Alþýðublaðið - 01.12.1979, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 01.12.1979, Blaðsíða 4
4 Laugardagur 1. desember 1979 alþýðii' Framkvæmdastjóri: Jóhannes Guömundsson. Stjórnmálaritstjóri (ábm): Jón Baldvin Hannibalsson Blaðamenn:Garðar Sverris- son og Ólafur Bjarni Guðna- son Auglýsingar : Elin! Haröardóttir. Ðreifingarstjóri: Sigurður Steinarsson Gjaidkeri: Halldóra Jóns- dóttir Ritstjórn og augiýsingar eru að Siðumúla 11, Reykjavlk, simi 81866. 0 Framsóknarmenn, sérstak- lega hér i Reykjavik, hafa háð málefnasnauða kosningabar- áttu. I stað efnahagsstefnu hafa þeir veifað bókun, sem for- maður flokksins gerði á sein- ustu 15 minútunum, sem fyrr- verandi rikisstjórn átti olifaðar. Þessi bókun fjallar að visu aðeins um kjaramál. Sem slik er hún góðra gjalda verð, enda fengin að láni úr desember- frumvarpi jafnaðarmanna og frá norska alþýðuflokknum. En Framsóknarmönnum hefur láðst að gera grein fyrir stefnu SINNI i rikisfjármálum og peningamálum. Þeir hafa þess vegna ekkert til að leggja á borð með sér i þeim samningum, sem framundan eru, við launþegasamtökin. # I stað stefnu hafa Fram- sóknarmenn fallið fram og til- beðiö hálfguð sinn, véfréttina miklu úr Fljótunum. Það er ekki traustvekjandi þegar heill stjórnmálaflokkur setur allt sitt traust á einn mann, hversu mætur sem hann annars kann að vera. Allra sizt, þegar um er að ræða stjórn- málamann, sem setið hefur i rikisstjórn þennan siðasta ára- tug óðaverðbólgunnar, ýmist sem viðskipta- eða forsætisráð- herra, og er þvl reyndur af þvl, að hafa engum árangri náð i þvi sem honum hefur verið trúað fyrir: að skapa þjóðfélag jafn- vægis og jafnaðar á íslandi. # Og foringinn mikli hefur ekki gert það endasleppt við áhangendur sina. Fyrsta áfallið var framkoma foringjans, þar sem hann átti að sitja fyrir svörum i sjónvarpi fyrir hönd flokks sins, ásamt með Tómasi frá Hánefsstöðum, fyrrverandi fjármálaráðherra. Ung stúlka úr röðum jafnaðarmanna gerðiharða hrið að Ólafi með beinskeyttum spruningum um árangursleysi hans sem stjórnmálamanns. Þær nægðu til þess, að foringinn mikli komst allur úr jafnvægi, missti stjórn á skapi sinu, og svipti þar meö hulunni af hinni áferðarfallegu landsföður- imynd, sem áróðursmeistarar Framsóknarflokksins höfðu nostrað við að búa til af foringjs sinum. Einu sinni bjuggu auglýsinga- stofur vestur i Bandarikjunum til mynd af „hinum nýja Nixon”. Gamli Nixon var af þvi taginu, að menn höfðu það á orði að fæstir myndu treysta sér til að kaupa af honum svo mikið sem notaðan bil. Aróðurs- myndin af nýja Nixon hreif um stund. En allir vita hvernig fór að lokum með Vélabrögðin i Washington. Ekki tók betra við, þegar heiftrækni foringjans i garð Vil- mundar Gylfasonar náði slikum heljartökum á honum, að hann veittist með svivirðingum að forseta Islands, fyrir að hafa undirritað ráðherrabréf Vil- mundar. Steingrimur Hermannsson hafði áður gert sig að viðundri, af sömu ástæðum, með þvi að neita að afhenda eftirmanni sinum lyklavöld af dómsmálaráðu- neytinu. Aður höföu Framsóknarmenn vænt forseta Islands um embættisafglöp, þegar þeir héldu þvi fram eftir stjórnar- slitin, að honum hefði láðst að reyna til þrautar myndun meirihlutastjórnar. Þvilikar ásakanir voru umsvifalaust kveðnar niður, þannig að Fram- sóknarmenn skömmuðust sin, og hafa ekki nefnt þær á nafn siðan. En þvi verður naumast haldið fram með rökum, að ósæmileg köpuryrði um sam- einingartákn þjóðarinnar, for- seta landsins, fram borin i hita kosningabaráttu, sæmi reyndum stjórnmálamönnum, sem reyndar þykjast sjálf- kjörnir til æðstu valda. Þriðja áfallið er i þvi fólgið, að hinn gætni stjórnmálamaður, Ólafur Jóhannesson, hefur reynzt þrátt fyrir allt, fljótfær og dómhvatur. A beinni linu i Timanum svaraði hann fyrrver- andi kjósanda sinum á Siglufirði þvi til, að hann væri fylgjandi gjaldtöku á hitaveitu Reykja- vikur, til húshitunar úti á landi. Siðan hefur hann reynt að klóra yfir þetta og draga i landi. Kjarni þessa máls er sá, að það á að vera forgangsverkefni I opinberri fjárfestingu að hraða byggingu fjarvarmaveitna og kyndistöðva i þeim byggðar- lögum, þar sem 20% þjóðar- innar býr enn við oliuhitun. En þau 80% sem þegar búa við hita- veitu eða rafhitun, eiga sam- eiginlega að greiöa hluta sliks jöfnunargjalds, og þá aðeins til skamms tima. # Aðspurður um hugsanlegt forsetaframboð i dagblaðinu Laugardagsleiðari: Visi svaraði Olafur Jóhannes- son orðrétt: „Það hefur ekki verið skorað á mig enn þá að gefa kost á mér til forsetakjörs, en ef það verður gert, mun ég taka þann kostinn til alvar- legrar ihugunar.” Tilbeiðsla Framsóknar- manna, og foringjadýrkun, I stað stefnumörkunar, virðist greinilega hafa stigið leiðtog- anum til höfuðs. Hann talar um að verða „hafinn i æðra veldi”. Með yfirlýsingum af þessu tagi hefur ólafur Jóhannesson i raun og veru dregið framboð sitt i Reykjavik til baka, viku fyrir kosningar. Það er nefni- lega veriö að kjósa til Alþingis. Það ætti ekki að hafa farið framhjá stjórnlagaprófess- ornum fyrrverandi. Um for- setaembættið geta þeir bitist siðar, ólafur Jóhannesson og Albert Guðmundsson, fyrrver- andi alþingismenn. Hvorugur mun þó hafa þar erindi sem erfiði. Framboð beggja, skv. þeirra eigin orðum, er hins vegar reist á fölskum for- sendum. Hjáguðadýrkunin hefur komið Framsóknar- mönnum í koll. Það er allur vindur úr þeirra seglum. Það stoðar litt að stóla á ’ann óla. JBH GOÐIÐ HRUNIÐ AF STALLINUM # Hannibal Valdimarsson er ótvirætt mikilúðlegasti og aðsópsmesti stjórnmálamaður Islendinga á seinni áratug; þeirra er risið hafa úr röðum Ve rka lýðshr ey f inga rin na r. Fyrr á árum var Hannibal ein- hver vaskasti forystumaður Alþýðuflokksins á Vestfjörðum, i verkalýðshreyfingunni og á Alþingi. A 6. áratugnum fór svo að leiðir skildu milli Hannibals og Alþýðuflokksins. Hitt vissu allir menn, að hann hvikaði aldred frá grundvallar sann- færingu sinni sem lýðræðissinn- aður jafnaðarmaður, og barðist fyrir þvi ötullega seinustu árin á stjórnmálaferli sinum, að sam- eina jafnaðarmenn á ný undir einu merki. # I þeirri baráttu fór Hanni- bal margar „ferðir glæfra”. Menn greindi á um leiðir hans og baráttuaðferðir, en garp- skapur hans var slíkur, að hann hélt ævinlega velli, þótt tvisýnt væri löngum um einstaka orrustur. Meðan hann var enn starfandi stjórnmálamaður, lifði hann ekki þá stund, frekar en nafni hans i mannkyns- sögunni, að vinna Rómarborg sjálfa, þrátt fyrir vasklega framgöngu. Nú er hann seztur I helgan stein á æskuslóðum sinum i Selárdal. Nú þegar jafnaðarmenn á Vestfjöröum gangaífyrstasinn um áratugi á ný sameinaðir til kosninga, hefur gamla kempan upplifað þá stund, að barátta hans hefur borðið árangur. Þess vegna er það, að hann hefurnú rofið þögnina. I Skutli, sem um hálfrar aldar skeiö hefur verið málgagn Vest- firzkra jafnaðarmanna undir ritstjórn manna eins og Harald- ar Guðmundssonar.Guðmundar G. Hagalins og Hannibals s jálfs, birtir hann nú orösendingu, sem á erindi til allra jafnaðar- manna, og er herhvöt um að duga nú vel i lokahrið orrust- unnar, sem háð er í dag. Orðsending Hannibals er svo- hlióðandi: i # „Þegar ég tók þá ákvörðun að hætta opinberum stjórn- málaafskiptum fyrir kosning- arnar 1974, átti ég ekki von á þvi, að nafn mitt sæist meir á framboðslista, og var reyndar staðráðinn i þvi að hafa engin afskipti af stjórnmálum og framboðsmálum meir. Þær ástæður sem valda þvi, að ég hef fallist á að taka heiðurssæti á framboðslista Alþýðuflokksins á Vestfjörðum nú, hljóta þvi að vera sérstak- lega mikilvægar. 0 Þær tvær ástæður sem pessuvalda eru i fyrsta lagi, að nú hafa allir jafnaðarmenn á Vestfjörðum sameinast um eitt sameiginlegt átak og i öðru lagi að ég er afdráttarlaust þeirrar skoðunar að Aiþýðufiokkurinn hafi Sunnudagsleiðari: gert rétt að hætta án frekari umsvifa og tafarlaust, þátt- töku I þeirri ríkisstjórn, sem hann átti aðild að, þegar séð var, að hann kæmi stefnu sinni ekki fram. # Meðþvi að fallast á að taka sæti á framboðslista Alþýðu- flokksins á Vestfjörðum nú, vil ég, með þeim hætti, láta i ljós afdráttarlausan stuðning minn, við það samstarf sem tekist hefur milli vestfirzkra jafnaðarmanna og þá afstöðu Alþýðuflokksins að fara úr mis- heppnaðri rikisstjórn.” 0 Alþýðublaðið hefur sér- staka ástæðu til að fagna þessari herhvöt sins gamla rit- stjóra og formanns Alþýðu- flokksins. öllum Islenzkum jafnaðarmönnum, hvar sem þeir búa á landinu, hlýtur að verabæðiljúftog skylt, að hlýða nú kalli okkar aldna leiðtoga. —BPM HERHVOT HANNIBALS Þennan skatt átti ekki að bæta i kaupgjaldsvisitölu ^ frá 1/9 1979 til 1. júní 1980. gg Þann 4. júli s.l. vildi Svavar Gestsson setja bráðabirgðalög um 15 milljarða skatt á innflutning til landsins. |§§ Svavar hreyfði hvorki legg né lið til að koma i veg fyrir allt að 20% hærra innkaupsverð til íslands en annarra Norðurlanda. RÁÐHERRADÓMUR „ ÖREIGALEIÐTOGANS’ ’ REYNDIST ÞJÓÐINNI DÝR Þann 4. júli 1979 skrifaðii Svavar Gestsson, viðskiptaráð- herra, bréf til Magnúsar H. Magnússonar, félagsmálaráð- herra. I þessu bréfi kemur fram eftirfarandi: Viðskiptaráðherra Alþýðu- bandalagsins er að óska eftir stuðningi við þá hugmynd, að hann fái að setja bráöa- birgðalög um 7% skatt á mest allan innflutning til landsins. Skatturinn átti ekki að hafa áhrif á verðbótavisitölu I.9., til 1.12.,79, og 1.3., né 1.6. 1980. Til hvers átti að nota þennan skatt? Til þess að greiða inn á inn- kaupajöfnunarreikning oliu- félaganna þar meö talinn hluta FJÁRMAGNSKOSTNAÐAR OLIUFÉLAGANNA. Orö og efndir # Meginatriðiðer það, aö meö þessum tillögum var hugmynd- in að skattleggja almenning i landinu til þess að mæta þeim vanda sem eldsneytishækkunin hafði, og færa þennan skatt að hluta til i sjóði oliufélaganna. 0 Annað meginatriðið er, að i pessari kosningabaráttu hefur Alþýðubandalagið righaldið i það, að það eitt allra flokka standi dyggan vörð um óbreytt visitölukerfi, launa. Að visu fer þvi vffis fjarri, að Alþýðubanda- lagið hafLgert það, sbr. þá stað- reynd að verkalýðshreyfingin gaf hvað eftir annað eftir um- samin verðbótastig gegn ýms- um loforðum um félagslegar umbætur! # En i þessum skattlagn- ingaráformum Svavars kemur rækilega fram, aö i þessu tilviki átti almenningur að bera bóta- laust skattlagningu upp á um 15 milljarða króna sem siðan átti aö verulegu leyti að verja til að- stoðar við ollufélögin i landinu. Dýr mun Hafliði allur A boröi þessa sama viðskipta- ráðherra Alþýðubandalagsins lá óhreyfð ma'nuðum saman skýrsla frá embætti verðlags- stjóra sem sannaöi: (1) að óbreytt hámarksáiagn- ingarkerfi I innflutnings- verzluninni hefur þann inn- byggða hvata að innfiytjend- ur leiti eftir sem óhag- stæðustu innkaupsveröi neyt- endurn tii handa og (2) samanburður á innflutn- ingsverðlagi til tslands og. Norðurlanda leiðir i ljós geysilegan mun tslendingum I óhag og (3) vitað er að heildverzlunin I landinu bæði einkafyrirtæki og samtök i almannaeigu eins og S.t.S., gera slika samninga um hækkun innkaupsverðs og hækkun umboðslauna er- lendis. # Þrátt fyrir þessar staö- reyndir hafðist viðskiptaráð- herra Alþýðubandalagsins ekk- ert aö. Hann lagði engar tillög- ur né úrræði, umbreytingar á þessu makalausa og gerspillta kerfi, fyrir rikisstjórn. Mál- flutningur Alþýðubandalagsins nú fyrir kosningar er enn óbreyttur eins og þeir viti ekk- ert i sinn haus um eðli verð- myndunar í innflutningsversl- un. Þeir staðhæfa enn, að það sé neytendum i hag að viðhalda óbreyttu kerfi þrátt fyrir þá staðreynd að þetta óbreytta kerfi féflettir allan almenning i landinu svo nemur milljarða tugum á ári hverju. # Þessu til viðbótar ætlaði Svavar Gestsson sér að leggja enn 15 milljarða álögur á al- menning i landinu, i formi innflutningsskatts, án þess að launþegar fengju verðhækkan- irnar bættar i kaupi Eru engin takmörk fyrir hræsni, tviskinn- ungi og yfirdrepsskap Alþýðu- bandalagsins i þessari kosn- ingabaráttu? -JBH Kjartan Jóhannsson vi Framkvæm tryggingars ar byggist i ingu lánstir jöfnun grei Er rlkisstjórn Alþýöuflokksins að draga i land með verðtryggingar- stefnu sina? Við lögðum þessa spurningu fyrir Kjartan Jóhanns- son, viðskiptaráðherra, i tilefni af væntanlegum ákvöröunum um vexti og verðbótaþátt vaxta 1. des. n.k. „Þvi fer viðs fjarri” — svaraði Kjartan Jóhannsson, „Alþýðu- flokkurinn er gallharður á verð- tryggingarstefnu sinni. Hún er eiginlega forsenda félagslegs rétt- lætis i okkar þjóðfélagi. Með henni komum við i'veg fyrir svo til skatt frjálsa eignaaukningu forréttinda- hópa, á kostnaö sparifjáreigenda, hún er forsenda þeirrar stefnu i framtiðinni að verðtryggja lif- eyrissjóði launþegahreyfingarinn- ar og almannasjóði, sem ætlaðir eru til félagslegra umbóta I hús- næðismálum og ótal mörgum öðrum málum.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.