjallar ennfremur um Alþýðublaðið, heimstyrjöldina og Bifreiðaeftir- litið. Eftir að hafa upplýst lesendur um upphaf siðari heim» styrjaldar, segir Haraldur i beinu framhaldi: .. : „Grunurinn styrktist þegar Aiþýðublaðið kom út á laugar- daginn. Þar var ekki eitt einasta orð um leiftursókn Sjálfstæðis- flokksins, ekki eitt einasta orð til að andmæla stefnuyfirlýsingu, er gengur þvert á allt það sem Alþýðuf lokkurinn áður fyrr byggði starfsemi sina á.” 1 umræddu Alþýðublaðið var þriggja dálka grein um stefnu ihaldsins. Þar segir m.a. að hún sé „gloppótt” og með mörgum ófrágengnum endum.” Þá segir og að hún sé „fullkomið virðingarleysi við kjósendur.” Auk Itarlegri gagnrýni I umræddri grein, hefur Alþýðublaðið gengið einna lengst fram i að gagnrýna stefnu þessa á undanförnum dögum. Vitaskuld þarf Haraldur að gera hosur slnar grænar fyrir kjósendum. En heldur er það nú löðurmannlegt að troða upp I einu útbreiddasta blaði landsins, með hreina og ómengaða lygi, uppá Alþýðublaðið. Undirritaður skilur fullvel hversu mikil mannraun það er að vera bendlaður við framboðslista Framsóknarflokksins. Slíkur maður hefur að sjálfsögðu ekki mikinn sannleik fram að færa, þegar hann nuddar sér utan I lesendur DB. Haraldi Ólafssyni fer betur að stunda sinn eskimóabissnes. Það er nóg að vara við kratisma og flóttafólki, þótt menn fari ekki að dilla sér fyrir framan kjósendur. — Garðar Sverrisson. ,?Hina raunverulegu stefnu á horðið fyrir kosningar” Magnús Marísson skrifar Það er margt öðruvisi en áður var, nú á þessum fyrstu vetrar- dögum. Kosningabarátta er i fullum gangi Frambjóðendur blta nú i skjaldarrendur og hafa uppi hávaða mikinn. Gömiu góðu kosningaloforðin hafa verið sótt upp á háaloftog dustað af þeim rykið. Ný kosningaloforð lita dagsins ljós, og er I þeim svolit- ill harðindatónn. Skuttogarar bjóðast ei meir I hverja vlk. Né heldur brú yfir hvaða sprænu sem er. t staðinn bjóða menn aðhald, niðurskurð og mikla og gáfulega skipan þjóðmála. Prúðbúnir höfðingjar Gestagangur er með meira móti nú I skammdeginu og er þaö vel. Prúðbúnir höfðingjar leggja nú leið sina á vinnustaöi vitt og breitt um landið og ræöa landsins gagn og nauðsynjar við hinar ýmsu stéttir. Við skulum vona að sparifötin óhreinkist ekki, að hvor um sig skilji hinn og menn ræði tæpitungulaust saman. Kjósendur eru i vafa, margir hverjir, Margt er I boði og margir ætla að frelsa heiminn fyrir þá. En menn gerast nú þreyttir á loforðum og gylliboðum sem reynast svo hjóm eitt aö kosn- ingum loknum. Ýmsir segjast ekki ætla að kjósa og segja sem svo það sé sami rassinn undir þeim öllum. Þeir lofi öllu og sviki flest. Það er illa fariö i stjórnmál- um okkar, þegar kjósendur eru hættir aö sjá mun á mönnum og stefnum. Þegar þetta rennur allt saman i eina allsherjar meöalmennsku fyrir augum þeirra. Hin fögru áform Kosningaloforð eru ekki ýkja hátt skrifuö þessa dagana. Menn takameö varúð öllum lýs- ingum um betri tið og blóm I haga, aö loknum þeim aðgerð- um sem boðaðar eru. Við höfum kynnst þvi gegnum árin hvernig flokkarnir hafa slegiö um sig fyrir kosningar. Það eru gefin „Skuttogarar bjóðast ei meir i hverja vik. Né heldur brú yfir hvaða sprænu sem er. t staðinn bjóða menn aðhald, niðurskurð og mikla og gáfulega skipan þjóðmála.” fögur loforö og áætlanir um hin og þessi mál. Þegar svo á að mynda stjórn eftir kosningar hafa hin fögru áform gufað upp i sambræðslunni sem þá fer fram milli flokkanna. Við höfum fengið smjörþefinn af þeirri sambræðslu á liðnum árum. Enga óskalista Ef dæma má eftir málflutn- ingum, er eins og hver einasti flokkur gangi með þá grillu, að hann geti myndað meirihluta- stjórn að afloknum kosningum. Við skulum vera raunsæ. Það fær enginn flokkur meirihluta- fylgi i þessum kosningum. Það er ljóst að samsteypustjórn verður við völd, svo við skulum haga okkur I samræmi við það. Flokkunum ber skylda til að lýsa stefnu og vinnuáætlunum „Það er illa farið I stjórnmálum okkar, þegar kjósendur eru hættir að sjá mun á mönnum og stefnum. Þegar þetta rennur ailt saman i eina allsherjar meðalmennsku fyrir augum þeirra.” eins og þær verða, þegar búið er að saméæma skoðanir þeirra sem ætla að vinna saman eftir kosningar. Kjósendur geta þá kosið um málin einsog þau raunverulega verða, i stað þess að kjósa um einhverja óskalista sem verða látnir fjúka I makki flokkanna um stjórnarmyndun- ina að kjöri loknu. Að kaupa köttinn i sekknum Stjórnmálaflokkarnir verða að segja með hverjum þeir eru tilbúnir að vinna og meö hvaða skilyrðum. Þeir verða þar meö að gera stjórnarsáttmála fyrir kosningar, en ekki eftir. Það eru ekki nein alvöru- stjórnmál, þegar stefnan sem unnið ereftir,eralltönnurensú „Við skuium vera raunsæ. Það er ljóst að samsteypustjórn verður við völd, svo við skulum haga okkur I samræmi við það.” sem kosin var. Það kallast að kaupa köttinn i sekknum þegar svo er gert. Hinn almenni kjós- andi ræður litlu Þaö er ekki hægt að bjóða kjósendum upp á það enn einu sinniaö greiða atkvæði, án þess að þeir viti nokkurn veginn hver stefnan er þegar til kastanna kemur. Það er aldrei að vita hvað upp snýr, þegar flokkarnir hafa lokið makki sinu um stjórnar- myndunina. Eitt vitum við þó með vissu. Hinn almenni kjósandi ræður þá litlu. 1 stuttu máli, það nær eng- inn einn flokkur nægu fylgi til meirihlutastjórnar. Það verður samsteypustjórn við völd eftir kosningar. Flokkarnir geta samið um hvað sem er að lokn- um kosningum, ef þeir eru ekki búnir að lýsa samstarfsáætlun- um fyrir kosningar og eru bundnir af þeim. Það er timi til kominn að flokkarnirskipuleggi málefni sin lengra fram i tim- ann en til dagsins i dag. Sem sagt: hina raunverulegu stefnu á borðiö fyrir kosningar en ekki á eftir. Magnús Marlsson „Það eru ekki nein alvöru stjórnmál, þegar stefnan sem unnið er eftir, er ailt önnur en sú, sem kosin var. Það kallast að kaupa köttinn I sekknum, þegar svo er gert.”

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.