Alþýðublaðið - 12.01.1980, Síða 7

Alþýðublaðið - 12.01.1980, Síða 7
Laugardagurinn 12. janúar 1980 7 Leiklistarþing haldið r Reykja- vlk 20. og 21. janúar „Stofnanaleikhús — frjálsir leikhópar — vinnubrögö — skól- un” er yfirskrift leiklistarþings, sem haldið verður i Reykjavik dagan 20. og 21. janúar. Þar munu leikhúsmenn vænt- anlega skiptast á skoðunum um hvarog hvernig leiklist verði best komið á framfæri við áhorfendur og hver skuli vera skipan leiklist- armála á komandi árum. Mál af sliku tagi hafa stöðugt borið á góma á undanförnum árum. Má i þvi sambandi t.d. minna á blaða- skrif og umræður um fyrirhugaða byggingu Borgarleikhúss svo og styrkveitingar til „frjálsra leik- hópa”. s.s. Alþýðuleikhússins. Þinghald hefst þann 20. janúar kl. 10 i Þjóöleikhússkjallara með framsöguerindum Gunnars Ey- jólfssonar og Eyvindar Erlends- sonar en siöan verður unnið i hóp- um. Þingið er opið öllum sem at- vinnu hafa af leiklist. 1 fram- kvæmdanefnd eru Guðmundur Sveinsson, Helga Hjörvar, og Sig- mund örn Arngrimsson og ber að tilkynna þátttöku til þeirra fyrir 14. janúar. Fyrirlestur um grænlenska list í Norræna húsinu 1 tilefni af grænlensku sýning- unni i Norræna húsinu heldur danski listmálarinn Bodil Kaa- lund fyrirlestur meö litskyggn- um, i fyrirlestrarsal Norræna hússins, i dag, 12. janúar kl. 15.00. Fyrirlestur sinn nefnir hún „Tradition og fornyelse i grön- landsk kunst.” Grænlensk list er sprottin af allt öðrum rótum en evrópsk list og hefur öldum saman þróast eftir eigin leiðum. Nú hafa kynnin af evrópskri list haft áhrif á græn- lenska list, bæði holl og miöur holl. Eftir fyrirlesturinn um kl. 16.00 munu Bodil Kaalund og græn- lenska listakonan Aka Höegh leiöbeina sýningargestum um sýninguna og svara fyrirspurn- um. Svo sem fram hefur komið i fjölmiðlum stendur nú yfir nor- rænt málaár, sem norrænu félög- in á Norðurlöndum standa að. Norræna húsiö leggur einnig sinn skerf til málaársins með þvi aö setja upp sýningar á bókum frá Norðurlöndum, þar sem kynnt verður eitt land i senn. Verða þar til sýnis bækur um landið og menningu þess, svo og bækur um ýmis efni á tungu viökomandi þjóðar. Fyrsta bókasýning Norræna húsins veröur grænlensk, og er það við hæfi, þar sem i sýningar- sölum hússins stendur nú yfir sýning á grænlenskri list. Bæk- urnar á sýningunni eru langflest- ar i eigu hússins, en nokkrar hafa verið fengnar að láni frá öðrum bókasöfnum. Þessi bókasýning mun standa út janúar, en i febrú- ar er fyrirhugaö að hafa finnska bókasýningu. Hinar norrænu bókasýningar verða allar i bóka- safni Norræna hússins. Hvernig að þvi að mæla dg meta árangur,og mikið er lagt uppúr upplýsingastreymi milli aðila. Það, sem ég hér kalla stjórnsýslu, á við hvers konar opinbera þjónustu i þessu til- viki, t.d. heilbrigðisþjónustu svo að dæmi sé tekið. Markm iösbundin stjórnun kallar á náið samráö æðstu stjórnenda, t.d. kjörinnar stjórnarnefndar og starfs- manna. Akvörðun meginmark- miða, sem fyrst og fremst er i verkahring hinna kjörnu fulltrúa, hlýtur að markast mjög af þvi, hvernig hægt er að ná þeim fram með þvi að setja takmarkaðri markmið fyrir sérhvern þátt i starfseminni. Svo ég taki dæmi um, h vernig markmiðsbundin stjórnun fer fram, þá var hér nýlega á ferðinni prófessor frá banda- riskum háskóla og hann sagði mér, hvernig þessi stjórnunar- aðferð snerti starf hans i þrengstu merkingu. Fyrir upphaf hvers skólaárs er hann kallaður á fund deildarforseta i deildsinni og sameiginlega rita þeir niður þau markmið sem þeir vilja setja starfi prófessorsins á skólaárinu. Hann ritar niður á eyðublað, hvaða kennsla sé fyrirhuguð og hvaðhannhyggistgera við þann tima.sem honum er ætlaður til sjálfstæðra rannsókna i fræði- grein sinni. M.a. er skráð, hvað hann hyggist rita um fræðigreinina og hvort hann hyggist kynna sér nýjungar i greininni. Það er hlutverk deildarforsetans að ýta á um aukna framleiðni mannsins, og þegar þeir hafa báöir ritað undir markmið ársins, gengur eyðublaðið áfram til starfs- manna, sem rita á það kostn- aðartölur, en siðan er gerð heildaráætlun fyrir deildina, þar sem tekin eru saman mark- mið og kostnaður. Þannig gengur þetta upp i valdapira- mida háskólans, þar til æðsta stjórn hans fjallar um heildar- markmið og heildarkostnað, sem hún vegur og metur, hvort samrýmist ytri aðstæðum. Hún sendir siðan einstaka liði til endurskoðunar eftir þvi sem við á, áður en endanleg markmið eru sett. 1 lok skólaársins er siðan gerður itarlegur saman- burður á settum markmiðum og árangri starfsins. A sama hátt má taka fyrir hvers konar opinbera þjónustu eða starfsemi, og þarsem skyn- samlega hefur veriö aö þessu staðið hefur virkni jafnt starfs- manna og stjórnenda aukizt, kostnaðarvitund batnað og markmiðin skýrzt. Markmiðsbundin stjórnun byggir á sveigjanleika hjá starfemönnum, þar eö ný og breytt markmið kunna að kalla á nýja uppröðun starfa og verkefna. Einnig getur breytt áherzla á einstök atriöi kallað á breyttar verklagsreglur. Sögulegar 4 lokum orðið skildir að skipt- um. Ég vil þess vegna halda þvi tilskila, nú þegar haustar að i lífi okkar beggja, að i minningunni yfirgnæfir til- finningin um vináttu okkar alian skoðanaágreining og deilur. Vel má vera aö atvikin hagi þvi þannig að við eigum enn eftir að taka einhverjar snerrur. En ég efast um það — og þó svo væri, hvaða máli skiptir það? Við höfum aldrei aðgreint heimspekina og stjórnmálin... Viðhorf min eru öll önnur en hans, en ég tek honum eins og hann er — jafnvel þótt ég andmæli hon- um á enda veraldarinnar með röksemdum sem hann mun aldreireynast fáanlegur til að hlusta á.” Aldrei? Aldreiað segja aldrei. A liðnum árum hafa margir að- ilar orðið til þess að vilja leiöa þá saman til opinberra kapp- ræðna, i návigi. Aron hefur allt- af þegið sh'k boð, Sartre hefur alltaf neitað. „Samt sem áður er mér sagt, að honum hafi likað frekar vel gagnrýni min á bók- ina hans um ofbeldið (Dialictique de la Violence)...” Ef til vill er það skaði að þessar stórkostlegu rökræður áttu sér ekki stað. Nú er þaö orðið of seint. Sögulegt handaband þeirra þann 21. júni hefur ef til vill merkingu, táknræna merkingu. Vissulega hefur Aron rétt fyrir sér þegar hann segir, að hann hafi ekki breytzt. Gulag Solzhenitsyns hefur kippt stoðunum undan yfirlætislegu sjálfstrausti vinstri aflanna. Guðirnir hafa brugðizt þeim oft og miskunnarlaust. Hinum gömlu striðsjálkum vinstri hug- myndafræöinnar finnst sjálfum eins og þeir séu afvopnaðir og ráðvilltir — og eins og Aron seg- ir” þegar hugmyndafræðin hef- ur brugðizt þeim leita þeir aftur til mannúðarstefnunnar...’ ’ Með þvi að taka upp hanzkann fyrir þá, sem sviptir eru mannrétt- indum og leggja fram aðstoð til að draga úr nauð flóttafólks frá a1ræð i srikjunum hafa Sartre-hjónin —eins og Michel Foucault og svo ótal margir aðrir — á elleftu stundu gert úr- slitaátak til þessað bjarga sálu sinni og samvizku. Hver vill álasa þeim fyrir þaö? c LANDSVIRKJUN ÚTBOÐ Landsvirkjun óskar hér með eftir tilboð- um i smiði og galvanhúðum á stálhlutum i undirstöður fyrir 220 kV háspennulinu frá Hrauneyjafossi að Brennimel (Hraun- eyjafosslina 1) i samræmi við Útboðsgögn 428. Efnismagn er um 140 tonn. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu Landsvirkjunar, Háaleitisbraut 68, Reykjavik frá og með 14. janúar 1980, gegn skilatryggingu að fjárhæð kr. 10.000. Tilboðum skal skilað á skrifstofu Lands- virkjunar fyrir kl. 11:00 mánudaginn 28. janúar, en þá verða þau opnuð i viðurvist bjóðenda. ra U! Verkamannabústaðir Ákveðið hefur verið að gera könnun á þörf verkamannabústaða i Kópavogi. Þeir sem hafa áhuga á slikum ibúðakaup- um, eru beðnir að fylla út sérstök eyðublöð sem liggja frammi hjá bæjarritara á bæjarskrifstofunum Fannborg 2 og hjá félagsmálastjóra á Félagsmálastofnun- inni Álfhólfvegi 32. Jafnframt veita ofan- ritaðir nánari upplýsingar. Skilafrestur gagna er til 29. jan. n.k. Stjórn Verkamannabústaða i Kópavogi. Lausar stöður Stöður tveggja rannsóknarlögreglumanna við lögreglustjóraembættið i Reykjavik eru lausar til umsóknar. Umsóknarfrestur er til 10. febrúar 1980. Lögreglustjórinn i Reykjavik 9. janúar 1980. Sjúkraliðar Sjúkraliðaskóli Islands heldur endur- menntunarnámskeið i mars 1980 ef næg þátttaka fæst. Upplýsingar i sima 84476 kl. 10-12. Skólastjóri. í dag kl. 15:00 Danski listmálarinn BODIL KAALUND flytur fyrirlestur með litskyggnum: „Tradition og fornyelse i grönlandsk kunst”, i fyrirlestrarsal hússins. Eftir fyrirlesturinn mun hún ásamt græn- lensku listakonunni AKA HOEGH leið- beina gestum um grænlensku listsýning- una „Land mannanna” i sýningarsölum hússins. Sýningin er opin daglega kl 14-19. Verið velkomin NORRÆNA HÚSIÐ Til sölu sumarhús Óskað er eftir tilboðum I sumarhús sem er i smiðum hjá nemendum lðnskólans, nánar tiltekið á lóð skólans við Bergþórugötu. Nánari lýsing og teikningar eru afhentar á skrifstofu vorri að Frikirkjuvegi 3, Reykjavik. Tilboð verða opnuð á sama stað þriöjudaginn 29. janúar n.k. kl. 14.00 e.h.. INNKAUPASTOFNUN REYKTAVÍKURBORGAR Frikirkjuvegi 3 — Sími 25800 Auglýsing um próf fyrir skjalaþýðendur og dómtúlka. Þeir, sem öðlast vilja réttindi sem skjalaþýðendur og dómtúlkar, eiga þess kost að gangast undir próf, er haldin verða i febrúar n.k., Umsóknir skal senda dóms- og kirkju- málaráðuneytinu fyrir janúarlok á sérstökum eyðublöðum, sem þar fást. Próftökum verður veittur kostur á leið- beiningum um frágang skjala og þýðingartækni á nokkurra tima námskeiði fyrir próf. Við innritun i próf greiði próftaki gjald, er nemur helmingi gjalds fyrir löggildingu til að vera dómtúlkur og skjalaþýðandi. Gjaldið, sem nú er kr. 12.720, er óaftur- kræft, þó að próftaki komi ekki til prófs eða standist það ekki. Dóms og kirkjumálaráðuneytið, 8. janúar 1980.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.