Alþýðublaðið - 21.11.1979, Síða 4

Alþýðublaðið - 21.11.1979, Síða 4
í STYTTINGI Rauði krossinn Stjórn Rauða kross Islands hef- ur nú tekiö ákvörðun um ráöstöf- un þess söfnunarfjár, sem safn- aöist i hjálparsjöö félagsins I september s.l. Samtals komu i hjáiparsjóöinn kr. 15.739.986,- i landssöfnuninni og hefur RKl þegar sent 4 mill- jónir króna þar af til Alþjóöa- tauöa krossins vegna hjálparaö- geröa I Kambútseu og aörar 4 milljónir kr. veröa sendar til aö- stoöar viö flóttafólk frá Vletnam, sem nú dvelst i flóttamannabúö- um i SA-Asiu. Stjórnin hefur ákveöiö aö verja afgangi söfnunarfjárins til þess aö kosta starf íslenzks hjúkrunarliös, sem sent veröur til liös viö hjúkrunar- sveitir Alþjóöa rauöa krossins, sem nú starfa I Thailandi viö aö- hlynningu flóttafólks frá Kamputseu. Hefur flóttamannastraumurinn aukist stórlega siöustu vikurnar og er heilbrigöisástand flótta- fólksins nær ólýsanlegt fyrir íbú- um I okkar heimshluta. Þegarhafa tveirislenskir lækn- ar og ein hjúkrunarkona boöiö sig fram tilþess aö fara til Thailands á vegum RKl og Alþjóöa rauöa krossins og munu þau fyrst fara til Genfar i Swiss en siöan til Thailands. Rauöi kross Isiands stefnir nú aö aukinni þátttöku islenzks starfsliös i alþjóölegu hjálpar- starfi og hefur á þessu ári veriö haldiö sérstakt námskeiö hér á landitil þjálfunar fólks, sem fariö gæti á vegum Rauöa krossins til liknarstarfa erlendis. Ljóst er aö nauösyn veröur á meir a f jármagni til þess aö kosta sendingu islenzks hjúkrunarliös til Thailands og heitir RKl þvi á alla landsmenn aö taka þátt i kosningagetraun þeirri, sem nU er aö hlaupa af stokkunum, en tekjuraf henni munu renna til aö- stoöar viö flóttafólk frá Kamput- seu. Þing Alþýðusambands Norðurlands 16. þing Alþýöusambands Noröurlands var haldiö á Akur- eyri dagana 10. og 11. nóvember s.l. Þingiö hófst i AlþýöuhUsinu kl. 13.30 laugardaginn 10. nóvem- ber. Þingiö sóttu 73 fulltrúar frá 18 sambandsfélögum. Forsetar þingsins voru kjörnir þeir Torfi Sigtryggsson frá Trésmiöafélagi Akureyrar og Kolbeinn Sigur- björnsson frá Félagi verslunar- og skrifstofufólks Akureyri. Ritarar voru Kristján Mikkelsen Húsavik og Gunnar J. Gunnars- son Einingu Akureyri. Þingiö geröi ályktanir I kjara og atvinnumálum. Þingiö kaus átta manna samn- inganefnd sem ganga skal frá öll- um sérsamningum fyrir aöildar- félögin viö komandi samninga. 1 lok þingsins var kosin ný stjórn Formaöur Hákon Hákonarson, form. sveinafélags járniönaöar- manna Akureyri.Varaformaöur Jón Ingimarsson form. Iöju Akureyri. Ritari Jón Helgason form. Einingar Akureyri. Meö- stjórnendur, Kolbeinn Friö- bjarnarson form. Vöku Siglufiröi og Guöjón Jónsson form. Sjó- mannafélags Eyjafjaröar. Framsókn hefur verið í f jórum vinstri stjórnum og sex hægri stjórnum Framsóknarmenn halda þvi nú mjög á lofti i áróöri sinum, að þeireinir geti myndað vinstri stjórnir og hafi myndað þær á tslandi. Þetta er þó aöeins hálf- ur sannleikur... Siöan Framsóknarmenn tóku fyrst þátt í ríkisstjórn meö öör- um flokki 1932, hafa þeir setiö i fjórum vinstri stjórnum og SEX HÆGRISTJÓRNUM meö Sjálf- stæöisflokknum. Þetta gefur sanna mynd af Framsóknarflokknum. Hann hefur veriö rákull og tækifæris- sinnaöur flokkur, sem hefur veriö jafn fljótur aö sveiflast til hægrisem vinstri, eftir þvi hvar tækifæri til ráöherrastóla gáf- ust. Hermann Jónasson myndaöi vinstri stjórn meö Alþýöu- flokknum 1934, og aöra meö Alþýöuflokknum og Alþýöu- bandalaginu 1956. Ólafur Jó- hannesson myndaöi vinstri stjórn 1971 meö Alþýöubanda- laginu og Samtökunum, og aftur 1978 meö Alþýöuflokknum og Alþýöubandalaginu. Allar þess- ar stjórnir reyndust skammlifar undir stjórn Framsóknar, frá Borgarstjórn: Borgarstjórnaríhaldið og AB sameinast gegn IÐNÞRÓUNARÁÆTLUN FYRIR REYKJAVÍK „Þaö er komið nóg af óla Jó!” þrettán mánuöum til þriggja ára. Fyrsta stjórn Framsóknar meö öörum flokki var stjórn As- geirs Asgeirssonar meö Sjálf- stæöisflokknum 1932. Síöan myndaöi Hermann Jónasson þjóöstjórnina 1939 meö Sjálf- stæöisflokkiog Alþýöuflokki. Þá kom annaöráöuneyti Hermanns Jónassonar 1941 meö sömu flokkum, en Stefán Jóhann varö aö segja sig úr þeirri stjton. Næst kom timabiliö 1950-1956, þegár Framsókn stjórnaöi meö Sjálfstæöisflokknum einum, fyrst undir forsæti Steingrims Steinþórssonar og slöan Ólafs Thors. Arið 1971 myndaöi svo Olafur Jóhannesson stjórn meö Lúövik og samtökunum. Eftir slendur- tekin axarsköft sáu Hannibal og fleiri sér ekki annaö fært en aö sllta sambúð viö þá félaga, LUÖ- vik og ólaf. Eftir þetta myndaöi Ólafur stjórn fyrir Geir Hallgrimsson 1974 og sat Fram sókn þarl góðu yfirlæti heil 4 ár. Framsóknarmenn hafa löng- um veriö frægir fyrir þaö, aö rikisstjórnir sem þeir sátu i ent- ust aldrei heilt kjörtimabil, fyrr en stjórn þeirra Geirs og ólafs tókst þaö — meö hörmungum. Venjan var sú, aö framsóknar- menn guggnuöu og sprengdu stjórnir, bæöi til vinstri og hægri. Þeir hafa veriö menn hinna stuttu stjórna — hinn rót- lausi aðili I islenskri pólitík. -G.Sv. — „Hnefahögg f andlit iðnaðarins” — segir Sigurður E. Guðmundsson, varaborgarfulltrúi Alþýðuflokksins Hinn 20. september sl. geröi Siguröur E. Guömundsson, vara- borgarfulltrúi Alþýöuflokksins i Reykjavik, borgarstjórn grein fyrir tillögu borgarfulltrúa flokksins þess efnis, aö hafinn yröi „undirbúningur aö gerö iön- þróunaráætiunar fyrir Reykja- vik”. I greinargeröinni og framsögu- ræöu Siguröar var gerö rækileg grein fyrir gérö sllkra áætlana i öörum byggöarlögum og bent á, aðhvarvetna eruþær grundvöllur aö uppbyggingu iönaðar og iön- þróun. Reykjavík vaxtarbroddur iönaðar I Reykjavik heföi ætlö veriö vaxtarbroddur iönaöar I landinu og svo yröi áfram aö vera. Þaö mætti þó ekki gerast meö til- viljanakenndum hætti, heldur yröi þaö líklegast til mests árang- urs aö þaö geröist á grundvelli hnitmiöaörar langtlmaáætlunar. Siguröur benti réttilega á, aö hér Siguröur E. Guömundsson væri um grundvallaratriöi aö ræöa og ómetanlegt fyrir fram- tiöarþróun atvinnumála I borg- inni. ihald og kommar snúa bökum saman Umræöur uröu litlar um þetta mál, svo furöulegt sem þaö var. En málinu var siöan vlsaö til at- vinnumálanefndar borgarinnar til umsagnar. A slöasta fundi borgarstjórnar, sl. fimmtudag, kom fram niöur- staöa nefndarinnar. Kemur þar glöggt fram, aö Ihald og kommar hafa snúiö bökum saman um aö bregöa fæti fyrir tillöguna og hef- ur meö þeim hætti tekizt aö koma henni fyrir kattarnef. Þeir Sig- uröur E. Guömyndsson og Björg- vin Guömundsson, sem voru full- trúar Alþýöuflokksins á fundin- um, mótmæltu kröftuglega hinni neikvæöu afstööu atvinnumála- nefndar. Siguröur benti á, aö hart væri, loks þegar til sögunnar væri kom- inn meirihluti félagshyggju- manna I Reykjavik, værikomiö fyrir kattarnef mikiivægri at- vinnumálatiMögu, sem fæli i sér kerfisbundna uppbyggingu einnar mikilvægustu atvinnu- greinar Reykvikinga. Framhald á bls. 2 • „Siguröur benti á aö hnitmiöuö langtimaáætlun um iönþróun væri grundvaliaratriöi og ómet- anlegt fyrir framtiöarþróun at- vinnumála I borginni.” „A borgarstjórnarfundinum kom þaö glöggt fram, aö Ihald og kommúnistar hafa snúiö bökum saman um aöbregöa fsti fyrir til- lögu Alþýöuflokksins um iönþró- unaráætlun og hefur meö þeim hætti tekist aö koma henni fyrir kattarnef.” c „Siguröur sagöi að hart væri, þegar loks væri komin til sög- unnar meirihluti féiagshyggju- manna I Reykjavik, væri komiö fyrir kattarnef mikilvægri at- vinnumáiatiliögu, sem fæli i sér kerfisbundna uppbyggingu einnar mikilvægustu atvinnu- greinar Reykvikinga.” Svarthöfði Visis var óvenjulega barnalegur á mánudag. Þá skrif- aði hann grein undir fyrirsögninni „KGB-þjónusta fyrir list- fræðinga”. I þeirri grein, reynir hann að gera sér mat úr þvi að tveir listfræðingar islenskir hafa sótt tima i sínu fagi, hjá manni að nafni Anthony Blunt, sem ekki var aðeins kommanjósnari heldur kynvillingur aö auki. Samhengislaust, að venju, tengir Svarthöfði kynvilluna og‘ kommúnismann slöan ákveðinni stefnu I listum, sem honum virðist vera heldur illa við, hvers vegna veit enginn, en Svarthöfði er eflaust ánægður með útkomuna. Stórskemmtilegt dæmi um Svarthöfðastilinn er eftirfarandi. „Kennsla hans (Blunt) þrátt fyrir drottningarlega velvild hlýtur aö hafa einkennst af þeirri upplausn sem vinstri menn segja að hljóti aö verða hlutskipti vesturlanda.” Vitur maöur sagöi aö skýrri hugs- un hlyti aö fylgja skýr stfll. Af til- vitnuninni má sjá aö ekki hefur Svarthöföi verið ýkja vel fyrir kallaöur þegar hann hripaöi þess- ar linur niöur. Þaö veröur þó aö segja Svart- höföa til málsbóta að paranoia (ofsóknarbrjálæði) hans gæti verið verra. Þvi fer betur, að hann hugsar ekki ásakanir sinar til enda, þær gætu leitt til vinslita milli Islands og Bretlands. Hefði hugsun Svarthöfða veriö skýr, hefði hann séð að smit- hættan af kommúnisma, og kyn- villu og öðrum þeim kvillum, sem hann óttast, er ekki einskorðuð við Islendinga. A mynd sem birt- ist með greininni má sjá Elisa- betu 2. bretadrottningu með kommúnistanum. Svarthöföi heföi getað skemmt alþjóð mun betur með þvi að benda á að Beta sjálf hefur umgengist manninn og gæti þess vegna hugsanlega hafa smitast. Skrif Svarthöfða eru i rauninni meinlaus, því enginn tekur mark á slíkum viðbjóði, en því miður hefur það lengi viðgengist, að slikar greinar hafa verið birtar i islenskum blöðum. Herra Sigur- björn Einarsson, biskup, yar ein- hverntimann kallaður „hinn smurði Moskvu-agent”, eins og frægt er orðið. Væri Svarthöfði sæmilega upplýstur, vissi hann að bretadrottning er yfirmaöur bresku kirkjunnar, auk þess aö hún var smurö við krýninguna. Svarthöfði hefði þá getaö vitnað til árásarinnar á biskupinn, og haft fyrirsögnina á grein sinni, „Hinn smurði Moskvu-agent Elisabet 2.” Þannig hefði Svart- höfði liklega komist I heims- 'imetabók Guinness, sem vitlaus- asti skrifandi maður I heimi.» — Þagall. alþýðu- blaðið Miðvikudagur 21. nóvember KÚLTÚRKORN Útvarpsleik- rit vikunnar Fimmtudaginn 22. nóvember (barnadaginn) kl. 20.10 veröur flutt leikritiö „Eyjan viö enda himinsins” eftir Asko Martin- heimo, I þýöingu Dagnýjar Kristjánsdóttur. Leikstjóri er Sigmundur Orn Arngrimsson og meö stærstu hlutverkin fara Þor- steinn Gunnarsson, Geröur Gunn- arsdóttir og Margrét örnólfsdótt- ir. Leikritið sem er 45 mlnútna langt er flutt i tilefni barnaárs. Drykkfelldur heimilisfaðir ætl- ar aö kaupa bát og sigla á honum út I eyju sem Pia dóttir hans seg- ist hafa séö úti viö sjóndeildar- hring. Hann lýsir þvi hvernig báturinn eigi aö vera og hvernig siglingin veröi. Um þetta hefur hann rausað á hverju ári I mörg ár, en enginn er trúaður á þaö nema Pía litla. Henni finnst að einhvern tlma hljóti þessi stund að renna upp. 1 leikritinu er fjallað á nærfær- inn hátt um hugarheim barnsins og þá bölvun sem hlýst af of- drykkju. Þaö hefur fengiö marg- visleg verölaun, bar á meöal al- heimsverðlaun barnaleikrita 1976. Einnig hefur það verið flutt I Austur-Evrópulöndum og hlotiö þar mikla viðurkenningu. Asko Martinheimo er einn af fremstu barnabókahöfundum Finna. Hann fæddist árið 1934 og er nú kennari i Nokia. Ariö 1977 fékkhann Topelius-verölaun fyrir bók sina „Lassi grætur”. Tónleikar Fimmtu áskriftartónleikar Sin- ígíónluhljómsveitarlslands á þessu 'Estarfsári veröa n.k. fimmtudag, 22. nóv. I Háskólabiói og hefjast d. 20.30. Efnisskráin verður sem íér segir: HAYDN — Sinfónia nr. 82 VAUGHAN WILLIAMS — 'Konsert f. túbu DVORAK — Sinfónia nr. 8. Hljómsveitarstjórinn Gilbert L<evine fæddist áriö 1948, I New York. Hann lærði hjá Dennis Russels Davies við Juillard-skól- inn I New York, 1967-8, viö Princeton-háskólann hjá Jacques Monod 1968-71, hjá Nadiu Bou- langer I Paris á árinu 1971, og viö Yale-háskólann i Connecticut hjá Sustav Meyer 1971-2. Honum hefur, þrátt fyrir ungan aldur, veriö margvislegur sómi sýndur. Er hann m.a. „University Scholar” viö Prince- tonháskólann, „Graduate Fellow” viö Yale-háskólann og ; einnig hefur hann fengiö heiöurs- styrk frá Juillard-skólanum, auk fjölda styrkja frá ýmsum viöur- kenndum stofnunum. 1973 var hann sérlegur aöstoöarmaöur George Solti i London og Paris, þar sem þeir unnu saman aö konsertum meö L’Orchestre de Paris, B.B.C., Symphony Orchestra viö Royal Opera House, Covent Garden og meö London Philharmonic Orchestra viö upptökur á La Boheme fyrir R.C.A. hljómplötufyrirtækið. Um haustiö sama ár, kom hann fyrst fram sjálfstætt meö frönsku út- varpshljómsveitinni L’Orchestre Philharmonique. Hann varö framkvæmdarstjóri Norwalk Symphony Orchestra 1974 og hef- ur slöan stjórnaö ýmsum hljóm- sveitum i Frakklandi, Þýskalandi og Skandinaviu, þar á meöal N-Þýsku útvarpshljómsveitinni (NDR) og Konunglegu Fil- harmóniusveitinni i London. 1975 komst hann i úrslit I hinni þekktu Karajan-keppni i Berlin, og er hann eini amertkumaðurinn sem það hefur tekist. ; Einleikarinn Roger Bobo fædd- ist I Los Angeles I Kalifornlu árið 1938. Hann stundaði nám við Eastman-Tónlistarháskólann og útskrifaðist þaöan meö meistara- próf. Hann starfaði sem túbuleik- Framhald á bls. 2

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.