Alþýðublaðið - 27.11.1979, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 27.11.1979, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 27. nóvember 1979 3 alþýðu- blaðið Framkvæmdastjóri: Jóhannes Guðmundsson. Stjórnmálaritstjóri (ábm); Jón Baldvin Hannibalsson Blaðamenn: Garðar Sverris- son og ölafur Bjarni Guðna- son ____ Auglýsingar: E 1 i n Harðardóttir. Dreifingarstjóri: Sigurður Steinarsson Gjaldkeri: Halldóra Jóns- dóttir Ritstjórn og auglýsingar eru að Siðumúla 11, Reykjavik, simi 81866. Morgunblaðinu er mikið I mun að eigna Alþýðuflokknum Ólafslög, Morgunblaðið þrástagast á því, að óðaverðbólga fyrr- verandi rikisstjórnar sé skilget- ið afkvæmi Alþýðuflokksins. Morgunblaðið fullyrðir, aö efnahagsstefna Alþýðuflokksins hafi verið í framkvæmd s.l. 8 mánuði og árangur hennar liggi fyrir. Allar eru þessar fullyrðing- ar órökstuddar, og settar fram apf.r> betri vitund. Y!9A™lum bera saman aöal- atriðin i frumvarpi Alþýðu- flokksins um jafnvægisstefnu i efnahagsmálum og samræmdar aðgeröir gegn verðbólgu annars vegar, og Ólafslög og fram- kvæmd þeirra hins vegar. Aðalatriöin i efnahagsfrum- varpi Aipýðuflokksins voru þessi: 1. Þaðáttiað halda tekjuöflun, þ.e. skattlagningu rikissjóðs, innan við 29% af þjóðarfram- leiðslu. 2. Það átti að halda Utgjöldum ríkissjóðs við iægra mark, þ.e. hætta hallarekstri og skila greiðslujöfnuði. 3. Það átti að afnema á þriðja tug lagabálka og reglugerða, sem kveða á um sjálfvirka út- gjaldaaukningu rfkissjóðs. Það átti aö hætta að fjár- magna rekstur og eyðslu rfkissjóðs m eð seðlaprentun I Seölabanka. 5. Það átfi að setja þak á erlenda skuidasöfnun. 6. Jafnvægi I rikisfjármálum átti að gera Seðiabankanum kleift að haida ársfjórðungs- legri aukningu peningamagns í umferð innan við 25% á ári, 7. Þaö átti að taka upp verð- tryggingu inn- og útlána, tryggja þannig hag sparifjár- eigenda, og stöðva stöðuga eignatilfærslu frá almenningi f iandinu tii skuldakónga. 8. Samtfmis þessu átti að halda ákvörðunum um gengissig, fiskverð, og verð á inniendri þjónustu innan þeirra marka, sem markmið verðbólgu- hjöðnunar settu. 9. Þessu átti að fyigja samræmd launastefna, kjarasáttmáli, sem fól I sér af hálfu rikis- valdsins kaupmáttartrygg- ingu iægstu iauna. Nú er spurningin: Hvert af þessum markmiöum náöi fram að ganga i fyrrverandi rikis- stjórnarsamstarfi hvort heldur var, 1 fjárlögum eða Ólafslög- um? 1. t staö 6,7 milijarða greiðslu- jafnaöar á fjáriögum verður niðurstaðan f árslok 1979 um 12 milljarða greiðsiuhalli 2. Þetta er þrátt fyrir þá stað- reynd, aö fyrrverandi rikis- stjórn sendi skattgreiðendum bakreikninga á s.i. hausti i formi hækkunar söluskatts og vörugjalds. sem þó mun ekki duga til að tryggja greiöslu- jöfnuði ríkisbúskapnum á ár- inu ’79. 3. t stað þess að greiða niður yfirdráttarskuld rikissjóðs við Seðlabanka var rekstrar- haila rikissjóðs mætt með aukinni seðlaprentun úr 26 milljörðum sem fyrrverandi rfiússtjórn tók við, upp i allt að 46 milljörðum eftir fyrstu átta mánuði ársins. 4. t stað þess að setja þak á erlenda skuldasöfnun nam nettóaukning erlendra skulda allt að 20 milljörðum á árinu 1979. t lándfjáraætlun fyrir áriö 1980, sem fyrrverandi rfiússtjórn hafði i undirbún- ingi, var að kröfum kommúnista i ríkisstjórninni stefnt i stjarnfræðilegar tölur varðandi aukningu erlendra skulda. 5. Tillaga Alþvöuflokksins um afnám sjálfvirkni I rikisbú- skapnum og útlánum fjár- festingarlánasjóðs var sett i nefnd, undir forsæti formanns þingflokks Framsóknar- flokksins, Halldórs E. Sigurðssonar. Nefndin átti að skila áliti innan þeirra tima- marka, aö hægt væri að taka tillit til niðurstaðna hennar við undirbúning fjárlaga 1980. Formaður nefndarinnar kvaddi hana aidrei saman. 6. Hallareksturinn á rikissjóði ásamt innstreymi gjaldeyris i formi erlendra lána geröi Seölabankanum ókleift að halda aftur af aukningu pen- ingamagns i umferö. i stað 25% aukningar sem bundið er I ólafslögum, var aukningin komin yfir 62% eftir fyrstu átta mánuðina. 7. Þar með var öil aðhaldssemi i útlánapólitik rokin dt f veður o g v i n d . 8. Það eina — segi og skrifa það aleina — úr upphaflegri jafn- vægisáætiun Alþýðufiokksins, sem náði inn i Ólafsiög, og reynt hefur verið aö fram- kvæma að hluta, er að stefnt skuii að raunvöxtum i áföng- um, meö verötryggingu inn- og útlána. 9. Framkvæmd þessara laga- ákvæða er hins vegar tak- mörkuö Henni hefur ekki ver- iö fyigt eftir i nægilega rikum mæli meö lengingu lánstima og jöfnun greiðslubyröi yfir lánstimann. Veigamiklir þættir viðskipta I þjóðfélaginu valsa áfram utan og ofan við þessl lög t.d. fasteigna- markaðurinn og fjöimargir opinberir og hálfopinberir sjóðir, t.d. sumir iifeyris- sjóðirnir Sii fullyröing Morgunblaðs- ins, að Ólafslög eigi eitthvaö skylt við jafnvægisstefnu Alþýðuflokksins, styðst þess vegna ekki við rök, enda er hiín sett fram gegn betri vitund. Ummæli einstakra þing- manna Alþýöuflokksins, frá þvi i apri'l s.l. þess efnis, að með Ólafslögum heföi rikisstjórnin loks markaö sérstefnu, snerust fyrst og fremst um verðtrygg- ingarakvæðið, sem vissulega markar þáttaskil, og um fyrir- hugað afnám sjálfvirkni, sem aldrei var fylgt eftir I fram- kvæmd. Rikisstjórn Ólafs Jóhannes- sonar fórst þess vegna likt og þeim bónda, sem hyggst verja landsittágangimeðþviað reisa eirðingu, en kom þvi aldrei i verk að reisa nema einn girð- ingarstólpa. Sá stólpi er verö- tryggingin. En einn stólpi held- ur ekki uppi heilli girðingu. Girðingin lá að öðru leyti öll niðri hjá Ólafi Jóhannessyni. Túniö fór i órækt, og hann gat ekki varið land sit ágangi verö- bólgunnar. Reynslan er ólygn- asti dómari. Hún kennir okkar, að það hefur reynst Islensku þjóðinni dýrt spaug á s.l. niu ár- um, að hafa ætlað að stóla á’ann óla. -JBH Ólafslög - Girðing sem hangir á einum stólpa Framboðslisti Alþýðuflokksins í norðurlandskjördæmi vestra 1, Finnur 'IorTi Stefánssop fv, Hofi i. HjaltaUal CuAnl S, (Mumon kennari, Hofsfvsí 2. 3(m Karlsson fonn. VeriíaKðsféi, Fram. Sauftárkróki 7. BaWur ingvnrsson verisunarm., Hvammstanga 3, Jón Stemundur Slgurjónsson deiidarstórí. Hafimrfirðí H. Erla Eymundsóttir húsmóóír. SiglulírAi 4, Elíts mihmmr póstmaðor, skagast r8»4 9. Dóra borstmnsílótór hósmóóir, S»uÓárkröki 5, Uunar Agnarsson miindiu'm. lö, Jóhann C. Möller ritari verkalýósf. Vöku, Siglufiröi 'X’V&' s&föé Frá kosningastjórn A-listans í Reykjavík Hvernig verða 1 þeir þurfa ekki aö greiða til baka, nema að hluta til. Fjár- magnskostnaðinn (vexti og veröbætur) fá þeir frádráttar- bæran frá skatti, og sleppa þess vegna viö að greiða sinn hlut til samneyzlunnar i þjóöfélaginu. Þetta er gróöamyndunarað- ferð verðbólgunnar. Þetta er arðrán á almenningi i landinu. A þessu byggist misréttið og spillingin i þjóðfélaginu. Þetta eru ómótmælanleg rök fyrir þvi, að stærsta hagsmuna- mál alls almennings i landinu, er I þvi fólgiö, að grafist verði fyrir rætur óðaveröbólgunnar með öllum tiltækum ráðum. Ad skilja kjarn ánn frá hisminu Mælikvarðinn á heilindi þeirra stjórnmálaflokka, sem I orði kveðnu telja sig bera hag hinna verst settu i þjóöfélaginu fyrir br jósti, er sá, hvað þessir flokkar hafa fram að færa til aö ráða niðurlögum verðbólgunn- ar. Spurningin er ekki um fróm orö og fagrar markmiðslýsing- ar. Sðurningin snýst um það, HVERNIG þeir ætla að ná settu marki. Það er i þessum punkti, sem skilur milli feigs og ófeigs, milli loforöa og efnda, milli raun- hæfra tillagna annars vegar og sýndarmennsku og skrums, hins vegar. Það er I þessum punkti, sem grundvallarágreiningurinn milli Alþýðuflokksins annars vegar og Alþýöubandalagsins hins vegar, kemur 1 ljós. Eru engin 4 gegnum kjarabaráttuna og ,,þrýstihópa”-kerfið. Til þess aö jafna þennan mun, sem er fyrir hendi, höfum við almanna- tryggingakerfið og skattalög. A mjög miklu veltur, að þessi lög- gjöf sé sanngjörn og vel til hennar vandað. Menn deila um að svo sé i dag. Alþýðuflokkurinn er eina vopnið Alþýðuflokkurinn styður að dugnaði og heiöarleika einstak- lingsins og viðurkennir vel rekin fyrirtæki, hvort sem þau eru stór eða smá. Hann berst og mun berjast af hörku gegn ásælni og spillingu i öllum rekstri. Þessar kosningar munu þvi að verulegu leyti snúast um það að velja þá menn á Alþingi, sem hafa þessa skoðun. Það þarf sterkt sameinaö afl til þess að ná þessum breyt- ingum fram, og öflugur Alþýðu- flokkur er besta vopnið og I raun eina tryggingin fyrir að þessi breyting muni ná fram. Verðbólgan og spillingin, er af henni leiöir á svo mörgum sviðum eins og þú lesandi minn veist vel um, verður ekki aö velli lögð, nema með liösinni þinu við Alþýðufiokkinn. Geröu þér vel grein fyrir þvi, aö hvaða mark- miði við VERÐUM AÐ KEPPA Nti. Það veltur á miklu að tryggja i gegnum þessar kosningar framgang jákvæörar stefnu i þessum málum. Alþýðu- flokkurinn hefur lagt fram rök- réttar og mjög vel undirbúnar til- lögur til þess að stöðva og minnka verðbólguna og um leið tryggja meö þvi örugga atvinnu i landinu. Til þess aö þessar tillögur nái fram á næstunni verðum við að fá sterkan Alþýðuflokk við næstu kosningar, Við leitum þvi eindregið eftir stuðningi þinum nú. A miklu veltur, bæöi fyrir þið unga sem gamla, alla islensku þjóðina. Jón Arm. Héöinsson /" 1 1,1 — i—i— Kjósendaþjónusta A-listans i Reykjavík Kosningaskrifstofa A-listans i Reykjavik er að Skólavörðustig 16, slmar 22023 — 20094 og 16736. A skrifstofunni, sem opin er dag- lega frá kl. 10-22, eru veittar allar almennar upplýsingar um kosn- ingastarfið og aöstoð i tengslum við það. Kjörskrá Kjörskrá fyrir Reykjavik liggur nú frammi og er stuðningsmönn- um bent á að kanna hvort þeir séu á kjörskrá. Sérstök athygli er vakin á þvi að lögheimili eins og það var 1. des- ember 1978, ræöur þvi hvar við- komandi á að kjósa. Er þvi nauö- synlegt að þeir sem bjuggu utan Reykjavlkur á þeim tima kjósi sem allra fyrst utankjörfunda- kosningu. Utankjörfundarkosning. Minnt er á að atkvæöi utan kjör- fundar geta ráðiö úrslitum. Þvl eru allir þeir sem verða að heim- an kjördagana hvattir til að kjósa sem allra fyrst. Þjónusta vegna utankjörstaðaat- kvæðagreiöslu er á skrifstofu Aiþýöuflokksins, Alþýðuhúsinu, Hverfisgötu simar 29244 og 15020. Opið daglega frá kl. 9-22.30. Sjálfboðaliðar Sjálfboðaliða vantar til ýmissa starfafram aðkjördegiogtil þess að annast þjónustu við kjósendur A-listans á kjördag. Bif**eiðar Stuðningsmenn A-listans sem eiga bifreiðar eru sérstaklega hvattir til þess aðliggjaekki á liði sinu bæði fyrír kjör dag og ekki siður kjördagana 2. og 3. desember. Framiög öll framlög til kosningabarátt- unnar hvort heldur er með vinnu, kaffimeðlæti eða beinum pen- ingaframlögum, sem vel eru þegin I létta sjóði. Stuöningsmenn A-listans i Reykjavik. Látiö skrá ykkur til starfa i simum 22023, 20094, 16736 eöa litið við á skrifstofunni að Skólavörðustig 16. erður í Háskólabíó n.k. laugardag kl. 14:00

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.