Alþýðublaðið - 08.01.1980, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 08.01.1980, Blaðsíða 2
2 Þriðjudagurinn 8. janúar 1980. Ólafur Hauksson, bladamaður: - Ritskodað með söluskatti Ritstjóri Aiþýöublaðsins gerir i leiöara sinum laugardaginn 29. des. sl. aö umfjöllunarefni skrif „Frjálsrar verslunar” um Al- þýöublaöiö. I leiöaranum ræðir ritstjórinn af ánægjulegri hreinskilni um rekstur Alþýöublaðsins, en hann er þar aö svara þvi sem hann kallar árás „Frjálsrar verslun- ar” á Alþýðublaðið. Ernindi mitt er ekki aö ræða um skoðanaskipti þessara tveggja blaða, heldur vara við hugsunarhætti sem ber keim af ritskoðun, og kemur fram i leið- ara Alþýðublaðsins. 1 niðurlagi leiðarans segir m.a.: „Þetta rit (Frjáls verslun innsk). ásamt fleiri auglýsinga- ritum, sem gefin eru út af sömu aðilum, er á skrá yfir timarit sem undanþegin eru söluskatti, þar sem þau eru ekki sögð gefin út „i ágóðaskyni.” Frjáls versl- un var nefnilega einu sinni fag-' rit Kaupmannasamtakanna og ekki gefið út i ágóðaskyni. Þetta hefur hins vegar gleymzt að leiðrétta eftir að „gróðapung- ar” — svo notað sé eftirlætisorð fyrrverandi sjávarútvegsráð- herra Sjálfstæðisflokksins, Matthiasar Bjarnasonar, — komust yfir útgáfu þess. Þetta er sjálfsagt aö leiörétta, aö at- huguöu máli” (ieturbr. min). 1 þessari siðustu setningu rit- stjórans læðist fram sá hugsun- arháttur að refsa beri einhverj- um vegna þess að viðkomandi græðir á þvi að gefa út blað. Það sem verra er, yfirvöld eiga að framkvæma þessa refsingu samkvæmt geðþóttaákvörðun, með þvi að gera viðkomandi blaði að greiða sölu- skatt. Kannski er ritstjóran- um það láandi að bera þessa skoðun á borð, þvi þetta eru þær reglur sem stjórnvöld fara eftir. Þau gera sumum að greiða söluskatt af útgáfu, og öðrum ekki, þar á meðal dagblöðum. Þetta eru aðeins gildandi reglur, sem fáir gera athuga- semdir við. En með þvi að lýsa sig sam- þykktan þessum reglum, styður ritstjórinn þá skoðun að yfir- völdum sé heimilt að mismuna fjölmiðlum fjárhagslega — i formi þess að gefa undanþágu frá söluskatti eða ekki. t sjálfu sér eru þessar reglur um söluskattsundanþágu fjöl- miðla ekkert annað en brot á stjórnarskránni. Þar segir að ritskoðun og aðrar tálmanir fyrir prentfrelsi má aldrei i lög leiða.” Með þvi að veita söluskatts- undanþágur eftir geðþótta brjóta stjórnvöld gegn stjórnar- skránni, þvi fjárhagsleg afkoma fjölmiðla er ein megin undir- staða prentfrelsis i landinu. Stjórnvöld reyna með þessu að hafa áhrif á það hvaða fjölmiðl- ar geti borið sig, og hverjir ekki. Þau reyna að ráða hvaða fjöl- miðlar koma út, og hverjir ekki. Það er grundvöllur prent- frelsis að stjórnvöl geri ekki upp á milli fjölmiðla. Allir fjölmiðl- ar eiga rétt á sér, sama hvaða boðskap þeir flytja, og opinber fyrirgreiðsla, eða opinberar tálmanir, eiga jafnt yfir alla að ganga. Annað er ritskoðun. Að þessu leyti rikir ritskoðun á íslandi. Hátt á annað hundrað blöð og timarit, þar með talið Alþýðublaðið njóta söluskatts- friðinda. Minni hópur greiðir hins vegar söluskatt. Stjórnvöld gefa þær forsendur að með söluskattsundanþágum sé verið að styðja við vissa teg- und útgáfu sem nauðsynleg sé menningarlega, en geti illa bor- ið sig vegna litillar sölu og út- breiðslu, eða lltilla auglýsinga- tekna. En slik afskipti stjórnvalda flokkast undir tálmanir á prent- frelsi. Stjórnvöld eru með þessu að stuðla að þvi að ákveðnir fjölmiðlar komi frekar út en aðrir. Fjölmiðlar sem ekki hljóta náð söluskattsundan- þbgunnar verða hins vegar að horfa á það að tæpur fjórðungur útbreiðslutekna fer i rikissjóð. Þessi ritskoðun stjórnvalda hér fer fram undir nógu fallegu yfirskini. Það á að stuðla að út- komu rita um menningarleg og þjóðleg efni, og rita sem sinna hagsmunum ýmissa samtaka. En hvað er þetta annað en tálmanir á prentfrelsi? Þarna eru stjórnvöld að skipta sér af þvi hvað þyki rétt að birtist al- menningi, og hvað þyki miður. Og það er kannski ekki einu sinni ástæða til að tala um stjórnvöld i þessu tilliti. Aðeins einn fulltrúi i fjármálaráðu- neytinu tekur þá ákvörðun hvort veita skuli fjölmiðlum undan- þágu frá söluskatti. Hlægileg forsenda söluskatts- undanþágunnar er svo sú að ekki má gefa viðkomandi rit út i gróðaskyni. Hver á að ákveða með hvaða hug útgefendur standa að útgáfunni? Og hvað er slæmt við það að menningar- og hagsmunarit beri sig? A kannski að taka söluskattsund- anþáguna af Morgunblaðinu og Dagblaðinu vegna þess að þau sýndu örlitinn hagnað á sl. ári? Nú er það svo að stjórnvöld beita söluskattsundanþágum sem hagstjórnartæki. Ýmsar vörur eru undanþegnar sölu- skatti, og aðrar ekki. Ég hef hins vegar hvergi rekist á það að vörutegundir i sama vöru- flokki séu undanþegnar sölu- skatti eftir tegundum, þannig að t.d. danskur sykur fengi undan- þágu en breskur ekki. Þetta misræmi á hins vegar við um fjölmiðla. En fjölmiðlar eru ekki sykur. Fjölmiðlar eru ein af undirstöðum lýðræðis og Athugasemd t umræddri ritstjórnargrein var hvergi tekinafstaða til þess, hvort yfirleitt ætti að undan- þiggja alla útgáfustarfsemi söluskatti. Einungis var á það bent, að samkvæmt gildandi reglum fær það naumast stað- ist, að auglýsingarit Frjáis Framtaks séu undanþegin gild- andi regium um söluskatt. Stefna Alþýðuflokksins er hins vegar sú að afnema beri söluskatt i núverandi mynd og taka upp virðisaukaskatt i stað- frjálsrar skoðanamyndunar i landinu, og með þvi að draga þá i dilka veitast stjórnvöld að þessum hornsteinum lýðræðis- þjóðfélagsins. Nú efa ég ekki að ritstjóri Al- þýðublaðsins þekkir vel þá nauðsyn að jafnvel hinar veik- ustu raddir fái að heyrast. Al- þýðublaðið er gefið út I litlu upp- lagi til að rödd jafnaðarstefn- unnar komist á framfæri, og til þess nýtur blaðið undanþágu frá söluskatti og opinberra auglýs- inga. En hvers vegna eiga aðrar raddir ekki alveg eins að fá að heyrast, jafnvel þótt þær tali ekki um pólitik eða menningar- leg efni? Hver á að dæma um það hvaða raddir komast á framfæri, og hvaða raddir ekki? Svarið er einfalt: Enginn. Hægasta lausn þessa vanda er að aflétta söluskatti af öllum fjölmiðlum, þ.m.t. bókum. Þar með væri aflétt tálmunum stjórnvalda á prentfrelsi. Ef þetta er ekki gert, þá ættu útgef- endur og aðrir unnendur prent- frelsis að sækja til dómstóla, og fá hrundið þessu broti á stjórn- arskránni. ritstjóra inn. Þar með væri ekki um að ræða skattlagningu á aðföngum fyrirtækja yfirleitt, heldur ein- göngu á þann virðisauka, sem af starfseminni hlýzt. Eðlilegast er að hugtakið nettóhagnaður sé forsenda skattlagningar, þ.e. skattstofn. Meðan þessu hefur ekki verið breytt eiga menn hins vegar ekki annarra kosta völ en fram- fylgja settum reglum. JBH Laus staða læknis vid Heilsugæslustöð í Borgarnesi Laus er til umsóknar ein þriggja læknis- staða við heilsugæslustöð i Borgarnesi. Staðan veitist frá 1. mars n.k. Umsóknun ásamt upplýsingum um lækn- ismenntun og störf sendist ráðuneytinu fyrir 3. febrúar n.k. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið 4. janúar 1980. Ný verslun, Panda í Kópavogi Laugardaginn 8. þ.m. opnaði verzlunin PANDA nýja verzlun að Smiðjuvegi 10, Kópavogi. Verzlun þessi selur ýmsar vörur, eru flestar þeirra fram- leiddar i Kina, má þar fyrst og fremst nefna handunna útsaumaða borðdúka, ennfremur ofna dúka og prentaða, af ýmsum stærðum og gerðum. Þá eru seldar þar ýmsar teg- undir hanzka, fyrir konur, karla og unglinga: mótor sport hanzkar, Skiðahanskar úr geitar- skinni og gerfileðri, P.V.C., einnig kvenhanzkar og lúffur, Herrahanzkar úr P.V.C. gúmmí- hanzkar og vinnuhanzkar úr bómullar dúk og svinaleðri. Þá selur verzlunin PANDA hið fræga Tangshan postulín, sem framleitt er i Tangshan héraði i Kina, þar var fyrsta postulinið sem sögur fara af framleitt. Væntanlegur er i verzlunina kinverzkur óuppfylltur útsaumur, af ýmsum tegundum. Verzlunin PANDA selur einnig listaverk, sem saumuð eruút með silki, ennfremur lakkvörur innlagöar með perluskel. Grundvöllur sjónarmið verzlunarinnar PANDA er: góöar og fallegar vörur, seldar á hagstæðu verði. Eigandi og verzlunarstjóri PANDA er frú Zíta Benedikts- dóttir, en afgreiðslustúlka er frú Helga Kristjánsdóttir. Auglýsingasíminn er 8-18-66 UMB SÍBS OÐSf ÍREYKJAl OG NÁGI AENN rSenni Í Aðalumboð, Suðurgötu 10, s Halldóra Ólafsdóttir, Gretti Hreyfill bensínsala, Fellsm Versl. Straumnes, Vesturbe Félagið Sjálfsvörn, Reykjal Borgarbúðin, Hófgerði 30, s Bókabúðin Gríma, Garðafló Garðabæ, sími 42720 Sigríður Jóhannesdóttir c/o Olivers Steins, Strandgötu 3 Hafnarfirði, sími 50045. ími 23130 sgötu 26, simi 13665 úl£i 24, sími 85632 gi 76, sími 72800 undi, Mosfellssveit ími40180 116-18, Bókabúð »1, HAPPDRÆTTI . SIBS 1 Happdrætti Sjálfsbjargar 24. desember 1979 Aðalvinningur: Bifreið FORD MUSTANG ’79, nr. 24875. 10 sólarlandaferðir með tJt- sýn, hver á kr. 300.000.-. 89 vinningar á kr. 20.000.- hver (vöruúttekt). 194 15096 27827 477 16400 28144 481 18127 29039 1141 18446 29104 1275 18608 29185 1422 19211 29215 sólarferð 2077 19388 29343 2439 19552 29475 2462 20069 29543 3486 20208 sólarferð 30029 3525 20740 30424 4172 20936 31239 4549 21074 31862 4550 21197 33215 sólarferð 4693 21999 34353 5223 22000 35057 5292 22224 35418 5531 22274 37246 6457 22275 sólarferð 37429 7287 22792 sólarferð 38237 7354 22837 38462 sólarferö 7655 23298 38780 8944 23590 40469 9357 23747 40660 9500 24781 41869 10959 24785 sólarferð 41904 12001 24875 bíllinn 42135 12525 25068 42591 sólarferð 12836 26081 43534 sólarferð 13323 26210 44402 13988 27019 44695 sólarferð 14672 27191 44713 14752 27809 44988 14903 Sjálfsbjörg, landssamband fatlaðra, Há- túni 12, Reykjavik. Simi 29133.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.