Alþýðublaðið - 09.01.1980, Síða 2
2
AAiðvikudagurinn 9. janúar 1980.
Kjaramál:
Laun og launatengd
gjöld í fiskvinnslu
Kjararannsóknarnefnd hefur nýlega birt yfirlit yfir ýmis launatengd
hjöld og annan óbeinan kostnað, sem atvinnurekendum ber að breiða
til viðbótar beinum launagreiöslum. Til grundvallar útreikningi fyrir
fiskvinnslufólk er notaður 3. taxti eftir 1 ár, miðað við 1. júli 1979. Um
frekari skýringar visast til Fréttabréfs Kjararannsóknarnefndar nr.
44.
1. Dagvinnutaxti 1.142.00
2. Veikindagreiöslur 39.97
3. Slysagreiðslur 6.85
4. Fæðingarstyrkur kvenna 0.80
5. Orlof 99.10 777777 Samtals 1.288.72
6. Sjúkrasjóður 12.89
7. Orlofsheimilasjóður 3.22
8. Lifeyrissjóður 71.38
9. Slysatrygging I 3.75
10. Atvinnuleysistryggingasjóður 7.50
11. Lifeyristrygging 25.77
12. Slysatrygging II 4.54
13. Launaskattur 45.11
14. Iðnaðargjald --
15. Félagsgjald atvinnurekenda 10.31
16. Iönlánasjóðsgjald
17. Aðstöðugjald 7.37
Laun og launatengd gjöldalls 1.480.56
óbeinn launakostnaður sem hlutfall af taxta. 19%
Sú framsetning, sem hér er notuð, er með mokkuð öðrum hætti en áð-
ur, en þá var lögð áherzla á útreikning heildarlaunakostnaðar á virka
vinnustund. Birtist slikur útreikningur i siðasta fréttabréfi Sambands
fiskvinnslustöövanna. Reiknað á þann hátt verða álögur á virka vinnu-
stund nú 47% umfram taxta. Við siðasta útreikning af þessu tagi i jóli
1978 var þetta hlutfall 44.9 þannig ða álögur hafa aukist um rimlega 2
prósentustig frá siðasta ári.
Nettóskuld 1
öllum launþegum gegnum tölvu,
fyrir utan að senda bréf öllum
vinnuveitendum, annarra en
opinberra starfsmanna, og skatt-
heimtuseðla til allra launagreið-
enda á sama tima, eru inn-
heimtumál rikissjóðs þegar kom-
in i eindaga. Það fyrsta sem reyn-
ir á á Alþingi eftir að það kemur
saman, að loknu jólaleyfi, er
ákvöðun innheimtuhlutfalls og
samþykkt innheimtuheimildar.
Innritun fer fram miðvikudag 9. jan.,
fimmtudag 10. jan. og föstudag 11. jan. kl:
17.-21. i Miðbæjarskóla:
Kennslugreinar og þátttökugjöld á
vetrarönn:
PRÓFADEILDIR
VIÐSKIPTADEILD 1. ÖNN
HEILSUGÆSLUDEILD 2. ÖNN
KR: 28.000-.
FORNÁM KR: 19.000.-
AÐFARANÁM KR: 19.000.-
ALMENNIR FLOKKAR
TUNGUMÁL
ÍSLENSKA
STÆRÐFRÆÐI
BÓKFÆRSLA KR: 15.000,-
VÉLRITUN
LEIKFIMI
ÆTTFRÆÐI
ÍSLENSKA F.ÚTLENDINGA
I. fl KR: 15.000.-
II. fl KR: 22.000.-
BARNAFATASUMUR
SNÍÐAR OG SAUMAR
POSTULINSMÁLNING
MYNDVEFNAÐUR
HNÝTINGAR
BÓTASAUMUR
TEIKNUN OG
AKRÍLMÁLNING
KR: 29.000.-
KR: 29.000,-
KR: 29.000.-
KR: 22.000.-
KR: 15.000,-
KR: 15.000.-
KR: 22.000.-
BYRJENDAFLOKKAR VERÐA í
norsku, islensku f. útlendinga, þýsku,
sænsku, ensku, frönsku-ítölsku, spænsku,
bókfærslu, ættfræði, og öllum
ofangreindum verknámsgreinum.
Ekki er innritað i gegnum sima.
Þátttökugjald greiðist við innritun.
Raunhæfar 1
bætur eru greiddar á laun.
Veröbætur eru skertar að þvi
leytinu til, að allar verðhækkan-
ir fást ekki bættar, og kaup-
hækkunum, sem stefna umfram
raunverulega framleiðniaukn-
ingu er velt út i verðlagið á ný.
Launþegar bera þvi sjálfir
kostnaðinn i formi nýrra kaup-
hær.kana.
Það er skiljanlegt að þeir sem
lægst hafa launin vilji hafa
tryggingu fyrir þvi, að kaup-
máttur þeirra rýrni ekki I kjöl-
far verðlagshækkunar. Það er
hins vegar ekki rökrétt hugsun
aö baki þeirrar hugmyndar, að
láta öll laun breytast samfara
verðlagshækkun. Kaupmáttur
launa getur þvi aöeins aukizt,
þegar til lengdar lætur, að þjóö-
artekjur aukist. Með vaxandi
þjóðartekjum eiga laun að
hækka. Lækki þjóðartekjur
hljóta raunveruleg laun að
lækka með einhverjum hætti. t
raun og veru er akkert rökrétt
samband milli breytinga á
framfærslukostnaði, eins og
hann er mældur með verðlags-
visitölunni, og getunnar til þess
að auka kaupmátt laUna eða
nauðsynjar á að skerða hann.
Verðhækkanir á oliu og kaffi er-
lendis hækka t.d. verðlag hér
innanlands. Kaupmáttur þjóð-
arteknanna minnkar. Þetta get-
ur náttúrulega ekki verið
traustur eða varanlegur grund-
völlur kauphækkana innan-
lands. Aflaaukning og verð-
hækkanir á erlendum mörk-
uðum eykur kaupmátt
þjóðarteknanna og er traust-
ur grundvöllur fyrir raunveru-
legum kauphækkunum, en
visitölukerfið færir launþegum
ekki slika kauphækkun sjálf-
krafa. Hún yrði aö fást meö
grunnkaupshækkunum við upp-
haf nýs samningstimabils.
Þetta sýnir að verölagsvisitölu-
kerflð er gallaö. Það segir sig
sjálft, að það er órökrétt að laun
á Islandi hækki og verð á land-
búnaðarvörum sömuleiðis
vegna uppskerubrests I
brasilisku kaffihéruðunum. Er-
lendar verðhækkanir hafa meiri
áhrif hérlendis en þær annars
heföu i' öðrum löndum vegna
þess að innflutningur til Islands
er miðað við þjóðartekjur'meiri
en i flestum öðrum löndum. Um
40% af þeim verðmætum, sem
Islendingar ráðstafa árlega, er
flutt inn frá útlöndum.
Erlendar verð-
hækkanir
Það sem gerist hér innan-
lands þegar um erlendar verð-
hækkanir er að ræða er það, að
kaupgjald og verðlag landbún-
aðarafurða hækkar. Þjóðartekj-
urnar lækka og laun og landbún-
aðarafurðir hækka. Slikt verður
að teljast óeðlilegt. Slikt leiðir
m.a. tíl aukinnar verðbólgu.
Framleiðslukosnaöur innan-
ianás hækkar og innlendar iðn-
aoarvörur hækka I veröi»þetta
veldur svo hækkun á fram-
færsluvisitölunni, sem siðan
veldur nýrri kauphækkun og
nýrri hækkun landbúnaðaraf-
urða og þannig koll af kolli.
Hækkun framleiðslukostnaöar
innanlands af þessum sökum
gætu útflutningsvegirnir greitt
ef verðlag á Islenzkum afurðum
færi hækkandi, sé sú ekki raun-
in, lendir islenzk útflutnings-
framleiðsla fljótt i erfiðleikum
og þarf þá að gripa til aðgerða,
sem flestum ætti að vera kunn-
ar.
Launakerfi af þessu tagi er
meingallaö. Sjálfvirkt verölags-
visitölukerfi er þjóðarbúskapn-
um skaðvænlegt. Slikt kerfi
veitir launþegum enga sjálf-
krafa hlutdeild i auknum þjóð-
artekjum ef við gerum ráð fyrir
að verðlag á innfluttri vöru
haldist óbreytt. en það verður
að teljast óeölilegt, að launþeg-
ar njóti ekki góðs af hækkandi
þjóðartekjum vegna launakerf-
is, sem á að tryggja kaupmátt
launa. En hvaö á aö koma i stað
verðlagsvisitölukerfisins. Þessu
er auðvitað ekki fljótsvarað, en
eðlilegt virðist að lita til ná-
lægralanda og huga að þvi með
hverjum hætti þessi mál eru
leyst þar.
Grundvallaratriðið i þeirri
skipan, sem þekktust er erlend-
is er þessi, að laun eru ákveðin
með vissu millibili i frjálsum
samningum milli samtakalaun-
þega og vinnuveitenda. Þau
breytast ekki i hlutfalli við
neina aðra stærð, sjálfkrafa.
Þegar launþegasamtök I nálæg-
um löndum gera kröfu um
Ikauphækkun, hafa þau yfirleitt
til hliðsjónar þá aukningu, sem
orðið hefurá þjóðartekjum. Þau
krefjast m.ö.o., aö launþegar
sem heild fái réttmæta hlutdeild
I vaxandi þjóöartekjum. Þetta
er ein leið, sem við gætum farið.
Hin leiðin sem fara mætti er sú,
að hafa einhverja sjálfvirkni i
sambandi við kaupákvörðun
þannig aö kaup hækki s jálfkrafa
með vissumillibili i hlutfalli við
einhverja stærð, sem væri ein-
hverskonarvisitala er sýndi
breytingar á þjóðartekjum
hverju sinni, en hún er yfirleitt
uppá við, þegar tillit er tekiö til
lengritíma. Slika visitölu mættí
kalla þjóðhagsvisitölu. Auðvitað
getur það verið vissum erfið-
leikum bundið að reikna slika
stærð út, en það ætti þó að vera
hægt að reikna út þjóðhagsvisi-
tölu, sem væri nægilega örugg
visbending um þaö hversu mik-
ið þjóðartekjur fari hækkandi
frá ári til árs. Þetta þýddi I raun
og veru, að laun og verð á land-
búnaðarafurðum breyttist I
samræmi við þau verömætí,
sem þjóðin hefur til ráðstöfun-
ar, en ekki i samræmi við fram-
færslukostnað, sem getur að
verulegu leyti verið háður
breytingum á verði erlendis og
enginn innlendur aðili hefur
nokkur áhrif á.
Hagsmunamál
launþega?
Niðurstaðan af athugun á
verðlagsvisitölukerfinu hlýtur
að opna augu forystumanna
launþega hreyfingarinnar fyrir
þvi, að þetta kerfi er alls ekki
hagsmunamál launþega þegar
til lengdar lætur. Þetta kerfi á
sinn þátt i alvarlegasta þjóðfé-
lagsmeini Islendinga um þessar
mundir, verðbólgunni. Mikil
verðbólga er ekki aðeins hemill
á heilbrigðan hagvöxt. Hún
veldur einnig stórkostlegu þjóö-
félagslegu misrétti. Hún flytur
til fjármuni i þjóðfélaginu. Hún
skerðir hag launþega og veldur
þeim stórfelldu tjóni á meðan
hún færir skuldurum og fjár-
plógsmönnum rangfengið fé.
Ætli menn að draga Ur verð-
bólgu eða kveða hana i kútinn,
einsog flestir virðast sammála
um, i opinberri umræðu, verða
menn að gera sér grein fyrir, að
þetta verður ekki gert nema
aðalliður þeirra aöferða verði
einmitt afnám visitökukerfis-
ins, að þvi frátöldu, aö tryggja
verður kaupmátt lægstu launa.
HMA
Kosningagetraun Rauða krossins
Rúmar 30 millj.
Félagið vill þakka sérlega góöa
þátttöku i getrauninni og þann
mikla stuöning, sem almenningur
sýndi þeim málefnum, er það
vinnur nú að. Jafnframt er rikt
tilefni til þess að minna á fjár-
söfnun, sem Hjálparstofnun
kirkjunnar stendur nú fyrir, undir
heitinu: „Brauð handa hungr-
uðum heimi”.
Þátttaka i gétrauninni var á
30.101 seðli og nam andvirði
hennar rúmum 30 milljónum
króna. Að auki bárust félaginu
framlögfrá mörgum aðilum.sem
ekki tóku þátt I getrauninni.
RUmlega 40% fjárins fara til
hjálparstarfa við Kaniputseu-
menn og 20% renna til deilda, þar
með til innlendra Rauða kross
verkefna. Um 20% fóru i kostnað,
upplýsingar, prentun, dreifingu
o.fl. og loks 20% i vinninga.
Hjálparaögerðir félagsins við
Kamputseumenn eruhafnar. Er 6
manna hjúkrunarlið komið til
Thailands til starfa þar. Nú er
veriö að undirbUa annan leiðang-
ur, sem vonir standa til að fari
fljótlega. Veröur nánar skýrt frá
starfinu strax og tök eru á.
Vinninga I getrauninni hlutu
þeir Pétur Sigurðsson, Garðabæ,
og Guðmundur S. Guömundsson,
Tálknafirði. Skipta þeir jafnt á
milli sin vinningspotti, kr.
3.010.100 tíl hvors. Reyndust þeir
einir með allar fimm tölur réttar i
getrauninni.
Kosningagetraunin sjálf er
stórt verkefni, og hefur Rauði
krossinn fengið mikla aðstoð við
framkvæmd hennar. Starfsmenn
á bensinstöðvum i Reykjavik og
viöar önnuðust móttöku i 3 daga.
Þá sáu Junior Chamber félagar i
Reykjavik um móttökuna við 7
skólaog Flugbjörgunarsveitin við
Sjómannaskólann. Fjölmargir
félagar Rauöa krossins og aðrir
komu til starfa, og fógetar
(notariusar) hjálpuðu okkur
mjög vel og var bæöi af hálfu
félagsins og með aöstoð fógeta
séðum, aðöllum formkröfum var
vel fylgt. Er ekki kunnugt um
nein óhöpp viö skil og meðferð
getraunamiða.
Þess ber að geta, að dreifing og
i móttaka seðla er bundin við
svæði, þar sem Rauða kross
deildir starfa.
Björn Tryggvason var
ábyrgðarmaður með getrauninni
af hálfu félagsins.
Flugleidir:
FLUGFLOTINN INNAN-
LANDS STAÐLAÐUR
A st jórnarfundi Flugleiöa
var endanlega samþykktur
samningur félagsins við Kar-Air I
Finnlandi um sölu tveggja
Friendship flugvéla félagsins af
F-27-100 gerð. Þessar flugvélar,
sem bera einkennisstafina
TF-FLJ og TF-FLK verða afhent-
ar Kar-Air i mars og april 1980.
Með þessum flugvélum selja
Flugleiöir varahreyfla og aöra
vélahlutí. Söluverö flugvéla og
varahluta til Kar-Air er 1.785.000
ba nda rik ja do llara r.
Þá er flugvélin TF-FIP til sölu
og hafa að minnsta kosti fjórir að-
ilar látið i ljósi áhuga á kaupum.
Þessi flugvél er meö samskonar
hreyfla og þær vélar sem seldar
voru til Kar-Air.
Burðarmeiri flugvélar
i innanlandsflugið.
Flugleiðir gerðu nýlega samn-
ing við Korean Airlines um kaup
á fjórum Friendship flugvélum,
þrem af gerðinni F-27-200 og einni
af F-27-500. Tvær þessara flug-
véla hafa þegar verið seldar til
Finnair. Flugvélarnar verða sótt-
ar til Seoul og flogið til Islands i
janUar. Tækjakosti tveggja
þeirra, sem Flugleiöir eiga verð-
ur breytt til samræmis viö það
sem er i' Friendship vélum félags-
ins og hef ja þær slöan flug á inn-
anlandsleiöum. Þá hefir einnig
komiötil greina að Flugleiðir taki
að sér breytingar á tækjakosti
flugvélanna sem Finnair
keyptu. Samningar um það eru á
lokastigi.
Sem fyrr segir eru þessar
breytingar á flotanum gerðar I
þvi augnamiöi aö samræma flug-
kostínn, en jafnframt verður hér
um burðarmeiri flugvélar aö
ræöa. Þannig verður unnt að
fljúga meö fullfermi frá flugvöll-
um, sem i dag verða aö sæta tak-
mörkunum á farmi. Þá kemur
einnig til einföldun á varahluta-
lager félagsins, þar sem allar
flugvélarnar verða búnar sams-
konar hreyflum og flestum vara-
hlutum.