Alþýðublaðið - 19.01.1980, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 19.01.1980, Blaðsíða 7
Laugardagur 19. janúar 1980. 7 Myrkir músikdagar: KonsertT Bústaðakirkju Frumflutt „Brot” eftir Karólínu Eirlksdóttur Bústaöakirkja Sunnudagur 20.1. 1980 kl. 17. Kammersveit Reykjavikur. Stjórnandi: Páll P. Pálsson. Einleikari: Helga Ingolfsdóttir. Einsöngvari: Ruth L. Magnús- son. Karólina Eiriksdóttir: Brot Vagn Holmboe: Zeit op. 94. Ein- söngur: Rut L. Magnússon. Miklos Maros: Konsert fyrir sembal og kammersveit. Ein- leikari: Helga Ingólfsdóttir. Hlé Páll P. Pálsson: Lantao. Jón Nordal: Concerto Lirico. Karólina Eiriksdóttir, (f.1951) lauk prófi frá píanókennara- deild Tónlistarskólans í Reykja- vik áriö 1974. Því næst stundaöi hún nám viö Michigan-háskóla i Bandarikjunum og útskrifaðist meö „masters” próf i tónsmiö- um 1978. „Brot var samiö aö til- hlutan Kammersveitar Reykja- vikur áriö 1979. Þaö er reinum kafla, er skiptist i smærri ein- ingar, sumar skýrt afmarkaöar, en sem leiöa hver i aöra. Verkiö byggir aö miklu leyti á sömu tónbilunum, sem ýmist eru not- uö lagrænt eöa hljómrænt, og samspili mismunandi hljóö- færahópa.” Þetta er frumflutn- ingur verksins. Vagn Holmboe (f. 1909) ereitt virtasta tónskáld Dana og kenn- ari flestra þeirra yngri, sem nú láta flest aö sér kveöa. Þetta verk samdi hann 1974 viö þrjú ljóö eftir Renötu Pandula: 1. Zu was musste sich der Mann durchleiden... (Þetta er lengsti hluti verksins). 2. Ich erlebe den Raum voller Duft... (Hér er textinn sagöur fram, en ekki sunginn.) 3. Immerzu warte ich auf ein grosses Fest... og heyrist þaö nú i fyrsta sinn hér á landi. Sænska tónskáldiö Miklos Maros (f. 1943) er Uka leiöandi afl sem stjórnandi „Maros Ensemble” i heimalandi sinu. Verkiö var samiö fyrir Kammersveit Reykjavikur fyrir styrk frá NOMUS og hér meö frumflutt. Þaö er i þremur samtengdum þáttum, og I fyrsta og þriöja þætti eru kadensur fyrir sembalinn. Konsertinn endar eins og hann byrjar. Verkiö er tileinkaö Helgu Ingólfsdóttur og Páli P. Páls- syni. Páll P. Pálsson (f. 1928) samdi Lanto undir áhrifum frá heimsókn sinni til samnefndrar eyjar i Kina, þar sem hann var nýlega á tónleikaferö. Verkiö er ein heild, þrátt fyrir andstæöur i stiloghraöa. Þaö ersamiö fyrir óbó, hörpu og slagverk og er hér frumflutt. „Concerto lirico” samdi Jón Nordal (f. 1926) fyrir Kammer- sveit Uppsala fyrir styrk frá NOMUS áriö 1975 og var verkið frumflutt sama ár. Verkið er concerto grosso, meö einleiks- atriöum leiðandi radda. Þaö er I þremur þáttum (hægur-hraö- ur-hægur). Samkvæmt heiti verksins er rikari áhersla lögö á ljóörænanleik en leiktæknilegar brellur. Línuveiðar í Faxaflóa við Snæfellsnes og í Breiða- firði bannaðar Sjávarútvegsráðuneytið hefur i dag gefiö út reglugerö um bann viö h'nuveiöum á eftirgreindum svæöum : 1. 1 Faxaflóa noröan linu, sem dreginer frá Þormóösskeri i Gölt. 2. Á svæði viö utanvert Snæfells- nes , sem aö utan afmarkast af linu, sem dregin er i 3ja sjómilna fjarlægð frá fjöruborði, milli lina sem dregnar eru 220'réttvisandi frá Malarrifsvita og 270' rétt- 10 visandi frá Skálasnaga (64 gr 51*3 N, 24 gr 02’6 V). 3 . A svæöi I Breiöafiröi, sem markast af linum, sem dregnar eru milii eftirgreindra punkta: 1.65 gr 07 N og 24 gr 10 V 2.65 gr 09 N og 24 gr 38 V 3.65 gr 06 N og 24 gr 39 V. 4.65 gr 02 N og 24 gr 17 V. Reglugerö þessi er sett aö tillögu Hafrannsóknarstofnunar- innar, en töluvert hefur borið á smáþorski i afla linubáta ýmsum slóöum vestanlands. Er hér um árvisst fyrirbæri aö ræöa og hefur þessum svæöumverið ilolkað I nokkur skipti ýmist meö skyndi- lokum eöa lokunum i lengri tima. Gildir áöurgreint bann viö linuveiöum til 15. mars 1980. Sjávarútvegsráðuneytiö hefur I daggefiöút reglugerö um bannyi Orkustofnun óskar að ráða nú þegar skrifstofumann til vélritunarstarfa o.fl. Umsóknir ásamt upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf óskast sendar Orkustofnun Grensásvegi 9 fyrir 25. jan. n.k. Orkustofnun RÍKISSPÍTALARNXR lausar stöður LANDSPÍTALINN Staða SÉRFRÆÐINGS i röntgengrein- ingu við röntgendeild Landspitalans er laus til umsóknar. Æskilegt er að umsækjandi hafi sérþekkingu á röntgenskoðun kransæða. Umsóknir er greini aldur, menntun og fyrri störf send- ist Skrifstofu rikisspitalanna fyrir 23. febrúar n.k. Upplýsingar veita yfirlæknar deildarinnar i sima 29000. AÐSTOÐARLÆKNIR óskast frá 1. april nk.aðGeðdeild Barnaspitala Hringsins við Dalbraut. Umsóknir er greini aldur, menntun og fyrri störf sendist Skrifstofu rikisspitalanna fyrir 19. febrúar n.k. Upplýsingar veitir yfirlæknir i sima 84611. Reykjavik, 20. janúar, 1980. Skrifstofa Rikisspítalanna Eiriksgötu 5, simi 29000 I i i I i i Rannsóknarstyrkir EMBO í sameinda- liffræði Sameindaliffræöisamtök Evrópu (European Molecular Biology Organization, EMBO), hafa i hyggju aö styrkja visindamenn sem starfa I Evrópu og ísrael. Styrkirnir eru veittir bæöi til skamms tima (1 til 12 vikna) og lengri dval- ar, og er þeim ætlaö aö efla rannsóknasamvinnu og verk- lega framhaldsmenntun i sameindaliffræöi. Skammtimastyrkjum er ætlaö aö kosta dvöl manna á erlendum rannsóknastofum viö tilraunasamvinnu, eink- um þegar þörf veröur fyrir slikt samstarf meö litlum fyrirvara. Langdvalarstyrkir eru veittir til allt aö eins árs i senn, en umsóknir um endurnýjun styrks til eins árs i viöbót koma einnig til álita. Umsækjendur um lang- dvalarstyrki veröa aö hafa lokiö doktorsprófi. Umsóknir um styrki til dvalar utan Evrópu og tsraels koma til álita, en þær njóta minni forgangs. I báöum tilvikum eru auk dvalarstyrkja greidd fargjöld styrkþega milli landa. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar fást hjá Dr. J. Tooze, Executive Sécretary European Molecular Biology Organization, 69 Heidelberg 1, Postfach 1022.40, Vestur- Þýskalandi. Umsóknir um skammtlmastyrki má senda hvenær sem er, og er ákvöröun um úthlutun tekin fljótlega eftir mót- töku umsókna. Langdvalarstyrkjum er úthlutaö tvisvar á ári. Fyrri úthlutun fer fram 30. aprll, og verða umsóknir að hafa borist fyrir 20. febrúar, en slöari úthlutun fer fram 31. október, og veröa umsóknir aö hafa borist fyrir 31. ágúst. A árinu 1980 efnir EMBO einnig til námskeiða og vinnu- ' hópa á ýmsum sviöum sameindallffræöi. Skrá um fyrir- huguö námskeið og vinnuhópa er fyrir hendi I mennta- j málaráöuneytinu, Hverfisgötu 6, 101 Reykjavlk. Menntamálaráöuneytiö j 15. janúar 1980. | Laugardagur 19. janúar 7.00 Veöurfregnir. Fréttir. 7.10 Leikfimi. 7.20 Bæn. 7.25 Tónleikar. Þulur velur og kynnir. 8.00 Fréttir. Tónleikar. 8.15 Veðurfregnir. Forustu- gr. dagblr (útdr.). Dagskrá. Tónleikar. 8.50 Leikfimi. 9.30 óskalög sjúklinga: Asa Finnsdóttir kynnir. 10.00 Fréttir. 10.10 Veöurfregnir. 11.20 Börn hér og börn þar. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veöur- fregnir. Tilkynningar, Tón- leikar. 13.30 t vikulokin 15.00 t dægurlandi. Svavar Gests velur Islenska dægur- tónlist til fhitnings og spjall- ar um hana. 15.40 tslenskt mál. Gunnlaug- ur Ingólfsson cand. mag talar. 16.00 Fréttir. 16.15 Veöurfregnir. 16.20 Heilabrot. Þriöji þáttur: Hvaö eru peningar? Um- sjónarmaöur: Jakob S. Jónsson. 16.50 Barnalög sungin og leik- in. 17.00 Tónlistarrabb; — IX. 17.50 Söngvar I léttum dúr. Tilkynningar. 18.45 Veöurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 F'réttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 ..Babbitt". saga eftir Sinclair Lewis. SigurÖur Einarsson islenskaöi. Gisli Rúnar Jónsson leikari les (8). 20.00 Harmonikkiibottur. 20.30 Hljóðheimur. Þátturinn fjaliar um heyrn og hljóö. Rætt viö Einar Sindrason 21.15 A hljómþingi. Jón Orn Marinósson velur sigilda tónlist og spjallarum verkin og höfunda þeirra. 22.15 Veöu.rfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. 22.35 Kvöldsagan: ..Hægt andlát" eftir Simone de Beauvoir. Bryndis Schram les þýöingu sina (4). 23.00 Danslög. (23.45 Fréttir). 01.00 Dagskrárlok. Sunnudagur 20. janúar 8.00 Morgunandakt. Herra Sigurbjörn Einarsson biskup flytur ritningarorö og bæn. 8.10 Fréttir. 8.15 Veöurfregnir. For- ustugreinar dagbl. (útdr.). Dagskráin. 8.35 Létt morgunlög. Fritz Wun derlich syngur óperettulög. 9.00 Morguntónleikar. 10.00 Fréttir. 10. u> >vóur- fregnir. 10.25 Ljósaskipti. Tónlistar- þáttur i umsjá Guömundar Jónssonar pianóleikara. 11.00 Messa 1 Hrlseyjarkirkju. (Hljóörituö 23. sept. i haust) Prestur: Séra Kári Valsson. Organleikari: ölafur Tryggvason bóndi á Ytra-Hvarfi I Svarfaöardal. 12.10 Dagskráin. Tónleikar. 12.20 Fréttir. 12.45 VeÖur- fregnir Tilkynningar. Tón- leikar. 13.20 Kötlugos kemur I leitirn- ar. Dr. Siguröur Þórarins- son jaröfræöingur flytur há- degiserindi. 13.55 Miðdegistónleikar: Tón- list eftir Antonfn Dvorák.a. ,,1 rflci náttúrunnar", for- leikur op. 91. Filharmóníu- sveitin I Prag leikur: Karel Ancerl stj. b. Sellókonsa-t I h-moll op. 104. Mistislav Rostropovitsj og Konung- lega fllharmonlusveitin I Lundúnum leika: Sir Adrian Boult stj. 14.50 Stjórnmál og giæpir. Þriöji þáttur: ..Trujillo, moröinginn í sykurreyrn- um’’ eftir Hans Magnus En- zenberger. Viggó Clausen bjó til flutnings I útvarp. Þýöandi: Torfey Steinsdótt- ir. Stjórnandi: Glsli Al- freösson. Flytjendur eru: Arni Tryggvason, Erlingur Gislason, Benedikt Arna- son, Jónas Jónasson, Hjört- ur Pálsson og GIsli Alfreös- son. 16.00 Fréttir. 16.15 Veöurfregnir. 16.20 „Meðsól ’vijarta sungum viö" slöan hluti samtals Péturs Péturssonar viö Kristinu Einarsdóttur, sem syngur einnig nokkur lög. 17.05 Endurtekið efni: Haldiö til haga. Fyrsti kvöldvöku- þáttur GrimsM. Helgason- ar forstööumanns handrita- deildar Landsbókasafns ls- lands á þessum vetri, út- varpaö 30. nóv. 17.20 Lagiö mftt. Helga Þ. Stephensen kynnir óskalög barna. 18.10 Harmonikulög. Will Glahé og hljómsveit hans leika gamla dansa. Tilkynn- ingar. 18.45 Veöurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.25 Sinfónluhljómsveit ls- lands leikur I litvarpssal. 20.00 Meö kveðju frá Leonard Cohen. Anna ólafsdóttir Björnsson tók saman þátt um kunnan lagasmiö og skáldfrá Kanada og kynnir lög eftir hann. 20.35 Frá hernámi Islands og styrjaldarárunum slöari. Bryndls Vlglundsdóttir flyt- ur frásögn slna. 21.00 Pianósónata Iffs-moll op. 25 eftir Adolf Jensen. Adrian Ruiz leikur. 21.35 Ljóð og Ijóðaþýðingar eftir Dag Siguröarson. Höf- undurinn les. 21.50 Samleikur á flautu og planó. Manuela Wiesler og Snorri Sigfús Birgisson leika: a. Fjögur íslenzk þjóölög eftir Arna Björns- son. b. ,,Per Voi” eftir Leif Þórarinsson. c. „Xanties” eftir Atla Heimi Sveinsson. 22.15 VeÖurfregnir. Fcéttir. Dagskrá morgundagsins. 22.30 Kvöldsagan: ,,Hægt and- lát” eftir Simone de Beau- voir. Bryndis Schram les eigin þýöingu (5). 23.00 Nýjar plötur og gamlar. Haraldur G. Blöndal spjall- ar um klasstska tónlist og kynnir tónverk aö eigin vali. 23.45 Fréttir. Dagskrárlok. Mánudagur 21. janúar 7.00 Veöurfregnir. Fréttir. 7.10 Leikfimi. Umsjónar- menn: Valdimar örnólfsson leikfimikennari og Magnús Pétursson planóleikari. 7.20 Bæn Séra Kristján Búa- son dósent flytur. 7.25 Morgunpósturinn Um- sjónarmenn: Páll HeiÖar Jónsson og Sigmar B. Hauksson. (8.00 Fréltir). 8.15 Veöurfregnir. Forustu- gr. landsmálauí. (Utdr.). Dagskrá. Tónleikar. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna: Kristjón Guölaugsson byrj- ar lestur þýöingar sinnar á sögunni „Veröldin er full af vinum ” eftir Ingrid Sjö- strand. 9.20 Leikfimi. 9.30. Til- kynningar. Tónleikar. 9.45 Landbúnaðarmál. Um- sjónarmaöur: Jónas Jóns- son. Rætt viö Bjöm Sigur- björnsson og Gunnar ölafs- son um starfsemi Rann- sóknastofnunar land- búnaöarins: — slöara sam- tal. 10.00 Fréttir. 10.10 Veöur- fregnir 10.25 Morguntónleikar 11.00 fónleikar. Þulur velur og kynnir. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veöur- fregnir. Tilkynningar. Tón- leikasyrpa Leikin létt- klassisk lög, svo og dans- og dægurlög. ' 14.30 Miðdegissagan : „Gat- an” eftir Ivar Lo-Johansson Gunnar Benediktsson þýddi. Halldór Gunnarsson les (19). 15.00 Popp. Þorgeir Astvalds- son kynnir. 15.50 Tilkynningar. 16.00 Fréttir. Tónleikar. 16.15 VeÖurfregnir. 16.20 Slðdegistónleikar 17.20 Ötvarpsleikrit barna og ungiinga: „Heyrkrðu þaö, Palli?” eftir Kaare Zakarfassen Aöur útv. i aprfl 1977. ÞýÖandi: Hulda Valtýsdóttir. Leikstjóri: Helga Bachmann. Leikend- ur: Stefán Jónsson, Jó- hanna Noröfjörö, Randver Þorláksson, Karl Guö- mundsson, Jóhanna Kristin Jónsdóttir, Arni Benedikts- son, Skúli Helgason og Ey- þór Arnalds. 18.15 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veöurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.35 Daglegt mái Arni Böövarsson flytur þáttinn. 19.40 Um daginn og vcginn Arni Björnsson þjóðhátta- fræöingur talar. 20.00 Viö, — þáttur fyrir ungt fólk Stjómendur: Jórunn Siguröardóttir og Arni Guö- mundsson. 20.40 Lög unga fólksins Asta R. Jóhannesdóttir kynnir. 21.45 Utvarpssagan: „Sólon Islandus" eftir Daviö Stefánsson frá Fagraskógi Þorsteinn O. Stephensen byrjar lesturinn. (Aöur útv. fyrir 22 árum). 22.15 Veöurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. 22.35 Söngkennsla og tón- menning Páll H. Jónsson rithöfundur flytur erindi. 23.00 „Verkin sýna merkin" Þáttur um klassiska tónlist I umsjá Ketils Ingólfssonsr. 23.45 Fréttir. Dagskrárlok. LAUG ARDAGUR 19. janúar 1980 16.30 lþróttír. Umsjónarmaö- ur Bjarni Felixson. 18.30 Viiliblóm. Tólfti og næstslöasti þáttur. Efni ell- efta þáttar: Páll og Brúnó koma til Alsir sem ólöglegir farþegar meö flutninga- skipi. 1 Tiraza frétta þeir aö móöir Páls sé farin þaöan og vinni á hóteli I Suö- ur-AlsIr. Hins vegar búi bróöir hans þar enn, sé kvæntur vellauöugri konu og hættur aö kenna. Þeir fara til bróöurins en hann vill ekkert af Páli vita og rekur þá félaga á dyr. Þýö- andi Soffla Kjaran. 18.55 Enska knattspyrnan. Hlé. 20.00 Fréttir og veður. 20.25 Auglýsingar og dagskrá. 20.30 Spltalallf. Bandarlskur gamanmyndaflokkur. Þýö- andi Ellert Sigurbjörnsson. 20.55 „Vegir liggja til allra átta". Þáttur meö blönduöu efni. Umsjónarmaöur Hild- ur Einarsdóttir. Stjórn upp- töku Tage Ammendrup. 21.35 Dansinn dunar I RIó. Brasillsk heimildamynd um kjötkveöjuhátiöina I Rló de Janeiro, sem er vlökunn af sefjandi söng, dansi og öör- um lystisemdum. Þýöandi ólafur Einarsson. Þulur Friöbjörn Gunnlaugsson. 21.50 Námar Salomons kon- ungs. (King Solomon’s Mines). Bandarlsk blómynd frá árinu 1950, byggö á sögu eftir H. Rider Haggard. SUNNUDAGUR 20. janúar 1980 16.00 Sunnudagshugvekja. Kristján Þorgeris- son, sóknarnefndarfor- maöur Mosfellssóknar flytur hugvekjuna. 16.10 Hiisiö á sléttunni. Þýöandi óskar Ingimarss 17.00 Framvinda þekkingar- innar. Sjötti þáttur. Þruniu- gnýr. Þýöandi Bogi Arnar Finnbogason. 18.00 Stundin okkar. Fariö veröur I heimsókn til barna- heimilisins aö Sólheimum I Grimsnesi. Þá veröur fariö I stafaleik og hljómsveitin Brimkló skemmtir auk fastra liöa I þættinum. Um- s jóna rmaöur Bryndls Schram. Stjórn upptöku Eg- ill Eövarösson. 18.50 Hlé. 20.00 Fréttir og veður. 20.25 Auglýsingar og dagskrá. 20.35 islenskt mál. ! þessum þætti er stuttlega komiö viö i' Arbæjarsafni, en megniö af þættinum er tekiö upp hjá Bæjarútgerö Reykjavlkur, þar sem sýnd eru handtök viö beykisiön og skýröur uppruni orötaka I þvl sam- hengi. Textahöfundur og þulur Helgi J. Halldórsson. Myndstjórnandi Guöbjartur Gunnarsson. 20.40 islandsvinurinn William Morris. Englendingurinn William Morris var um slna daga allti senn: listmálari, rithöfundur og eindreginn jafnaöarmaöur. Hann haföi mikiö dálæti á Islandi og Is- lendingum, einkum þá rimnaskáldunum, sem hann taldi meö helstu óösnilling- um jarökringlunnar. Morris lést áriö 18%. Þýöandi ósk- ar Ingimarssom. Björn Th. Björnsson listfræöingur flytur inn- gangsorö. 21.40 Afmælisdagskrá frá Sænska sjónvarpinu. Siöari hluti. Þýöandi Hallveig Thorlaci- us. (Nordvision — Sænska sjónvarpiö). Mánudagur 21. janúar 20.00 Fréttír og veður 20.25 Auglýsingar og dagskrá 20.30 MúmIn-álfarnir Sjötti þáttur. Þýöandi Hallveig Thorlacius Sögumaöur RagnheiÖur Steindórsdóttir. 20.40 iþróttir Umsjónarmaöur Bjarni Felixson. 21.15 Bærinn okkar. Fyrsta myndin I fiokki sex sjálf- stæöra, breskra sjónvarps- leikrita, sem byggö eru á smásögum eftir Charles Lee. Maöur kemur til bæjarins til aö lagfæra höfn- ina. Hann vantar húsnæöi og fær inni hjá tveimur ógiftum, miöaldra systrum. ÞýÖandi Kristrún Þóröar- dóttir. 21. 40 MQton Friedman situr fvrir svörum. Milton Friedman hlaut Nóbels- verölaun i hagfræöi áriö 1976. Hann þykir bæöi orö- heppinn og fyndinn I kapp- ræöum, en ekki eru allir á eitt sáttir um kenningar hans. 1 þessum sænska viö- talsþætti ber meöal annars á góma afskipti hans af Chile, framtlö Evrópu og vaxandi þrótt AsIuþjóÖa. ÞýÖendur Bogi Arnar Finn- bogason og Bolli Bollason. (Nordvision — Sænska sjón- varpiö)

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.