Alþýðublaðið - 12.01.1980, Síða 5

Alþýðublaðið - 12.01.1980, Síða 5
Laugardagurinn 12. janúar 1980 5 Forystumenn stjórnmálaflokkanna sitja nú vikum saman á fundum og reyna að ná samkomulagi um bætta hagstjórn. i orði kveðnu virðast þeir allir vera sammála um nauðsyn þess, að draga úr rekstrar- kostnaði ríkisins og stofnana þess. Hins vegar verður lítt vart við umræður stjórnmálamanna um megin atriðið, þ.e. spurninguna um HVERNIG slikum mark- miðum megi ná í framkvæmd. En það er einmitt þess- arispurningu, sem BJÖRN FRIÐFINNSSON, for- stöðumaður f jármáladeildar Reykjavíkurborgar, reynir að svara í eftirfarandi grein. Greinin er byggð á erindi sem Björn flutti á s.l. ári á f jármálaráðstefnu Sambands isl. sveitarfélaga. Hún birtist áður í tíma- riti Sambandsins. Það sem hér birtist er fyrri hluti er- indisins. Síðari hluti mun birtast á þriðjudag. þá veit enginn, hvernig á aft stöðva aukninguna. Jafnvel þegar aöstæöur breytast, þannig aö minni þörf ætti aö vera fyrir einhverja stofnunina, þá heldur hún sinu skriöi, hvaö siþensluna varöar. Alltaf má gróöursetja viöbótar- skóg af reglugeröum utan um stofnunina, svo aö hún hafi nóg aö gera viö aö framfylgja einhvers konar eftirliti eöa ráögjöf. Aukningin kemur i heföbundnum skrefum, ritari hálfan daginn, siöan ritari allan. daginn, ráögjafi i hluta- starfi verður smám saman aö fulltrúa i fullu starfi, fulltrúinn verður að deildarstjóra, næst vantar viðbótar ritara, þar næst vantar viðbótarhúsnæöi sökum þ-engsla, og þannig mætti Björn Friðfinnsson, forstöðumaður fjármáladeildar Rvfkurborgar: Hvernig er hægt að spara í opin- berum rekstri? FYRRI HLUTI Á síöustu áratugum hafa umsvif opinberrar þjónustu vaxið mjög ört hér á landi sem annars staðar. Nýjar hug- myndir um hlutverk hins opin- bera hafa ruttsér til rúms, opin- berum starfsmönnum hefur fjölgað og skattheimta aukizt að sama skapi. Sem dæmi um þetta má nefna, að starfsmönnum rikis- ins hefur á siðustu árum fjölgað um það bil þrisvar sinnum örar en landsmönnum i heild og að niðurstöðutölur fjárlagafrum- varps 1978 eru um það bil niður- stööutölur fjárlaganna áriö 1973 margfaldaðar með 10. Að undanförnu hafa að minu mati komið fram vaxandi efasemdir um, aö siaukin framlög til hins opinbera tryggi sibætta þjónustu við borgarana. Hér er hin sigilda spurning um tilkostnað og árangur á ferðinni — spurningin um ,input” og ,,output”,einsog enskumælandi þjóðir orða það. Framleiðni hef- ur aukizt stórlega á flestum sviðum framleiðslu og samgangna, en þjónustusviðið hefur þar dregizt aftur Ur, og þá ekki sizt ýmsar greinar opin- berrar stjórnsýslu. Vandi opinbers reksturs 1 atvinnurekstri einkaaðilja ráða önnur lögmál en gilda um opinbera þjónustu. Samkeppni fyrirtækja, viðleitni eigenda til að hámarka afrakstur, kyn- slóðaskipti, eigendaskipti og ytri sveiflur verða til þess, að öðruh voru er stokkað upp innan einkafyrirtækja i þeim tilgangi að bæta rekstur þeirra. Þeir, sem gera mistök, verða að gjalda þeirrai fjárhagslegu tapi eða öðru verra. 1 opinberum rekstri er þessu nokkuð á annan veg farið. Reynslan hefur sýnt okkur, að opinberar stofnanir hafa oftast það, sem kalla mætti eilift lif. þ.e. þær lifa án tillits til þess árangurs, sem þær ná. Erfitt er imörgum tilvikum að meta eða mæla framleiðni þeirra, og pólitisk yfirvöld eru sjaldan þannig i stakk búin, að þau geti brugðizt stjórnunarlega rétt viö þegar alvarlegir annmarkar koma í ljós á starfsemi einhverrar stofnunar. Nútima þjóðfélagi fylgja stööugar og ör- ar breytingar, sem bregðast verður við af opinberum aöil- um, og ávallt er tilhneiging til þess aö koma á fót nýrri stofnun til þess að annast viðbögðin, enda þótt e.t.v. séu til aðrar stofnanir með þverrandi verk- efni. Um þetta fjalla m.a. bækur þeirra Parkinson og Peter, sem margir þekkja, og eru þar sett fram nokkur hnyttin lögmál, sem viða virðast eiga við. Þannigsegir Parkinson m.a., að opinberir starfsmenn muni jafnan fylla út i það húsnæði, sem fyrir hendi er, og jafnan eyða þeim fjármunum, sem inn koma, burtséð frá þvl, til hvers hafi átt að verja f jármununum i upphafi. Ódauðleiki skattheimt- unnar sé nánast náttúrulögmál. Peter setur fram þá kenningu i lögmáli sinu að stjórnendur muni jafnan hækka I stöðu, þar til þeir nái stöðu, er sé getu þeirra ofvaxin. Lögmálin, sem ég hefi hér lýst, eiga einnig við stærri einkafyrirtæki, en sá er munur- inn, að þar er öðru hvoru hrist upp I hlutunum af ástæðum sem ég greindi, andstætt þvi, sem oftast er i' opinberri þjónustu. Við þekkjum að visu dæmi þess, að einkafyrirtækin komizt i einhvers konar samtryggingar- kerfi með rikisvaldinu, sem þá veldur þvi, að þau geta komizt af lengur, án róttækrar uppstokkunar á markmiðum, mönnum og stjórnun. Síþensla kerfisins Við getum nefnt mörg dæmi héðan af landi sem annars stað- ar frá um ódauðleika kerfisins eða kannski réttara sagt um ósveigjanleika og siþenslu þess. 1 litlum sveitarfélögum er stjórnsýslan einföld og fylgir hefðbundnum og árangursrik- um brautum, en þegar viðfangsefnin stækka og þeim fjölgar, fer kerfið að vaxa, þar tii vöxturinn fer að lúta eigin lögmálum. Starfsmaður, sem e.t.v. var i fyrstu aðeins ráðinn i hlutastarf, t.d. viö byggingar- eftir lit, er áður en varir orðinn aðstórrideild, sem á hverjuári þarf á auknu starfsliði að halda, auknu húsnæði og fleiri tækjum. Sakleysislegur stuðningur við barnagæzlu kvenfélagsins á staðnum er, áður en varir, oröinn að rekstri með fjölda sérþjálfaðra starfsmanna, siaukinni húsnæðisþörf og miklu rekstrartapi. Þannig mætti lengi telja. Ailtaf er aukning á magni og kostnaði, og til þess þarf að afla fjár. Þetta er gott og blessað, svo lengi sem menn vilja borga, en þegar borgararnir segja nei, áfram telja. Markmið stofn- unarinnar eru aldrei tekin til endurskoðunar, enginn spyr, hvort hún sé nauðsynleg eða ekki. Það atriði, sem æðstu stjórnvöld fjalla um, er aðeins, hve hratt eigi að leyfa stofiiun- inni að vaxa. Kippir i kynið Við höfum horft á það hér á landihvernig áform stjórnvalda til niðurskurðar útgjalda renna venjulega út i sandinn og á nákvæmlega sama hátt hefur farið i öðrum rikjum. En liklega erum við nú á nokkrum timamótum, hvað þetta snertir. Skattþegnarnir eru viða orðnir órólegir yfir vaxandi hiut hins opinbera. Þar er bæði um það sjónarmiðmanna að ræða, að of mikill hlutdeild hins opinbera i þjóðartekjum valdi sóun og verðbólgu og að fjármunirnir séu betur komnir hjá þeim sjálf- um. Annað sjónarmið á sér einnig marga formælendur, en það er, að þjónusta hins opin- berasé ekki markviss og að hún sé orðin alltof dýr. Sjálfsagt eru til formælendur gagnstæðra sjónarmiða, en einhvern veginn heyrist lítið frá þeim um þessar mundir, og nefna má það að forystumenn allra i'slenzku stjórnmálaflokkanna telja nú nauðsynlegt að draga Ur rekstrarkostnaði hins opinbera. Erlendis er, eins og kunnugt er, mikil hreyfing meðal skatt- greiðenda i þá átt að takmarka fjármagn og þar meö umsvif hins opinbera, ogfer nút .d. slik alda um Bandarikin, en áður höfum við t.d. orðiö vitni að miklu fylgi slikra sjónarmiða i Danmörku. Hér á landi er nú af sértöku tilefni talað um að stofna „varnarsamtök skatt- greiðenda”, og menn rifja upp sögur af forfeðrunum fræknu, sem frekar vildu yfirgefa blóm- legar sveitir Noregs en að þola skattahækkun. Um þetta má ræða fram og aftur, en ég er þó þeirrar skoð- unar, að gagnrýni sú, sem kom- ið hefurfram á þau vinnubrögð, er opinberir aðilar hér á landi beita við stjórnsýslu sina, sé a.m.k. að nokkru leyti réttmæt. Ég tel, að hún sé ekki nógu markviss og að hlutfallið milli kostnaðar og árangurs sé i mörgum tilvikum afar óhag- stætt. Hvað er til ráða? Éf leitar er úrbóta á þessu, þá kemur manni tyrst til hugar ao leita leiðsagnar i stjórnunar- visindum nútimans. Það eru algild sannindi, að við þverrandi lindir hráefna orku og annarra mikilvægra framleiðsluþátta, þá er jarðar- búum meiri þörf en nokkru sinni fyrr á góðri stjórnun og samhæfingu aðgerða. Sama gildir um stjórn- og þjónustu- kerfi sveitarfélags eða rikis sem einangraðs fyrirbæris. Við verðum að stýra betur nýtingu okkar á f jármagni, mannafla og mannvirkjum og tengja hana betur við þau markmið, sem stefnt er aö. Opinber stjórnsýsla (Public Administration) er sérstakt háskólafag erlendis, sem á margan hátt er hliðstæða stjórnunarfræði fyrirtækja- reksturs (Business Administra- tion). Báðar greinarnar spanna yfir almenn stjórnunarvisindi, hagfræði, lögfræði og undir- greinar þeirra en með mismun- andi áherzlu á hina ýmsu þætti. A siðustu árum hafa orðið miklar framfarir á sviði almennra stjórnunarvisinda og aðferðafræði stjórnunar. Er þess skammt að minnast er Nóbelsverðlaun i hagfræði voru veitt einum af frumkvöðlum þessara visinda, Bandarikja- manninum Herbert Simon. Þessi þróun hefur mjög sett mark sitt bæði á opinbera stjórnsýslu og stjórnunarfræði fyrirtækja sem visindagreina, og hafa stórfyrirtæki og fjöl- þjóðafélög verið i fararbroddi um hagnýtingu þessara nýjunga. Fyrir nokkrum árum bar mjög á þvi, að bandarisk framleiðslu- og þjónustufyrir- tæki legðu undir sig drjúgan hluta af atvinnufyrirtækjum i V-Evrópu. Skýringin á þessu var ekki fjármagnsyf irráð hinna bandarisku fyrirtækja, þvi að þau fengu oftast fjár- magnið að láni hjá bankastofn- unum i Evrópu. Skýringin var fólgin i annars vegar tækni- þekkingu og hins vegar stjórn- unarskipulagi hinna bandarisku fyrirtækja, sem oft tókst á skömmum tima að gera hnign- andi fyrirtæki, sem þau keyptu, að ný jum vaxtarbroddi i iðnþró- un og viðskiptum. Um þetta voru skrifaðar margar bækur oger þeirraá meðal frægfrönsk bók, sem nefnist á islenzkri tungu „Bandariska ögrunin”. Evrópumenn voru uggandi út af þessari sókn erlendra fyrir- tækja inn á markaðisina, en það stóð ekki lengi. Með starfsemi erlendu fyrirtækjanna tileink- uðu heimamenn sér þá þekk- ingu og tækni, sem fyrirtækin beittu við reksturinn, og nú er svo komiö, að i Bandarikjunum eru menn viöa orönir uggandi yfir sókn evrópskra fyrirtækja inn á markað sinn. Af stjórnunaraðgeröum, sem hér er um að ræða, má nefna bætt kostnaöarbókhald, kostn- aðargát með tölvum, kerfis- bundna kostnaðarlækkun.bætta stýringuá rannsóknarstarfsemi og þróun framleiðslu, mark- miðsbundna stjórnun, kerfis- bundið verðmætismat, fjár- festingarmat og núll-grunns áætlunargerð. En fyrst hægt var að ná mikl- um árangri meö beitingu nýrra stjórnunaraðferða i almennum fyrirtækjarekstri, var þá ekki unnt að beita sömu aðferðum til þess að ná fram endurbótum á opinberri stjórnsýslu. . Reynslan hefur sýnt, að það er unnt I flestum tilvikum, og kennsla i opinberri stjórnsýslu mótast nú mjög af aðferðafræöi fyrirtækjarekstursins. Hér er ekki tækifæri til þess að gera þessum fræðum Itarlega skil, en ég ætla að minnast á nokkur atriði þeirra. Markmiðsbundin stjórnun 1 fyrsta lagi ætla ég að minnast á markmiðsbundna stjórnun eða Management by Objectives (MBO), eins og hún nefnist á enskri tungu. Markmiðsbundin stjórnun byggist á þvi að losa um hina hefðbundnu stjórnun með stofn- unum, en að stýra þess i stað með miklu sveigjanlegra stjórnsýslukerfi, sem sé aðlag- að settum markmiðum á hverj- um tima. Hún byggist á þvi, að sérhverri starfsemi séu sett markmið bæði til lengri og skemmri tima. Sérhvert þrep stjórnsýslunnar fær markmið að stefna að á ákveðnu ti'mabili, t.d. markmið um bætta þjónustu eða lækk- aðan kostnað. Starfsmennirnir eruyfirleitt hafðir með i ráðum, þegar markmiðin eru ákveðin fyrir hverja grein, þeir fá að gera athugasemdir við fyrir- huguð markmiö, en síðan eru þau ákveðin og skjalfest, m.a. með undirritun viðkomandi starfsmanns, t.d. deil. rrstjóra. Akveðið er, hvernig fara skuli Framhald á 7. siðu • „Starfsmönnum rikisins hefui á siðustu árum fjölgað um það bii þrisvar sinnum ör- ar en landsmönnum I heild...” ^ ,,Að undanförnu hafa að minu mati komið fram vax- andi efasemdir um, að siaukin frainlög til hins opinbera tryggi sibætta þjónustu við borgarana”. • „Reynslan hefur sýnt, að opinberar stofnanir hafa oft- ast þaö, sem kalla mætti eiliit lif. þ.e. þær lifa án tillits til þess árangurs, sem þær ná”. ^ „Parkinsons—lögmálið kennir in.a., að opinberir starfsmenn muni jafnan fylla út i það húsnæði, sem fyrir hendi er, og jafnan eyða þeim fjárniunum, sem inn koma, burt séð frá þvi, tii hvers hafi átt að verja fjármununum i upphafi. Ódauöieiki skatt- heimtunnar sé nánast nátt- úrulögmál.” • „Péturs-prinsippið: stjórn- endur munu jafnan hækka i stöðu, þar til þcir ná stöðu, sem er getu þeirra ofvaxin”. • „Forystumenn allra is- lenzku stjórnmáiaflokkanna telja nú nauðsynlegt að draga úr rekstrarkostnaöi hins opin- bera”. 0 „Skatttþegnarnir eru viða orðnir órólegir vegna vaxandi hlut hins opinbera. Þar er bæði um það sjónarmið að ræða, að of mikil hlutdeild hins opinbera i þjóðartekjum valdi sóun og verðbólgu og að fjármunir séu betur komnir hjá einstaklingunum sjálf- uin.”

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.