Alþýðublaðið - 08.01.1980, Blaðsíða 3
Þriðjudagurinn 8. janúar 1980.
3
alþýöu'
Alþýöublaöiö:
Framkvæmdastjóri:
Jóhannes Guömundsson
Stjórnmálaritstjóri (ábm):
Jón Baldvin Hannibalsson
Blaöamenn-.Garöar Sverris-
son , Ólafur Bjarni Guöna-
son " og Helgi Már Arthurs-
son.
Auglýsingar: Elln
Haröardóttir:
Dreifingarstjóri: Siguröur
Steinarsson
Gjaldkeri: Halldóra Jóns-
dóttir
Ritstjórn og auglýsingar eru
aö Siöumúla 11, Reykjavik
simi 81866.
aö er fágætur viöburöur
aö á síöum Þjóöviljans
megi lesa grein, þar
sem hentistefna
Alþýöubandalagsins er tekin til
gagnrýninnar skoöunar út frá
sósialiskum viöhorfum.
Þeim mun meiri ástæöa er til
aö vekja á þvi rækilega athygli,
þegar slikt ber til tlðinda. í
dagskrárgrein I Þjóöviljanum
föstudaginn 4. jan. s.l. ræöir
Hörður Bergmann, námsstjóri,
„hentistefnu Alþýðubandalags-
ins i nýju ljósi”.
Hann tekur til umræöu
afstööu Aiþýðubandalagsins til
vinstristjórnarviðræðna og
stefnu þess I kjaramálum. Þar
segir:
„lupphafi viðræðnanna lögöu
fulltrúar Alþýðubandalagsins
fram almennt orðað plagg til að
„kynna - áherzluatriöi” eins og
þar segir. Úr þvi hefur eftirfar-
andi einkum verið hampað:
Stefnan i efnahags- og kjara-
málum verði við það miðuð:
a) að sérstök áherzla verði
lögö á aö auka kaupmátt
lægstu launa.
b) að elli- og örorkulifeyrir
hækki
c) að almenn laun séu
verötryggö
d) að stuðlað verði að jöfnun
réttinda launafólks m.a. i
lifeyrismálum, húsnæöis-
málum og á sviöi vinnu-
verndar og vinnuaöbúöaöar.
Þau ráö, sem bent er á, til aö
gera þetta framkvæmanlegt,
eru það almennt orðuð aö þau
geta tæpast talizt umræöu-
grundvöllur.”
vi næst segir Hörður
Bergmann: „Þeir sem
hafa áhuga á aö kanna
möguleika á aö framkvæma
tillögur sem þessar verða aö fá
upplýst, hvað átt er viö meö
„lægstu laun.” Þaö hefur
formaöur flokksins skilgreint
sem 390 þús. á mán fyrir
dagvinnu. í tillögunum viröist
þvi felast þaö, aö kaupmáttur
launa veröi aukinn hjá þorra
launþega og þeir hæst launuðu
haldi sinu og samhliöa veröi
geröar úrbætur á öllum sviöum,
sem veröbólgan hefur gert
erfiðust úrlausnar.
Vonandi finnst fleirum en mér
timabært oröiö aö velta fyrir sér
spurningunni um hentistefnu
Alþýöubandalagsins frá öörum
sjónarhóli en getið var hér i
upphafi. Hafa verður i huga að
tillögurnar á að framkvæma,
þar sem aukning þjóðarfram-
leiðslu hefur veriö aö nálgast
núll-punktinn og viðskiptakjör
fariö versnandi. A næsta ári
verðum við að veiða minni fisk
með meiri tilkostnaöi. Ekki þarf
þvi aö undrast þótt einhverjum
finnist umræddar tillögur
einkennast af yfirborös-
mennsku. Og sé nánar aö þvi
hugaö má raunar greina i þeim
ákveönar hættur fyrir fram-
gang vinstri stefnu og
sósialisma:
Kröfugerð án viöhlitandi
skýringa á, hvaða skilyröum
þarf aö fullnægja til þess aö
hún geti talizt raunhæf er til
þess eins fallin aö varpa ryki i
augu almennings og torvelda
honum skilning á þjóð-
félaginu og möguleikum á aö
breyta þvi.
2. Miðist tillögur af þvi tagi
sem hér um ræðir við óbreytt
þjóðskipulag verða þær aö
teljast marklausar og einkar
vel til þess fallnar aö auka
veröbólgu.
3. Kauphækkanir sem renna
út I verðlagið og ekki leiöa til
aukningar á kaupmætti (sbr.
reynslan af siðasta áratug),
bitna á þeim lakast settu I
þjóðfélaginu s.s. ellilifeyris-
þegnum og námsfólki og leiöa
þvi I raun til ójafnaöar. Hér er
enn komiö aö tilgangsleysi
kauDhækkana sem samiö er
um i óbreyttu kerfi.
4. Meö þvi aö gera hækkun eöa
varöveizlu svonefnds kaup-
máttar að lykilorði, og grund-
vallaratriði i stefnu sinni og
starfi er Alþýöubandalagiö að
greipa I vitund alþýðu fals-
hugmyndir sem verzlunar-
auövaldinu eru þóknanlegar,
þ.e.a.s. velliöan og hamingju
öðlast menn meö þvi aö
kaupa. Meginviðfangsefni
sósiaiáks flokks er þá oröiö
þaö aö tryggja aö sem flestir
geti keypt sem mest. Þetta
torvelar almenningi aö sjálf-
sögöu skilning á þvi aö
samneyzlan (þjónustan og
framkvæmdir á vegum rikis
og sveitarfélaga) er einn
mikilvægasti þáttur lifs-
kjaranna og seinkar
nauösynlegri skilgreiningu á
nýjum markmiöum, sem taka
miö af breyttum aöstæöum-
þjóöfélaginu og umheimin
um.
5. Almenn viðtæk kröfugerö
án þess aö gera upp viö sig,
hvaö á að hafa forgang þegar
til kastanna kemur leiðir til
yfirboröskenndra og
vélrænna vinnubragða,
úrræöa- og stefnuleysis.”
Íniöurlagi greinarinnar
ber Höröur Bergmann
saman stefnu hinna
svokölluöu vinstri flokka i
kjaramálum viö rikjandi
aöstæöur. Þar segir :
„Hins vegar hefði veriö hollt
og þarft fyrir Alþýöubanda-
lagið aö fara nánar I saumana á
tillögum sinum og gera betur
grein fyrir, hvernig þær gætu
komið til framkvæmda.
Alþýðuflokkurinn geröi sæmi-
lega grein fyrir þvi, hvernig
hann vildi tryggja hag hinna
lægst launuöu og nefndi m.a.
hækkun skattfrelsismarka,
auknar stighækkandi fjöl-
skyldubætur, hækkun á ellilif-
eyri og tekjutryggingu.
umbætur i húsnæöismálum,
lögleiöingu frumvarps um eftir-
laun aldraðra og samræmt
lifeyrisréttindakerfi fyrir alla
landsmenn.
Framsókn sagðist lika ætla að
verja lægri laun og standa aö
svipuöum þjóöfélagslegum
umbótum.
En nú gat Alþýöubandalagiö
ekki gengiö til samstarfs um
slika hluti. Þaö verður væntan-
lega að styöja allarkaupkröfur i
væntaniegum kjarasamn-
ingum. Þess vegna veröur aö
afhenda Sjálfstæðisflokknum
völdin. Og senda svo frá sér
haröorö mótmæli þegar hann
fer aö nota þau. Vandalitil og
hagkvæm lausn fyrir flokkinn.
En hvernig reynist hún
alþýöunni — hvaö felur hún i sér
fyrir þá hópa sem minnst mega
sin i kapitalisku þjóðfélagi á leiö
inn i kreppu?”
Hlöröur Bergmann veltir
jþvi fyrir sér hvaö valdi
því að Alþýöubanda-
lagiö hefur hafnað I
þessum farvegi hentistefn-
unnar. Hann telur aö skýringa
sé einkum’aö leita i „viöleitni
flokksins tjl aö hafa samstöðu
meö verkalýöshreyfingunni,
hvað sem tautar og raular”. En
eru ekki Alþýðubandalagsmenn
i forystu verkalýðsfélaga mikils
ráöandi um kjaramálastefnu
Alþýöusambandsins? Og hvers
vegna taka Alþýöubandalags-
menn I forystu A.S.l. og
B.S.R.B. einkum mið af hags-
munum hinna betur settu innan
hreyfingarinnar?
Ljóster, aö Alþýöubandalagið
er hugmyndafræöilega á reki.
Frumstæöur skilningur á
sósialisma sem formúlu um
afnám eignaréttar á
framleiðslutækjum og allt póli-
tiskt vald I höndum flokks-
forystunnar, er ekki lengur
gjaldgengur. En það hefur
ekkert komiö i staöinn. Alþýðu-
bandalagið er hvorki byltingar-
sinnaður flokkur né sósialdemó-
kratiskur umbótaflokkur. Það
er statt i pólitisku tómarúmi,
milli vita. Sagan sýnir okkur að
við sllkar aðstæður verða
stjórnmálaflokkar auövetdlega
sláumi og hentistefnu að bráö.
-JBH.
Ritstjórnargrein_______
MILLI VITA
P. STEFANSSON HF. OG
HEKLA HF. SAMEINUÐ
Frá og m eö 1. janúar 1980 veröa
fyrirtækin P. Stefánsson h/f og
Hekla h/f sameinuð og frá þeim
tima tekur Hekla h/f við öilum
rekstri er hingað til hefur farið
fram á vegum P. Stefánsson h/f.
Þessi tvö fyrirtæki hafa verið i
eigu sömu aðila um árabii og
lengst af var ekki um að ræða
sjálfstæðan rekstur á vegum P.
Stefánsson h/f. Arið 1973 var
hinsvegar talið hagkvæmt að P.
Stefánsson h/f hæfi sjálfstæðan
rekstur og hefur fyrirtækið rekið
bifreiðainnf lutning, varahluta-
sölu og viðgerðarþjónustu siðan.
Breyttar aðstæður á bifreiða-
markaðnum, verðbólga og stöð-
ugt aukinn kostnaður við rekstur
fyrirtækja og annarrar atvinnu-
starfsemi valda þvi, að nú er
nauðsynlegt að sameina rekstur
þessara tveggja fyrirtækja á ný.
Vegna þessara breytinga verður
ekki hjá þvi komist að segja um:
12—14 starfsmönnum P. Stef-
ánsson h/f og 2 starfsmönnum
Heklu h/f. Stjórnendur Heklu h/f
munu gera það sem i þeirra valdi
stcndur til þess að tryggja þeim
starfsmönnum fyrirtækjanna,
sem sagt hefur verið uppstörfum
með samningsbundnum fyrir.
vara atvinnu. Hér er um hæft
starfsfólk að ræða, sem rækt hef-
ur störf sina af samviskusemi og
ræktarsemi við fyrirtækin.
Við sameininguna leggst niður
öll starfsemi, er hingað til hefur
fariö fram i húsakynnum P.
Stefánsson h/f að Hverfisgötu 103
og flyst hún smám saman i
starfsstöð Heklu h/f að Lauga-
vegi 170—172. Helstu breytingar,
sem eru samfara sameiningu fyr-
irtækjanna eru þessar:
1. Bifreiðasala
Frá 1. janúar 1980 verður sala
nýrra bifreiða á vegum Heklu h/f
eingöngu i bifreiðasal fyrirtækis-
insað Laugavegi 170—172. Vcrða
þar til sölu nýjar Volkswagen og
Audibifreiðar svoog bifreiðar frá
japanska fyrirtækinu Mitsubishi
Motor Corporation af breska fyr-
irtækinu British Leyland af
gerðunum Morris og Rover.
Frá sama tima fer sala notaðra
bifreiða fram i bifreiðasal fyrir-
tækisins að Siðumúla 33,
Reykjavik (áður sýningarsalur
P. Stefansson h/f.)
2. Bifreiðavarahlutir
Frá 1. janúar 1980 flyst sala
varahluta i Mitsubishi bifreiðar I
varahlutaverslun Heklu h/f, að
Laugavegi 170—172, en varahlutir
i bifreiðar frá Birtish Leyland
verða enn um sinn seldir að
Hverfisgötu 103. Stefnt er að þvi
að afgreiðsla þeirra varahluta
hefjist að Laugavegi 170—172 eigi
siðar en 1. mars 1980.
3. Bifreiðaverkstæði
Nú þegar eða frá 1. janúar 1980
flytjast viðgerðir á bifreiðum frá
Mitsubishiað Laugavegi 170—172.
Viðgerðir á bifreiðum frá British
Leyland munu flytjast þangað
eigi siðar en 1. mars 1980. Þar til
fara viögerðir fram eins og hing-
að til að Hverfisgötu 103.
Samkvæmt þessu mun nokkur
tími liða þar til sameining
rekstrar þessara tveggja fyrir
tækja hefur farið fram. Það er
von Heklu h/f að hinir fjölmörgu
viðskipavinir fyrirtækjanna verði
fyrir sem minnstum óþægindum
af þessum sökum.
Forstjóri Heklu h/f er Ingi-
mundur Sigfússon, en fram-
kvæmdastjórar þeir Agnar Frið-
riksson (fjármál) Arni Bjarnson
(VW-Audi, British Leyland,
heimilistæki) Lýður Björnsson
(hjólbarðadeild, skrifstofústjórn)
Sigfús Sigfússon (Mitsubishi bif-
reiðar, notaðar bifreiðar) og
Sverrir Sigfússon (véiadeild).
Starfsmannafjöldi Heklu h/f
verður um 120 manns. Aætluö
sala fyrirtækjanna, er nú hafa
verið sameinuð, nam um 7
milljörðum króna á árinu 1979.
'Jfe RÍKISSPÍTALARNIR
111 lausar stödur
KÓPAVOGSHÆLI
STARFSFÓLK óskast til vaktavinnu.
Einnig vantar nokkra starfsmenn til sér-
verkefna; fastur vinnutimi.
Upplýsingar gefur forstöðumaður Kópa-
vogshælis i sima 41500.
Reykjavik, 6. janúar 1980.
SKRIFSTOFA RÍKISSPÍTALANNA
EIRIKSGÖTU 5, SIMI 29000
Frá Lífeyrissjóðum
opinberra starfsmanna
HINN 1. APRÍL 1980 munu taka gildi
nýjar reglur um útreikningsaðferð á
greiðslum fyrir kaup á lifeyrisréttindum
og á flutningi réttinda úr öðrum sjóðum til
Lifeyrissjóðs starfsmanna rikisins, Lif-
eyrissjóðs barnakennara og Lifeyrissjóðs
hjúkrunarkvenna.
NÝJU REGLURNAR VERÐA ÞANNIG:
A.
Fyrir kaup á lifeyrisréttindum aftur i
timann, er félagar i nefndum sjóðum
kynnu að eiga rétt á að greiða vegna eldri
starfstima, sem iðgjöld hafa ekki verið
greidd fyrir áður, verður sjóðsfélagi að
greiða iðgjöld miðað við þau laun sem
hann hefur þegar réttindakaupin eru
greidd.
B.
Flutningar úr öðrum sjóðum verða ekki
heimilaðir nema náðst hafi samkomulag
við aðra lifeyrissjóði um framkvæmd
þeirra.
Kaup á réttindum aftur i timann verða þvi
aðeins leyfð, að um þau sé sótt innnan árs
frá þvi umsækjandi gerist sjóðsfélagi.
(sbr. þó sérákvæði laga um Lifeyrissjóð
hjúkrunarkvenna.)
Lifeyrissjóður starfsmanna rikisins.
Lifeyrissjóður barnakennara.
Lifeyrissjóður hjúkrunarkvenna.
TRYGGINGASTOFNUN RÍKISINS.