Alþýðublaðið - 29.12.1979, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 29.12.1979, Blaðsíða 2
2 Laugardagur 29. desember 1979 ^ Grióthríð úr glerhúsi • Auglýsingaritiö Frjáls Verzlun sem lifir á þvi aö birta gagnrýnislausar hólgreinar um fyrirtæki og stofnanir gegn staögreiöslu i formi auglýsinga, hefur veitzt heiftarlega aö Al- þýöublaöinu. • Alþýöublaöinu er gefiö aö sök.aöþaöfái til birtingar hluta af þeim opinberu auglýsingum, sem dagblöðin fá yfirleitt til birtingar. Þessu er siðan fylgt eftir meö þeirri ósönnu fullyrö- ingu aö Alþýöublaöiö taki slikar auglýsingar ófrjálsri hendi til birtingar. Af þessu ályktar rit- stjóri Frjálsrar Verzlunar siöan aö Alþýöublaöiö sé á kafi I spill- ingu. • Vandséö er, hvaöa tilgangi þessar árásir þjóna. Eitt árásarefniö er, aö Alþýöublaöiö gefi ekki upp tölur um upplag sitt og útbreiöslu. Þaö er al- kunna, aö blööin hafa ekki náö innbyröis samkomulagi um aö hiutlaus aöili skrái og birti sllk- ar tölur. Alþýöublaöiö hefur ekki hindraö þaö. Alþýöublaö- inu er heldur engin launung á þessum tölum. Blaöiö er prent- að i 4500 eintökum og I 20.000 eintökum um helgar, þegar Helgarpósturinn kemur I staö Alþýðublaösins. Skv. þessum tölum er bita- munur en ekki fjár milli út- breiöslu Alþýöublaösins og Þjóöviljans, svo tekiö sé dæmi. Engu aö siöur er Þjóöviljinn svo ómerkilegur aö taka undir róg- inn úr Frjálsri Verzlun. • Oll blööin, þ.m.t. Þjóövilj- inn njóta I einhverjum mæli góös af birtingu opinberra aug- lýsinga. Vandséö er hvernig opinberar stofnanir eiga aö gera upp á milli blaöanna ella. Þessi staöreynd gefur þvi ekkert til- efni til sérstakra árása á Al- þýöublaöiö eöa köpuryröa um spillingu. • Alþýöublaöiö hefur styrkt stöÖu sina á liönu ári. Útgáfa Helgarpóstsins hefur tekizt vel. Askrifendum Alþýöublaösins hefur fariö fjölgandi I lok ársins, þrátt fyrir þaö, aö ekkert átak hefur enn veriö gert til aö út- breiöa það meö skipulegum hætti. Hins vegar hvildu á blað- inu frá fyrri tiö verulegar skuld- ir, sem nú er veriö aö greiöa niöur. • Ritstjóri Frjálsrar Verzlun- ar, sem jafnframt er flokks- agent Sjálfstæðisflokksins, virö- ist sjá ofsjónum yfir afkomu Al- þýöublaösins. Þaö er hreinasti óþarfi. En Alþýöublaöiö hefur brugöizt á ábyrgan og raunsæan hátt viö þeim rekstrarerfiöleik- um, sem hrjáö hafa flest dag- blööin I mismunandi miklum mæli. Viö höfum einfaldlega skoriö niöur framleiöslukostnaö j)g höldum honum I algeru lág- marki. Við viðurkennum aö Al- þýöublaðiö er pólitiskt blaö. Þaö er málgagn jafnaöarstefnunnar á Islandi. Tilgangurinn meö út- gáfu þess er sá, aö rödd jafnaöarstefnunnar heyrist I þjóömálaumræðu á Islandi. Al- þýöublaöiö kemur þvi til dyr- anna eins og þaö er klætt og þykist ekki vera annaö en þaö er: Flokkspólitiskt blaö og um- ræðuvettvangur. • Alþýöublaöið sér enga ástæöu til aö leggja margar les- málssiöur meö ærnum tilkostn- aöi undir endurprentun á frétt- um eða ómerkilegu afþrey- ingarefni. I þvi hafa aörir sér- hæft sig. önnur blöð eins og Timinn og Þjóöviljinn hafa ekki viljað horfast i augu viö staö- reyndir. Þau hafa ekki sniöiö sér stakk i samræmi viö efni og eru rekin meö botnlausum halla. Timinn skuldar hundruö milljóna og skv. upplýsingum rekstrarstjóra Þjóöviljans tap- aði hann á árinu 1978 35 milljón- um. Vitað er aö hallarekstur hans verður miklu stórtækari á árinu sem er að liða. Þaö er merkilegt timanna tákn, ef ritstjóri tfmarits, sem kennir sig viö frjálsa verzlun, telur fyrirtækjarekstur af þessu tagi til fyrirmyndar? 0 Hitt er svo annað mál, aö auglýsingaritiö Frjáls Verzlun er ekki beinlfnis rétt kjörinn handhafi velsæmisins i Islenzkri blaöaútgáfu. Þetta rit, ásamt fleiri auglýsingaritum, sem gef- in eru út af sömu aðilum, er á skrá yfir tímarit sem undanþeg- in eru söluskatti, þar sem þau eru ekki sögö gefin út ,,i ágóöa- skyni”. Frjáls Verzlun var nefnilega einu sinni fagrit Kaupmannasamtakanna og ekki gefiö út I ágóöaskyni. Þetta hefur hins vegar gleymzt aö leiörétta eftir aö „gróöa- pungar” — svo notaö sé eftir- lætisorö fyrrverandi sjávarút- vegsráöherra Sjálfstæöis- flokksins, Matthiasar Bjarna- sonar, — komust yfir útgáfu þess. Þetta er sjálfsagt aö leiö- rétta, að athuguöu máli. Þvi má svo viö bæta, aö þaö er opinbert leyndarmál I blaöaheiminum, aö allar tölur um útbráöslu þessara auglýsingarita eru hreinn tilbúningur. — JBH Lífeyrisréttur 1 Meö samþykkt þessara laga veröur hins vegar sú veigamikla breyting aö aldraöir, sem ekki áttu rétt skv. framansögöu né skv. lögum um lifeyrissjóö bænda, öölast nú lifeyrisrétt, ef þeir uppfylla skilorö b,c, og d liðs aö framan. Taliö er, aö hér sé um aö ræöa 3000-3500 manns, sem flestir áttu engan lifeyrisrétt áöur Nokkur stórmál eru enn I burðarliðnum, og bera þar ööru fremur aö nefna: Frumvarp til laga um Húsnæöismálastofnun rikisins,frumvarp til laga um aö- búnaö, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðumog frumvarp til laga um skattadómstól og rannsoknir skattsvikamála. -G.Sv. Hálf öld 8 fólks sem vildi vinna, en fékk ekki að gera þaö. Nú er fjöldi fólks sem ekki vill vinna. Fjallháar skuldir þjökubu fyrirtæki eftir hruniö á verö- bréfamörkuöunum i kreppunni. Þegar verð hlutabréfa 1 General Motors féll úr 187$ i 8$, missti þetta tröllaukna fyrirtæki alla tryggingu, sem þaö gat boðið fyrir þeim lánum sem þaö þurfti. Núoröiö eru það þjóöriki, og fjölþjóöafyrirtæki sem lenda i slikum skuldum, og neyöast oft til aö gripa til vafasamrar hluta- bréfaútgáfu. 1 kreppunni sótti þýskt fjár- magn úr landi, nú oröiö liggur flæbið i öfuga átt: að ööru leyti eru sömu hlutirnir að gerast. Ófyrirsjáanlegt brask á Euro- dollaramarkaönum, timabundnir greiösluöröugleikar ungra rikja, hungursneyð, — eru þetta tákn um stöðugleika 1 efnahagsmálum heimsins? Hin réttu viðbrögö viö sam- dráttarkreppunni, sem hófst fyrir 50 árum, hafa verið sýnd og sönnuö. Sú hætta blasir nú við aö heimurinn lendi i þenslu kreppu. Þaö er tí' einföld lækning á sliku : Ekl.. oiöja um meira en þú hefur gefið. (Þýtt úr The German Tribune, 4. nóv.1979.) ó.B.G Útboð Hitaveita Akraness og Borgarf jarðar ósk- ar eftir tilboðum i framleiðslu forsteyptra brunna fyrir dreifikerfi i Borgarnesi. Tilboðin verða opnuð fimmtudaginn 10. janúar 1980 kl. 11 f.h. á verkfræðistofu VST h/f Berugötu 12, Borgarnesi. Útboðsgögn fást afhent á verkfræðistof- unni Berugötu 12, Borgarnesi og Ármúla 4, Reykjavik gegn kr. 20 þús. skilatrygg- ingu. VERKFRÆOISTOFA SIGUROAR THORODDSEN H.F., ÁRMÚLA 4. REYKJAVÍK, SÍMI 84499. Frá lífeyrissjódum op- j inberra starfsmanna: Hinn l. april 1980 munu taka gildi nýjar j reglur um útreikningsaðferð á greiðslum fyrir kaup á lifeyrisréttindum og á flutn- j ingi réttinda úr öðrum sjóðum til Lifeyris- sjóðs starfsmanna rikisins, Lifeyrissjóðs barnakennara og Lifeyrissjóðs hjúkrun- arkvenna. Nýju reglurnar verða þannig: A. Fyrir kaup á lifeyrisréttindum aftur i timann, er félagar i nefndum sjóðum j kynnu að eiga rétt á að greiða vegna j eldri starfstima, sem iðgjöld hafa ekki verið greidd fyrir áður, verður sjóðsfé- lagi að greiða iðgjöld miðað við þau laun sem hann hefur þegar réttinda- kaupin eru greidd. B. Flutningar úr öðrum sjóðum verða ekki heimilaðir nema náðst hafi sam- komulag við aðra lifeyrissjóði um fram- kvæmd þeirra. Kaup á réttindum aftur i timann verða þvi aðeins leyfð, að um þau sé sótt innan árs frá þvi umsækjandi gerist sjóðsfélagi. (sbr. þó sérákvæði laga um Lifeyrissjóð hjúkrunarkvenna.) Lifeyrissjóður starfsmanna rikisins. Lifeyrissjóður barnakennara Lifeyrissjóður hjúkrunarkvenna. Tryggingastofnun rikisins. Styttingur 8 Fimmtudaginn 13. þ.m. var þeim börnum sem gert höföu myndirnar tiu, er sendar voru utan, boöiö i menntamála- ráöuneytiö ásamt myndmennta- kennurum þeirra og börnunum afhent sérstök bókaverölaun frá ráöuneytinu. Samkeppni um minningaskrif Haustiö 1976 hleyptu Sagn- fræðistofnun Háskóla Islands, Stofnun Arna Magnússonar og Þjóöminjasafn Islands af stokk- unum samkeppni um minninga- skrif fólks eldra en 67 ára. Heil- brigðis- og tryggingamálaráöu- neytiö veitti þá mikilsverðu aöstoð, aö dreifingarkerfi Tryggingarstofnunar rikisins var notað til aö unnt væri aö koma boösbréfinu og verkefnalistanum til allra ellilifeyrisþega i landinu. Skilafrestur var I fyrstu ákveö- inn til 1. nóvember 1977, en slðan framlengdur til 1. mars 1978. Alls bárust frásagnir 148 manna, 75 karla og 73 kvenna, stuttar og langar, eöa allt frá 2-3 bls. upp i 4-500 siður. Oftast var lengdin þó á bilinu 30-40 siður. ^Þótt ekki sé unnt aö rigbinda sérhvern mann við eina ákveöna sýslu, var greinilega tals,’eröur munur á þvl, hversu mikið barst frá einstökum upprunahéruöum. Langmest var frá þrem sam- felldum svæöum á landinu, þ.e. Vestfjaröa kjálkanum meö Breiöafiröi eöa 37%, Suöur-Þing- eyjarsýslu 10% og Arnessýslu 10%. Aberandi minnst kom hins- vegar úr Húnavatnssýslum, Eyjafirði, Noröur-Þingeyjar- sýslu, Suöur-Múlasýslu og Austur-Skaftafellssýslu. Fulltrúar stofnananna þriggja, sem aö þessari framkvæmd stóöu, voru Ólafur Hansson frá Sagnfræöistofnun Háskólans, Einar G. Pétursson frá Arna- stofnun og Arm Björnsson frá Þjóöminjasafninu. Viö mat á frásögnunum voru þeir sammála um, aö eitthvaö væribitastætt iöllum þeirraog aö mjög mörgum mikill fengur. Afar erfitt var aö gera upp á milli u.þ.b. þrjátiu þeirra bestu, þegar veita skyldi sérstaka viöurkenn- ingu. Þaö varö þó aö lokum niöur- staöan, aö þrjár mundu teljast sameina best þaö tvennt aö vera mjög fróölegar um hætti liöinnar tiöar og jafnframt ágæta vel skrifaöar. Þetta voru frásagnir þeirra Emiliu Biering frá Baröaströnd, Guömundar Guömundssonar úr Ófeigsfiröi og Péturs Guömunds- sonar frá Rifi og Hellissandi, en hann andaðist reyndar daginn eftir aö hann sendi frá sér minn- ingarnar. Höfundar annarra frásagna, sem sérstök ástæöa þykir til aö nefna eru: Siguröur Thoroddsen, Reykjavik, Valbjörg Krist- mundsdóttir, Grundarfiröi og Saurbæ, Hallgrimur Jónsson, Laxárdal, Geir Sigurðsson, Hvammssveit og Arnkell Ingi- mundarson, Saurbæ, Dalasýslu, Theodór Danielsson, Breiða- fjaröareyjum, Torfi össurarson, Rauöasandshreppi, Jóhann Lúther Einarsson, Tálknafiröi, Sigrlöur Jóna Þorbergsdóttir, Hornströndum, Sveinsina Agústsdóttir, Strandasýslu, Guðný 1. Björnsdóttir, Vestur-Húnavatnssýslu, Guömundur Jónatansson, Eyja- firöi, Sigurjón Valdimarsson, Svalbarösströnd, Sölvi St. Jóns- son, Báröardal, Guörún E. Jóns- dóttir, Mývatnssveit og Aöal- steinn Jónsson, Reykjadal, S.-Þing., Inga Wiium, Vopnafiröi, Einar Sigurfinnsson, Meöallandi, Þóröur Elias Sigfússon, Fljóts- hliö, Ingveldur Jónsdóttir, Stokkseyri og Jóna Guölaugs- dóttir, Suöurlandsundirlendi. Akveöiö hefur veriö, aö kaflar úr nokkrum bestu frásögnunum veröi lesnir i útvarp seinni hluta vetrar, ef höfundar veita leyfi til. Þá verða ihugaöir möguleikar á aö gefa nokkrar frásagnanna út eöa úrval þeirra. Kjör fóstra óviðunandi Aö undanförnu hafa fariö fram umræöur meöal fóstra, almenn- ings og I dagblööunum um kjör fóstra. Þykir fóstrum sem hlutur þeirra hafi verið fyrir borö borin I siðustu kjarasamningum og menntunin sé litils metin þegar sest er aö samningaboröi. Hlutur dagvistarheimila I uppeldi og fræöslu barna veröur sifellt stærri og er þvi nauösynlegt aö hafa vel menntaö og þjálfaö starfsliö. Slikt er ekki mögulegt, nema aö greidd séu viöunandi laun fyrir. Eftirfarandi samþykkt var gerö á mjög fjölmennum fundi i Fóstrufélagi tslands, fimmtu- daginn 6. des. 1979. Kjör fóstra eru óviöunandi þegar tekiö er tillit til menntunar og ábyrgöar I starfi. Byrjunar- laun fóstru eftir 1. des. 1979 eru kr. 331.607 samkvæmt 10. launa- flokki 2. þrepi fyrir 40 stunda vinnuviku. Launin hækka eftir 6 ár I kr. 344.718 samkvæmt 10. launaflokki 3. þrepi. Viö fóstrur erum ákveönar i aö una þessu ekki lengur og skora þvi á við semjendur okkar að koma til móts við kröfur okkar við næstu samningagerð. JÓLA- TRÉS SKEMMTUN VERÐUR HALDIN AÐ HÓTEL SÖGU, SuLNASAL, fimmtudaginn 3. JANÚAR 1980 OG HEFST KL. 15.00, SÍÐDEGIS. Aðgöngumiðar verða seldir á skrifstofu Verzl- unarmannafélags Reykjavíkur, Hagamel 4. Miðaverð: Börn kr. 2.000.- Fullorðnir kr. 500.- Tekið verður á móti pöntunum í símum 26344 og 26850. VERZLUNARMANNAFÉLAG REYKJA- VIKUR

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.