Alþýðublaðið - 29.01.1980, Page 2

Alþýðublaðið - 29.01.1980, Page 2
Þriðjudagur 29. janúar 1980 Bálför móBur okkar Sigrúnar Guðmundsdóttur Eskihlið 6B fer fram frá Fossvogskirkju miövikudaginn 30. janúar kl. 10.30. ÁlfheiBur Kjartansdóttir Magnús Kjartansson. Sveinafélag pípulagningamanna Ákveðið hefur verið að viðhafa allsherjar atkvæðagreiðslu um kjör stjórnar og trún- aðarmannaráðs. Framboðslistum skal skila á skrifstofu félagsins að Skipholti 70 fyrir kl. 18 þann s 31. janúar 1980. j Stjórnin. Auglýsing frá rlkisskattstjóra um framtalsfresti Ákveðið hefur verið að framlengja frest einstaklinga til skila á skattframtali 1980 svo sem hér segir: Hjá einstaklingum, sem ekki hafa með höndum atvinnurekstur eða sjálfstæða starfsemi, framlengist skilafrestur frá 10. febr. til og með 25. febr. 1980. Hjá einstaklingum, sem hafa með höndum atvinnurekstur eða sjálfstæða starfsemi, framlengist skilafrestur frá 15. mars til og með 31. mars 1980. Reykjavik 25. janúar 1980. Rikisskattstjóri Tilboð óskast i ýmsa vefnaðarvöru ætlaða fyrir Þvottahús Rikisspitalanna, t.d. efni i: Lök, sloppa, kjóla, buxur, handklæði. Utboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri Borgartúni 7, og verða tilboð opnuð á sama stað föstudaginn 15. febrúar 1980, kl. 11.30 f.h. INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS BORGARTÚNI 7 SÍMI 26844 PÓSTHÓLF 1441 TELEX 2006 TT íbúdir vid ± ' Hólabraut Bæjarsjóður Hafnarfjarðar mun á næst- unni selja nokkrar 2ja og 3ja herbergja ibúðir i fjölbýlishúsi að Hólabraut 3. íbúðirnar verða seldar fullgerðar og j áformað er að þær verði afhentar i júni n.k. Söluverð 2ja herb. ibúða er áætlað kr. 20,5 j millj. og 3ja herb. ibúða kr. 26 millj. Ibúðum þessum fylgir C. og F. lán frá ! Húsnæðismálastofnun og lán frá bæjar- sjóði Hafnarfjarðar. Umsóknir er tilgreini fjölskyldustærð, | húsnæðisaðstæður tekjur s.l. tvö ár og j aðrar aðstæður sendist undirrituðum fyrir j 15. febrúar n.k. Umsóknareyðublöð liggja frammi á i Félagsmálastofnun og þar er einnig veitt- j ar frekari upplýsingar um ibúðir þessar. j Eldri umsóknir þarf að endurnýja. i í Bæjarstjóri. Ragnhildur 1 aö heimilinu er gert ráö fyrir 38 vistmönnum. I Kópavogsbæ, sem nú er 25 ára, eru um 600 manns 67 ára og eldri, og gefur þvi augaleiö aö þörf er á hjúkrunarheimili fyrir þá sjúku sem ekki geta annast sig sjálfir. Þegar ekkert benti til þess að riki og bær myndu leysa þetta vandamál sameiginlega, ákváðu 10 félagasamtök að snúa bökum saman i þvi augnamiði að reisa öldruðum bæjarbúum hjúkrunarheimili. Félögin hrintu af stað al- mennri fjársöfnun s.l. sumar. Fór hún þannig fram að dreift var söfnunarbaukum inná hvert hinna 3700 heimila i bænum. Miðaðist söfnunin siðan við að hvert heimili legði til hliðar upp- hæð sem jafngilti hálfu strætis- vagnafargjaldi á dag, en það eru 75 krónur. Nú i dag, hálfu ári sfðar, hafa safnast 50 milljónir króna. Gera aðstandendur söfnunarinnar ráð fyrir að and- virði áætlaðs byggingar- kostnaðar, sem er um 300 millj- ónir, verði náð á næstu tveimur árum. 1 ræðu sem heilbrigðis- og félagsmálaráðherra, Magnús H. Magnússon, flutti í kaffisamsæti að lokinni athöfninni, kom fram að langt hefði verið þess að biða að riki og bær hefðu haft frum- kvæðið að byggingu þessari. Kvaðst ráðherra fagna mjög þessu framtaki Kópavogsbúa. Fyrir hönd bæjarstjórnar talaði Björn Ólafsson. Fullviss- aði hann fundarmenn um að bærinn myndi ekki láta sitt eftir liggja á næstunni við þessa framkvæmd. Kjartan Jóhanns- son, viðskipta- og sjávarútvegs- ráðherra, talaði fyrir hönd þing- manna Reykjanesskjördæmis. Kjartan kvaðst vera stoltur af þessu frjálsa framtaki Kópa- vogsbúa. Þá sagði hann að þeim þingmönnunum yrði það ljúft verk að fylgja þessu framtaki eftir. Allmargir tóku siðan til máls og færðu fram gjafir, ýmist frá sjálfum sér eða félagasam- tökum. Gisli Sigurbjörnsson færði 5 milljónir að gjöf frá Elli- heimilinu Grund. Sem fyrr greinir er búist við að hjúkrunarheimilið verði til- búið til notkunar eftir 2 ár. —G.Sv. Grunnsk. 1 yfirlýsingu kennaranna við Breiðholtsskóla og ræddi örstutt við Guðrúnu Helgu Sæderholm yfirkennara. Hún sagði, að yfirlýsinguna bæri fyrst og fremst að skoða i þvi ljósi, að kennararnir við Breiðholtsskóla óskuðu eftir við- brögðum frá öðrum skólum vegna hugsanlegrar lengingar skólaskyldu um eitt ár, eða þannig að niundi bekkur verði skólaskyldubekkur. Hún kvað það reynslu sina og kennara við Breiðholtsskólann , að fræðslu- skylda væri heppilegri tilhögun þegar i niunda bekk er komið. Ekki væri vist að allir nemendur óskuðu eftir þvi i bili, að fara i niunda bekk og hefðu þá þann möguleika að hætta eftir áttunda bekk, en gætu siðan komið aftur eftir að hafa tekið sér ,,fri” úr skólanum ef hugur þeirra stæði til frekara náms. Þetta kæmi m.a. i veg fyrir að nemendur i niunda bekk væru i skólanum gegn ósk sinni, eins og yrði ef niundi bekkurinn er gerður að skólaskyldubekk. Sú tilhögun er nú höfð á, að niundi bekkurinn er fræðslu- skyldustig. Sveitarfélögum og riki er skylt að bjóða uppá niunda bekkinn, en nemendur geta hætt skóla eftir áttunda bekk. Fari þeir hins vegar i niunda bekk er þeim gert skylt að mæta i skóla sem reglulegir nemendur. Kennarar Breiðholtsskólans hreyfa hér máli, sem þarfnast meiri umræðu. Yfirlýsingin bendir til þess, að umræður um breytingar á tilhögun skóla- rekstursins fari ekki fram á milli skólanna, heldur virðast skólamenn ræða málin hver i sinum skóla, án þess að hafa samband við sambærilega skóla annars staðar. t fljótu bragði virðist nauðsynlegt að skólamál almennt þurfi að ræða meira á opinberum vettvangi. Grunnskólalögin frá 1974 eru i endurskoðun. Framkvæmd þeirra laga þarf að ræða, þann árangur og reynslu sem hlotist hafa af nýju lögunum, svo og að hve miklu leyti þessi lög eru komin i framkvæmd og hvað megibetur fara. Vonandier yfir- lýsingin frá kennurunum i Breiðholtsskóla upphaf umræðu um þessi mál. Blaðið hvetur alla skólamenn og foreldra til að taka þátt I þeirri umræðu. HMA Loðna 1 niðurstöður visindamanna er rökstyddu aflaaukningu. 1 fyrrnefndum viðræðum, er snerust um Jan Mayen-svæðið sem einungis er tilviljanakennt göngusvæði loönunnar, var ein- göngu rætt um veiðimagn fyrri hluta veiðitimabilsins 1979-80, þ.e. sumarvertiðarinnar 1979, enda töldu tslendingar forsend- ur skorta til að fjalla um siðari vertiðina eða hver endanleg heildarveiði yrði á öllu veiði- timabilinu. Þar kom annars veg- ar til sú skoðun að loðnustofninn sé islenskur og það sé þvi islenskra stjórnvalda að ákveða leyfilegan heildarafla. Hins vegar var tekið skýrt fram að loðnurannsoknum yrði haldið áfram af Islands hálfu og mundu endanlegar ákvarðanir ráðastaf niðurstöðum þeirra rannsokna um magn og göngu loðnunnar Aukiö heildarveiöimagn Eins og kunnugt er sýndu islensk-norsku rannsóknirnar sem fram fóru um mánaðarmót- in sept./okt. sl. að óhætt væri að auka heildarveiðimagnið á yfir- standandi veiðitima i 650 þús. lestir. Enn frekari rannsóknir islenskra fiskifræðinga i lok október sl. leiddu áiðan i ljójl að loðnustofninn sé töluvert’stærri en komið hafði fram við fyrri mælingar. Samkvæmt þessum ranns'tíknum mætti heildarveiðin á timabilinu 1979-80 öllu þvi verða 800-850 þús. lestir. Með hliðsjón af þessu hafa islensk stjórnvöld heimilað að loðnuafii islenska fiskiflotans á yfirstandandi veiðitimabili, sem nú við upphaf veiða i janúar var einungis um 440 þús. lestir eða 43,2% islensks loðnuafla á veiði- timabilinu á undan, verði aukinn um 100 þús lestir. Akvörðun um siðarnefnda magnið verður þó ekki endanlega tekin fyrr en niðurstöður yfirstandandi mæl- ingaleiöangurs islenskra fiski- fræðinga liggja fyrir. Jafnvel þótt tslendingar veiði áðurnefnt magn mun heildarafli þeirra verða u.þ.b. 1/3 minni en veiði- timabilið á undan, sem undir- strikar vilja tslendinga til að vernda stofninn. Það er von islenskra stjórn- valda að hlutaðeigandi norskir aðilar geri sér ljóst að tima- bundna erfiðleika norska fiski- flotans er ekkihægt að leysa með aukinni sókn i islenska loðnustofninn. Línuveiðar 1 049) n, 23 45’0 V og þaðan i 270 réttvisandi. Að austan markast svæðið af lfnu sem dregin er 213 réttvisandi úr punkti 63 33’7 N, 23 03’0 V. Á timabilinu frá 1. febrúar til 15 mai 1980, eru allar veiðar með botn- og flotvörpu bannaðar á svæði, sem að sunnan markast af linu, sem dregin er rétt- visandi 270 frá Stafnesvita i punkt 63 58’3 N, 23 40’%- v og þaðan siðan um eftirgreinda punkta: A. 64 04’9 N, 23 45’0 V B. 64 04'9 N, 23 42’0 V C. 64 20’0 N 23 42’0 V og þaðan i 90’r-éttvisandi. Á timabilinu 20. mars til 15. mai 1980, eru allar veiðar með botn- og flotvörpu bannaðar á svæði, sem markast af linum, sem dregnar eru á milli eftir- greindra punkta: A. 63 ÍO’O N, 22 OO’O V B. 63 25’3 N, 22 OO’O V C. 63 33’7 N, 23 03’0 V. Reglugerð þessi er sett að beiðni sjómanna og útgerðar- manna, einkum frá Suðurnes jum og Grindavik og að fenginni umsögn Fiskifélags Islands, en ráðuneytið mun láta fylgjast með, hvernig þessi svæði verða nýtt af linu- og netabátum. Sjár varútvegsráðuneytið 28. Janúar 1980. Hjálagt er kort af svæðunum, á það er ennfremur mörkuð svæði, þar sem linu- og netaveiðar eru bannaðar. Diskó 4 auga leið, að þar er hægt að græða. Diskotek eru ekki fundarstaður fyrir stéttlaust þjóðfélag, hinsvegar. Sér diskó- tek eru fyrir fólk, eftir aldurs- hópum, menntun og þjóðfélags- stöðu. I Þýskalandi rikir mikil spenna milli farandverka- manna og innfæddra, farand- verkamenn eru ekki velkomnir á þessum diskótekum. Ein þjónustustúlka sagði um þá: „Maður verður að hækka verðið á öllu þegar þeim koma, þá fara þeir.... allir vita að þeir eyði- leggja viðskiptin. Fólk kemur ekki hingað fyrr en þeir eru hættir að koma.” Læknar hafa sýnt, að hávaðinn og hljómfallið æsa taugakerfið svo að árásargirni verður greinilega vart. Heilsu- gæslustöð I Hamborg hefur komistað þvi' að 30 af 133 starfe- mönnum á 23 diskótekum höfðu orðið fýrir heyrnarskemmdum. Hæstu hávaðamörk, sem eru leyfileg á vinnustöðum, eru 80 desi'bel, ef farið er yfir þessi mörk, er heilsu manna stofhað i hættu. Þrátt fyrir þetta eru 80 desibel lægri mörkin á hávaða i diskótekum. Ljóseffektar eru lika hættulegir. Laser geislarn- ir, sem notaðir eru við þá, eru hættulegir sjón manna. Þessar niðurstöður hafa fengið yfirvöld heilsumála i Westphalen, til þess að rannsaka alla lýsingu á öllum diskótekum á sinu svæði. (Þýtt og endursagt úr The German Tribune) Ó.B.G. Danski rithöfundurinn ERIK STINUS flytur fyrirlestur i Norræna húsinu þriðju- daginn 29. janúar kl. 20:30 og nefnir „Rejser pá jorden”. Þar fjallar hann um eigin ritverk. Allir velkomnir NORRÆNA HÚSIÐ

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.