Alþýðublaðið - 10.01.1980, Side 4
STYTTINGUR
Fjölmennasti
skóli landsins
öll börn á forskólaaldri í
Umferðarskólanum.
Trygve Bratt-
eli sjötugur
eftir Gylfa Þ. Gíslason
A nýliðnu ári, barnaári 1979,
urðu timamót i umferöarfraeðslu
hérlendis, en þá voru i fyrsta sinn
öll 3ja til 6 ára börn á landinu
þátttakendur i umferðarskólan-
um „Ungir vegfarendur”.
Fram að þeim tima höfðu að
visu 87,2% barna notiö þessarar
fræöslu i 59 sveitarfélögum, en i
ársbyrjun 1979 gerði Umferöar-
ráð sérstakt átak til þess að þau
börn sem ekki voru i skólanum
bættust i hópinn.
Meö dyggri aðstoð oddvita og
sveitarstjóra þeirra 165 sveitar-
félaga sem hér áttu hlut að máli,
fór svo að umferðarskólinn er nú
skóli allra landsmanna og á sið-
asta ári voru nemendur hans
21.244 i öllum 224 sveitarfélögum
landsins.
Þar með náði Island skemmti-
legri sérstöðu i umferðarfræðslu
forskólabarna sem vakti verð-
skuldaða athygli á alþjóðlegu
þingi umferöarráða sem haldið
var á Spáni á liðnu ári. Hefur
hvergi náðst sú samvinna sem
hér á landi tókst á milli Umferð-
arráðs og allra sveitarfélaga
landsins. Hún felst i þvi að sveit-
arfélögin greiöa mikinn hluta af
kostnaðarverði þeirra verkefna
sem umferöarskólinn sendir
börnunum. Erlendis er þetta við-
ast hvar ákvöröun einstakra for-
eldra og með þvi móti er tæplega
hægt að ná til allra.
Umferðarráð bindur miklar
vonir við þessa ánægjulegu skip-
an mála og þakkar öllum þeim
sem unnið hafa að framgangi
þess. Þaö er von ráðsins að um-
ferðarskólinn haldi áfram að
stuðla aö auknu umferðaröryggi
yngstu vegfarendanna, en það
ætti honum að takast ef áfram
helst sá áhugi, sem einkennt
hefur starf foreldra og nemenda
skólans frá upphafi.
Vel má vera að áhrifa þessar
ungu vegfarenda eigi eftir aö
gæta i auknum mæli i bættri um-
ferð framtiðarinnar. „HVAÐ
UNGUR NEMUR - GAMALL
TEMUR”.
Alennur fundur
félags laga
nema, Orators
Orator, félag laganema við
Háskóla Islands efnir I kvöld
fimmtudaginn 10. janúar, til al-
menns fundar um efnið „Endur-
bætur og opnun dómskerfisins.”
Hefst fundurinn kl. 2Ó.30 og
verður i Lögbergi, húsi Laga-
deildar H.l. Frummælendur á
fundinum veröa Vilmundur
Gylfason, dómsmálaráðherra,
Már Pétursson, formaður
Dómarafélags Reykjavikur og
Eirikur Tómasson, héraðsdóms-
lögmaður. Að loknum framsögu-
ræöum verða almennar umræður
og frummælendur svara fyrir-
spurnum. Fundurinner öllum op-
inn meðan húsrúm leyfir.
Á morgun verður sjötugur
einn þeirra manna, sem sett
hafa mestan svip á sögu Norö-
manna á þessari öld. Trygve
Bratteli er sigilt dæmi þess i
sögu/þeirra tima, sem við nú
kennum við tækni og visindi, að
skólamenntun er ekki skilyrði
þess að geta orðið atkvæðamik-
ill forystumaður. Hann naut
barnaskólamenntunar i fæðing-
arbæ sinum, Nötteröy á Vest-
fold, á árunum 1917-24. Þá varð
hann sendisveinn, hvalveiði-
maður, afgreiðslumaður og
byggingarverkamaöur i tiu ár.
En þegar hann var 24 ára, gerð-
ist hann ritstjóri að málgagni
Verkamannaflokksins i smá-
bænum Kirkenes i Norður-Nor-
egi. Þá var teningnum kastað.
Frá þeim tima hefur Trygve
Bratteli helgaö sig stjórnmál-
um. A árunum 1934-49 var hann
ritstjóri og starfsmaður sam-
taka ungra jafnaöarmanna i
Noregi. Fyrstu tvö ár heims-
styrjaldarinnar siðari gerðist
hann aftur byggingarverka-
maöur i Kristiansund. Þrjú sið-
ari striðsárin dvaldi hann i
fangabúðum i Þýzkalandi. En
þegar eftir aö hann kom heim
þaðan 47 kiló aö þyngd, hóf hann
aftur stjórnmálastörf og varð
varaformaður Verkamanna-
flokksins 1945. Formaður
flokksins var hann 1965-»75.
Þingmaður hefur hann verið
■ siðan 1949. Hann var fjármála-
ráðherra 1951-55 og 1956-60,
samgönguráðherra 1960-64 og
forsætisráðherra 1971-72 og
1973-76. Nú er hann formaður
þingflokks Verkamannaflokks-
ins.
Fyrir nokkrum árum kom ég
til Kirkenes og hitti þar oddvit-
ann I sveitarfélaginu, sem
Kirkenes er i, Arnt Isaksen.
Henn hefur búið þar alla ævi
sina, og er eldri en Trygve
Bratteli. Kærasta umræðuefni
hans reyndist vera að segja frá
samstarfi sinu við Trygve á
æskuárum þeirra. Ég hef aldrei
heyrt fullorðinn mann lýsa
æskuvini sinum af jafnmikilli
aðdáun. Það var sameiginlegur
áhugi á stjórnmálum, sem gert
hafði þá aö samstarfsmönnum
og vinum. Arnt Isaksen lýsti
honum ekki sem leiftrandi
mælskumanni, sem heillaði fólk
á fundum meö fögru oröskrúði.
„Það er nóg til af slikum mönn-
um”, sagði hann. En hann
sagði, aö Trygve væri maður,
sem allir hlytu að treysta. Það
þyrfti ekki að þekkja hann mik-
iö til þess að sjá það. Og þeir,
sem þekktu hann vel, vissu
miklu meira. Þeir vissuaö gáfur
hans og dugnaöur væru með ó-
likindum, og svo hitt, að hann
elskaöi náungann, hver sem
hann væri, meira en sjálfan sig.
Skömmu siöarhitti ég Trygve
Bratteli i' Osló og sagöi honum,
að Arnt Isaksen i Krikenes hefði
beðið mig aö heilsa honum.
„Þaövar gottað þúskyldir hitta
hann”, sagði Trygve. „Hann
var nánasti vinur minn i Kirke-
nes. Églæröi mikið af honum.”
Snemma á sjöunda áratugn-
um, þegar rikisstjórnin hér á-
kvaö að undirbúin skyldi samn-
ing þjóðhagsreikninga og
þjóðhagsáætlana I Efnahags-
stofnuninni, sem þá laut stjórn
Jónasar H. Haralz, snerum við
okkur til norsku rikisstjórnar-
innar og spurðumst fyrir um,
hvort hún gæti ekki látið okkur 1
té sérfræðiaðstoð við þetta verk,
en Norömenn voru þá og eru enn
framarlega á þessu sviði, og er
yfirstjórnin i höndum fjár-
málaráðuneytisins. Vegna
einstaks velvilja norsku
stjórnarinnar komu þrirnorskir
sérfræðingar i þessum efnum
hingað og dvöldu hér i nokkra
mánuöi. Ég kynntist þessum
mönnum. Mestan hluta sjötta
áratugarins hafði Trygve Bratt-
eli veriö fjármálaráðherra, en
var nú samgönguráðherra.
Þessir hagfræðingar sögðust
aldrei hafa kynnzt f jármálaráö-
herra, sem liktist honum. Hann
talaði lítið, en hlustaöi þeim
mun meira. Samt þyrfti hann
ekki að hlusta lengitil þessað
skilja til hlitar, hver væri kjarni
málsins. Oft hefðu ákvarðanir
hans ekki verið i samræmi við
tillögur sérfræðinganna, en þá
hefði það aldrei brugðizt, að
hann rökstuddi gerðir sinar, i
stuttu, en næstum ótrúlega
skýru máli. Þóttéghafi þá verið
orðinn talsvert kunnugur Bratt-
eli, hafði ég ekki gert mér ljóst
það, sem ég veit núna, að hon-
um heföi reynst auðvelt aö
vinna til verðlauna i stærðfræði
við Oslóarháskóla og verða
stæröfræöingur á heimsmæli-
kvarða, eins og orðið hefur hlut-
skipti sonar hans.
Þegar Islendingar minntust
1100 ára byggðar I landi sinu
1974, var Trygve Bratteli for-
sætisráðherra Noregs og var
fulltrúi þ jóðar sinnar á hátiðinni
ásamt konu sinni, Randi.
Nokkru áður hafði hann beðið
sendiherra Noregs hér i
Reykjavikað undirbúa fyrir sig
og konu sina stutta sumarleyfis-
ferð til einhvers staðar úti á
landi. I bréfi til sendiherrans
hafði hann sagt, að væri hann i
vafa um, hvað þau hefðu séð af
tslandi skyldi hann spyrja mig.
Þetta varð til þess að við hjónin
fórum með þeim til Hafnar i
Hornafirði og ferðuðumst nokk-
uð um nágrennið, i dásamlegu
veðri. Um atvik, sem gerðust i
þessari ferð, hefur Randi Bratt-
eli skrifað i bók, sem gefin var
út fyrir nokkrum árum og hlaut
mikla útbreiðslu i Noregi: „Pa
tokt með statsministeren”, en
hún er kunnur blaðamaður og
mjög vel ritfær. Ég var satt að
segja farinn að halda, að ég
væri orðinn vel kunnugur
Trygve Bratteli, enda meira en
aldarfjórðungur, siðan fundum
okkar bar fyrst saman, og allt-
af haföi farið mjög vel á með
okkur. En nú sá ég, að manninn
Trygve Bratteli hafði ég ekki
þekkt nógu vel, og jafnframt
hitt, að liklega verður honum
ekki kynnzt réttilega, nema I
samvistum við konu sina. Að
þessu leyti svipar okkur hvors
tilannars, og það hefur ef tilvill
gert kynnin traustari. Trygve
Bratteli er ekki aöeins maður
fágætlega traustrar skapgerðar
og óvenjulegra gáfna, heldur
einnig^ þeirrar hlýju og hrein-
skiptu kimni, sem er aðals-
merki góðra og hamingjusamra
manna.
Trygve Bratteli hefur lifað
stormasömustjórnmálalifi, þótt
hannsémanna stilltastur. Hann
var formaður Verkamanna-
flokksins, þegar hann vann einn
mesta kosningasigur sögu sinn-
ar árið 1969. En hann hefur lika
orðið að lúta í lægra haldi.
Hann barðist fyrir aðild Noregs
aö Efnahagsbandalagi Evrópu.
1 þjóðaratkvæöagreiðslu var
þeirri aðild hafnað, svo sem
kunnugt er. En með sama hætti
og Trygve Bratteli ofmetnaðist
ekki af sigrum sinum, lét hann
Framhald á 2. slðu
Úr flokkstarfinu
Kjördæmisráð Alþýðuflokksins í Reykjaneskjördæmi
er boðað til fundar laugardaginn 12. þ.m. kl. 14 í
Alþýðuhúsinu í Hafnarfirði
Fundarefni: Rikisstjórn með eða án Alþýðuflokks.
Frummælendur: Kjartan Jóhannsson, ráðherra, Karl
Steinar Guðnason, alþingismaður.
Stjórnin.
RATSJÁNNI
Gagnrýnin á Flugleiðir
„...við getum ekki treyst
rekstrarupplýsingum stjórnenda
Flugleiöa frekar en fyrri daginn.
Fjölþjóðafyrirtæki getur hagað
viöskiptum systur- og dótturfé-
laga eftir hentugleikum”, segir
JónasritstjóriKristjánsson m.a. i
forystugrein Dagblaðsins s.l.
mánudag. Um samdráttinn hjá
félaginu segir Jónas: „Þegar
Flugleiðir ganga illa á sama tima
og ýmissystur- og dótturfyrirtæki
i útlöndum ganga vel eða sæmi-
lega, er mjög erfitt að átta sig á,
aö hve miklu leyti tapið felst i
bókhaldsþáttum innri viöskipta
samsteypunnar.”
1 kjölfar uppsagnanna hjá
Flugleiöum hefur mikið veriö
rætt um fyrirtækið og óeðlileg
umsvif þess erlendis. Starfsmenn
hafa deilt hart á Flugleiðir, fýrir
aö láta bandariska flugfélagiö
Seaboard and Western annast
viðgerðir og viðhald, sem þeir
fullyrða að skaði fyrirtækiö um
hundruð milljóna.
Sigurður Helgason hefur hins
vegar visað þeim fullyröingum á
bug sem fjarstæðum. En i viötali
við Þjóðviljann 1 sumar vakti
sjálfur Alfreö Eliasson, aöstoðar-
forstjóri úr Loftleiðaarminum,
máls á þvi að undarleg persónu-
leg tengsl væru milli Seaboard-
manna og Sigurðar Helgasonar
Þá hefur og veriö gagnrýnt að á
meðan boðaður er samdráttur
hér heima, skuli fyrirtækið sifellt
veraað auka umsvif sin erlendis
og ráða erlenda starfsmenn. Sagt
er aöeinu gildi fyrir forráöamenn
Flugleiöa, hvernig til takist hér
heima, enda eigi þeir slikan auð,
að afkoma þeirra sé gulltryggð
erlendis.
Opinber rannsókn
Ekki er ástæða til að tiunda
hversu mikilvægt það er landi og
þjóö að flugsamgöngur falh ekki
niður. En allar þessar sögusagnir
hljóta að fá byr undir vængi þegar
forráðamenn Flugleiöa sitja þvi
sem næst þegjandi undir þeim.
1 fyrra var þess óskað á alþingi
aö opinber rannsókn færi fram á
starfsemi Flugleiöa og dóttur-
fyrirtækjanna. Málflutningur
þessi fékk hvorki hljómgrunn hjá
forstjóra Flugleiða né á alþingi.
Búist er viö að þingsályktunar-
tillaga verði bráðlega borin upp,
þar sem enn og aftur verður ósk-
aö opinberrar rannsóknar. Þetta
er kjörið tækifærifyrir ráöamenn
Flugleiða til aö þvo hendur sínar
endanlega. Ef allt er með eðlileg-
um hætti hlýtur opinber rannsókn
aö vera Flugleiðaforystunni kær-
komin i' meira lagi, enda fýsir þá
trauðla til að vera áfram mÚli
tannanna á almenningi fyrir eng-
ar sakir.
— G.Sv.
alþýðu
blaðið
Fimmtudagurinn 10. janúar
KÚLTURKORN
Janos Furst
stjórnar Sinfón-
íuhljómsveit
Islands, György
Pauk leikur
einleik
Næstu áskriftartónleikar
Sinfóniuhljómsveitar tslands
verða I Háskólabiói n.k. fimmtu-
dag 10. jan. 1980 og hefjast þeir
eins og að venju kl. 20.30.
Efnisskrá tónleikanna veröur
sem hér segir:
BARTOK — Dansasvita ;
DVORAK — Fiölúkonsert 'i
a-moll op. 53.
Z. KODALY — Háry János
Hljómsveitarstjórinn Janos
Furst fæddist f Budapest og nam
við Franz Liszt-tónlistaraka-
demiuna þar i borg og einnig viö
Tónlistarháskólann i Paris og
Tónlistarakademiuna I Brussel.
Hann settist að i trlandi, starfaði
þarm.a. sem konsertmeistari og
einleikari og stofnaði Irsku
Kammersveitina sem hvarvetna
hefur unnið sér mikið lof fyrir
tónlistarflutning.
Janos Furst hefur stjórnað
mörgum virtustu hljómsveitum i
Evrópu og Japan og flutt bæöi
hljómsveitar- og óperutónlist.
Hann hefur starfað töluvert á
Stóra-Bretlandi og i Skandinaviu
og var m.a. aöalhljómsveitar-
stjóriSinfóniuhljómsveitarinnar i
Malmö frá 1974-7. Arið 1978 starf-
aði hann mikið á St’ora-Bretlandi
og á þessu ári mun hann m.a.
stjórna óperunni „Salome” i
Marseilles. Einnig mun hann á
þessu ári stjórna Filharmonlu-
sveitinni I Amsterdam þar sem
flutt verða hljómsveitarverk
Beethovens og svo Rfkissinfóniu-
hljómsveitinni i Mexico.
Einleikarinn György Pauk
fæddist í Budapest. Hóf hann
fiðlunám sex ára að aldri og varð
yngsti nemandi Zathureczky og
Kodály við Franz-liszt-tónlistar-
akademiuna þar I borg.
Fjórtán ára gamall hóf hann
fyrir alvöru að leika á tónleikum
og á næstu árum lék hann I öllum
löndum A-Evrópu. Hann varð
sigurvegari I Paganini-keppninni
1956 og I Jacques Tibauld-keppn-
inni 1959 Hann kom fyrst fram i
Lundúnum árið 1961 og vakti
hann þá glfurlega eftirtekt. Segja
má að með þvi hafi hinn alþjóð-
legi ferill hanshafist. Hann nýtur
mikillar frægðar bæði fyrir ein-
leik og leik i kammerverkum og
ertalinneinn af fremstu fiöluleik-
urum samtimans. György Pauk
er nú breskur rikisborgari. Þetta
mun vera i þriðja sinn sem hann
sækir okkur heim og leikur meö
Sinfómuhljómsveit Islands.
BOLABÁS
Leifturflótti?
í tillögum þeim, sem Sjálf-
stæðisflokkurinn hefur Iagt.
fram f þjóðstjórnarviðræðum,
en enginn á höfundarrétt að,
er gertráðfyrir allt að30 mill-
jarða Utgjöldum til kjara-
tryggingar lægstu launa.
Fyrir kosningar var 35 mill-
jarða niðurskurður ríkisút-
gjalda burðarás leiftursókn-
arinnar. Nú er spurningin:
Hefur Ieifursóknin snúist upp i
leifurflótta?