Alþýðublaðið - 08.01.1980, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 08.01.1980, Blaðsíða 1
alþýöu ^íll Þriðjudagur 8. jan. 1980. 2. tbl. 61. árg. Varðskipið Týr: Válegir atburð ir um borð Alþýðublaðinu bárust í gær þær hörmungar- fréttir, að tveir skipsverjar á varðskipinu Tý hefðu fundist stungnir til bana um borð, og að einn skipverji væri horfinn frá borði. Þetta gerð- ist á rúmsjó en Týr stimir nú inn til Akureyrar. 1 samtali sem blaðamaöur Alþýðublaðsins átti við Pétur Sigurös- son forstjóra Landhelgisgæzlunnar I gær, staðfesti Pétur þessar upplýsingar og sagði að Týr kæmi til Akureyrar um kvöldið, I fyrsta lagi upp Ur fimm. Lögreglunni hefði verið gert viðvart og tæki hún á móti skipinu. Pétur sagðist engar frekari upplýsingar geta veitt, enda hefði ekki verið talið rétt að tala mikið við skipið, þvl málið væri of viö- kvæmt til að ræða það i talstöð. Ó.B.G Sektir vegna VL-málsins: „Ekki mitt hlutverk aö breyta niðurstööum dóma” — segir Vilmundur Gylfason dómsmálaráðherra Þessa dagana skýrir Þjóðvilj- inn lesendum sinum frá því að ná sé „tyftunarkátur” dómsmála- ráðherra að koma „pólitiskum andstæðingum” sinum bakvið láS' og slá. Alþýðublaðið hafði tal af dómsmálaráðherra, Vilmundi Gylfasyni, og leitaði álits hans á þessum málflutningi. Ráöher ra sagði að dómur hefði á sinum tima gengið I þessu máli, og sitt hlutverk væri einfaldlega að sjá til þess að honum væri fullnægt. Hann tók fram að at- hygli hans heföi fyrír skömmu verið vakin á þvi, að ógreiddar væru enn vægar sektir 1 VL-mál- inu. Um málflutning Þjóðviljans sagði Vilmundur: ,,Hér er verið að krefjast þess aö eftir að dóm- arar hafa dæmt i máli komi ég og felli gagnstæðan dóm. Slikur dómari er ég ekki. Það er ekki mitt hlutverk að breyta niöur- stöðum dóma. Vald mitt stendur ekki til þess að leggja mat á nið- urstööur dóma.” „Staðreynd málsins er sú aö hérhefurdómurgengiöi máli þar sem allir höföu sinn rétt. Fram- kvæmd þess dóms á ekkert skylt við minar persónulegu skoðanir.” —G.Sv. LITLAR LÍKUR Á SAMSTÖÐU INNAN ASÍ Á formanna- og sam- bandsstjórnarfundi Verka- mannasambands tslands um helgina urðu harðar og miklar deilur um hvernig móta bæri kröfugerð f þvi kjaramálaupp- gjöri sem framundan er. Agreiningurinn var annarsvegar milli þeirra sem beita vildu hefðbundnum kröf- um, og hinsvegar þeirra sem aðhylltust krónutöluregluna svonefndu. Krónutölureglan miðar að þvi að allir fái sömu krónuhækkun, en slikt fyrirkomulag myndi hlutfallslega minnka launabilið. Sem kunnugt er var krónutölu- reglan samþykkt sem stefna Verkamannasambandsins á þingi þess i október s.l.. Ágreiningurinn sem upp kom á þinginu var ekki flokks- pólitiskur. Menn skiptust i hópa eftir samsetningum félaga sinna. Formenn þeirra félaga sem einungis eru samtök lægst launaða fólksins, mæltu ein- dregið með krónutölureglunni. Þeir sem höfðu þá betur settu einnig undir handarjaðrinum mæltu með prósentuhækkun. Þeir siðarnefndu bentu á að með ólikindum væri aö krónu- tölureglan fengi hljómgrunn meðal uppmælingaraðalsins. En þrátt fyrir þessa röksemd létu menn ekki bugast og stóðu á fyrri samþykkt með litilsháttar breytingu. Alyktun fundarins varðandi útreikning verðbóta á laun var samþykkt á eftirfarandi hátt: 1. Á þau laun, sem eru 300 þús. kr. eða lægri á mánuði greiðast sömu verðbætur i krónutölu og á 300 þús. kr. 2. Á laun á bilinu 300-400 þús. kr. á mánuði greiðast verðbætur I prósentum. 3. Á laun sem eru hærri en 400 þús, kr.á mánuði greiðist sama krónutala og á 400 þús. kr. Á fundinum var siöan samþykkt aö fulltrúar Verka- mannasambandsins á kjara- málaráöstefnu ASt skyldu i einu og öllu styðjast við þessa sam- þykkt þegar taka á ákvörðun um veröbætur á laun. Verði þessar verðbótaleiöir felldar á kjaramálaráðstefnunni, telur fundurinn rétt að sambands- stjórn verði kölluð saman á ný. Þeir sem tóku þátt i umræð- um fyrri daginn voru þessir: Pétur Sigurðsson, Herdis Olafs- dóttir (lagði fram itarlegar til- lögur sem talsvert voru rædd- ar). Bjarni Jakobsson, Kolbeinn Friðbjarnarson, Jón Helgason, Jóhanna Friöriksdóttir, Þóröur Ólafsson, Bjarnfriður Leós- dóttir, Sigurður Óskarsson, Guðmundur J. Bragi Haralds- son, Eðvard Sigúrðsson og Ragnar Geirdal. -G.Sv. SOVESK INNRAS Innrás Sovétrikjanna I Af- ghanistan kemur i raun ekki mjög á óvart/Sovétmenn hafa beint og óbeint tekið þátt i hern- aðaraðgerðum i Afghanistan i lengri tima. Seinni hluta árs 1979 var talið, að fjöldi sovéskra hernaðarráðgjafa væri um 25000 og frá því i april 1978 hafa um það bil 500 sovétmenn látið lifið i baráttunni við uppreisnarmenn I Afghanistan, en það eru so- véskir hermenn sem hafa stjórnað vigvél þeirri er kallast fljúgandi skriðdreki, en það er þyrlutegund kölluð MI-24 á máli hernaðarsérfræðinga. Þessar upplýsingar komu fram á fréttamannafundi, sem formað- urinn fyrir aíghanska-islamska byltingarráðinu, Zia Nassery, hélt I Nýju Dehli I desember sið- astliðinn. Innrásina gerðu Sovétmenn undir yfirskini vináttusam- komulags rikjanna. Þessu vin- áttutali og þvi, að stjórnvöld i Afghanistan hafi beðið um hjálp, beita Sovetmenn viö út- skýringu atburðanna. Sú vin- átta virðist hinsvegar ekki vera gagnkvæm. Fréttir hafa borist um hörð átök innrásarliðsins og andstöðufylkinga. Herflutningar Sovétmanna til Kabul, höfuöborgar Afghanist- an, hófust á meðan Hafizullan Amin var enn við völd, en fljót- lega steyptu Sovétmenn honum af stóli og tóku af lifi. Hér er þvi enn eitt dæmið um hina hrika- legu útþenslustefnu sem ein- kennt hefur utanrikisstefnu So- vétrikjanna siðan innrásin var gerð i Tekkóslóvakiu. Viðbrögð þjóða heims hafa verið á einn veg. Tæplega 50 riki hafa krafist þess, að öryggisráð S.Þ. verði kvatt saman til um- ræöu um málið, og bæði Banda- rikjamenn og Kinverjar hafa fordæmt innrásina. Talið er , að þeir fyrrnefndu muni gripa til refsiaðgerða gegn Sovétmönn- um, og að framtið SALT II sam- komulagsins sé hætta búin. Kinverjar fordæmdu innrás- ina strax, og hafa bent á að hún hafi verið vel undirbúin og til þess eins gerð aö tryggja Sovét- mönnum aðgang að Indlands- hafi og þar með stórefla aðstööu þeirra viö Persaflóa. 1 frétta- bréfi frá Kinverska sendiráðinu er undirstrikuð sú skoðun Kin- verskra stjórnvalda, aö þjóðum heims stafi mest hætta af heimsyfirráðastefnu Sovét- manna og lýsa þeir stuðningi við alla sem vilji taka höndum sam- an til þess að hrinda sókn Sovét- rikjanna. Sé litið á innrás Sovétrikjanna i ljósi þeirra itaka sem þeir hafa i Suöur-Jemen er það ljóst, að þeim er i 1 ófa lagið að trufla eða stöðva oliuflutninga til Evrópu. í hugsanlegum átökum i Evrópu gæti þetta haft úrslitaá- hrif. Okkur Evrópubúum finnst etv. langt til Afghanistan. Okk- ur finnst etv. að innrásin i Af- gjanistan komi okkur ekki við sérstaklega. Þessa innrás verð- ur hins vegar að skoða i viðara samhengi. Hafa verður það I huga, að Varsjárbandalagið er ekki varnarbandalag heldur árásarbandalag. Uppbygging þess og æfingar á undanförnum árum benda eindregið til þess, að gengið sé út frá þeirri for- sendu að gera „þurfi” innrás i Vestur-Evrópu. t yfirlýsingum austur-þýskra hernaðarspekú- lanta er slikt striö kallað „rétt- lætanle^t strið” (K-H. Hoffman i Milit’arwesen i september ’75). og réttlætt i nafni sósialisma og þjóöfrelsis Stöðuna i Evrópu verður að endurskoða I ljósi atburðanna i Afghanistan. Spurninguna um það, hver það er, sem ógnar heimsfriöinum verður að skoöa i ljósi yfirgangs Sovétrikjanna i Tekkóslóvakiu, „aðstoðarinn- ar” i Angóla og Suður-Jemen og nú siðast innrásarinnar i Afghanistan. Rétt er að minna á orð Brésnéfs 25. febrúar 1976 þar sem hann segir ,,að sá blett- ur sé ekki lengur til á jörðinni, sem Sovétmenn geti horft fram- hjá þegar um skipulagningu ut- anrikispólitikur sé að ræða.” Af- staðan til Sovétrikjanna er ekki lengur fræðileg spurning. Hún getur skipt sköpum. — HMA Magnús Maríusson: „NÚ ÞURFA ALÞINGISMENN AÐ FARA AÐ VINNA FYRIR KAUPINU SÍNU” Við höfum nú kvatt árið 1979. Vonandi verður það siðasta árið þar sem allt er látið vaða á súð- um i’efnahagsmálum. 1 upphafi nýs árs er ekki hægt að segja að byrlega blási i stjórnmálum okkar. Ekki hefur enn tekist að mynda meirihlutastjórn og er komið upp þrátefli I þeim mál- um. A meðan verðbólgueldar loga dátt og dansinn i kringum gullkálfinn stendur sem hæst, þá leika stjórnmálamenn okkar á fiðlur sinar og stunda talna- leiki og hnútukast. A siðastliönum árum höfum viö beðið þess að ráðist yrði að orsökum óðaverðbólgunnar. Og við biðum enn. Það er óskandi að viö þurfum ekki að biða i mörg ár enn eftir þvi aö lagt verði til atlögu við meinvættina. Menn hljóta að vera búnir að tala I sig kjarkinn fyrir löngu siðan. Nógur hefur timinn verið. Það vantar kannski viljann. Við þurfum nú að mynda meirihlutastjóm hið bráðasta, sem tekur af festu og sanngirni á málum, en pissar ekki bara i skó sinn til málamynda. Meiri- hlutastjórn sú, sem mynduð verður þarf að vera þannig samsett að hún geti setið allt kjörtimabilið og tekist á við hin ýmsu vandamál. 1 lok kjörti'ma- bilsins verður hún siðan metin af verkum sinum. Það er rétt að hafa það I huga að stjórnmálin eru til þjóðarinnar og landsins vegna, en ekki öfugt. Það er sjálfsagt að velja sér góða samstarfsmenn, en þaö er ekki ótakmarkaður tími til stefnu. Fólk er fariö aö þreytast á þessu eilífa hjali um verð- bólgu og óstjórn. Það væri gam- anað sjá einhvern afrakstur af þessu hjali, svona til tilbreyt- ingar. Við skulum aðeins rifja upp nokkur atriði sem flestir voru sammála um fyrir kosn- ingar: 1. Það er ekki viturlegt að eyða um efni fram. Þó getur reynzt nauðsynlegt að fjármagna arðbærar framkvæmdir með lánsfé til þess að fá þær I gagnið sem fyrst. 2. Þvi sem ekki er til verður ekki skipt. 3. Þvi sem er til verður að skipta á sem sanngjarnastan hátt. 4. Arðsemi atvinnurekstrar ræðst af þvi hvort magn og gæði framleiöslunnar er verö- mætara en útlagður kostnað- ur. 5. Þaö verður að byrja strax að gera varanlega vegi um land- ið og ljúka þvi á næstu tiu ár- um. 6. Aðlögunrikisinsað ákveðinni skattaprósentu og stað- greiðslu skatta þolir enga bið. 7. Einföld og sanngjörn skatta- lög sem hvetja, en ekki letja og eru held fyrir klækjaref- um, er það sem koma skal. 8. Uppbyggingu nýrra arð- bærra atvinnuvega, sem stuðla af góðum atvinnu- möguleikum fyrir sem flesta, verður að hefja hið snarasta. 9. AIls ekki má til þess koma að hér verði atvinnuleysi á meö- an unnið er að endurreisn efnahagslifsins og að sjálf- sögðu ekki á eftir. 10. Það verður að vikja alger- lega af braut óðaverðbólgu og gengisfellinga á næstu tveim- ur árum. Flestþessi atriöi eru mönnum kunn og vel skiljanleg. Spurn- ingin er hverjir þora að hengja bjölluna á köttinn og hvenær? Sumum kann aö þykja dsann- gjörn sú gagnrýni sem hér er höfð I frammi um stjórnmála- menn. Það er lika ósanngjarnt, aö þurfa að horfa upp á þaö hvernig á efnahagsmálunum hefur verið haldið. Það er ekki bara verðskynið sem glatast hefur i þeim gjörningum. Að lokum, við höfum kosið okkur alþingismenn. Nú er bezt aö þeir fari að vinna fyrir kaupinu sinu. Magnús Marisson

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.