Alþýðublaðið - 24.11.1979, Blaðsíða 2
Verðbólgan er að rjúka upp f 80% á ári!
Við viljum
breyta þjóðfélaginu
Alþýduflokkurinn vill Jafnvægisstefnu í
efnahagsmálum vegna þess að efnahagslegt
jafnvægi er forsenda fyrir framförum í
stjórnkerfi, í félagsmálum og í menningarmálum
• Alþýðuflokkurinn leggur á það þunga áherziu,
að í verðbólgukerfi undanfarinna ára hef ur þróazt
misrétti og spilling, þannig að óþolandi er.
Þetta ástand verður að uppræta. Það verður að
vera markmið næstu rlkisstjórnar.
® Það hafa ekki orðið félagslegar framfarir að
undanförnu vegna þess, að verðbólgan rýrir
stöðugt sjóði - það f jármagn sem lagt er til hliðar
í félagslegum tilgangi. Þessu verður að breyta.
#Kosningabaráttan hefur til þessa snuizt nær
einvörðungu um efnahagsmál - um verðbólgu.
En menn mega ekki missa sjónar á því, að í
baksviði verðbólgunnar fer fram eignatilfærsla
og þar þrifst ranglæti og misrétti, sem verður
að uppræta.
#Barátta Alþýðuflokksins hefur snuizt um þetta.
Þó svo þrasið um verðbólguna sé orðið heldur
þreytandi, þá verða menn að muna, að á bak
við verðbólguna hefur skapazt ranglátt þjóðfélag.
Þessu þjódfélagi viijum við breyta
Sjálfsvirding okkar og siðmenntað samfélag
í anda samhjálpar, jafnaðar og réttlætis
er í veði